Dagblaðið - 27.02.1978, Blaðsíða 12
12
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. FEBRUAR 1978.
Um lýðræði í sveitarstjómum
Hér mun verða lauslega fjall-
að um vissa þætti lýðræðisins,
að því er varðar sveitarfélögin,
þ.e.a.s. 1 hve rikum mæli
kjörnir fulltrúar í sveitarstjórn
gefa rétta mynd af íbúasam-
setningu í þeim sveitarfélögum
sem þeir starfa fyrtr eða öllu
heldur veita forystu á héraðs-
grundvelli. Eftirtaldar for-
sendur m.a. tel ég mikilvægt að
séu skoðaðar i þvi skyni að gera
sér ljóst hvort lýðræðið er I
raun og sanni virkt og meðal
hverra og einnig I þvf skyni að
glöggva sig á hvaða hópar eru
utangarðs þegar um ræðir áhrif
og ftök f stjórn tiltekinna
byggðarlaga:
1. Gefur tiltekinn hópur
sveitarstjórnarmanna rétta
mynd af stöðu byggðarlags-
ins að þvi er varðar skipt-
ingu kjósenda milli kynja?
2. Eiga allar fjölmennari stétt-
ir (stétt hér f merkingunni
starfshópur) tiltekins
sveitarfélags fulltrúa f
sveitarstjórn? Er fjöldi full-
trúa f réttu hlutfalli við með-
limafjölda f vk.stétt eða
jafnvel mikilvægi stéttar-
innar fyrir byggðarlagið?
3. Er meðalaldur hinna kjörnu
fulltrúa nálægt meðalaldri
fbúanna f sveitarfélaginu?
í þessari lauslegu samantekt
mun ég einungis lfta til hinna
tveggja fyrrnefndu þáttanna
enda ekki hyggja mín að efnatil
ýtarlegrar úttektar heldur
fiemur að drepa lítiliega á máli
sem ég tel vera mikilvægt. —
Einnig hef ég einungis
skoðað kaupstaðina í þessu
sambandi (miðað við kaup-
staðarréttindi á útkomuári
„Sveitarstjórnarmannatals"
Sambands íslenskra sveita-
félaga fyrir kjörtímabilið 1974-
1978) þar eð allur fjöldi
sveitarfélaga án kaupstaðar-
réttinda er svo fámennur og
atvinnuhættir svo einhæfir að
þeim yrði að gera skil sérstak-
lega. —
Til þess að auðvelda skipt-
ingu sveitarstjórnarmanna f
starfsstéttir hefur eftirfarandi
heimatilbúin flokkun orðið til:
I. Framkvæmdamenn og at-
vinnurekendur. (T.d. for-
stjórar, framkvæmdastjórar,
útgerðarmenn, bankastjórar og
kaupmenn).
II. Störf sem alla jafnan krefj-
ast sérmenntunar að nokkru
eða að öllu leyti á háskólastigi.
(T.a.m. viðskiptafr., læknar,
hjúkrunarfr., kennarar, blaða-
menn, verkfr., tæknifr.).
III. Skrifstofufólk, verslunar-
fólk og bankafólk. (Hér með er
talið skrifstofufólk f ábyrgðar-
meiri störfum, t.d. skrif-
stofustj., deildarstj. o.s.frv.).
IV. Iðnlært fólk og fólk með
aðra verkmenntun en iðn-
menntun. (T.d. skipstjórar,
stýrimenn, flugmenn, ljós-
mæður, sjúkraliðar, verkstjórar
o. fl.).
V. S'erkafólk, iðnverkafólk og
bifreiðastjórar.
VI. Húsmæður
Eftirtaldir annmarkar eru
augsýnilegir á flokkun þessari:
a. Allmikill fjöldi fólks f hópi I
gæti trúlega eins tilheyrt
hópi II og e.t.v. einnig hópi
IV.
b. Almikill fjöldi fólks f hópi
III á trúlega eins heima f
hópi II.
c. Hópur IV er æði stór og
hefur að geyma fólk með
innbyrðis mjög ólíkar
tekjur.
d. Ymsar þær, sem telja sig
húsmæður, gætu allt eins
verið útivinnandi og þá auð-
veldlega heyrt öðrum hópi
til.
e. Um hóp I er það að segja að
ekki hefur verið unnt að
gera greinarmun á atvinnu-
rekendum, þ.e.a.s. eigendum
framleiðslu- eða arðskap-
andi tækja annars vegar og
hálaunuðum vinnuþegum
hins vegar, þar eð ekki má
marka af starfsheitum
manna hvorn flokkinn þeir
fylla.
f. Loks er skylt að geta þess að
vissir fámennir starfshópar,
t.a.m. alþingismenn, eru
nánast óflokkanlegir. .
Varamenn f bæjarstjórnum
eru f öllum tilvikum taldir með
en hins vegar hlýt ég að fara
eilftið aðrar leiðir en venja ber
til við flokkun kaupstaða eftir
landshlutum. T.a.m. verða
kaupstaðir á Vesturlandi og
Vestfjörðum teknir saman sök-
um fæðar þeirra og Vest-
mannaeyjar verða hér taldar
með Reykjavfk og kaupstöðum f
Reykjaneskjördæmi, enda eini
kaupstaðurinn á Suðurlandi.
Eftirtaldir kaupstaðir á
Reykjanesi koma hér til álita:
Seltjarnarnes, Kópavogur,
Hafnarfjörður, Grindavfk og
Keflavfk, auk Reykjavíkur og
Vestmannaeyja eins og áður er
getið. A þessu svæði er skipt-
ingin sem hér segir:
Hópur I: 41 fulltrúi
Hópur II: 45 fulltrúar
Hópur III: 11 fulltrúar
Hópur IV: 26 fulltrúar
Hópur V: 2 fulltrúar
Hópur VI: 12 fulltrúar
Alls 137 fulltrúar
Hér er vert að vekja athygli á
eftirfarandi:
I öllum þeim kaupstöðum
sem með eru taldir sitja tvelr
verkamenn f bæjarstjórnum.
Annars vegar er um að ræða
Reykjavfk og hins vegar Kópa-
vog. Hér kann að vera að fjöl-
breyttari starfsheiti á sfðari
árum vegna aukinnar sérgrein-
ingar starfa valdi nokkru um
en engum dylst þó að talan er
fskyggileg. Húsmæður með slna
12 fulltr. mega nokkuð vel við
una; eiga enda sex sinnumfleiri
fulltrúa en verkamenn. Talan
er þó áberandi lág miðað við
fjölda húsmæðra á þessu svæði.
Athyglisvert er einnig að
meðal fjölmennustu starf-
stéttar þessa lands, s.s. meðal
verslunar-, banka- og skrif-
stofufólks, eiga einungis 11
slíkir sæti f bæjarstjórnum. Er
þetta athyglisvert þar eð al-
mennt er talið að stærsti stjórn-
málaflokkur landsins sæki
mjög fylgi til þessara stétta.
E.t.v. er þessi tala til marks um
hið raunverulega „lýðræði" á
þeim vígstöðvum. Einnig má
telja sennilegt að fulltrúar úr
hópi iðnaðar- og verkmennt-
aðra manna (26) séu f litlu sam-
ræmi við fjölda kjósenda í
þessum starfsstéttum.
Er þá komið að hinum eigin-
legu valdastéttum á höfuð-
borgarsvæðinu.
Þykir einhverjum það senni-
legt að af hverjum 3 fbúum
þessa svæðis sé einn fram-
kvæmdamaður eða atvinnurek-
andi og annar langskólageng-
inn skriffinnur af einhverju
tagi?
Af 14 fulltrúum (7 aðal-
mönnum og jafnmörgum vara-
mönnum) 1 bæjarstjórn Sel-
tjarnarness eru 5 úr hópi fram-
kvæmdamanna, eða atvinnu-
rekenda, jafnmargir mennta-
menn.eða 5 talsins, 3 verslunar-
banka- og .skrifstofumenn og
ein húsfreyja. Enginn verka-
maður. Enginn iðn- eða verk-
menntaður maður. Ef þessar
tölur gefa rétta mynd af Ibúa-
skipan þessa bæjarfélags þykir
mér uggvænlega komið búsetu-
þróun á Reykjavfkursvæðinu.
Af 28 aöal- og varamönnum f
borgarstjórn Reykjavfkur eru
17 menntamenn og einn verka-
maður. M.a.s. f athafnabæ eins
og Keflavfk, þar sem bæjar-
stjórnin er skipuð 9 aðalmönn-
um og 9 varamönnum, er eng-
inn verkamaður f hópi hinna
útvöldu og raunar einungis 4
verkmenntaðir menn.
En hverfum nú til Vestu'r-
lands og Vestfjarða, Akraness,
Bolungarvikur og ísafjarðar.
Hér getur að lfta eftirfarandi
tölur:
Hópurl: 7 fulltrúar
Hópur II: 10 fulltrúar
Hópur III: 10 fulltrúar
Hópur IV: 16 fulltrúar
Hópur V: 1 fulltrúi
Hópur VI: 5 fulltrúar
Alls 49 fulltrúar
Hér er u.þ.b. einn þriðji hluti
bæjarfulltrúa úr hópi iðn- og
verkmenntaðra manna og
kemur það e.t.v.heim og saman
við mikilvægi þeirra stétta úti á
landsbyggðinni en vafasamt er
þó að tala þeirra gefi rétta
mynd af fbúasamsetningunni.
Hér er tala menntamanna
u.þ.b. 20% og verslunarmenn
eiga sömu prósentutölu. En á
þessu einhverju hinu mesta at-
hafnasvæði landsins, að því er
tekur til fiskveiða og fiskverk-
unar, á einungis 1 verkamaður
sæti f bæjarstjórnunum. Hins
vegar situr einn alþingismaður
f bæjarstjórn Bolungarvíkur,
einn af tveimur sem búsettir
eru á Vestfjörðum!
Hvað sem alþingismanninum
lfður er þó Bolungarvík með
e.t.v. hvað raunsæjasta sam-
setningu fulltrúa f bæjarstjórn
miðað við atvinnuhætti þar I
bæ. (Sbr. „Sveitarstjórnar-
mannatal" 1974-1978).
Lftum næst á Norðurland.
Eftirtalda kaupstaði er þar að
finna: Sauðárkrók, Siglufjörð,
Olafsfjörð, Dalvík, Akureyri og
Húsavfk. 1
Hópur I: 35 fulltrúar
Hópur II: 17 fulltrúar
Hópur III: 11 fulltrúar
Hópur IV: 20 fulltrúar
Hópur V: 11 fulltrúar
Hópur VI: 5 fulltrúar
Alls 99 fulltrúar
Af ofangreindum tölum
mætti ætla að liðlega 30% fbú-
anna væru framkvæmdamenn
eða atvinnurekendur af ' ein-
hverju tagi, 11% verkamenn,
5% húsmæður o.s.frv. Trúlegt
má telja að þessu sé nokkuð á
annan veg farið. A hinn bóginn
er tala iðn- og verkmenntaðra
manna, svo og menntamanna,
e.t.v. raunsærri en vfða
annars staðar.
Á Austurlandi (Seyðisfirði,
Neskaupstað og Eskifirði) eru
samsvarandi tölur sem hér
segir:
Hópur I: 7 fulltrúar
Hópur II: 5 fulltrúar
Hópur III: 13 fulltrúar
Hópur IV: 12 fulltrúar
Hópur V: 6 fulltrúar.
Hópur VI: 7 fulltrúar
Alls 50 fulltrúar
Lfklega eru þetta raunhæf-
ustu tölur sem við höfum rekist
á. U.þ.b. 25% bæjarfulltrúa á
Austurlandi eru skrifstofu- og
verslunarmenn og tala iðn- og
verkmenntaðra manna er mjög
hliðstæð. Hins vegar eru verka-
menn einungis um 15% kjör-
inna fulltrúa og húsfreyjur
einnig. Tala menntamanna,
þ.e.a.s. 10% er líklega ekki
fjarri sanni. Ef við gerum þvi
skóna að þessar tölur geti verið
einna sanngjarnastar þeirra
sem fram hafa komið og berum
þær saman við Stór-
Reykjavíkursvæðið og e.t.v.
einnig Norðurland kemur eftir-
farandi f ljós.
1. Verkamenn og sjómenn eru
augsýnilega olnbogabörn
þessa lýðræðis sem kjör-
gengi til bæjarstjórna býður
þegnunum.
2. Menntamenn hafa víðast
hvar um landið komist til
mun meiri áhrifa hvað
varðar málefni sveitarfélag-
anna en þeim ber skv. höfða-
tölu.
3. Sama gildir um fram-
kvæmdamenn og atvinnu-
rekendur.
4. Húsmæður eru augljóslega
Söluhörn vantarí eftir-
talin hverfi í Hafnarfirdi:
HVERFI 1.
MÓABARÐ
SVALBARÐ
HÁABARÐ
M0SBARÐ
ÞÚFUBARÐ
KELDUHVAMMUR
LINDARHVAMMUR
SMÁRAHVAMMUR
BREKKUHVAMMUR
SUÐURGATA
HVERFI 2.
HÓLABRAUT
MELABRAUT
ÞVERGATA
HVERFI 3.
REYNIHVAMMUR
LYNGHVAMMUR
BIRKIHVAMMUR
GARÐSTÍGUR
HRINGBRAUT
MÝRARGATA OG
SUÐURGATA
HVERFI 4.
STRANDGATA
BREKKUGATA
SELV0GSGATA
H0LTSGATA
HEIÐARBRAUT
HRINGBRAUT
MELH0LT
ÖLDUSLÓÐ
ÖLDUTÚN
HVERFI 6.
STRANDGATA
FJARÐARGATA
GUNNARSSUND
AUSTURGATA
MJÓSUND
LINNETSSTÍGUR
Vikan
HVERFI13.
SUDURVANGUR
HJALLABRAUT
HVERFI 14.
KIRKJUVEGUR
HELLISGATA
SKÚLASKEID
NÖNNUSTÍGUR
VESTURBRAUT
NORÐURBRAUT
GARÐAVEGUR
LANGEYRARVEGUR
KROSSEYRARVEGUR
UPPL. í SÍMA 36720.
SÖLUBÖRN VANTAR Í EFT-
IRTALIN HVERFI Í KÓPA-
V0GI:
HVERFI 16.
SKJÓLBRAUT
MEDALBRAUT
Nýkomnir
DEMPARAR
í miklu úrvali,
þar á meðal loftdemparar
i ameríska og japanska bíla.
Extra HeavyDuty demparar
íLandRoverog
RangeRoverogfl. fl
Póstsendum um allt land
HÖGGDEYFIR
Dugguvogi 7—Sími 30154
Reykjavík