Dagblaðið - 11.02.1978, Qupperneq 15
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 11. FEBRUAR 1978.
Mikið er skrifað þessa dagana um að vinsældir ABBA fari þverr-
andi á Norðurlöndum og getum leitt að því, hvað valdi. Hver sem
skýringin kann að vera, þá virðast Englendingar og Hollendingar
kunna að meta hljómsveitina. Myndin er af Björn Ulvaeus og Anni
Frid Lyngstad. DB-mynd Ragnar Th.
ABBA-hahh
Enn eittABBA-lagið æðirupp
vinsældalistana
Vonir enskra aðdáenda
Brotherhood Of Man um að sjá
sitt fólk í fyrsta sæti vinsæida-
listans renna út í sandinn þessa
vikuna. ABBÁ er komin á vin-
sældalistann enn einu sinni. Að
þessu sinni er það lagið Take A
Chance On Me sem þýtur upp á
við. Lagið var í 26. sæti í síðustu
viku, í fjórða sæti núna og ég
skal éta hattinn hans Ömars
Valdimarssonar ef það verður
ekki í fyrsta sæti i næstu viku.
Það þarf ekki að kynna Take
A Chance On Me, fyrir lesend-
um. Búið er að leika það ótal oft
í útvarpi síðan platan ABBA —
The Album kom út. Um þessar
mundir er stóra platan að koma
út í Englandi og þegar vorar
verður kvikmyndin um ABBA
sýnd þar. ABBA-æðið hjá
Engilsöxum er semsé bara rétt
að byrja!
Almennt var búizt við því að
Brotherhood Of Man lagið
Angelo kæmist á toppinn í
næstu viku eða þarnæstu. Af
því verður þó tæpast héðan af.
ABBA og „Bræðalagið" eru að
mörgu leyti líkar hljómsveitir.
Þá síðarnefndu skortir þó eitt,
sem sú sænska kann, — að'
breyta plasti f gull.
Tvö ný lög til viðbótar eru á
topp tíu í Englandi þessa
vikuna Heatwave er í áttunda
sæti með lagið The Groove
Line, og spænska dúóið
Baccara er númer tíu. Lag
þeirra, Sorry, I’m A Lady, er
orðið velþekkt hér á landi í
óskalagaþáttum að minnsta
kosti.
Bandaríkjamenn eru lítt
fyrir breytingarnar þessa
vikuna. Aðeins eitt nýtt iag er
þar á topp tiu. Andy Gibb er í
níunda sæti með lagið (Love
Is) Thicker Than Water. Það
leynir sér ekki að Andy er
bróðir Bee Gees meðlimanna.
Lagið gæti allt eins verið af
plötu með þeim og söngurinn er
mjög svipaður.
-ÁT-
ENGLAND — MELODY MAKER
1 - < ) UPTOWN TOP RANKING ................ALTHEA AND DONNA
2. ( 3 ) FIGARO ........................BROTHERHOOD OF MAN
3. ( 6 ) IF I HAD WORDS ....SCOTT FITZGERALD AND YVONNE KELLY
4. (26) TAKE A CHANCE ON ME.,..........................ABBA
5. ( 2 ) MULL OF KINTYRE/GIRLS SCHOOL................WINGS
6. (5) NATIVE NEW YORKER............................ODYSSEY
7. (4) LOVELY DAY ..............................BILL WITHERS
8. (11) THE GROOVE LINE ..........................HEATWAVE
9. ( 7 ) LOVE'S UNKIND .......................DONNA SUMMER
10. (13) SORRY. I'M A LADY .....................'...BACCARA
BANDARÍKIN — CASH BOX
1. (1) STAYIN' ALIVE................................BEE GEES
2. (2) SHORT PEOPLE...........................RANDY NEWMAN
3. (4 ) JUSTTHE WAY YOU ARE ......................BILLYJOEL
4. ( 3 ) BABY COME BACK .............................PLAYER
5. (5) WE ARE THE CHAMPIONS...........................QUEEN
6. ( 7 ) SOMETIMES WHEN WE TOUCH ...................DAN HILL
7. ( 8 ) DANCE, DANCE, DANCE ..........................CHIC
8. (10) EMOTION..............................SAMANTHA SANG
9. (11) (LOVE IS) THICKER THAN WATER .............ANDYGIBB
10. ( 6 ) YOU'RE IN MY HEART ....................ROD STEWART
VESTUR—ÞYZKALAND
1. (1) SURFIN' USA...............................LEIF GARRETT
2. ( 2 ) NEEDLES AND PINS ...........................SMOKIE
3. ( 3 ) ROCKIN' ALL OVER THE WORLD...............STATUS QUO
4. (4) DON'T STOP THE MUSIC BAY CITY ROLLERS
5. ( 5 ) DON'T LET ME BE MISUNDERSTOOD.....................
..................SANTA ESMERALDA FEATURING LEROY GOMEZ
6. ( 9 ) LADY IN BLACK............................URIAH HEEP
7. (10) MULLOF KINTYRE ...............................WINGS
8. ( 6 ) BLACK IS BLACK ......................LA BELLE EPOQUE
9. ( 7 ) THE NAME OF THE GAME ..... ...................ABBA
10. (1 3) Tl AMO...............................UMBERRTO TOZZI
HOLLAND
1. (1 ) IF I HAD WORDS .....SCOTT FITZGERALD AND YVONNE KEELEY
2. ( 2 ) MULL OF KINTYRE ..............................WINGS
3. (1 5) TAKE A CHANCE ON ME.............................ABBA
4. (16) SMURFENBIER ...........................VADER ABRAHAM
5. ( 3 ) TINGELINGELINGELING ......... ........ANDRE VAN DUIN
6. ( 6 ) SHE’S NOTTHERE .............................SANTANA
7. ( 7 ) SINGING IN THE RAIN ........SHEILA AND BLACK DEVOTION
8. (10) I CAN'T STAND THE RAIN ......................ERUPTION
9. ( 9 ) IS JE MOEDER NIETTHUIS ....................NICO HAAK
10. (19) BLACK BETTY .................................RAM JAM
HONG KONG
1. (2) MULL OF KINTYRE . .......................WINGS
2. ( 3 ) YOU MAKE LOVING FUN .............FLEETWOOD MAC
3. ( 4 ) HERE YuJ COME AGAIN................DOLLY PARTON
4. ( 1 ) HOW DEEP IS YOUR LOVE...................BEE GEES
5. ( 6 ) MY WAY.............................ELVIS PRESLEY
6. ( 8 ) NAME OF THE GAME .........................ABBA
7. ( 9 ) YOU'RE IN MY HEART .................ROD STEWART
8. (10) EMOTION ..........................SAMANTHA SANG
9. ( 7 ) SWINGTOWN .....................STEVE MILLER BAND
10. (11) DON'TIT MAKE MY BROWN EYES BLUE.....CRYSTAL GAYLE
Eriendir
jazz-
leik-
ararí
heim•
sókn
Horace Parlan er fö1
kunnur fyrir vinstri-
handarstíl sinn, sem
, er til kominn vegna
alvarlegrar fötiunar á
, hægri hendi.
riffl
Unnendur jazztónlistar ættu
að geta gengið með beint bak og
bros á vör um þessa helgi.
Klúbburinn Jazzvakning hefur
gengizt fyrir hingaðkomu
þríggja bandarfskra tónlistar-
manna — Tríós Horace Parlan
— sem halda þrenna tónleika í
Reykjavík i kvöld og tvö næstu
kvöld.
Tónleikarnir í kvöld verða
haldnir í Menntaskólanum við
Hamrahlið. Annað kvöld flytur
tríóið sig yfir á Hótel Esju og á
mánudagskvöldið verður jazzað
á Hótel Loftleiðum. Ailir hefj-
ast tónleikarnir klukkan níu.
Meðlimir Tríós Horace
Parlan eiga það allir sameigin-
legt, að þó að þeir séu Banda-
rikjamenn, þá búa þeir og
starfa í Evrópu. Þeir eru
Horace Parlan sjálfur, sem leik-
ur á píanó, Doug Raney gftar-
leikari og Wilbur Little bassa-
leikari.
VINSTRIHANDARSTÍLISTI
Horace Parlan er búsettur í
Danmörku og hefur starfað þar
síðan árið 1972. Milli ferðalaga
um Evrópu leikur hann á Jazz-
hus Montmartre. Frá árinu
1975 hefur hann leikið inn á
hljómplötur fyrir Steeple
Chase fyrirtækið.
Það var lömun I hægri hluta
líkamans, sem varð til þess að
Horace Parlan lagði pianóleik
fyrir sig. Það var að læknisráði,
sem hann hóf tónlistarnám sjö
ára gamail. Vegna fötlunar
sinnar varð hann að þróa sér-
stakan vinstrihandarstíl og
náði slíkri leikni að kennarar
hans skoruðu á hann að leggja
píanóleik fyrir sig, fremur en
lögfræði, sem hann nam í tvö
ár.
Parlan er nú 47 ára gamall.
Hann er fæddur f Pittsburg í
Pennsylvaníu, en eftir að hann
varð atvinnumaður i tónlistinni
varð hann að flytja sig yfir til
New York. Þar lék hann um
tveggja ára skeið i Charles
Mingus Workshop (1957-59) og
síðar með Lou Donaldson
Quartet, hljómsveitinni Play-
house Four og fjölda annarra.
Hann lék inn á nokkrar hljóm-
plötur undir eigin nafni hjá
Blue Note fyrirtækinu.
UNGUR GÍTARISTI
Það hlýtur að teljast til tið-
inda, þegar jazzgitaristi er
kominn í fremstu röð á sinu
sviði rétt rúmlega tvitugur. Svo
er um Doug Raney. Hann er 21
árs að aldri, sonur Jimmy
Raney sem Jazzvakningarmenn
segja vera einn stórkostlegasta
gítarleikara samtímans.
Doug Raney þykir ákaflega
lýriskur gítarleikar. Hann hóf
nám þrettán ára gamall og sótti
einkatíma hjá Barry Galbraith i
New York. Þar kom hann
meðal annars fram með A1
Haig, A1 Cohn og Charles
McPherson, en siðastliðið ár
hefur hann leikið dúó með
föður sinum.
Doug kom við í Hollandi áður
en hann flutti til Danmerkur og
lék þar með þarlendum um
skeið.
í september síðastliðnum lék
hann inn á plötuna Introducing
Doug Raney ásamt Duke
Jordan píanóleikara, bassaleik-
aranum Hugo Rasmussen og
Billy Hart á trommur.
MED HEIMSÞEKKTUM
JAZZLEIKURUM
Wilbur Little bassaleikari er
aldursforseti Tríós Horace
Parlan — rétt tæplega fimm-
tugur. Snemma á sjötta ára-
tugnum lék hann með Miles
Davis, Sonny Stitt, Lester
Young John Coltrane og fleir-
um. Siðar lék hann meo J.J.
Johnson kvintettinum og tók
þátt í hinum frægu tríóupptök-
um undir leiðsögn Tommy
Flanagen í Svíþjóð árið 1957.
í fyrra fór Wilbur Little i
hljómleikaferð um Japan með
Duke Jordan og að henni lok-
inni flutti hann til Amsterdam.
SAXÓFÓNLEIKARI
BLOOD, SWEAT&
TEARSLÉZTÁ
HUÓMLEIKAFERÐ
Gregory Delano Herberi
saxófónleikari bandarisku
jazz/rokkhljómsveitarinnar
Blood, Sweat And Tears lézt
fyrir nokkrum dögum, þrítugur
að aldri. Hann var á hljómíeika-
ferð með félögum sinum er
dauða hans bar að í hótelher-
bergi í Amsterdam í Hollandi.
Við lögreglurannsókn kom í
ljós að Gregory hafði í fórum
sinum dálítið magn af heróíni
og kókaíni. Sömuleiðis fundust
i herbergi hans sprautur og
nálar. Ekki var hægt að full-
yrða neitt um dauðaorsök fyrr
en krufning hefði farið fram.
V
I
Gregory Herbert á einum af
sínum siðustu hljómleikum 27.
janúar síðastliðinn.
Herbert er annar rokktón-
listarmaðurinn, — það er að
segja af þeim frægari, — sem
deyr á árinu. I siðasta mánuði
lézt Terry Kath gítarleikari
jazz/rokkhljómsveitarinnar
Chicago af voðaskoti.
Það voru aðrir meðlimir
Blood, Sweat And Tears, sem
komu að Gregory Herbert. Þeir
höfðu farið á veitingahús í
Amsterdam til að fá sér í svang-
inn. Er þeir komu að læstum
dyrum hjá Herbert gerðu þeir
næturverði hótelsins viðvart
um að eitthvað kynni að ama
að. Lögreglunni var gert við-
vart og læknir til kvaddur.
Hann úrskurðaði, er herbergið
hafði verið opnað, að Herbert
væri látinn.
Hljómsveitin aflýsti hljóm-
leikum sínum í Amsterdam
þegar í stað vegna dauða saxó-
fónleikaransog sömuleiðis þeim
hljómleikum, sem eftir voru i
ferðinni. Meðal annars átti
hljómsveitin eftir að heim-
sækja Paris og London.
Gregory Herbert var altsaxó-
fónleikari. Hann hóf feril sinn
sem atvinnumaður sextán ára
gamall. Þá gerðist hann auka-
meðlimur í kvintett Miles
Davis. Ari síðar gekk hann í
hljómsveit Duke Ellingtons. Að
loknu tónlistarnámi við Temple
háskólann starfaði hann um
skeið með hljómsveit Woody
Herman og Thad Jones-Mel
Lewis Band. Herbert var í hópi
virtustu hljóðfæraleikara
rokksins. Hann lætur eftir sig
eiginkonu og eitt barn.