Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 12.04.1978, Qupperneq 14

Dagblaðið - 12.04.1978, Qupperneq 14
14 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1978. Georgína úr Húsbændum og hjúum: Orðin bert kyntákn Hún Georgina okkar litla úr Hús- bændum og hjúum lætur sér ekki nægja lengur að koma fram alklædd í sjón- varpsþáttum. Núna er hún farin að leika á sviði og i kvikmyndum, meira og minna nakin. Upphafið að netkarferlin- um markaði kvikmyndin The Betsy sem gerð er eftir samnefndri sögu Harolds Robbins. Með Sir Laurence til Flórída Sir Laurence gamli Olivier kemur inn í herbergið i hjólastól. Eftir að hafa rétt litið einu sinni á hinn fagra skrokk Lesley Ann Down býðst hann til að bjóða henni yfir helgina til Flórida og felur tilboðið i sér að ástiíðurnar muni blossa þar suður frá. Þetta atriði er mjög táknrænt úr The Betsy sem snýst að mjög miklu leyti um nakta kroppa og samfarir. Og hin fagra Lesley Ann sem við þekkjum sem Georgínu töfrar þar bæði Olivier og alla aðra, bæði unga og gamla. Ekkert brezkt siðgæði lengur í Húsbændum og hjúum naut Georgína þess að myndin fjallaði um brezkt siðgæði fyrr á öldinni og þá tíðk- aðist ekki að kvenfólk gengi um nakið eða svo gott sem. En núna hefur hún orðið að leggja þetta siðgæði á hilluna með fötum sínum. 1 The Betsy er ekki nóg með að hún afklæðist fyrir framan Olivier heldur einnig Robert Duvall og Tommy Lee Jones sem báðir leika elsk- huga hennar. Fyrir utan að fjalla um kynlíf fjallar The Betsy um spillingu þeirra sem reka fyrirtæki í bílaiðnaðin- um. Lesley Ann er liklega farin úr fötun- um fyrir fullt og allt því að núna leikur hún einmitt í sjónvarpsmyndaflokki um nektardansmey eina sem Phyllis Dixey hét. í því hlutverki fá fötin góða hvíld og Lesley Ann skelfur á sviði Blackpool Pavilion leikhússins þar sem þættirnir eru teknir að verulegu leyti. Á æfingu tók bandarískt blað hana tali um þessar nektarsenur hennar: Kvikmyndir fyrir karlmenn „Ég hefði nú haldið að fólk væri farið að vita hvernig kvenfólk lítur út. En gallinn við kvikmyndir eins og The Betsy er sá að þær eru gerðar fyrir karl- menn. Allar þær konur sem Robbins skrifar um eru kyntákn. Kynlífið stjórn- ar lífi þeirra algjörlega, hjarta þeirra brestur af ást og brestur líka ef ástin er ekki fyrir hendi. Sem betur fer sá fram- leiðandi okkar, Dan Petrie, að ekki var hægt að bjóða Sir Laurence upp á það að leika hlutverk um spillingu í bilaiðnaði á meðan ber stelpa gekk yfir sviðið eins og gerðist á tiundu hverri blaðsiðu úr bók- inni.” Gagnrýnendur hafa ekki lokið miklu lofsorði á The Betsy. Þeir segja flestir að það eina sem myndin hafi upp á að bjóða sé sýning á nokkrum berum kroppum. Og tilfellið er að Lesley Ann stigur oftar upp í rúm en Laurence Olivier upp í bilinn sinn. En margir urðu þó mest hissa yfir því að Lesley Ann fékk nær allt það lof sem á myndina var borið. Hún stal senunni algerlega frá Olivier og fleirum. Reyndar fékk lávarð- urinn að heyra það að hann hefði verið hörmulegur í hlutverki sínu. Betri en nokkur leikskóli Lesley Ann ver þó vin sinn af öllum kröftum. Hún segir að á meðan margir þættir myndarinnar voru teknir upp að nóttu til hafi hún verið alveg komin að því að gefast upp. En Olivier hafi aftur á móti ekki látið neinn bilbug á sér finna og sé hægt að læra meira af þvi að horfa á hann í hálftíma en að vera i leikskóla í mörg ár. Hvað sem þessu líður virðast áhorf- endur kunna betur að meta Lesley Ann sjálfa. Og þeir munu geta séð meira af henni á næstunni því núna alveg næstu daga kemur á markaðinn kvikmyndin A Little Night Music, eða lítið nætur- Ijóð þar sem Lesley Ann leikur á móti Elísabetu Taylor. Oft eru þær bornar saman og þykja alls ekki ólíkar. Enda getur Lesley Ann þess að þær séu báðar úr fiskamerkinu en á allt slikt er hún mjög trúuð. Af fátæku fólki Það lá ekki beint við að Lesley Ann gerðist leikkona. Þegar hún var krakki átti fjölskyldan oft ekki fyrir mat hvað þá öðru. En móðir hennar sem fengizt hafði við söng og dans í tómstundum sinum sem ung stúlka hvatti Lesley Ann mjög til þess að halda út á listabrautina. Faðir hennar, sem vann sem húsamál- ari, fékk þvi að greiða dans- og söngtíma fyrir Lesley Ann af sínum litlu launum. Og heppnin var með Lesley Ann. Hún hitti konu eina sem var að koma upp miðstöð fyrir sýningarstúlkur og fékk hjá henni vinnu af og til. Siðan komu svo auglýsingar og örlítil hlutverk i kvik- myndum. Þegar hún var 19 ára lék hún svo í Húsbændum og hjúum og telur hún það eitt mesta happ sitt i lífinu að fá það hlutverk. Þá hugðist hún virkilega fara að læra að leika en var þá boðið hlutverk i myndinni Bleiki pardusinn snýr aftur. Þar lék hún aðalhlutverkið á móti Peter Sellers og allt í einu var ekkert nauðsyn- legt að læra að leika. En það hvað hún kann litið hefur orðið henni fjötur um fót. Þegar hún hitti Jack Nicholson varðandi hlutverk i kvikmynd sem hann er að gera vildi hann ekki sjá hana í myndinni. Hann mun hafa spurt hana að því hvernig hún byggi sig undir hlut- verk sitt og þegar hún svaraði „Ég les það,” sá hann að hún var ekki stúlkan sem hann var að leita að. Erfitt einkalíf í einkalífi sínu er Lesley Ann mest gefin fyrir kyrrð og frið. Hún býr með Svona þekkjum við Georglnu með frænda sinum James Bellamy úr Húsbændum og hjúum. kærasta sínum, Bruce Robinson, og kýs helzt að búa uppi i sveit þar sem enginn sími er og rólegt að vera. En kærastinn sem vinnur á skrifstofu allan daginn vill ólmur skemmta sér og af þessum and- stæðum skapast viss vandræði. Og meðan framinn gengur eins hratt og hann gerir núna er lítil hætta á þvi að Lesley Ann Down geti einangrað sig frá umheiminum. Hún er þegar byrjuð að leika i einni mynd enn, The Great Train Robbery eða Lestarráninu mikla þar sem Donald Sutherland er mótleikari hennar. Eftir að hafa einu sinni farið úr fötunum kemst Lesly Ann ekki i þau aftur i bráð. D Verzlun Verzlun Verzlun Hátalarar í sérflokki Ef þú vilt smiða kassana sjálfur, höfum við hátalara- sett, litil og stór frá SEAS: Mini, 203, 303, 503 og Disco. Einnig höfum við ósamsetta kassa, tilsniðna og spón- lagða. SAMEIND, Húsbyggjendur, byggingaverktakar: Eigum á lager milliveggjaplötur úr gjallí. Stærð 50 x 50 cm. Athugið verð og greiðslu- skilmála. Loftorka sfDalshrauni 8 Hafnarfirði, simi 50877. ] Tilvalinn stóll til fermingargjafa. Framleiðandi: Stáliðjan Kópavogi KRÓM HÚSGÖGN SmkJjuvogi 5. Kópavogi. Simi 43211 n Gardínubrautir Langholtsvegi 128 Simi 85605. Eigum fyrirliggjandi allar gerðir af viðarfylltumgardínubrautum, 1-4 brauta, med plast-eða viðar- k(jg: köppum, einnig ömmustangir, smíðajárnsstangirogallttil gardínuuppsetningar CfilViUnia STUÐLA-SKILRÚM er léttur veggur, sem samanstendur af stuðlum, hillum og skápum, allt eftir þörfum á hverjum stað. SVERRIR HALLGRÍMSSON Smidastofa h/i .Trönuhrauni 5. Simi 51745. Ferguson litsjónvarps- tækin. Amerískir inn- línumyndlampar. Amer- ískir transistorar og díóður. ORRI HJALTASON Hagamel 8, slmi 16139. DRÁTTARBEIZLI — KERRUR Vorum aö taka upp 10" tommu hjólastell fyrir Combi Camp og fleiri tjaldvagna. Höfum á lagar allar staerflir af hjólastellum og alla hluti í karrur, sómuleiöis allar gerflir af karrum og vögnum. ÞÓRARINN KRISTINSSON Klapparstíg 8. Simi 28616 (Haima 72087) MOTOROLA Alternatorar I bíla og báta, 6/12/24/32 volta. Platinulausar transistorkveikjur I flesta bíla. Haukur & Ólafur hf. Ármúla 32. Sími 37700. ALTERNATORAR 6/12/24 volt i flesta bíla og báta. VERÐ FRÁ 13.500. Amerisk úrvalsvara.i — Póstsendum. Varahluta- og viðgerðaþjónusta. Rafmagnsvörur í bila og þáta. BÍLARAF HF.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.