Dagblaðið - 29.03.1978, Side 10

Dagblaðið - 29.03.1978, Side 10
10 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1978. ...... ' A frjálst, áháð dagblað Útgefandi Dagblaflið hf. Fromkvœmdastjórí: Sveinn R. EyjóHsson. Rrtstjórí: Jónas Krístjánsson. Fréttastjórí: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustíórí rítstjómar Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Aflstoflarfróttastjórí: Atíi Steinarsson. Handrit: Ásgrímur Pólsson. Blaflamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stafónsdóttír, Gissur Sigurðs- son, Hallur Hallsson, Halgi Pótursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörflur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurfls- son, Sveinn Þormóðsson. t Skrífstofustjórí: Ólafur Eyjótfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þoríeifsson. DreHingarstjórí: Már E:M: Halldórs- son. Ritstjóm Siflumúla 12. Afgreiflsla Þverhoiti 2. Áskríftir, auglýsingar og skrífstofur Þverhoiti 11. Aflal- simi blaflsins 27022 (10 linur). Áskríft 1700 kr. á mánufli innanlands. i lausasölu 90 kr. eintakifl. Setning og umbrot Dagblaflifl hf. Siflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf. Siflumúla 12. Prentun: Árvakur hf. SkeHunni 19. Skattamáliní vaskinn SITTHVAÐ F0R- VITNILEGT UM NÝJA TÆKNI0G VÍSINDI — Man júana gegn gláku—Fleiri tvíburafæðingar af völdum pillunnar o.f I. Fréttnæmast í stefnuræðu Geirs Hall- grímssonar forsætisráðherra síðastliðið haust var loforð hans um staðgreiðslu skatta frá 1. janúar 1979 og virðisauka- skatt í stað söluskatts. Þarna hét ríkis- stjórnin miklu framfaramáli, sem lengi. hafði verið beðið eftir. Staðgreiðsla skatta mundi án efa stefna til aukins réttlætis, eins og margsinnis hefur verið bent á. Ríkisskattstjóri hefur lengi verið meðmæltur staðgreiðslukerfi. Launþegasam- tök hafa um árabil sett kröfu um það ofarlega á blað. Hver ríkisstjórnin af annarri hafði lofað að kanna möguleika á staðgreiðslukerfi en svikið, þegar á hólminn kom. Nú leit svo út sem ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar ætlaði að minnsta kosti í þessu máli að geta sér frægð. Margir voru þó efins frá upphafi. Þeir sáu möguleika á svikum, þótt þetta væri í fyrsta sinn sem svo skýlaus loforð voru gefin. Ríkisskattstjóri og fleiri bentu á, að naumur tími var til stefnu, en þó ekki svo naumur, að ekki væri unnt að koma loforðinu í framkvæmd, ef fullur vilji væri til staðar. Menn nefndu, að frumvarp yrði að afgreiða í janúar eða febrúar, ef nægilegur tími ætti að gefast til framkvæmda á svo umfangsmiklum breytingum. Síðast fyrir nokkrum vikum sagði fjármálaráðherra, hress í bragði, í viðtali við blaðamenn Dagblaðsins, að skattafrumvarp, meðal annars með staðgreiðslukerfij væri á næsta leiti. Ráðherra lét sem svo, að lítið væri til fyrirstöðu. Grunsemdir um, að ekki væri allt með felldu um lof- orðið um staðgreiðslukerfi, voru svo staðfestar laust fyrir páska í kjallaragrein Halldórs Ásgrímssonar, stjórnar- þingmanns, í Dagblaðinu. Fáir eða engir af stjórnarþing- mönnum eru jafnkunnugir skattamálum og Halldórl Ásgrímsson. Ljóst er, að hann mælir af fullri ábyrgð, þegar hann segir í kjallaragrein sinni: „Vonlaust er að hægt verði að koma á staðgreiðslukerfi skatta í ársbyrjun 1979 og jafnvel þótt lög í þá átt verði samþykkt á næstunni.” Þannig fór um eitt af þeim fáu framfaramálum, sem fólk hafði vænzt, að ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar hrinti í framkvæmd. Málið fór í vaskinn. „Mun lengri undirbúning þarf, eigi það ekki að vera dæmt til að mis- takast,” segir Halldór Ásgrímsson. Þetta má segja með öðrum orðum. Stjórnvöld hafa í engu lagt þá áherzlu sem skyldi á að framkvæma þessar umbætur, og því var tíminn í vetur misnotaður, unz orðið var of seint. En hvað um aðrar umbætur í skattamálum, sem fjár- málaráðherra hefur gefið loforð um á hverju ári ráðherradóms síns? Um það segir stjórnarþingmaðurinn Halldór Ásgrímsson: „Nú er orðið það áliðið þingtímans, að litlar vonir eru til, að það takist að afgreiða lög um tekjuskatt og eignarskatt.” Sem sé, eru allar skatta- umbætur komnar i vaskinn í höndum núverandi rikis- stjórnar. Skattafrumvarp fjármálaráðherra frá í fyrra var að vísu illt frumvarp, en hann og aðrir ráðherrar höfðu margsinnis lofað úrbótum á því, svo að margir munu hafa vænzt, að gágn yrði að. En ekki er annað unnt en fallast á framangreint mat Halldórs Ásgrímssonar á stöðu skattamála. Tveim læknum frá Vestur-lndíum hefur tekizt að búa til augndropa úr marijúanaplöntunni, sem reynzt hafa vel gegn augnsjúkdómnum gláku. Rannsókn þessi var unnin á vegum Vestur-lndíaháskóla í Kingston undir stjórn dr. Manley West deildarforseta við lyfjafræðideild skólans og dr. Al- bert Lockhart sórfræðings í augnsjúk- dómum. Þessir tveir sérfræðingar eru hinir fyrstu, sem tekizt hefur að ein- angra vökva frá marijúanaplöntunni. sem ekki felur i sér eituráhrif plönt- unnar. Vökvinn er settur beint í augað. Gláka eykur þrýsting innan augans og veldur skemmdum á sjóntauginni. Yfir fjórðungur þeirra, sem verða blindir eftir að þeir eru orðnir 45 ára, verður blindur af völdum gláku. urðu þungaðar innan mánaðar eftir að þær hættu að nota pilluna. Fjöldi tviburafæðinga virtist einnig fara eftir þvi hve langan tíma mæð- urnar höfðu tekið pilluna. Þær konur sem höfðu tekið pilluna i 13—24 mán- uði fyrir þungun áttu flesta tvfurana. CTT77 á dag álitu visindamennirnir að mest- allt hár hjartasjúklinganna hafi þegar verið vaxið áður en þeir fengu hjarta- áfallið. Enda þótt frekari rannsókna sé þörf á þessu máli, sögðu vísindamennirnir að ef læknar tækju sýni úr hári manna, væri e.t.v. hægt að segja fyrir um væntanlegt hjartaáfall. Bílar og hjól Að lokum er smáathugun á áhrifum mengunar stórborga á menn. Enda þótt enginn hafi enn sýnt fram á það að hjólreiðar í hita og mengun stór- borgar séu góðar fyrir heilsuna, telur hópur visindamanna í Washington sig hafa nokkra vitneskju um það að slíkar hjólreiðar séu ekki óhollar ung- um karlmönnum a.m.k. Læknum f Vestur-Indinum hefur nú tekizt að framleiða augndropa gegn gláku úr marfjúana. Lyf þetta er hið fyrsta sem tekizt hefur að einangra úr marf juanajurtinni, sem ekki inniheldur eituráhrif hennar. Vitað er að reykingar á kannabis- efnum hafa valdið nokkurri bót hjá glákusjúklingum og hafa tilraunir með þessi efni verið gerðar í Bandarikjun- um. Ekki hefur þó verið unnt að nota reykingar kannabisefna til langs tima til lækningar sjúkdómsins vegna þeirra hliðarverkana sem fylgja, þar sem neytandinn er stöðugt i annarlegu ástandi. Tvíburar af völdum pillunnar Fleiri fregnir af nýjustu rannsókn- um á vísindasviðinu hafa borizt frá Reuter fréttastofunni. Þar segir m.a. að rannsóknir sýni að meiri líkur séu á að konur, sem verði þungaðar skömmu eftir að þær hætta notkun pillunnar, eignist tvibura. Skýrt var frá þessari rannsókn í The New England Journal of Medicin, þar sem dr. Kenneth Rothman frá Har- vardháskóla sagði að samkvæmt rann- sókn, sem hann stjórnaði, hefðu 25 tvíburapör fæðzt 1609 mæðrum, sem Meðal þeirra var hlutfall tvíburafæð- inga 2.1 af hundraði fæðinga. Dr. Rothman sagði að aukning tví- burafæðinga svo skömmu eftir að pillunotkun hætti gæti verið tilviljun i þessari rannsókn,. en tengsl milli tví- burafæðinga og lengdar þess tíma sem pillan er tekin eru Ijósari. Kalsíum í hári og hjartaáföll Ungverskir visindamenn hafa fundið tengsl á milli hjartaáfalla og kalsíums í hári manna. Ungverska vikuritið Hetfoi Hirek greindi frá því að vísindamenn, sem voru að rann- saka mengun umhverfisins, hefðu komizt að því, að mikill fjöldi hjarta- sjúklinga hefði litið kalsíummagn i hári. Vísindamennirnir rannsökuðu hár 50 karlmanna sem fengið höfðu hjartaáfall og komust að þeirri niður- stöðu að i hári þeirra var aðeins 0.09% af kalsium, miðað við 0.26% í hári 79 heilbrigðra karlmanna. Þar sem hár vex aðeins um 0.1 mm Sjö heilbrigðir karlmenn á aldrinum. 23-39 ára voru fengnir til þess að hjóla í borginni i klukkustund án þess að taka sér hvild. Þrír menn óku síðan sömu leið i loftkældum bil. Þeir voru á sama aldri og einnig vel á sig komnir. Mennirnir voru síðan rannsakaðir strax að lokinni tilrauninni á George Washington háskólasjúkrahúsinu. Hjólreiðamennirnir voru þreyttir, sárir i hálsi og augum en einkennin koma yfirleitt af of miklu nitrati i andrúmslofti. En vísindamennirnir komust að því að sárindin í hálsi og augum voru ekki tengd menguninni. Sárindin í hálsinum voru af því að hjólreiðamönnunum var sagt að anda I gegnum munninn og sárindin i augunum stöfuðu af rykögnum. Hvort tveggja lagaðist fljótt og eðlilega. En mönnum til undrunar var meira af kolmónoxiði í blóði þeirra sem ferðuðust með bilnum heldur en þeirra 'sem fóru sömu leið á hjóli. Senni- lega er ástæðan sú að hjólreiða- mennirnir voru stöðugt á ferð og forðuðust langa umferðarhnúta, sem mennimir i bilnum urðu nauðbeygðir að fylgja og sitja i löngum bílalestum.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.