Dagblaðið - 27.02.1978, Síða 10

Dagblaðið - 27.02.1978, Síða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUH 27. FEBRUAR 1978. HMBIAÐIÐ íijálst, nháð dagblað Útgefandi Dagblaöiö hf Framkvæmdastjori: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jonas Kristjánsson. Fréttastjóri: Jon Birgir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aöstoöarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Handrit: Asgrimur Pálsson. Blaöamenn: Anna Bjarnason, Asgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurðsson, Hallur Hhllsson, Helgi Petursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljosmyndir: Arni Páll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjarnleifsson, Höröur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðsson, Sveinn Þornioðsson Skrifstofustjori: Ólafur Eyjólfsson, Gjaldkeri: Þrainn Þorleifsson. Dreif ingarstjori: Mar E.M. Halldórsson. Ritsyórn Siðumúla 12. Afgreiðsla Þverholti 2. Áskriftir, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aöalsími blaðsins 27022 (10 línur). Askrift 1 700 kr. á mánuöi innanlands. mds. í lausasolu 90 kr. í lausasólu 90 kr. eintakið. Setning og umbrot: Dagblaðiö og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda-og plötugerö: Hilmir hff. Síðumula 12. Prentun: Árvakurhf. Skeifunni 19. Fátæklegt frumvarp Fátæklegt er frumvarpið um upplýsingaskyldu stjórnvalda, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á alþingi. Að vísu er það skárra en hliðstætt frumvarp, sem fékk í tvígang verðugt andlát á þingi árið 1973. Samt er það ekki í sam- ræmi við nútímadagasetningu á þessu sviði. Undantekningar frá almennum aðgangi að upplýsingum hjá stjórnvöldum eru færri og minna loðnar í nýja frumvarpinu en hinu eldra. Þær nægja þó stjórnvöldum til að geta í verulegum og mikilvægum atriðum skotið sér undan upplýsingaskyldunni. Núverandi ringulreið er ekki góð. í skjóli hennar hefur blaðamönnum þó oft tekizt að ná upplýsingum og koma þeim til fólksins. Nýja frumvarpið færir embættismönnum og stjórn- málamönnum hins vegar fastar reglur, þar sem þeir geta léttilega sveiflað sér milli undantekn- ingarákvæða. Sorglegt er, að Blaðamannafélag íslands skuli vera aðili að smíði þessa frumvarps, sem alveg eins mætti kalla „frumvarp um takmark- anir á upplýsingaskyldu stjórnvalda“. Verði frumvarpið að lögum, hlýtur það að binda á ýmsan hátt hendur blaðamanna við að afla upplýsinga og koma þeim til almennings. Enn sem fyrr á ráðherra að segja síðasta orðið um, hvað séu leyndarmál og hvað ekki. í þetta sinn er það félagsmálaráðherra og á hann áður að ráðfæra sig við fimm manna nefnd, skipaða af Hæstarétti og Alþingi. Sú endurbót frá fyrra frumvarpi er minni en menn höfðu vænzt. í heild má segja um frumvarpið, að upp- lýsingaskylda þess sé fremur óáþreifanleg og fari nánast eftir mati stjórnvalda. Jafnframt er það staðreynd, að fá stjórnvöld á Vesturlöndum eru jafn dauðhrædd við þekkingu almennings og íslenzk stjórnvöld. íslenzkum embættismönnum og stjórnmála- mönnum verður óglatt við tilhugsunina um, að almenningur andi þeim á háls. Þeim finnst óbærilegt að hugsa til þess skorts á vinnufriði, að almenningur sé með nefið niðri í málum, sem þeir hafa til meðferðar. Hér á landi ríkir leyndarhefð í stjórnsýslu. Sorglegt er, að nýleg lög í ýmsum ríkjum Bandaríkjanna um upplýsingaskyldu stjórn- valda skuli ekki hafa haft nein sjáanleg áhrif á gerð þessa frumvarps. Var höfundum þess þó bent á þessi lög, sem skara um margt fram úr hliðstæðum lögum á Norðurlöndum. Hinir bandarísku lagabálkar eru stundum kallaðir sólskinslög, því að þeir lýsa almenningi inn í skúmaskot stjórnmála og stjórnsýslu. í þeim er m.a. fjallað um rétt manna til að sitja fundi opinberra stjórna, ráða og nefnda og vera í stóru og smáu vitni að hverju þrepi ráðagerða, stefnumörkunar og ákvarðana hins opinbera. Sólskinslögin stefna að endurheimt lýðræðis fyrir opnum tjöldum. Samkvæmt þeim eru jafnvel leynifundir til undirbúnings opnum fundum ólöglegir og refsiverðir. Samt er reynslan sú, að þessi lög hafa eflt traustið milli embættismanna og stjórnmálamanna annars vegar og almennings og blaðamanna hins vegar. Tower of London 900 ára í sumar * ............^ Vi vinsælasti feröamannastaður í Bretlandi, en á sér merka sögu semfangelsi, aftökustaður, stjörnuskoðunarturn og jaf nvel dýragarður Eitt af elztu virkjum i Evrópu, The Tower of London, er vinsælasti viðkomustaður ferðamanna í Bretlandi og í ár má enn búast við auknum ferðamannastraumi þangað vegna 900 ára afmælis virkis- turnanna. Líkja má þýðingu Tower of London við Kreml i Moskvu. Turnarnir, þar sem þeir gnæfa yfir ána Thames, geyma langa sögu harma, ásta og ýmissa undarlegra atburða. Upprunalega hlutann af Tower lét Vilhjálmur sigurveg- ari, William the Conqueror, byggja, þ.e. hvíta turninn. Steinarnir sem notaðir voru í turninn voru fluttir frá Caen í Normandf. Borgarinnar • var gætt úr turninum, í átt að ánni. Hins merka afmælis í sumar verður minnzt með hljómleik- um, hermörsum, kórsöng og leiksýningum í og umhverfis turninn. A síðasta ári heimsóttu meira en þrjár milljónir ferðamanna Tower of London og gert er ráð fyrir því að það met verði slegið á þessu ári. AFTÖKUSTAÐUR ÞJÓÐHÖFÐINGJA í gegnum tíðina hafa margir konungbornir menn og af aðli verið fangelsaðir í Tower og jafnvel líflátnir. Blóðugasta timabilið var á miðöldum, á 15. öld. Játvarður konungur fimmti, sem var barn að aldri, var ginntur inn í Tower ásamt með bróður sinum, hertoganum af York, þar sem þeir voru báðir kæfðir. Skipun um verknaðinn gaf frændi þeirra er síðan tók við krúnunni sem Ríkharður hinn þriðji. Hinrik áttundi, 1491-1547, lét fangelsa og hálshöggva tvær af sex konum sinum í Tower, þær önnu Boleyn og Catherinu Howard. Hann sendi einnig Sir Thomas More f Tower, þar sem hann var tekinn af lífi fyrir að neita að taka við yfirstjórn kirkjunnar. Haft er eftir Sir Thomas, áður en hann dó: „Ég dey sem góður þjónn konungs, en fyrst og fremst þjónn guðs.“ 1« EKKIER ALLT SEM SÝNIST Í— um byggðastefnu og atvinnuuppbyggingu AUDLINDANÝTING ER AF ÖÐRUM TOGA EN IÐNAÐUR í grein minni í Dagblaðinu 25. jan. sl. „Auðlindaskattur er nauðsynlegur í sjávarútvegi“ sýndi ég m.a. fram á, að um auðlindir hafsins verði að gilda svipuð nýtingarákvæði og um aðrar auðlindir jarðar, eins og olíu, skóga og námur. Eigendur auðlindanna verða að taka gjald af þeim, sem nýta auðæfin, þvf söluverðmæti á uppskerunni er miklu meira en kostnaður við vinnsluna. Hvað myndi gerast í Noregi t.d. ef allir mættu ganga til skógar og fella tré eins og þeim sýndist og selja timbrið og eiga sjálfir söluandvirðið? Þetta er að sjálf- sögðu öllu skynsömu fólki ljóst. Viðurkenning á svo einföldum hlutum er nú stærsta pólitíska vandamál á íslandi og rætur vandamálsins ná til flestra þátta íslensks efnahagslifs og atvinnumála. Alröng atvinnu- uppbygging og óðaverðbólga eru meðal ávaxta vanda- málsins. Vissulega kann það að virðast furðulegt eða jafnvel fáránlegt, að nauðsynlegt skuli vera að tyggja upp aftur og aftur einföld undirstöðuatriði í hagfræði, og menn velta þvi fyrir sér, hvers vegna okkar ágætu hagfræðingar leggja ekki meira af mörkum í þessu efni. Bjarni Bragi Jónsson gerði að vísu grein fyrir auðlindaskattshugmyndinni fyrir nokkrum árum og dr. Gylfi Þ. Gíslason hefur flutt nokkur útvarpserindi um fiski- hagfræði. A sunnudaginn 13. febr. flutti dr. Gylfi stór- merkilegt erindi um þjóðhags- leg markmið á íslandi og kom m.a. inn á nauðsyn þess, að leyfisgjald yrði að taka af þeim, sem veiða fisk úr sjó, til þess að vernda auðlindir hafsins. Það verður mikill missir að sjá af dr. Gylfa út af Alþingi. Kristján Friðriksson hefur tengt auðlindaskattshugmyndina svo- kallaðri „hagkeðjuhugmynd", en þar er um mun víðtækara mál að ræða, og sumt af því orkar tvímælis einS og lokun á heilum hafsvæðum fyrir öflug veiðarfæri. Stærsta ástæðan fyrir því, að menn berja enn hausnum við stein, er sennilega sú, að hagsmunaaðilar í sjávarútvegi vilja ekki láta trufla sig við sína iðju og eru hræddir við breytingar. Afleiðingarnar eru þaér, að flestir helstu fisk- stofnar landsins hafa verið of- veiddir, kostnaður við fisk- veiðar er allt of mikill og alvar- lega horfir um atvinnumál þjóðarinnar. Svo eru líka til menn, sem hreinlega skilja ekki samhengi hlutanna og grípa til allra tiltækra ráða til þess að gera málflutning fyrir auðlindaskatti tortryggilegan. Tvö nýleg dæmi eru um þetta. Ölafur Á. Kristjánsson ritaði nýlega kjallaragrein í Dag- blaðið og Asgeir Jakobsson skrifaði „rabb" í lesbók Morgunblaðsins 19. feb. sl. Ég mun byggja þessa grein upp á greinargerð ■ fyrir þeirri fullyrðingu minni í áður- nefndri grein í Dagblaðinu, að í

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.