Dagblaðið - 12.04.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 12.04.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1978. ER STJORN- IN ORÐIN HRÆDD? Gunnar Bender nemi skrifar: Greinilegt er að næsti mánuður á eftir að verða mjög sögulegur. ASÍ er nú loksins farið að sýna vald sitt. (Ekki seinna vænna). Morgunblaðið er greinilega með á nótunum, fyrir Geir vin sinn. Morgunblaðið vonar hitt og þetta, sem á sér enga stoð í raun- veruleikanum. Árásir blaðsins á ASÍ eru hafnar af fullum krafti. Jón H. Bergs segir útflutningsbann ákaflega ógeðfellda aðferð. Mér er þá spurn: er árás á láglaunafólk ekki ógeðfelld aðferð við fólk, sem rétt hefur ofan sig og á? Ætli Morgun- blaðið sé hrætt við að verkafólk sé að taka völdin? Þá hefur það skeð að Albert Guðmundsson hefur sýnt sitt rétta andlit með þingsályktunartillögu sinni í kjölfar boðaðs útflutningsbanns Verkamannasambandsins. Hann vill banna verkföll og gera þau þar með ólögleg. Þarna opinberar Albert bezt hugsun sina í garð íslenzks verkafólks. Það er orðið anzi hart ef menn mega ekki lengur fara í verkfall, aðeins til að ná umsömdu kaupi. Verkfallið er lög- legt og mun verða framkvæmt þrátt fyrirallt. Rikisstjórnin er greinilega búin að glata trausti fólksins og má þar benda á skoðanakönnun DB sem leiddi í Ijós að 70 af hundraði eru andvigir aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Það er óhætt að segja að kosningarnar i sumar verði sennilega kosningar aldarinnar þar sem mjög hart verður barizt um hvert atkvæði Hvert er meinið? Hvernig stendur á að allt stefnir niður á við þessa dagana? Mörg fyrirtæki hafa lýst yfir að þau verði innan tíðar gjaldþrota, ef ekki komi einhver fyrirgreiðsla til strax. Ekkert fyrirtæki virðist bera sig þessa dagana nema fyrirtæki Geirs Hallgrimssonar, tslenzkir Aðalverktakar og stærsti auðhringur landsins, Sambandið. Og það nýjasta af þessu öllu saman er svo járnblendiverksmiðjan að Grundartanga, mesta áhætta sem nokkur rikisstjórn hefur tekið. Þetta er verksmiðja sem engan veginn getur staðið undir sér næstu árin. Járnblendi hleðst nú upp I heiminum og einn góðan veðurdag verður sjálfsagt að bjóða allt draslið upp og kemur mér ekki I hug hver á þá að bjóða í það. Nei, svona á ekki að stjórna. Það Spörum gjaldeyri — styðjum Baldur Brjánsson tilkukl- lækninga hér heima Sparsöm kona hringdi: ' Mér varð hugsað til þess er ég horfði á Baldur Brjánsson fram- kvæma svonefnda skurðaðgerð með berum höndum að við gætum sparað okkur stórfé í gjaldeyri með að nýta þennan mann og koma upp stofu fyrir hann. Fjöldi lslendinga hefur þegar farið til Filippseyja til samskonar „lækna” með ærnum kostnaði fyrir sig og þjóðarbúið. Baldur gefur þeim ekkert eftir nema síður sé og vitna ég til þess að hann hreinsaði út eggja1 stokk konunnar svo ekki varð um villzt. verður að stöðva sóun á fjármunum okkar. Hvert mannsbarn skuldar nú í erlendum lánum a.m.k. 700 þús. krónur og enn hlaðast upp erlend lán. Hvernig verður hægt að greiða þau þegar að skuldadögunum kemur. Kannski með nýjum lánum eins og nú er gert? Svo má nefna Kröflu, sem ekki framleiðir n.ema 6 megavött. Hvert megavatt kostar sem sagt tvo milljarða. Dágóð fjárfesting það? I ljósi þessa er víst að rikisstjórnin mun ekki fá mikinn stuðning verkafólks. Ofan á allt bætist svo að spilling hefur aldrei verið meiri en nú. Sem dæmi má nefna Landsbanka- málið og innistæður manna svo sem Jóns G.Sólness I erlendum bönkum. Sem sagt: Nú er það þitt, kjósandi góður, að velja hvort þessi auðvalds- stjórn situr áfram eða ekki, — eða ný stjórn taki við og geti ef til vill bjargað þessu öllu. — Hver veit? ! . V/RIC ís Oaef^jj »r í miil|ona » um alten Er verkalýðurinn að taka völdin? Myndir: Gunnar Bender Raddir lesenda Spurning dagsins II! íííííí m m m :.* m m wiíii; Gjörbylting í nýtingu TELEXTÆKJA Nú geta fyrirtæki og stofnanir sameinast um nýtingu telextækja á ódýran og hentugan hátt. Telecoder, nýja strimiltækið frá Skrifstofuvélum h.f., tengist beint við hvaða IBM kúlurafritvél sem er. Telecoder strimiltækið er algjörlega óháð telextækinu. Telecoder tryggir þér villulaust handrit af telex- skeytum þínum, — og fullfrágenginn telexstrimil, sem er tilbúinn til útsendingar þegar í stað. Telecoder er tilvalinn fyrir deildir stærri fyrir- tækja, — og þá ekki síður fyrir einstök fyrirtæki, sem geta þannig sparað stórfé með því að sam- einast um leigugjald á einu telextæki. RITVEL TELECODER TELEX SKRIFSTOFUVELAR h.f. V. + = -r + -1c “ vS? Hverfisgötu 33 ^ Sími 20560 Ætlar þú að ferðast eitthvað innanlands í sumar? Jóhann Jónsson, tala við þig þessa stundina: Ég er ekki búinn að leggja á ráðin um það. Ég hef ferðast hingað og þangað um landið. Þarf litið að fara ein- hverja ferð án fyrirheits. . Ingrid Oddsdóttir húsmóðir: Eg bara ^ veit það ekki og geri ekki ráð fyrir þvi. Ingi G. Jóhannsson nemi: Nei, sennilega ekki. Ég ætla að ferðast um Norðurlönd- ■ ineðafaratilSpánar. Jón Eyjólfsson nemi: Ég bý í Borgarfirði og reikna ekki með að fara í neitt frí, það er nóg að gera við búskapinn. Sæbjörn Guðfinnsson sölumaður: Já, það ætla ég að gera. Feröinni er heitið til Vestmannaeyja, þangað hef ég aldrei komið og er vist kominn tími til. Ólöf Eliasdóttir húsmóðir: Já, ég vonast til að ég komist yfir Sprengisand. Það hefur alltaf verið minn draumur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.