Dagblaðið - 18.03.1978, Side 2

Dagblaðið - 18.03.1978, Side 2
 DAC.BLAÐIÐ. LAUGARDAC.IJR 18. MARZ 1878. SVIN OG OKUNKNNGAR Háalottið Nú fer í hönd dymbilvika með allri sinni bílaumferð. Nærri má geta, að réttingaverk- stæðin, þessi nauðsynlegu þjón- ustufyrirtæki, sem byggja af- komu sína á óförum annarra. fá vfirfljótandi verkefni strax í páskavikunni — ef þau eru annars í nokkru verkefnahraki fyrir. Það sorglega i málinu er, að flest þeirra óhappa. sem í um ferðinni verða. gerast vegna þess að maðurinn bak við stýrið iiregst. Ekki endilega stýrið í bilnum sem f.vrir óhappinu verður, heldur ótrúlega oft í bíl sem kemst klakklaust leiðar sinnar — ýmistA'itandi eða ekki vitandi vits um að hafa valdið óhappi. kannski slysi. F3ftir að hafa k.vnnst ökulagi annarra þjóða er eitt öðru fram- ar. sem alltaf vekur undrun mína og gremju í islensku öku- lagi. en það er tillitsleysið þegar menn smeygja sér inn á aðalhrautir. þótt þeir sjái i hendi sér að þar með trufla þeir umferðina, sem eftir þeim rennur, þótt ekki sé endilega árekstrahætta fvlgjandi þeirri athöfn út af fvrir sig að koma bílnum inn á aðalbrautina og snúa henni í rétta aksturs- stefnu. Það er eins og þeir skáki í því skjólinu að þegar um aftanákevrslur er að ræða, er sá alltaf ..sekur" sem aftan á ekur I vetur hef ég rekið mig á þetta fvrirhrigði náungafvrir- litningar meir en oft áður vegna þess að ég hef verið í þeirri aðstöðu að aka daglega Íanga aðalbrautarleið fram og til baka. Eg ætla að tilfæra da?mi máli mínu til skýringar: Eg ek Vesturlandsveginn í átt til Reykjavíkur. Á að giska 3-400 metra á undan mér er annar bíll. Við ökum báðir á 70. Þegar undanfari minn er að koma að Keldnaholtsafleggjara kemur móskugrænn skanía að þjóðveginum. nemur staðar og hieypir undanfara mínum fram hjá. Síðan ekur hann inn á og beygir til Revkjavíkur, svifa- seinn eins og fulihlaðinn trukk- ur óhjákvæmilega er. en nógu fljótur þó til þess að vera búinn að snúa við mér afturendanum þegar mig ber að. IJmferð er á móti og óhjákvæmilegt annað en hægja niður í 20. Á eftir mér var eriginn bill sjáanlegur. svo það hefði varla munað rniklu f.vrir þennan bílstjóra að doka við þessar ca 20 sekúndur. sem hefði tekið mig að aka fram hjá afleggjaranum hefði ég fengið að haida hraðanum óáreittur. Þó le.vndi sér ekki að vörubíl stjórinn vissi vel af mér. því hann sýndi þá óvæntu tillits- semi að þessu loknu að aka að hálfu úti á vegaröxlinni til þess að ég gæti farið fram úr þrátt fyrir umferðina á móti. sem út af fvrir sig var skárra en að þurfa að lúsast á eftir honum allan þann tíma sem hann væri að vinna upp ferðina. Síðastliðið haust gerðist það sama við gatnamót Breiðhöfða og Vesturlandsvegar. Nema þar var það fólksbíll, sem svínaði. og þar var bilið svo mjótt, að ef ég hefði ekki getað ekið vfir á vinstri akreinina, hefði ég óhjá- kvæmilega lent aftan á þejm pamfíl. Og hann lagði svo hart að sér að verða fyrirferðarlitill á veginum, að þeir sem með mér voru í bílnum sóru að svínabillinn hefði mjókkað um að minnsta kosti hálfan metra, meðan ég ók fram hjá honum — og sjálfur sá ég að öku- maðurinn kipraði sig saman í herðunum. En þetta er ekki það eina, sem sýnir tillitsleysi okkar i umferðinni. f lokin má ég til með að segja frá einu atviki. sem var svo svívirðilega glanna- legt. að ég man satt að segja ekki eftir að hafa séð hliðstæðu þess. Þetta var rétt fvrir jólin í vetur. Það var hraglandaveður og birtan eins og gerist á þeim tima. rétt fvrir hádegið. Á Hringhraut, móts við Landspít- alann ók ég á hægri akrein og ætlaði að renna mér rólega fram með strætisvagni, sem var að leggja frá biðstöðinni þar. En einhvern veginn fannst mér ökulag strætisvagnsins svo frekjulegt og þjösnalegt, að ég ákvað að hægja heldur á mér og láta hann komast vel fram úr. Mín megin var enginn bíll á undan, en hægra megin, framan við strætisvagninn. var Cortina ef ég man rétt. Þegar hún var rétt ókomin að ljósun- um við Njarðargötu. skipti af grænu yfir á gult. Cortinuöku- maðurinn ók skikkanlega og nam staðar á réttum stað, um leið og skipti af gulu vfir á rautt. En hvað gerði strætómanni? Þegar bremsuljósin kviknuðu á Cortínunni, færðist strætó- manni í ham. Hann vatt Volvo- drekanum yfir á vinstri akrein- ina og gaf hressilega í. Hann hvein vfir gatnamótin á al- rauðu og kona á grænum Peugeot sem lagði af stað vfir sunnan megin frá þegar græna ljósið kom hjá henni, rígnegldi á s.vðri hluta Hringbrautarinn- ar þegar hún sá til ferða strætisvagnsins. Og það leið dr.vkklöng stund þangað til nokkur þeirra bíla, sem stóðu móti grænu ljósi hafði sig af stað eftir þetta atvik. Enginn svo mikið sem flautaði. Og þegar umferðin tók að bifast að nýju. var farið mjög gætilega og mjög skimað til beggja hliða. Án þess að vera að elta náði ég þessum strætisvagni þar sem hann stóð á biðstöðinni við Elli-. heimilið. Ég renndi mér fram með honum og nam nokkurn veginn staðar til að sjá framan i þann meiraprófsbílstjóra, sem svona hagaði sér, helst revna að setja andlit hans á minnið. Þetta revndist vera barnungur maður. en óhugnanlega hroka- fullur og ófyrirleitinn á svip- inn. IJr því að menn með fólks- flutningaréttindi haga sér svona, er kannski ekki að undra þótt venjulegir minni spámenn geri eitthvað af sér í fáfræði sinni. En jafnvel fáfræðina má bæta upp í uinferðinni. — ef nógu mikil tillitssemi er notuð í staðinn. TAKTANA SKRATTAKOLLUR Það má á flestu sjá, að hér á landi hefur verið bændaþjóðfélag allt fram á síðustu mannsaldra. Höfuðstaður okkar innlendur var lengstaf Skálholt. Og þegar biskupssetur er flutt til Reykja- víkur er biskupsstofu ekki valinn staður í þvl sjávarþorpi, sem þar er risið, held- ur á jörðinni Laugarnesi, og líklega hefur Viðey komið til greina eða Bessa- staðir, þar sem æðsta skólastofnun landsins fékk aðsetur. A fyrstu ára- tugum 19. aldar er að konungsboði ákveðið að Laugarnes verði framtíðar- setur biskupsins yfir íslandi. En það hús, sem þá er reist, reyndist ekki eins vel lukkað og til var ætlast. Kannski hefur það átt sinn þátt í því, að aðeins tveir biskupar, Steingrímur Jónsson og Helgi Thordersen bjuggu þar, og sá síðarnefndi fluttist til Reykjavikur. Það tók þrjú ár að byggja biskupsstofuna 1 Laugarnesi og að því unnu danskir meistarar. En þeir sáu ekki við íslensku veðurfari og hinni þrálátu frónsku rign- ingu. Þetta hús varð frægt fyrir leka og varð loks bústaður sjúkra. Nógu gott til þess. Um lekann í Laugarnesi er til bragur. Hér er sýnishorn: Steinhúsið með stórum sal, sem stormur enginn skekur, margt sem gerði manna val, mest af öllu lekur. Timburmaður talinn var trúr, en varð þó sekur. Það sýnist mega sannast þar, fvrst svona stofan iekur. Moldarkofi margur sá, sem maður nettur þekur, menn það löngum mega sjá, minna en stofan lekur. Stormurinn i stofugrind stóru frá sér ekur. Þar má hafa þerrivind, þegar ekki lekur. Höfundur er Halldór Guttormsson. Mig vantar frekari upplýsingar um hann. ★ Vinnumaður hjá Símoni á Grímsstöð- um í Borgarfirði hét Sölvi, þetta var á stríðsárunum. Þeir voru báðir með því marki brenndir, að þeim þótti sopinn góður, þótt hófsmenn væru. En nú tókst svo illa til, er þeir voru við skál, að Sölvi missti bæði húfu sína og ökuskírteini i Hvítá. Þetta frétti Magnús Finnsson í Stapakoti og færði í letur með eftirfar- andi hætti: Sölva henti sorglegt slys, Símon siapp sem greifi, húfan fór til helvitis, hafði ökuleyfi. ★ Snæbjörn í Brokey réri útundir Jökul. Þegar til átti að taka kom í ljós að annaðhvort var týndur lykill að mat'ar- skrínu bátverja eða að hann hafði orðið eftir í landi. Nú var illt í efni og báðu menn hans hann nú að neyta þess að hann væri kraftaskáld og kveða skrín- unaopna Hannkvað: Vísur og vísnaspjall Jön Gunnar Jónsson DjöfuII komdu og dragðu upp skrá, dugðu nú við minni bón. Eg skal gefa þér af mér tá og eilíflega vera þinn þjón. Ekki þurftu bátverjar lengi að hand- leika skrínuna eftir þetta, hún opnaðist án fyrirhafnar en mælt er að Snæbirni hafi brugðið. Oft reyndi hann að kveða af sér skuldbindinguna. Gamall maður varð hann og drukknaði 1 róðri, líkið ■fannst heilt, nema horfin var ein táin. Frá Snæbirni er sagt í Þjóðsögum Jóns Arnasonar. f Tveir menn voru að þrátta. Báðir voru hagmæltir, en ekki er nafna þeirra getið. Þegar þeir höfðu skipst á orðum um stund, sagði annar: Þinn er kjaftur opinn æ, með ógnar lýti, af því að þú elskar Víti. Hinn svaraði: Þangað ferðu, þundur skíða. Það er gaman. Við skulum þá sofa saman. Hengja sig, nei, heldur þá að hætta við þig, Stína. ★ Arum saman fór búlaus maður um sveitir austanlands. Þetta var fyrir margt löngu. í fylgd hans var drengur stálpaður. Ekki er þess getið, eða nú gleymt, hvað þeir hétu, en báðir höfðu auknefni, faðirinn var kallaður skratti, sonurinn litli. Faðirinn falaði jafnan árs- vist og réði sig fyrstu árin sem mat- vinnung fyrir báða, en er strákur óx úr grasi fékk hann lömb í kaup og fóður fyrir nokkrar ær. Strákur varð er tímar liðu efnispiltur. Svo fór, er þeir feðgar voru ársmenn á stórbýli einu, að bónda- dóttir varð barnshafandi af völdum pilts- ins og vildu þau eigast. Ekki þótti bónda, og því síður húsfreyju, jafnræði með þeim. Þó fór svo að þau fengu kot og giftu sig. Bónda var lögð þessi vísa I munn, en ekki mun hann hafa ort hana: Þótt að þér standi engin ætt og eigir fáar rollur, get ég ei við telpuna tætt, takt’ hana, skrattakollur. Én kot þeirra varð síðar rausnar- garður og ætt þeirra mikil. Sumir segja að þetta hafi verið maður og kona, hann húsbóndi, hún ráðskona. ★ Og þessi er úr okkar daglega lífi: Ekki ráð nema í tíma sé tekið, sagði hann Siggi Stóri: Best er endi að binda á böl ög mæðu sina. Hæstaréttarherrarnir herða starfann lon og don. Þeir eru dáðadrengirnir að dæma Guðstein Þengilsson. J.G.J. — S. 41046 \

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.