Dagblaðið - 12.04.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 12.04.1978, Blaðsíða 2
2 r ________DAGBLAÐIÐ. MIDVIKUDAGUR 12. APRÍL 1978. Beit verkalýðshreyfingin á agn ríkis- stjórnarinnar? — upplausnin stjórninni í hag Spekúlant skrifar: Mikil ringulreiö ríkir nú í islenzku þjóðlífi. Kosningar nálgast og víðtækar verkfallsaðgerðir eru yfir- vofandi. Ríkisstjóminni tókst svo sannarlega að æsa upp launþega i landinu með kjaraskerðingarlögunum. Verkalýðsforystan skipulagði mót- mælaaðgerðir, sem ríkisstjórninni tókst svo að lama á grundvelli laga- brots og hýrudráttar. Einnig hefur áróðursvél stjórnarinnar tekizt að sannfæra allflesta um að lög þessi hafi verið islenzku efnahagskerfi lífs- nauðsynleg. Stjórnarandstöðunni og verkalýðshreyfingunni hefur mistekizt að benda nægilega á aðrar leiðir svo sem að stýra fjármagni rikisins skynsamlegar og fara að innheimta skatta hjá auðmönnum, svo tvö dæmi séu nefnd. Næsti leikur verkalýðshreyfingar- innar var svo að boða útflutningsbanr við lítinn fögnuð vissra launþega- stétta svo sem sjómanna. Enn kemur verkalýðshreyfingin klofin eða lömuð til leiks og stjórnin notar sér stöðuna og dregur fram hverja myndina á fætur annarri um hin skelfilegu skemmdarverk sem unnin verða með sliku útflutningsbanni. Almúginn gerist nú enn ringlaðri og hræddari. Hann vill að staðið sé við gerða samninga frá í fyrra, en jafnframt að íslenzkum útflutningsiðnaði verði ekki unnið tjón. Ríkisstjórnin hefur líka æ ofan í æ veifað svipu atvinnuleysisins í umfjöll- un um afleiðingar bannsins. Það er engu likara en eitthvert stórkostleg- og flókrtasta herbragð stjómarflokka hér á landi sé að takast, verkalýðs- hreyfingin hafi bitið á agnið. Hefði verkalýðshreyfingin haldið að sér höndum fram yfir kosningar og mætt þá óskipt til leiks, er hætt við að núverandi stjómarflokkum tækist ekki að hrista af sér óvinsældirnar I kjölfar kaupskerðingarlaganna og annarrar óstjórnar. Þvert á móti hefur henni tekizt að sannfæra þorra fólks um nauðsyn aðgerða sinna og verkalýðsforystan er I sárum. Útkoman er svo augljós. Fólk óttast enn frekari ringulreið ef nýir flokkar, flokkar verkalýðsins, taka að verulegu leyti við stjórn, þegar verkalýðs- forystan hefur ekki staðið sig betur en raun ber vitni. Þegar fólk gerir svo loks upp hug sinn við kjörborðið, er hætt við að það leggi atkvæði sitt á vogarskálar stjórn- arflokkanna af ótta við enn frek- ari upplausn. Þetta er ekki sér íslenzkt .fyrirbæri, heldur er þessi saga að endurtaka sig um allan heim ár eftir ár en er litt þekkt hér. Hafa þeir hugsað upp eitt mesta stjðrnmálaherbragðið á íslandi til þessa? DB-mynd: Hörður. Láttu ekki happ úr hendi sleppa. BIAÐIÐ fijálst, áháð dagblað Verðlaun í áskrifendaleik Dagblaðsins. Bíður ham þín ? Chevrolet Nova 1978 bíður afhendingar 15. apríl n.k. Sértu áskrifandi, þá andaðu rólega. Ef ekki, þá hringdu strax og pantaðu áskrift að Dagblaðinu í síma 27022. Sendibfl- stjórar eru ekki burðar- jálkar Sendibílstjóri I Reykjavík, nr. 5173— 8209, skrifar: Vegna frásagnar í Dagblaðinu á laugardaginn um konu, sem er sendi- bílstjóri í Kópavogi er full ástæða til að láta það koma skýrt fram að sendibílstjórar eru ekki burðarjálkar og að i engum tilvikum er hægt að krefjast þess af þeim. Hins vegar hafa bílstjórar veitt þá þjónustu að annast ýmsan burð fyrir viðskiptavini. Konan í Kópavogi er því fullgildur sendibilstjóri þó æskilegt væri að hún kæmist upp á lag með að skipta um dekk. Óska ég henni til hamingju með framtakið. Karen Kristjánsdóttír, nýi kvensendi- bflstjórinn I Kópavogi. *

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.