Dagblaðið - 27.02.1978, Qupperneq 3
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 27. FEBRUAR 1978.
Vegagerðin fyrst allra
til að nota sér veginn!
— en neitaði að opna veginn, svo við gerðumþað sjáifir
Agúst og Þórður
skrifa frá Hólmavfk.
Haustið 1977 unnum við með
skurðgröfu að framræslu hjá
bændum í Arneshrepi á
Ströndum.
Skömmu áður en verkinu
lauk tepptist leiðin milli
Hólmavfkur og Arneshrepps
vegna snjóa. I þessum fyrstu
snjóum lokuðust nokkrir bflar,
ásamt fyrrnefndri skruðgröfu,
inni I Árneshreppi. Þar sem við
töldum okkur eiga þarna
nokkurra hagsmuna að gæta
fórum við þess á leit við vega-
gerðina að hún opnaði leiðina
frá Bjarnarfirði að Gjögri, og
þar sem þetta voru fyrstu
snjóar á leiðinni þótti okkur
sjálfsagt að vegagerðin opnaði
hana, enda er það viðtekin
venja, undir svona kring-
umstæðum. Þau svör sem við
fengum voru aftur á móti öll á
annan veg en við höfðum búizt
við, en þau voru að leiðin milli
Bjarnarfjarðar og Djúpuvfkur
undir naf ni
Lesendur sem hafa samband
við lesendaþáttinn eru vinsam-
lega beðnir um að athuga, að
engin bréf eru birt nema þeim
fylgi nafn og heimilisfang send-
anda.
■ Einnig að mikill kostur er að
bréf séu stutt og skorinorð. Þá
gefst okkur kostur á að birta
fleiri bréf en ella og einnig að
birta þau fyrr í blaðinu.
Barna-
efni
í sjón-
varpi á
hverju
kvöldi!
Sigga á Selfossi hringdi:
Mér finnst að sjónvarpið ætti
að hugsa meira um að gera eitt-
hvað fyrir börnin á hverjum
degi. Eftir fréttir á hverju
kvöldi ætti að vera eitthvert
efni fyrir litlu börnin. Það þarf
ekki sfður að hugsa um þau en
fullorðna fólkið, ekki eru börn-
in færri. >
Börn sem eru á aldrinum 3ja
til 9 ára eru fædd og uppalin í
tíð sjónvarpsins, eru svekkt og
gráta á kvöldin þegar ekkert er
fyrir þau að horfa á á skjánum.
Einnig kemur oft fyrir að dýra-
lifsmyndir eða aðrar, sem þau
gætu hugsanlega haft gaman af
eru það seint á dagkránni að
börnin eru farin að sofa.
Einnig finnst mér að lesa ætti
texta með teiknimyndunum f
stað þess að hafa hann skrifað-
an. Litil börn geta ekki lesið
textann og verða þvi foreldrar
eða aðrir að lesa textann fyrir
börnin.
En það þýðir senniléga ekk-
ert að vera að kvarta eða koma
með tillögur í þessu efni. Það er
sjaldnast farið eftir tillögum
fólksins."
yrði ekki opnuð af vega-
gerðinni né borinn neinn
kostnaður af þeirri fram-
kvæmd. Þar sem við áttum litla
jarðýtu, réðumst við í að opna
leiðina norður en þegar við
vorum um það bil hálfnaðir
með verkið fréttum við að bjarg
hefði fallið á veginn í svo-
nefndri Kjörvogshlíð sem er
milli Djúpuvikur og Gjögurs og
við nánari athugun kom í ljós
að það lokaði gjörsamlega
veginum og yrði ekki fjarlægt
nema með stórvirkum vinnu-
vélum eða með þvf að sprengja.
Höfðum við sfðan samband við
forráðamenn vegagerðarinnar
um að fjarlægja steininn og
samþykktu þeir það með þvf
skilyrði að við opnuðum leiðina
og að hluta til á okkar
kostnað. Þegar því verki var
lokið kom flokkur frá vega-
gerðinni undir stjórn Magnúsar
Guðmundssonar frá Drangsnesi
og sprengdu þeir steininn burt
en við opnuðum sfðan leiðina
að Gjögri. Nú, þegar þessum
snjómokstri var lokið kom
greinilega í ljós hversu mikil
þörf var fyrir opnun vegarins
og til merkis um það var vega-
gerðin fyrsti aðilinn sem fór
um veginn, þó svo að vega-
gerðin vildi ekki kosta
moksturinn. Næst á eftir kom
svo vinnuflokkur frá Pósti og
sfma f þeim erindum að
tvöfalda símalfnur í Reykja-
firði auk annarra starfa sem
ganga þurfti frá fyrir veturinn.
Sfðan fór um veginn
vinnuflokkur frá Rafmagns-
veitum rfkisins til viðgerða á
rafstreng svo eitthvað sé talið
af þeim sem um veginn fóru
enda tíðarfar gott næst á eftir
eftir þetta stutta áhlaup. Það
skal tekið fram að vegagerðin
borgaði að fullu
snjómoksturinn frá Djúpuvfk
að Gjögri. En frá Bjarnarfirði
um Veiðileysuháls til Djúpu-
vfkur (45 km) borgaði vega-
gerðin ekki neitt.
0127-9912 og 9528-5244.
Raddir
lesenda
Hringið i síma
27022 milii kl
13-15 eða skrifið
^KENWOOD
Útvarpsmagnarinn sem þú hélst
þú gœtir ekki eignast.
Nýr kröftugur KENWOOD KR-4070.
Lágmarks afl við 8 ohm 2 x 40 RMS wött frá 20 - 20000 Hz, bjögun mest 0.1%.
Að eignast þetta reginafl, með hinu víðfræga KENWOOD útvarpi ásamt fjölda
af fágætum eiginleikum, fyrir slíkt verð, er einsdæmi.
Hvernig getur KENWOOD þetta?
Það er nú einmitt það sem Pioneer, Marantz o.fl. velta vöngum yfir.
Nýr kröftugur KENWOOD KR-4070
NÚ FÆRÐ ÞÚ ÞÉR ^KENWOOD
FALKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670
Spurning
dagsins
LASTU EINHVER BLÖÐ EÐA
TÍMARIT Á MEÐAN DAG-
BLÖÐIN KOMU EKKI ÚT?
Bjarni K. Björnsson, yfirúrnagla-
dragari Suðvesturlands: Já,
Sovétfréttir sem gefnar eru út af
sovézku fréttastofunni á tslandi.
Hafði gaman af og hugsa jafnvel
að ég útvegi mér fleiri tölublöð.
Áróðurinn sem þar kemur fram
er óvenju tær og vissulega kemur
þarna fram ný og áður óþekkt
hlið á Sovétríkjunum og þjóð-
félaginu þar.
Guðrfður Sveinbjörnsdóttir skrif-
stofumaður: Nei, engin blöð.
Fjóla Kristin Arnadóttir, nemi í
Myndllsta- og handfðaskólanum:
Já, tfmaritið Svart á hvftu sem
samtökin sem standa að Gallerí-
inu f Suðurgötu 7 gefa út.
Ljómandi gott blað, komin eru út
tvö tölublöð og hafa þau fjaliað
um alls konar listir.
Einar Fredriksen flugmaður:
Nei, engin islenzk, en aftur á móti
lft ég alltaf f erlend tfmarit t.d.
Newsweek og fleiri blöð.
'Unnur Asmundsdóttir húsmóðir:
Já, ég las og les alltaf Vikuna,
Úrval og fleira. Eiginlega allt sem
ég kemst yfir.
Þuriður Eyjólfsdóttir, ræstinga-
kona: Nei, engin ný blöð. Aftur
á móti leit ég f eldri blöð og las
þar ýmsar áhugaverðar greinar,
sem ég hafði geymt mér til betri
tfma.