Dagblaðið - 12.04.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 12.04.1978, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. APRlL 1978. BIADIÐ ........ Frjáls rekstur útvarps- og sjónvarpsstöðva á Ítalíu: Útgefandi Dagblaflið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Rrtstjóri: Jónas Krístjónsson. Fróttastjórí: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjórí rítstjóman Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Aflstoóarfróttastjórí: Adi Steinarsson. Handrit: Ásgrímur Pólsson. Blaflamenn: Anna Bjamason, Asgeir Tómasson, Bragi Sigurflsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurfls- son, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir. Ami Páll Jóhannsson, Bjamloifur BjamleHsson, Hörflur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurfls- son, Sveinn Þormóflsson. Skrífstofustjórí: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkerí: Þráinn ÞoríeHsson. DreHingarstjórí: Már E.M. Halldórs- son. Ritstjóm Siflumúla 12. Afgreiflsla Þverhohi 2. ÁskrHtir, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. Aflal- simi blaflsins 27022 (10 línur). Áskríft 1700 kr. á mánufli innanlands. Í lausasölu 90 kr. eintakifl. Setning og umbrot Dagblaflifl hf. Siflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf. Siflumúla 12. Prentun: Árvakur hf. SkeHunnÍ 19. ðRTRÖDÁ ÖLLUM BYLGJUM Þrjú réttlætismál Þingmenn hafa síðustu daga lagt fram þrjú frumvörp til lagabreytinga, sem miða, hvert á sinn hátt, að auknu jafnrétti landsmanna í kjörklefanum. Öll eru þessi frumvörp nytsamleg, þótt þau falli ekki í sama farveg. Bezta frumvarpið er flutt af þremur þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, Ellerti B. Schram, Guðmundi H. Garðarssyni, Ólafi G. Einarssyni, og einum þingmanni Framsóknarflokksins, Jóni Skaftasyni. Er það í algeru samræmi við tillögur Gunnars G. Schram prófessors, sem Dagblaðið hefur eindregið stutt. Annað atriði frumvarpsins felst í því, að val uppbótar- þingmanna fari eingöngu eftir atkvæðamagni þeirra, en ekki til skiptis eftir atkvæðamagni og hlutfallstölu eins og nú er. Hitt er, að sami flokkur geti fengið fleiri en einn uppbótarþingmann í einu og sama kjördæminu. Eins og búsetu er nú háttað í landinu má gera ráð fyrir, að þessar breytingar mundu minnka núverandi at- kvæðamisrétti eftir landshlutum um nærri því helming. íbúar Reykjavíkur og Reykjaneskjördæmis fengju einn þriðja hluta úr atkvæðisrétti í stað eins fimmta hluta, sem þeir nú hafa. Hið haganlegasta við þessa tillögu er, að hana má framkvæma með einfaldri lagabreytingu án stjórnar- skrárbreytingar. Gunnar G. Schram hefur rökstutt það ítarlega í bók um endurskoðun stjórnarskrárinnar, sem hann gaf út í vetur. Einnig er mikilvægt, að tillagan raskar ekki þing- mannatölu flokkanna. Það er því fræðilegur möguleiki á samþykkt hennar án flokkadrátta. Hið sama er ekki unnt að segja um hinar tillögurnar og rýrir það óneitanlega gildi þeirra. Oddur Ólafsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, leggur til, að Reykjaneskjördæmi verði skipt úr einu fimm þingmanna kjördæmi í tvö fimm þingmanna kjördæmi. Ennfremur verði þingmönnum Reykjavíkur fjölgað um tvo. Á móti þessu tvennu komi svo fækkun uppbótarþingmanna úr 11 í 4. Þetta frumvarp miðar eins og hið fyrra að verulegri minnkun ríkjandi misréttis atkvæðisréttar eftir lands- hlutum. Hins vegar er hætt við, að stjórnmálaflokkum, sem treysta á uppbótarmannakerfið, þyki hastarlega að sér vegið í tiliögunni. Einkar markverð er hugmyndin um skiptingu Reykja- neskjördæmis. Vísir að slíkri skiptingu hefur mótazt í sveitastjórnarmálum. Þar hefur komið í ljós hin eðlilega skipting sunnan Hafnarfjarðar i Suðurnes annars vegar og Innes hins vegar. Oddur gerir hins vegar ráð fyrir, að Hafnarfjörður fylgi Suðurnesjum til að jafna íbúatöluna. En hví ekki skipta eðlilega og hafa fjóra þingmenn á Suðurnesjum og sex á Innesjum? Jón Armann Héðinsson, þingmaður Alþýðuflokksins, leggur til, að flokkar þurfi ekki kjördæmiskosinn þing- mann til að fá landskjörna þingmenn, heldur aðeins 5% af heildarkjörfylgi. Minnist hann þess, er Alþýðuflokkurinn var næstum fallinn út af þingi, þótt hann hefði 16% atkvæða. I hugmynd hans felst sann- girni, þótt deila megi um, hvort setja eigi mörkin við 5% fremur en við 8% eða 10%. í öllum þessum tillögum þingmannanna endurspeglast almenn réttlætistilfinning þjóðarinnar. Frekar magn en gæði — Reynt að takmarka f jölda stöðva ; Vi r Siðan dómstólar á ítaliu kváðu upp þann úrskurð að frjáls útvarps- og sjón- varpsrekstur einkaaðila vaeri leyfilegur þarlendis er örtröðin á útvarpsbylgjum þvílikur að helzt likist hljóðum í frum- skógi. Raunar er útvarps- og sjónvarps- reksturinn aðeins frjáls að því marki, að hann komi ekki inn á svið ítalska ríkisút- varpsins. Hvorki fleiri né færri en 385 einka-.- stöðvar hafa verið settar á laggirnar. Kostnaður við að komaupp slíkri stöð er um 70 þúsund dollarar en aðeins tíu stöðvar hafa fjárfest í útbúnaði sem gerir útsendingu stöðvanna-^virkilega góða en kostnaður við slikt er nokkuð mikill eða um 2 milljónir dala, hálfur milljarður islenzkra króna. Heildarfjárfesting ttala í hinum nýju stöðvum nemur um 170 milljónum dala og til þeirra hafa verið ráðnir um þrjú þúsund starfsmenn, — fréttamenn, tæknimenn og aðstoðarmenn. Rekstur stöðvanna er fjármagnaður með auglýs- ingum, mest frá verzlunum i þeim hverf- um, þar sem einkastöðvarnar eru starf- ræktar. Þá hafa og verið seltir upp magnarar til þess að ná efni frá erlendum sjón- varpsstöðvum, Júgóslaviu, Frakklandi, Monakóog ttaliu. Ef nið heldur rýrt Einkastöðvarnar lifna við þegar sjón- varpsstöðvarnar rikisreknu, sem eru tvær, hætta útsendingu um miðnætti. Þá er stöð við stöð og ítalir hafa úr nógu að velja. Allir keppast við að slá ná- granna sina út með dýrari og finni tækjum og stærri loftnetum. Það er raunar þörf á góðum loftnetum þvi gæði útsendinganna eru ekki i samræmi við magnið. Flestar stöðvanna sýna ómerkilegar Itölsk húsmóðir fækkar fötum í spurningakeppni einnar sjónvarpsstöðvarinnar í Tórínó. NOTKUN RAFBÍLA Á undanförnum árum hefur orðið mikil þróun i gerð rafbíla og fjöl- margar þjóðir hafa hafið framleiðslu þeirra. Má þar nefna Bandaríkin, Bret- land, Japan, Þýzkaland, ítaliu, Frakk- land, lsrael og Ástralíu. Notkun rafbíla fer mjög vaxandi. Flestar þjóðir, sem nú auka notkun rafbila, telja það til höfuðkosta hans að honum fylgir ekki mengun og bíllinn er mjög hljóðlátur. Gjaldeyrissparnaður Fyrir íslendinga er það þó exv. áhugaverðast, að rafbílar mundu héi á landi nýta innlenda orku og þvi spara verulegan gjaldeyri. Árið 1976 fluttu íslendingar inn um 108 milljónir lítra af bensini og um 30 milljónir lítra af disiloliu til ökutækja. Það er að segja, s að árið 1976 keyptu Islendingar fljót- andi eldsneyti til ökutækja fyrir um 2,5 milljarða króna að cif verðmæti. Þetta þýðir, að spara mætti um 500 m. kr. í gjaldeyri árlega á verðlagi ársins 1976, ef um 20% akstursins færi fram á rafbilum. Hér er því um verulegar fjárhæðir að ræða og hlýtur að vera öllum Íslendingum ánægjuefni að hugsa til þess tima, þegar upphitun húsa hér fer fram eingöngu með innlendum orku- gjöfum og bilaumferð að veruleguleyti einnig. Rafbilar eru enn sem komið er um tvöfalt dýrari i innkaupi en bilar, sem knúnir eru fljótandi eldsneyti. Viðhald þeirra er hins vegar mun minna óg rekstrarkostnaður aðeins hluti þess, sem er við bensinbila. Rafmagns- notkun rafbíis er um 2.5 kWh á móti hverjum bensinlitra bensínbíls. Þetta svarar til, að orkukostnaður rafbils nemur um 5% — 30% af orku- kostnaði bensinbíls, eftir þvi hvort raf- bíllinn væri hlaðinn rafmagni eftir hús hitunartaxta eða heimilistaxta. I þessu sambandi hefur auðvitað mikið að segja, hvernig skattlagningu hins opin- bera verður háttað i framtiðinni. Rikisvaldið gæti örvað notkun rafbíla hérlendis l.d. með þvi að halda að- flutningsgjöldum af þeim og þunga- skatti í lágmarki. Reykjavikurborg hefur það nokkuð i hendi sér, hvernig verðlagningu raf- orku lil sliks aksturs yrði, og gæti þannig einnig örvað nolkun rafbíla með því að stilla verði næturraforku i hóf. Rafgeymar bilanna væru hlaðnir að nóttu til og þá er álag á rafdreifi- kerfi borgarinnar i lágmarki. Rafkerfið

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.