Dagblaðið - 27.02.1978, Síða 14
DACBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1978.
u»i |»riivcrsKi a uorKura.
Leiklist
.. \
r r \
Ihald og f ramsókn í Þebu
1
stafar Hka óumræðileg þver-
sögn leiksins: gæfu og gengi
rúinn er ödipús i leikslokin
fyrst orðinn sá heili, sanni
maður sem hann i upphafi leiks
þóttist vera og allir héldu líka
að hann væri.
Með allri virðingu fyrir
mikilhæfum leikara, Gunnari
Eyjólfssyni, verður að segja
eins og er, að hann virðist
manni allra sist til þess fallinn
að láta uppi slika innri lýsingu
sem umfram allt þarf á að
halda í leiknum. Það er satt að
segja óskiljanlegt að setja
Gunnar I slíkt verk. Enda
gerðist nákvæmlega ekki neitt í
sýningu Þjóðleikhússins,
ödipús samur og jafn i leiks-
lokin og I upphafi, burtséð frá
þvi að hann er fyrir rest búinn
að slita úr sér augun með
hroðalegum hætti. Þyki fram-
sögn og frásögn efnisins á hinn
bóginn nægjanleg mátti sjálf-
sagt lika láta sér lynda meðferð
hlutverksins. Það er bara
nægjusemi langt um of þegar
annar eins leikur er
annarsvegar.
En af þessu leiðir líka að
næsta fátt er að segja um önnur
hlutverk í leiknum. Helga
Bachmann fannst mér reyndar
sannfærandi í gervi Jóköstu
(burtséð frá „átakanlegri"
gráthrinu rétt I lok hlut-
verksins) og Þorsteinn ö.
Stephensen.'.Baldvin Halldórs-
son mjög skilmerkilegir sauða-
menn: þessi hlutverk hefðu án
efa nýst óbreytt I dramatískri
meðferð og túlkun leiksins.
SAGAN OG
STAÐREYNDIRNAR
Hér er nú ekki ætlunin að
fara að halda því fram að
ödipús kóngur sé það sem kalla
megi „raunsæislegt“ leikrit.
Engu held ég þó að spillti að
gefa á sviðinu gaum að
staðreyndum i leiknum, þar á
meðal timasetningu og aldurs-
hlutföllum. Segjum sem svo að
Jókasta hafi verið fimmtán
vetra þegar hún ól Lajosi
sveininn ödipús (og dauða
barnsins hefur hún aldrei fyrir-
gefið þeim gamla skrögg) og
ödipús sé að sínu leyti líka
fimmtán vetra gamall þegar
hann vegur Lajos á förnum
vegi og ræður gátu svingsar.
Eftir það líða langir tfmar,
segjum aftur fimmtán ár,
meðan þau ödfpús rfkja i far-
sæld í Þebu og eignast börn og
buru. Þegar leikurinn loksins
hefst er drottning, sem í blóma
lffsins eignaðist sinn nýja elsk-
huga, eiginmann og konung,
trúlega farin að fella
fjaðrirnar, langt liðið á farsæla
ævi móður og drottningar,
ödipús er aftur á móti í broddi
lffsins, þritugur að aldri, og
allir vegir færir, allsvaldandi
drottinn lands og lýðs og eigin
gæfu smiður, Kreon er kominn
á efri ár, maðurinn sem alltaf
er leitað til þegar í nauðir
rekur, en aldrei var fær um að
valda til fulls háu embætti,
valdi og ábyrgð. Er nema von
að ödipús sé i upphafi leiks
tortrygginn á þennan „gráa
eminens" Þebuborgar og æru-
verðugan spámann hans? En
það eru að vfsu þeir sem uppi
standa þegar leiknum lýkur,
meðalmenn i riki og með þjóð
sem rúið er feguð og mikilleik.
Og þá geta að loknum
stjórnarskiptunum fhald og
framsókn i Þebu byrjað nýja
„viðreisn“, eina ferðina enn.
Það má sem sé með ýmsum
hætti leika sér í huganum að
efni ödipúsar kóngs. Eg held að
Þjóðleikhúsið hefði átt til
mikils að vinna (og meira en
það gat nokkrum tima tapað)
með þvi að skipa i hlutverk.
ödípúsar ungum leikara á móti
Helgu, Þorsteini, Baldvin, þeim
efnismanni í stórbretinn
skapgerðarleikara sem menn
hafa mest traust á þar i leik-
húsinu. En það var ekki reynt,
þvf miður.
ÞjóAlaikhúsið:
ÚDfPÚS KONUNQUR
•ftir Sófóklsa
ÞýAandi: Halgi Hálfdanarson
Búningar: GuArún Svava Svavarsdóttir
Laikmynd: Gunnar Bjamason
Laikatjóri: Halgi Skúlason.
Enginn skyldi prísa sig sælan
fyrr en dauður og grafinn: það
eru í stystu máli hagkvæm
hyggindi, lffspeki sem leggja
má út af leiknum um ödfpús
kóng. Það gerir lika kórinn i
lok leiksins, miklu hátiðlegri
orðum, í þýðingu Helga Hálf-
danarsonar: „Því skal fyrst að
leiðarlokum lofað gengi
dauðlegs manns, beðið þar til
harmlaus hefur horfið burt og
lífið kvatt.“
MEÐ HELGUM HROLLI
Af ödfpúsi kóngi er meiri
saga en orð fá lýst, allt frá því
að leikurinn um hann var
saminn f fornöld upp úr
goðsögnum aftan úr enn grárri
forneskju. En okkar vegna,
áhorfenda og lesenda leiksins
nú á dögum má vel gera langa
sögu stutta og láta lönd og leið
bæði upprunaleg tengsl
leiksins við trúarbrögð og helgi-
hald til forna og við sálarfræði
og siðfræði, skáldskap og skáld-
skaparfræði alla tfð sfðan, og
gleyma með öllu gamla Freud.
Ef leikurinn um öpfpús skiptir
okkur máli, sjónar- og umtals-
verður enn í dag, stafar það
eingöngu af þvi hvað þetta er
gott leikrit, helgum hrolli sem
það lætur fyrr en varir hrfslast
um hæstvirtan áhorfandann.
ödipús kóngur er þriðji í röð
griskra fornleikja sem sýndir
eru á leiksviði í Reykjavík,
áður voru komnir Antfgóna í
Iðnó á jólunum 1969 og Lýsis-
trata i Þjóðleikhúsinu 1972.
Það verður að segja þegar f stað
eins og er að sýning Þjóðleik-
hússins á ödfpúsi jafnast engan
veginn á við þessar eftirminni-
legu leiksýningar. Satt að segja
skil ég ekki leikhússtjórann,
Svein Einarsson, sem sjálfur
setti á svið hina tilkomumiklu
sýningu Antigónu um árið, að
hann skuli fela öðrum
sviðsetningu ödipúsar þegar f
Þjóðleikhúsið er komið. En við
stjórn Helga Skúlasonar var
þesslegast að leikurinn væri
einkum færður upp í virðingar-
og minningarskyni við hinn
forna og fræga harmleik og við
hljómfagra þýðingu Helga
Hálfdanarsonar. Það er eins og
einatt áður um þýðingar Helga:
af því að horfa og hlýða á
ödipús undrast maður og dáist
"*í(ð þvf hversu ljóst og fagurt,
tungutamt og auðnumið af
sviðinu honum tekst að gera hið
forna ljóðmál. Hvað sem öðru
liður um sýninguna eiga áhuga-
menn um islenska tungu og
bókmenntir gott og gilt erindi í
Þjóðleikhúsið: að nema þar og
njóta máls og brags og
kveðandi, orðlistar þýðandans.
Hitt er svo annað mál, sem ég
ekki treysti mér að meta, hvort
ödípús kóngur ætti ekki til
nokkurs að vinna sem Ieikur á
sviði með einfaldara, drama-
tisku tungutaki, nútímalegra
orðfæri og Ijóðstfl,
meðfærilegri leikendunum og
nærtækari áhorfendum. Það
má vera. En hitt er líka víst að
islenski texti leiksins leyfði
miklu dramatískari meðferð
efnisins en raunin varð í Þjóð-
leikhúsinu þar sem mest var
lagt upp úr ljóðrænni túlkun
textans, látið nægja að lýsa og
segja frá ævi og afdrifum
Ödfpúsar i stað þess að túlka
örlög hans með leikrænu og
dramatisku móti fyrir áhorf-
andannm.
HEIMSINS GÓÐIR
BORGARAR
Einmitt þess vegna var bágt
til að vita hversu hlutverk
kórsins og flutningur kór-
ljóðanna fór óskipulega úr
hendi á sýningunni, alveg öfugt
við hinar fyrri sýningar,
Antigónu og Lýsiströtu, þar
sem mikil alúð var einmitt lögð
við kórana. Kórinn f ödípúsi er
fjölskipaður eins og við á, 12
manns, 6 konur, 6 karlar. En.
það var engu likara en þetta
fjölmenni væri leikstjóranum
ofviða, sumpart var kórinn ekki
nægjanlega samæfður svo að
textinn týndist með köflum
niður af þeim sökum, sumpart
var raddavalið sjálft i kórnum
með einhverju móti
ófullnægjandi, svo að mis-
ræmi og mishljómur bættist á
ónákvæmnina í flutningnum.
En ónákvæmni og ósamræmi
var ekki verst: verra var að í
sýningunni virtist engri skýrri
hugmynd fyrir að fara um gildi
og hlutverk kórsins í leiknum.
Kórinn talar rómi almennings
og tjáir viðbrögð hans,
alþýðunnar i Þebu og al-.
mennings á áhorfendapöllum i
Aþenu og um leið okkar sem
nemum leikinn f dag, góðir
'öorgarar f áhorfendasal
Þjóðleikhússins. Hann berg-
rnálar og bregst við öllum
geðbrigðum leiksins, tjáir ótta
okkar og von, sigurvissu og
trúnaðartraust, angist
morðingja Lajosar gamla
kóngs. En saksóknarinn er fyrr
en varir orðinn að sakborning
og sakborningurinn að
sökudólg: - böl borgarinnar
stafar af sjálfum honum og
sjálfur verður hann að hlita
þeim dómi sem hann hefur
kveðið upp yfir morðingjanum.
Leikurinn snýst ekki bara um
sakamál og réttarrannsókn, um-
fram allt er efni hans sál-
könnun og mannlýsing. Leit
ödipúsar að. morðingja
Lajosar er um leið og umfram
allt leit hans að sjálfum sér,
skilningi á þeim blindu rögnum
sem ráðið hafa ævi hans. Af því
Gunnar Bjarnason gerir leikmynd, Guðrún Svava Svavarsdóttir
búninga og Helgi Skúlason leikstýrir.
Jókasta (Helga Bachmann) og Odípús (Gunnar Eyjólfsson), myndirnar eru allar frá æfingu.
örvæntingu, og sættir sig og
bkkur að leikslokum við það
sem verður að vera. En þótt
flutningurinn væri misjafn,
stöku atriði, erindi, hendingar
kórsins tækjust vissulega allvel
í Þjóðleikhúsinu á föstudag
fyrstan í blaðaverkfalli, er ég
hræddur um að kórljóðin f
heild hafi farið fyrir lftið
framhjá flestöllum áhorfend-
um. Fullnægjandi hlutur
kórsins i sýningunni' hefði á
hinn bóginn án éfa bætt úr
ýmsu ööru sem ávant var f
leiknum.
ÖDÍPÚS OG VIÐ
ödfpús er á meðal margs
annars fjarska spennandi
leikrit, þess umkomið að halda
áhorfanda (leikhúsinu, lesanda
við lampann bergnumdum í
sæti sinu á meðan leikurinn
varir við. Ekki svo að skilja
að maður sé að velkjast milli
vonar og ótta um það hvernig
„fer fyrir“ ödfpúsi: allir vita
áður en I leikhúsið er komið að
hann hefur vegið föður sinn,
legið móður sfna og getið i synd
og skömm sln eigin systkini og
börn í senn. Það er ekki þetta
sem heillar og hrffur, heldur
hitt, hvernig þessi vitneskja
smátt og smátt opinberast
Ödípúsi og hvernig hún orkar á
hann, hvernig mesti maður í
heimi verður að úrhraki allra.
Með einföldustu orðum má
segja að ödípús kóngur segi
sakamálasögu f formi réttar-
rannsóknar: ödípús hefst í
upphafi leiks að boði guðanna,
fullviss um mátt sinn og megin
handa um það að létta bölvun
af Þebuborg með þvi að finna