Dagblaðið - 27.02.1978, Side 19
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 27. FEBRUAR 1978.
19'
Iþróttir
Sá bandaríski
í sérflokki
Bandaríski skautahlauparinn
Eric Heiden var í sérflokki í
heimsmeistarakeppninni í
skautahlaupum i Gautaborg um
helgina. Hann sigraði i þremur
fyrstu greinunum og hafði þar
með tryggt sér heimsmeistaratit-
ilinn — hefði ekki einu sinni
þurft að hlaupa 10000 m í gærdag.
Lokastaða þeirra efstu.
1. Eric Heiden, USA, 169.016
2. J.E. Storholt, Nor., 170.346
3. S. Martchuk, Sovét, 171.144
4. Stenshjemmet, Noregi 171.458
I einstökum hlaupum urðu
úrslit þessi:
500 metra hlaup:
1. Eric Heiden, USA, 39.01
2. Storholt, Noregi, 39.79
3. V. Lobanov, Sovét, 39.81
5000 metra hiaup.
1. Eric Heiden, USA, 7:20.80
2. S. Martchuk, Sovét 7:21.46
3. P. Kleine, Holl., 7:24.07
1500 metra hiaup
1. Eric Heiden, USA, 2:00.22
2. Storholt, Noregi, 2:01.93
3. Stenshjemmet, Nor., 2:02.63
10000 metra hlaup
1. S. Stensen, Noregi, 15:06.57
2. Storholt, Noregi, 15:09.13
3. S. Martchuk, Sovét, 15:12.96
Eric Heiden varð i fimmta sæti
íhlaupiá 15:17.06 min.
Heimsmet
innanhúss
Vestur-þýzki spretthlauparinn
Karl Heinz Weisenseel setti nýtt
heimsmet innanhúss í 200 metra
hlaupi á móti í Sindelfingen i
V-Þýzkalandi á laugardag. Hljóp
vegalengdina á 21.11 sekúndur.
Eldra metið átti hann sjálfur —
21.16 sek.
1 móti í Cottbus í A-Þýzkalandi
á laugardag setti Heike Roock,
Austur-Þýzkalandí, nýtt heims-
met í 800 metra hlaupi innanhúss.
Hljóp á 2:00.6 mín. en eldra
heimsmetið átti Nikolina Stereva,
Búlgaríu, 2:01.1 mín. en hún
hlaut silfurverðlaun í 800 m á
Olympíuleikunum í Montreal.
PSV skoraði
7 á útivelli
Leikmenn efstu liðanna í 1.
deildinni í Hollandi, PSV og
Twente, voru heldur betur á skot-
skónum í ieikjum sínum i gær —
skoruðu samtals 12 mörk á úti-
völlum. Urslit
NEC — Haag 0-0
Venlo — Sparta 1-1
Amsterdam — PSV 0-7
Volendam — Twente 0-5
Telstar — Haarlem 2-1
Deventer — Ajax 1-0
Feyenoord — Vitesse 3-2
Nac Breda — AZ ’67 1-2
Staða efstu liða er nú þannig:
PSV 24 18 6 0 61-10 42
Twente 23 14 6 3 50-18 34
AZ ’67 23 14 6 4 54-21 34
Ajax 23 12 7 5 47-28 31
Sparta 23 10 8 5 36-24 28
Óbreytt staða
íV-Þýzkalandi
Efstu liðin í 1. deiidinni þýzku,
Köln og Borussia Mönchenglad-
bach, gerðu jafntefli í innbyrðis-
leik sínum í Köln á laugardaginn,
1-1. Köln hefur þvi enn fjögurra
stiga forustu á Gladbach en hefur
leikið einum leik meira. Urslit á
laugardag urðu þessi:
Köln — Gladbach 1-1
Dusseldorf — Hertha 0-0
Bremen — Dortmund 3-1
Stuttgart — 1860 Miinchen 3-1
Bayern — Hamborg 2-1
Fjórum leikjum varð að fresta
vegna lélegra vallarskilyrða.
Köln hefur 37 stig eftir 27 leiki.
Gladbach hefur 33 stig eftir 26
leiki. Hertha, Berlín, er í 3ja sæti
með 33 stig úr 27 leikjum. Stutt-
gart hefur 31 stig úr 26 leikjum
— einnig Fortuna Diisseidorf.
ÚRVflL/ KJÖTVÖRUR
OG ÞJÓflU/TA
>4Vallteitthvaö
gott í matinn
Loöfóöraðir
leðurkuldaskór
meö hrágummísólum
Domus Medica
Egilsgötu 3
Sími 18519
Frá kr. 5780.-
Póstsendum samdægurs I
ViÖ höföum
hendur í hári þeirra
Þær eru margar konurnar sem við höfum
haft hendur í hári á, gegnum árin.
Þær sem einu sinni komast undir okkar
hendur koma aftur og aftur, flestar viku-
lega, sumar sjaldnar. Allar koma þær
auðvitað til þess að fá meðhöndlun á hári
sínu-og einnig til þess að slaka á og láta
sér líða vel - þess vegna eigum við líka
stundum kaffi á könnunni handa þeim.
Við bjóðum ykkur hárfína þjónustu á öllum
sviðum hárgreiðslunnar, það er höfuðmálið.
Stelpurnar á Sóley
Sjáumst á Sóley
So/ey
hárgreiðslustofa
Reynimelur 86 vió Kaplaskjólsveg Sími 18615