Dagblaðið - 11.02.1978, Page 3

Dagblaðið - 11.02.1978, Page 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1978. Kvikmyndahátfðin: KYNUF ER EKKIGLÆPUR EN AÐ SÝNA KYNUF ER GLÆPUR Opið bréf til ríkissaksóknara og framkvæmdastjórnar lista- hátíðar. Nemendur Myndlista- og handíðaskóla Islands telja stöðvun á sýningu kvikmyndar- innar Veldi tilfinninganna árás á frjálsa listsköpun. Við mót- mælum að aðrir taki sér fyrir hendur að ákveða hvað okkur sé hollt að sjá eða heyra. Við getum ekki túlkað þetta á ann- an veg en sem brot á ákvæði stjórnarskrárinnar um tján- ingarfrelsi, prent- og málfrelsi. Þvi skorum við á framkvæmda- nefnd listahátíðar að hefja sýningar á kvikmyndinni þegar i stað. F.h. nemenda í MHÍ Ari Kristinsson Þór Elis Pálsson Brynjólfur Jónsson Ásta Ólafsdóttir Morð er glæpur, að sýna morð er ekki glæpur. Kynlíf er ekki glæpur, að sýna kynlíf er glæp- ur. Vi Vantar nauðsynlega fleiri almenningssíma — einnig í Kópa vogi og Hafnarfirði 0317-3852 hringdi: Dæmalaus kotborg er hún Reykjavík. Það er fjárakornið enginn almenmngssími í borginni sem hægt er að kom- ast í Það er ekki fyrr en verzlanir opna á morgnana sem hægt er að komast í síma. Ég þurfti að hringja nauðsyn- legt símtal, hérna einn morguninn, og var stödd niðri í Þingholtum. Klukkan var ekki nema rúmlega átta og ég fór niður í símaklefann í Lækjar- götu til þess arna. Hann var auðvitað í ólagi, eins og jafnan áður þegar ég hef ætlað að not- færa mér hann. Þá datt mér í hug að fara niður i Landssfma- hús og hringja úr almennings- símanum þar. En þá var allt lokað þar og læst Ekki opnað fyrr en klukkan níu eins og á venjulegum skrifstofum! Það er alveg furðulegt hve borgarbúar taka þessu al- menningssimaleysi með mikilli skapstillingu. Auðvitað veit ég að margir ef ekki flestir hafa síma, en samt sem áður getur verið nauðsynlegt að komast f síma í bænum. Mætti einnig segja að nauðsynlegt sé að hafa almenningssíma í nágranna- byggðum eins og Kópavogi og Hafnarfirði. Kópavogsbúar geta ekki fengið síma og fjöl- margir sem verða þar að vera án þessa nauðsynlega tækis. Líklega er enginn almennings- simi I Kópavogi, eða hvað? Raddir lesenda Hringiöísíma 27022 millikl. 13-15 eðaskrifið Spurning dagsins FINNST ÞÉR RÉTT AÐ YFIR- VÖLD BANNI SÝNINGAR A KVIKMYNDUM? Brynjólfur Þorsteinsson skip- stjóri: Er ekki til kvikmyndaeftir- lit sem á að hafa „kontról" með þvi sem sýnt er? Ég er á móti þvi . að sýna hvað sem er. húsmóðir: Ég veit það ekki. Mér finnst alla vega ekki rétt að sýna klámmyndir. Kristbjörg Baldursdóttir verzlunarmær: Það er erfitt að svara þessari spurningu. Kvik- myndir geta verið svo mismun- andi. Mér finnst ekki rétt að banna klámmynd hér fyrst hún er leyfð annars staðar. Jón Guðbergsson, vlnnur hjá Félagsmálastofnuninni: Það fer dálítið eftir því hvernig mynd- irnar eru. Það er kánnski nóg að banna þær stranglega fyrir unglinga innan 16 ára aldurs en framfylgja svo banninu gjörsam- lega. Sigurborg Sveinbjörnsdóttir hús- móðir: Það fer dálitið eftir eðli myndanna. Ef þær eru mjög grófar er það réttlætanlegt. Svanhvit Baldvinsdóttir hús- móðir — Daniei 2ja ára: 1 sumum tilfellum gæti það átt rétt á sér. Það þarf að hafa eftirlit með þeim myndum sem eru fyrir börn og unglinga.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.