Dagblaðið - 03.02.1978, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 03.02.1978, Blaðsíða 28
Nýjar samanburðarleiðir í launamálum: Þingfararkaupsnefnd fer að óskráðum lögum — f rumvarp leysir þá tilhögun af hólmi „Flutningsmenn þessa frum- varps hafa verið þeirrar skoð- unar að laun alþingismanna skuli ákveðin af Kjaradómi og fluttu frumvarp þess efnis fyrir fáum árum. Það frumvarp hlaut ekki afgreiðslu." Svo segir í greinargerð fyrir frum- varpi til laga um þingfararkaup alþingismanna, sem þeir Gylfi Þ. Gíslason og Ellert B. Schram flytja nú á þingi. Efni frumvarpsins er, svo sem nafn þess segir til um. að launakjör alþingismanna skuli ákveðin af Kjaradómi að fengnum tillögum þingfarar- kaupsnefndar. í greinargerð er að því vikið að launakjör alþingismanna hafi nú enn á ný verið í sviðs- ljósinu. Hafi margvíslegur mis- skilningur skapazt um þau, upphæð þeirra og tilurð. í greinargerð frá þingfarar- kaupsnefnd Alþingis, sem fjöl- miðlum barst í gær, segir svo: Aðalforsendan, sem allir gagn- rýnendur gefa sér, er sú að þingmenn hafi nú ákveðið laun sín sjálfir. Þetta er rangt. Kaup þingmanna er ákveðið sam- kvæmt kjarasamningi (eða Kjaradómi) um laun starfs- manna ríkisins en ýmis önnur kjaraatriði sin ákveða þeir skv. lögum um þingfararkaup al- þingismanna. Þar segir ennfremur: Það er staðreynd að nær allir starfs- menn ríkisins sem nú taka laun skv. þriðja efsta flokki, hæsta þrepi samnings BHM, voru áður i sama flokki og þingmenn og hafa því fengið nákvæmlega sömu hlutfallshækkun launa og þingmenn nú. Ennfremur fá þessir starfs- menn, hver einasti, 20% viðbót við laun sín mánaðarlega fyrir ómælda yfirvinnu." Þá segir að nú sé unnið að því að gera nákvæman samanburð á kaupi og kjörum þingmanna á íslandi og öðrum Norður- löndum. Verði sá samanburður birtur innan tíðar. Ekki segir neitt um það að slíkur samanburður í launa- kjörum skuli verða almennt leiðarljós íslenzkra launþega í kjaramálum. BS Kvikmyndahátíðin 1978 var settí gæn NÝÚTSKRIFAÐURKVIKMYNDAGERÐARMAÐUR HLAUT STYRK FRÁ MENNTAMÁLARÁÐI Ágúst Guðmundsson kvik- myndagerðarmaður hlaut kvik- myndastyrk menntamálaráðs f.vrir árið 1978. Styrkurinn nam að þessu sinni tveimur milljón- um króna og var afhentur á setn- ingu Kvikmyndahátíðarinnar í Háskólabíói. • Við það tækifæri flutti Vil- hjálmur Hjálmarsson mennta- málaráðherra einnig ræðu. Hann tilkynnti að stjórnarfrumvarpi um stofnun kvikmyndasafns og kvikmyndasjóðs hefði verið dreift á alþingi og lýsti yfir þeirri von sinni, að frumvarpið næði fram að ganga á þessu þingi. í frumvarpinu segir að fimm milljónum króna skuli varið til kvikmyndasafnsins og þrjátiu milljónum til sjóðsins. (Jr honum á síðan að veita lán og styrki til kvikmyndagerðarmanna. Fjár- munum safnsins á að verja til kaupa á erlendum m.vndum sem taldar eru skara fram úr að list- rænu gildi. Tveir erlendir gestir sækja kvikm.vndahátíðina heim. Grikk- inn Voulgaris og V-Þjóðverjinn Wim Wenders. Hann flutti stutt ávarp við opnunina í gær, þar sem liann fagnaði því, að stjórnvöld hygðust sýna kvikmyndalistinni aukinn áhuga. „l.átið vkkur ekki bregða þótt batamerkin láti á sér standa næstu tvö til þrjú árin,"sagði hann og beindi orðum sinum til stjórnvalda. „Það var fyrst fyrir fimm árum, sem þýzka, stjórnin tók að hlúa að innlendri kvik- myndagerð og hefur hún nú risið Agúst Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður hlaut 2ja milljón króna styrk frá Menntamálaráði til að gera stutta leikna kvikmvnd, sem hann kallar Lítil þúfa. Ágúst er nýkominn heim frá námi i London. A kvikmyndahátíðinni verður sýnd mvnd hans Lifeline To Gathy. Fjöldi gesta var viðstaddur setn- ingu kvikmyndahátíðar. svo sem forseti íslands og frú, ráðherra, borgarstjóri, rithöfundar, leikar- ar og óhrevttir. Myndin er af Agn- ari Þörarsvni leikritaskáldi. DB- myndir: Arni Páll. úr þeirri öskustó sem hún hafði verið í um langt árabil." Að ræðu Wenders lokinni var sýnd mynd hans, Ameríski vinur- inn, ein fimm kvikmynda sem Wenders kemur með með sér. Hátíðinni lýkur 12.feb. -AT- fifálst, úháð dagbJað FÖSTUDAGUR .3. FEB. 1978. Týr náði Hafrúnu á flot Mikill leki í vélarrúmi en ekki í lest eða lúkar Klukkan fjórar mínútur gengin í f jögur í nótt náði varðskipið Týr vélbátnum Hafrúnu á flot þaðan sem hann hafði strandað i Arnar- firði. Báturinn liggur nú við bryggju á Bíldudal en þangað var hann dreginn af strandstad. Skemmdir á Hafrúnu halfa ekki ennþá verið kannaðar til fulls en mikill leki er í vélarrúmi pg var ekki hægt að nota vélina t|I þess að koma bátnum til hafnar| Lítill eða engin leki er hins vega: og lúkar. Týsmenn hafa ekki gent endasleppt í þessari ferð þvV og flestum mun kunnugt vori þeir sem slökktu eldinn ð bátnum Jóni Ágústi aðfar' fimmtudags. i lest það eins það vél- nótt DS Tíðindalaust á loðnumiðum Lítið var að frétta af loðnumið- unum í morgun. Tilkynnt var i gær og nótt um tíu skip, með um það bil 2500 tonn af loðnu, til loðnunefndar. í morgun var farið að bræla á miðunum og litiar veiðihorfur. Seyðisfjörður er syðsta löndunarhöfnin á Austfjörðum til þessa en þar eru tvær verksmiðj- ur, Síldarverksmiðia ríkisins og Hafsíld hf. ÖG Banaslys á Egilsstöðum Banaslys varð á Egilsstöðum á miðvikudagskvöldið Maðurinn sem fórst hét Sigurbjörn Péturs- son frá Hafursá í Vallahreppi. Var hann í fólksbifreið og ók fram úr annarri bifreið á breiðum vegarkafla skammt austan við Lagarfljótsbrúna. Sigurbjörn heitinn skipti af einhverjum ástæðum ekki um vegarhelming eftir að hann fór fram úr bifreið- inni og lenti framan á vörubifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Lézí hann nær samstundis að því er talið er. A.Bj. i i t i i i t t \ í I I Umræðurá Alþingium Landsbankamálið: Þegar vitað um 50 milljónir í 25 reikningsfölsunum — Reikningar 6 fyrirtækja misnotaðir til að ná peningum út úr bankanum „Eg tel eðlilegt og sjálfsagt að Alþingi fylgist vel með þessu máli. Alþingi kýs bankaráð, sem ræður bankastjóra. Al- þingi kýs einnig endurskoð- endur sem eiga að fylgjast með rekstri bankans," sagði Ólafur Jóhannesson, viðskiptaráð- herra. í ræðu sinni utaa dag- krár í sameinuðu þingi í gær. Hann svaraði í henni fyrir- spurn Sighvats Björgvinssonar alþingismanns um umfang og eðli rannsóknarinnar i Lands- bankamálinu. í bréfum Landsbanka tslands og rannsoknarlögreglu- stjóra ríkisins kemur fram að í 25 tilvikum hefur Haukur Heiðar dregið sér nálægt 50 milljónum króna á árunum 1970 til 1977 að báðum meðtöld- um. Allt þetta fé var haft af bankanum og einu fyrirtæki, Sindrastáli hf. Ekkert bendir til þess að fleiri fyrirtæki hafi þolað þessa viðskiptahætti. Reikningar sex fyrirtækja hafa verið misnotaðir til þess að ná peningum út úr bankan- um. Ekkert bendir til þess að neinir menn í bankanum séu, eða hafi verið. í vitorði með Hauki Heiðar . Benedikt Gröndal, Lúðvík Jósepsson, Albert Guðmunds- son og Þórarinn Þórarinsson tóku til máls að lokinni ræðu viðskiptaráðherra. Benedikt Gröndal þakkaði svör ráðherra í fjarveru Sig- hvats Björgvinssonar, sem upp- haflega bar fram fyrirspurnina um Landsbankamálið. Þá vakti hann athygli á nauðsyn þess að bætt yrði til muna aðstaða rannsóknaraðila til þess að kanna efnahagsleg afbrot. Þau væru miklu umfangsmeiri og alvarlegri í mörgu tilliti en menn gerðu sér grein fyrir. Til rannsóknar á þeim þyrfti sér- hæft starfslið . Lúðvík Jósepsson benti á að þrátt fyrir alla endurskoðun í bankanum væri hún að svo mörgu leyti ófullnægjandi að stórlega þyrfti úr að bæta. Mál það sem til umræðu væri sýndi ótvírætt að þörf væri á nýj- um reglum um allt eftirlit. Albert Guðmundsson taldi að játning Hauks Heiðar gæfi til- efni til þess að ekki yrði fram- lengt gæzluvarðhald hans, sem nú hefur verið krafizt. Hann benti á að ef rannsókn á máli Hauks hefði ekki verið rekin af fullri getu rannsóknaraðila ætti Haukur ekki að gjalda þess. Vék Albert að heimilisástæðum sem mæltu gegn því að varð- hald hans yrði lengra en það væri þegar orðið. Þórartnn Þórarinsson mælti með athugun á því að Alþingi fengi nú skýrslu um ólöglegar innstæður íslenzkra manna og fyrirtækja í erlendum bönkum. Þá taldi hann eðlilegt að at- hugað yrði hvort Alþingi ætti ekki að fá skýrslu um ólögmætt atferli við skipakaup íslend- inga erlendis. í báðum tilvikum væri um að ræða brot á m.a. gjaldeyrislöggjöfinni. Margir menn væru í sögusögnum bendlaðir við þessi mál og eðli- legt væri að saklausir menn yrðu hreinsaðir af slíku ámæli. Birting nafna hlyti að koma sterklega til greina í því sam- bandi. Ólafur Jóhannesson taldi eðlilegt að hlutlausir dómstólar skæru úr um vafa á því hvort gæzluvarðhald skyldi fram- lengt. Menn hefðu eðlilega samúð með ógæfumönnum. Rannsókn mála hlyti þó að hafa sinn gang eins og nauðsyn væri talin á að mati rannsóknaraðila. Um birtingu nafna vegna meintra gjaldeyrisbrota taldi Ölafur nauðsynlegt að rann- saka mjög gaumgæfilega hverj- ir væru sekir. Hann kvaðst ekki hafa séð margnefndan lista yfir gjaldeyriseigendur og ekki væri kannað til fulls í hvaða tilvikum gjalde.vriseign væri ótvírætt lögbrot. - ÓV/-BS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.