Dagblaðið - 27.02.1978, Blaðsíða 28
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 27. FEBRUAT 197°
Eiturlyfjasmyglarar reynasi-
fellt nýjar aðferðir til þess að
koma vöru sinni á markað.
Toilayfirvöid hafa stranga
gæzlu með því að sem minnst
berist af þessum hættulegu
efnum inn fyrir landamæri
hvers ríkis. Lögreglan I
Helsingborg fann u.þ.b. 600;
töflur af morfíni í þessum
tveimur hárburstum og áttu
eiturlyfin að fara á norskan
markað.
Erlend myndsjá
á
Hér má sjá leifar Herkúlesflugvélarinnar, sem egypzku hermennirnir, sem drepnir voru á Larnaca
flugvelli á Kýpur, komu með. Arás kýpverska þjóðvarðliðsins stóð í 45 mínútur og auk þeirra 15
Egypta, sem féliu, særðust 22.
Tízkan breytist sífellt og það
gamia kemur á nýjan leik og
þykir fallegt. Tízkuteiknarinn
norski, Alexandra, sýndi
þennan samkvæmiskjól í Osló
fyrir skemmstu. KjóIIinn er
víður og með víðum ermum og
er úr silkisiffoni. Það sést því
miður ekki á myndinni i hvaða
lit kjóllinn er, en þó má geta
þess að aðallitir hans eru blár
og rauður. Nýjasta tízka, en
samt kemur kjóllinn kunnug-
lega fyrir sjónir.
\
Þrír gulir hersjúkrabilar fluttu kistur hinna 15 föllnu hermanna Egypta, sem féllu í bardaga við
þjóðvarðliðið á Kýpur. A myndinni fer líkfylgdin fram hjá minnismerki óþekkta hermannsins.
Mogens Glistrup var nýlega dæmdur til þess að greiða milljónir
danskra króna vegna skattsvika og fleiri afbrota. Hann var hins
vegar ekki dæmdur í fangelsi og éru þvi mestar líkur á því að hann
haldi þingsæti sínu. Hér kemur kappinn til þinghússins eftir að
dómur var upp kveðinn og virðist hann ekki hafa tekið úrslitin Norðurlandaþing var sett í Osló í 26. skipti hinn 19. þessa mánaðar. Fráfarandi þingforseti, J.V.
nærri sér. Sukelainen, setti þingið og hér er hann í ræðustóli.
V
Þetta letidýr er hálf brjóstumkennanlegt, enda hefur það verið tekið úr uppáhaldsstellingu sinni, að
hanga í tré. Dýrið er í dýragarðinum í Zúrich og var tekið niður svo áhorfendur sæju það betur.
Flugtak þessarar DC10 þotu Guardia Indonesian flugfélagsins frá
Zuric-Kloten flugvellinum í Sviss endaði í snjóskafli utan brautar
vegna mikillar hálku og var mildi að ekki fór verr.