Dagblaðið - 01.04.1978, Síða 15

Dagblaðið - 01.04.1978, Síða 15
ÐAGBJ Þursar á opin- berum vettvangi Þursaflokkurinn mun skemmta gestum veitingahússins Klúbbsins annað kvöld. Mikill áhugi er hjá tónlistarunnendum að sj:.’ og heyra í Þursunum, en þar eð þeir hafa litið leikið opinberlega hafa tiltölulega fáir fengið að njóta tónlistar þeirra, aðrir en nemendur framhaldsskólanna. Óðum styttist nú tíminn þar til Þursaflokkurinn verður sleginn af. Að sögn Egils Ólafssonar söngvara flokksins langar þá þótil að leika á nokkrum stöðum úti á landi áður en af þvi verður. Hafa Vestmanna- eyjar og Akranes verið nefnd sem liklegir hljómleikastaðir. Auk Þursaflokksins leikur hljómsveitin Poker í Klúbbnum annað kvöld samkvæmt venju. Þá verður þar einnig boðið upp á tízkusýningu. -ÁT- Þó svo að Fjörefni haldi sig meir við stúdíóvinnu heldur en almennt tónleikahald, eru uppi ráðagerðir um að koma fyrir almenningssjónir einhvem tima á næstunni og kynna nýju plötuna. Enn hefur þó ekkert verið ákveðið í þeim efnum. Upptökumaður plötunnar sem er tekin upp í Hljóðrita er James Kay sem tiltölulega nýkominn er til starfa i Hljóðrita. Upptökunum er stjórnað af Þórði Árnasyni sem einnig sér um allan gitarleik á plötunni. Aðrir meðlimirFjörefnisá þessari plötu eru: Kristján Guðmundsson hljómborð, Ásgeir Óskarsson trommur og Jóhann Þórisson sér um bassaleik. Jón Þór Gíslason og Páll Pálsson sjá svo um söng eins og á A + . Auk þess munu einhverjir aðrir aðstoða þá með auka- hljóðfæri og annað. sem upptökustjóra þykir henta. ÆRK. Fjörefnismeðlimir að loknum fyrsta vinnudeginum i Hljóðrita. 1 stólnum situr höfundur fréttarinnar, Ævar Rafn Kjartansson frá Vestmanna- eyjum, sem um þessar mundir er i starfskynningu hjá Dagblaðinu. DB- mynd: Ragnar Th. Sigurðsson. Fleetwood Mac til Sovétríkjanna? Jkur eru á því að Fleetwood Mac ;i á þrennum tónleikum i Sovétríkj- jm á sumri komanda. Allur ágóði þessu tónleikahaldi svo og sjón- pskvikmynd sem tekin verður í 5inni rennur til UNESCO, Menn- ar- og fræðslustofnunar Sameinuðu ðanna. cf af ferð Fleetwood Mac til Sovét- ianna verður mun hljómsveitin ein- tgu leika í höfuðborg landsins, tskvu. — Hugmyndin er runnin lan rifjum lögfræðilegs ráðgjafa hljómsveitarinnar, Michael Shapiro. Hann nefndi möguleikann á að komast austur fyrir járntjald við þá Mick Fleetwood og John McVie i júni á siðasta ári. „Þeim tveimur leizt vel á hugmynd mina og hvöttu mig til að kanna málið betur," sagði Shapiro. „Sovézka sendi- ráðið í Washington er mjög jákvætt, svo og bandaríska utanrikisráðuneyt- ið.” Fulltrúar frá báðum þessum stofn- unum hafa siðan heilsað upp á með- limi Fleetwood Mac og er hljómsveitin lék á hljómleikum i Washington DC á síðasta ári voru þeir viðstaddir. Síðar var Alexi Ustin fulltrúa sovézka hljómleikasambandsins send sjón- varpskvikmynd með leik Fleetwood Mac. Hann varð mjög hrifinn. „Álit Ustins hafði úrslitaáhrifin,” sagði Shapiro. „Hann hafði aðeins við eittaðathuga, — aðJohn McViespil- aði ber að ofan, enda voru hljómleik- arnir haldnir utan dyra að sumarlagi. Hins vegar tjáði Alexi Ustin okkur nokkrum sinnum að honum litist vel á Stevie Nicks." Shapiro skrapp til Sovétríkjanna í byrjun þessa árs og kom til baka með opinbera staðfestingu þess efnis að Fleetwood Mac væri velkomið að halda þrenna hljómleika i Rossia hljómleikahöllinni í Moskvu — dagana 8., 9. og 10. júli. Höll þessi þykir sérlega vel úr garði gerð og hljómburður góður. Hún tekur þrjú þúsund manns i sæti. „Á þessari stundu yrðu mér það mikil vonbrigði. ef hætt yrði við allt saman," sagði Michael Shapiro. „Að sjálfsögðu þarf ekki mikið að gerast til að allt fari úr böndunum og að sjálf- sögðu veltur allt fyrst og fremst á heimsfriðnum. En nú er rétti tíminn til að gera hlut sem þennan. Fleet- wood Mac er einnig að minum dómi heppileg hljómsveit til að heimsækja Sovétrikin. Hún er bæði brezk og bandarísk og meðlimir hennar eru af báðum kynjum." ÚrROI.t INGSTONE iAGUR 1. APRÍL 1978. Linda Ronstadt, Dolly Parton og Emmylou Harris saman í stúdíói: Leyndardómsfull plata i sitirðum Hvernig skyldi útkoman verða ef David Bowie, Jon Anderson og Paul McCartney tækju sig saman og syngju inn á svo sem eina stóra plötu? Nú eða þær Linda Ron- stadt, Dolly Parton og Emmylou Harris? Yrði það ekki áreiðanlega dúndurplata? Svarið fæst áður en langt um líður, því að Linda, Dolly og Emmylou eru einmitt þessa dag- ana að syngja saman inn á plötu. Hún kemur líklega á markaöinn snemma í sumar, en þó er ekki vert að fullyrða neitt, því að ákaflega mikil leynd hvílir yfir verkinu öllu. Það sem þegar er vitað um plötu söngkvennanna þriggja er að þær komu i upphafi saman á heimiii Dolly Parton i Nashville 16. janú- ar síðastliðinn dg réðu ráðum sín- um. Hverjar niðurstöður þess fundar eru er litt vitað um, nema að upptökur hófust nokkru siðar í Enactron Truok Studio i Los Angeles og eiginmaður Emmylou Harris, Brian Ahern, var upptöku- stjóri. Það er Asylum hljómplötufyrir- tækið, sem gefur plötu þessa út. Forseti fyrirtækisins, Joe Smith, vélritaði samninginn við söngkon- urnar þrjár sjálfur með sleikiputt- unum, til að ekkert vitnaðist um efni hans. Þeir fáu hjá Asylum sem eitthvað vita um plötuna hafa Aö sjálfsögðu eru mynda- tökur stranglega bannaðar af söngkonunum þremur á meðan upptökur plötu þeirra fara fram. Þessi verður því að nægja að sinni. Höfuðið er af Lindu Ronstadt, líkamann á Dolly Parton og striga- skórnir eru úr skóskáp Emmylou Harris. verið látnir sverja þagnareið. Sama er að segja um hljóðfæraleikarana, sem leika undir hjá söngkonunum þremur. Þegar Jerry Brown ríkis- stjóri Kaliforníu heimsótti stúdíóið fyrir nokkru, sá hann að vopnaðir verðir voru á við og dreif i kring, svo að engir óviðkomandi styngju neftnu inn. En þrátt fyrir þessa gífurlegu leynd hefur það samt lekið út að á plötunni verða tólf lög, þar af nokkufeftir Dolly Parton. Hljóð- færaleikarar úr hljómsveitum Emmylou Harris og Lindu Ron- stadt sjá um undirleik. Engin söng- kvennanna þriggja fer með eigin- legt sólóhlutverk á plötunni, heldur skipta þær söngnum bróðurlega — eða eigum við að segja systurlega — á milli sín. Með allar framangreindar upp- lýsingar fyrir framan sig settist blaðamaður Rolling Stone tíma- ritsins við simann og hugðist fylla upp í myndina. Eftir 27 símtöl út um hvippinn og hvappinn gafst hann upp, þvi að enginn gat upp- lýst um neitt. Blaðafulltrúi Lindu Ronstadt svaraði aðeins, þegar spyrja átti hann út úr: „Þið vitið meira en ég. Stelpurn- ar þrjá ákváðu, að ekkert skyldi fréttast um plötuna fyrr cn hún kæmi út.” — Og þar við situr. Úr ROLLING STONE Fjörí Hljóðrita þessa dagana: Fjörefni er byrjaö á nýrri hljómplötu Hljómsveitin Fjörefni byrjaði í morgun á upptökum fyrir nýja breiðskifu. Að sögn útgefanda, Steina h/f, verður útgáfu plötunnar flýtt eins og mögulegt er og má búast við henni á markaðinn um mánaðamótin apríl/mai. Platan verður í allt öðrum stíl en sú fyrri og ætla Fjörefnismenn svo sannarlega að standa undir nafninu i þetta sinn. Fyrri platan, A + stóð engan veginn undir sér. fjárhags- lega séð. þar sem má segja að hún hafi svo til drukknað í jólahljómplötu- flóðinu. Tvö frumsamin lög — samin af Jóni Þór Gislasyni og Páli Pálssyni, verða á plötunni, auk nokkurra erlendra laga sem ekki er búið að ákveða öll ennþá. Öll lögin verða með islenzkum text- um.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.