Dagblaðið - 29.03.1978, Síða 7
7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1978.
Erlendar
fréttir
REUTER
Naritaf lugvöllur í Japan:
Mólótoff-
kokteil-
um
kastað á
nýtt
hótel
Japanskir andófsmenn gegn nýja flug-
vellinum við Narita réðust snemma i
morgun á hótel eitt sem þjóna á flug-
vellinum og köstuðu bensínsprengjum
inn um glugga sem þeir höfðu brotið.
Lögreglan í Japan hefur látið eftir sér
hafa aðalls hafi hermdarverkamennirnir
kastað 20 sprengjum inn í anddyri
hótelsins. Aðeins 20 menn voru staddir
á hótélinu þvi það átti ekki að opna fyrr
en 1. apríl. Þessir 20 menn sáu um að
slökkva eldinn áður en hann olli
verulegum skemmdum.
Skæruliðarnir sem lögreglan telur
mjög öfgafulla sluppu úr höndum
hennareftirárásina.
Japönsk yfirvöld hafa ákveðið að
fresta opnun flugvallarins þar til í maí er
betri öryggisráðstafanir verða komnar
upp.
Turináítalíu:
Leiðtogar Rauðu her-
deildanna fyrir rétt
Reyntíþriðja sinnað koma lögumyfir skæruliðana
Enn spyrst ekki til Aldo Moros
Leiðtogar Rauðu herdeildanna á
Ítalíu koma aftur fyrir rétt í Turin í
dag eftir hlé sem gert var á réttar-
höldunum vegna páskahátíðarinnar.
Á meðan leiðtogar herdeildanna koma
fyrir rétt leiða félagar þeirra Aldo
Moro fv. forsætisráðherra Italíu fyrir
svokallaðan alþýðudómstól, þar sem
hann hefur verið „pólitískur guðfaðir”
á Ítalíu undanfarin þrjátíu ár. Þá
ákæra Rauðu herdeildirnar Moro
einnig fyrir „glæpi gegn öreigunum”.
AÍmennt var talið að Aldo Moro,
sem nú er 61 árs gamall, yrði næsti
forseti Ítalíu, áður en honum var rænt
í blóðugri árás fyrir 13 dögum, þar
sem fimm lífverðir hans létu lífið.
Tuttugu og fimm þúsund lögreglu-
mönnum og hundruðum hermanna
héfur ekki tekizt að hafa upp á dvalar-
stað mannræningjanna, þrátt fyrir
geysimikla leit.
Guido Barbaro á í vændum mikla
erfiðleika á lagasviðinu, er þriðja
tilraun til þess að koma lögum yfir
leiðtoga Rauðu herdeildanna hefst í
dag. Rétturinn hefur neitað kröfu
skæruliðanna um að fá að verja sig
sjálfir, en lögfræðingar sak-
borninganna áttu fund með sér í gær-
kvöldi til þess að ákveða hvort þeir
ættu að neita að verja skæruliðana og
þvinga dómarann þannig til þess að
velja nýja lögfræðinga til varnar. Slikt
myndi tefja réttarhöldin verulega.
Curcio, hugmyndafræðilegur
leiðtogi skæruliðahópsins, sem er 37
ára að aldri, á yfir höfði sér allt að 20
ára fangelsisvist ásamt með félögum
sinum verði hann sekur fundinn.
Leiðtogarnir eru ákærðir fyrir að
mynda vopnaðan hóp til þess að
kollvarpa núverandi þjóðskipulagi.
Skæruliðarnir eru járnaðir í sérstöku
búri i réttarsalnum og fyrir páska
hrópuðu þeir i réttarsalnum að réttar-
höldin væru skrípaleikur og að Moro
kæmi fyrir alþýðudómstól.
Þúsundir lögreglumanna eru á verði
í Turin vegna réttarhaldanna og
dómarar og kviðdómendur njóta
sérstakrar öryggisgæzlu. Þá njóta
leiðtogar Sósíalistaflokksins einnig sér-
stakrar öryggisgæzlu en fimm daga
þing flokksins hefst i Turin i dag.
Hin mikla gæzla lögreglunnar leiddi
til þess að þessir páskar voru hinir
rólegustu á Ítalíu i meira en áratug.
Ræningjar og þjófar néldu sig heima
vegna viðbúnaðar lögreglunnar.
Renato Curcio hugmyndafrxðilegur leiðtogi Rauðu herdeildanna og Paolo Ferrari félagi hans þar sem þeir dveljast í búri í
réttarsalnum í Turin. Félagar þeirra halda Aldo Moro fv. forsætisráðherra Ítalíu enn, eftir mannrán fyrir 13 dögum.
Kenýa:
Muhammed Ali leikur
þræl í kvikmynd
— taka myndarinnar hefst í haust
Muhammed Ali fv. heimsmeistari i
hnefaleikum í þungavigt skrifaði undir
samning i Kenýa i gær um kvikmynda-
leik. Meistarinn mun leika þræl i kvik-
mynd i fullri lengd, að þvi er fregnir
herma.
Tvö kvikmyndafyrirtæki, White Bird
Productions í New York og Equator
Productions í Kenya, ætla að framleiða
myndina, Jean Lafitte Brown, þar sem
Ali leikur aðalhlutverkið.
Taka myndarinnar hefst i október og
tekur u.þ.b. níu vikur. Búizt er við þvi að
Ali fari til Kenýa einhvern tima á
næstunni til að kynna sér aðstæður.
Myndin á að gerast árið 1790 og er
um fátækan en velmenntaðan frum-
byggja, sem fer frá Ameriku til þess að
snúa aftur til ættlands síns i Afriku.
Hann finnur fæðingarstað sinn og for-
eldra. En þrælasalar ná honum aftur og
setja hann um borð til Ameríku á nýjan
leik. En þar nær Jean Lafitte Brown
völdum og leiðir aðra þræla til frelsis.
THE BEATLES
SAMAN Á NÝ
— væntanlega í Los Angeles í maí
Samkvæmt símskevti sem barst i gær frá fréttaritara DB í San Francisco,
Hallgrimi Björgúlfssyni, eru taldar allmiklar líkur á þvi að hinir einu og sönnu
Bitlar, The Beatks komi saman i maí. Að því er skeyti Hallgríms greinir hafa allir
að frátöldum John Lennon samþykkt að halda hljómleika í Los Angeles i mai. Nú
er því aðeins að bíða og vona.
Bandaríkin:
Vinna i kolanámum
i eðhlegt
Leiðtogar kolanámumanna i Banda
rikjunum hafa hvatt alla kolanámu
menn til þess að hefja störf aö nýju.
þannig að full framleiðsla geti hafizt
eftir verkfallið sem staðið hefur i þrjá
mánuði.
Flestir hinna 160 þúsund verka-
manna sneru aftur til vinnu i gær eftir
að hafa samþykkt nýjan samning við
félag kolanámumanna.
En u.þ.b. 19 þúsund manns var
horf
haldið frá vinnu af félagi
námubyggingarmanna. sem einnig voru
i verkfalli. Þessir byggingarmenn gera
námugöng o. 11. Þeir náðu hins vegar
samkomulagi við námueigendur i gær-
kvöld og fjarlægðu þeir þá hindranir sem
þcir höl'ðu sett fyrir aðra námuverka-
menn.
Félag kolanámumanna tilkynnti þvi í
gærkvöldi að vinna gæti hafizt með
eðlilegum hætti t öllum námum i dag.