Dagblaðið - 29.03.1978, Page 3

Dagblaðið - 29.03.1978, Page 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1978. 3 Lengi mágottbatna: VANTAR FLEIRI SKÍÐALYFTUR í HLÍÐARFJALLIÐ og snyrtilegt skot fyrir krakkana að narta f nestið sitt Ólafur skrifar: Einhver bezta aðstaða sem gefst hér á landi til skíðaiðkunar er i Hlíðarfjalli nálægt þeim ágæta kaupstað, Akureyri. Á fimmtudaginn var, skirdag, var gaman að virða fyrir sér þær fjórar troðnu skíðabrautir, sem snjó- troðarinn — mesta þarfaþing — hafði gert fyrir hina almennu og varkárari skíðaunnendur að ógleymdum brautunum enn ofar í fjallinu þar sem hinir útlærðu i iþróttinni — frá fjögurra ára til fimmtugs — léku listir sinar. Aðeins eitt skyggði á ánægjuna. Reyndar ánægjulegt í sjálfu sér. Akureyringar og aðrir/ sem í „Fjallið fara” eru orðnir of margir. Skíðalyftur og togbrautir i Hlíðarfjalli bera ekki þann fjölda, sem vill nota. þær. Þess vegna skora ég á bæjaryfirvöld á Akureyri að ráða á þessu bót hið fyrsta. Hver lyfta og hver króna sem lögð verður til bættrar aðstöðu i Hlíðar- fjalli skilar sér margfalt aftur í bættum afköstum bæjarbúa og þar með meiri tekjum og hærri útsvörum. Utanbæjarfólkið mundi þá auðvitað fljóta með Akureyri til ánægju og sóma. Að lokum, þegar aðstaðan fyrir yngstu gestina á skíðahótelinu batnar og þeim gefst tækifæri til að borða nestið sitt við sómasamlegar aðstæður verður á fátt betra kosið sem i mannlegu valdi er. Um veðrið og snjóinn sjá máttarvöldin og í þeim efn- um vonum við aðeins það bezta. Iþað minnsta grapejellý í Sölu- nefndinni Jónas hringdi: Ég hef fylgzt af áhuga með skrifum Péturssonar um Mint jellý, sem hon- um þykir betra en flest annað. Péturs- son mun ekki hafa fengið lostætið hér- lendis en Mint jellýið kætir þó bragðlauka hans um þessar mundir vegna góðra sambanda hans við Bandariki Norður-Ameriku. En fleiri jellý eru góð en Mint jellý. Mikið lostæti er einnig grape jellý og gleður margan matmanninn. Vera má að grape jellýið fáist hér í matvöru- verzlunum, en hitt veit ég, aðdáendum grape jellýs til mikillar gleði, að það fæst hérlendis. Og enn blandast Bandariki Norður- Ameríku inn í spilið. Grape jellý fæst nefnilega hjá verndurum okkar hér- lendis, í Sölunefndinni. Og ekki nóg með það, jellýið er ódýrt. Ekki er vitað hvort birgðir eru miklar, en matmenn ættu að hafa hraðan á. Grape jellýið svíkur engan. Chevrolet Nova CustomTS Þinn bíll 15. apríl n.k., - sértq Kinn heppni áskrifandi Dagblaðsins. Verðmæti er 4.4 miljónir króna. Gerstu áskrifandi að Dagblaðinu strax í dag. Áskriftarsfmi 27022. Opiö til 10 f kvöld. Spurning dagsins Hvernig finnst þér Þrengslavegurinn? (Spurt um borö I Herjólfi I Þorlákshöfn) Jón Eyjólfsson skipstjóri: Hann er alltaf eins, ófær. Það má undarlegt heita að ekki skuli vera búið að malbika hann fyrr því umferðin er mjög mikil. Þetta er eins og á tunglinu. Að visu hef ég ekki komið þangað en myndir benda til að þar séu eintómir gigar og þannig er vegurinn. Sigmar Pálmason vörubilstjóri: Hann er alveg rosalegur, alveg agalegur. Hann hefur verið það i allan vetur. Ef ég er að fiytja búslóð tekur það mig um þrjá tima ef allt á ekki að eyðileggjast á leiðinni. Sigmar Sveinbjörnsson 2. stýrímaður: Hann er hryllilegur. Þetta er versti vegur sem ég hef nokkru sinni keyrt. Hann á skilyrðislaust að malbika. Hann er hörmulega leiðinlegur. Ég fer hann helzt aldrei nema i neyð. Bezt væri að setja á hann varnalegt slitlag. Jóhannesson Jónssen poppari: Eg keyrði austur fyrir núna en ég fór Þrengslin fyrir hálfum mánuði og það var allt í lagi með veginn. Ferðin gekk alveg ágæt- lega. Hjörleifur Gislason bryggjuvörður: Hann er mjög siæmur. Það hefur ekkert verið gert fyrir hann í langan tíma. Helzt þyrfti að malbika veginn.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.