Dagblaðið - 12.04.1978, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 12.04.1978, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1978. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1978. 12 I Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir 13 Liverpool sigraði Borussia i úrslitaleik Þú getur það , j Þú verður að konta ekki hér meðokKur.-s----- Hvarertu að gera? Fá ferskt loft I Verðirnir tal fætur Bomma. Hvað kostarað lifa? Fjórar fjölskyldur héldu búreikninga fyrir Vikuna Spinks-Alií New Orleans 15. september — þriðji titilleikurinn, sem háður er þar í borg í þunga vigt í hnefaleikum Leon Spinks undirritaði í gær samning um nýjan leik við Muhammad Ali, sem háður verður á Super- domeleikvanginum í New Orleans 15. september næst- komandi. Hinn 15. febrúar sl. kom Spinks mjög á övart i Las Vegas og vann heimsmeistaratitilinn af Ali. Siðan það skeði hefur annað heimssambandið, WBC, svipt Spinks titlinum en hann er enn viðurkenndur heimsmeistari hins sambandsins WBA. Superdome-leikvangurinn er stærsti yfirbyggði leikvangur i heimi. Þar rúmast 85 þúsund áhorfendur og að sögn Bob Arum, framkvæmdastjöra Spinks, er reiknað með, að áhorfendur muni greiöa fimm milljönir dollara fyrir að sjá leik Spinks og Ali þar. Auk þess er reiknað með sjö milljón dollurum fyrir sjónvarpsrétt i Bandarikjunum einum. Þegar samningurinn var undirritaður i gær mætti Spinks klukkustund of seint á Hilton-hótelið i New Orleans. Það likaði Ali ekki beint og sagði. „Þegar ég var meistari lét ég aldrei neinn biða eftir mér”, en loks þegar Spinks kom skreið Ali undir borð og breiddi dúk yfir sig. Hrópaði. „Ég er hræddur við hann” — og Spinks var fljótur til að taka þátt i leiknum. Eftir að samningurinn hafði verið undirritaður sagði Ali. „Það mun kosta mig mikla vinnu, en ég get náð titlinum aftur. Ég verð fyrsti þungavigtarmaðurinn til að vinna titilinn i þriðja sinn”. Keppni um heimsmeistaratitilinn hefur tvívegis áður verið háð i New Orleans. Fyrst þegar Jim Corbett vann titilinn frá John L. Sullivan 7. september 1892 á rothöggi í 21. lotu — og 15. janúar 1972, þegar Joe Frazier stöðvaði Terry Daniels I fjórðu lotu. Iþrótta- ráð Louisiana-fylkis stendur að samningi Spinks og Ali og greiðir þrjár milljónir dollara fyrir réttinn til að halda leikinn — og heldur inngangseyrinum á leik- vanginum. Öll stærstu sjónvarpsfyrirtækin I USA hafa sýnt áhuga að fá sjónvarpsréttinn. CrijuffekkiáHM- lista Hollands Johan Crijuff, snjallasti knattspyrnumaður heims, er ekki á lista hollenzka knattspyrnusambandsins um HM-leikmenn Hollands i Argentinu, sem birtur var i gær. Hins vegar cru allir hinir 10 leikmenn Hollands, sem léku til úrslita við Vestur-Þýzkaland á HM 1974 á listanum. Nöfn 40 leikmanna eru á listanum en þeim verður fækkað i 22 í næsta mánuði. Eftir þessa birt- ingu HM-leikmanna Hollands getur Crijuff ekki keppt i Argentinu, þó svo hann breytti ákvörðun sinni að keppa ckki á HM. Nokkur önnur þekkt nöfn vantar á listann eins og t.d. Rudy Geels, en þar eru menn, sem leika með er- lendum liðum eins og Wim Suurbier, Schalke, Johnny Rep, Bastia, Jan Boskamp, Molenbeek, Johan Neesk- ens, Barcelona, og Anderlecht-lcikmennirnir Arie Haan, Rob Rcnsenbrink, Johnny Dusbaba og Nice de Bree. Flestir eru frá AZ '61 Alkmaar eða sex, Pcter Arntz, Wim van Hanegem, Hugo Hovcnkamp, Kees Kist, John Mctgod og Jan Petcrs. Fimm frá PSV m.þ. Kerkhoftviburarnir og 5 frá Ajax. M.þ. Rudi Krol og Piet Schrijvers — Jan Jongbloed, Pierre Vermeulen og Dick Nanninga frá Roda og Wim Jans- scn og Wim Rijsbergen frá Feyenoord. Erfitt val hjá RonGreenwood gegn Brasilíu vegna deildaleikja Leikmenn frá Liverpool, Nottm. Forest, Aston Villa, WBA, Ipswich og Derby voru ekki í enska. landsliöshópnum, scm tilkynntur var I gær, og mun leika gegn Brasilíu á Wembley 19. april. Ofangreind félög eiga deildaleiki um það leyti. Að sögn enska út- varpsins í gær var ekkert óvænt i vali Ron Greenwood, enska landsliðseinvaldsins, og aðeins tekið fram, að Tony Currie, Leeds, væri í landsliðshópnum. Ef að lík- um lætur mynda leikmenn frá Manchester-liðunum landsliðskjarnann auk manna eins og Trevor Francis, Birmingham, Trevor Brooking, Wcst Ham, Bob Latchford, Everton, og Trevor Cherry, Leeds, svo nokkur nöfn séu nefnd. Mikil og góð aðsókn hefur verið að leiðbeinendanámskeiðum, sem Badmintonsamband tsland hefur staðið fyrir að undanförnu — og þar hafa fjórir íslandsmeistarar verið meðal þátttakenda. Jóhann Kjartansson, Lovísa Sigurðardótt- ir, Óskar Guðmundsson og Á^úst Bjartmarz, sá kunni kappi hér á árum áður, sem hyggst hefja bad- minton til vegs og virðingar i Stykkishólmi á ný. Danski badmintonmaðurinn Jan Boye Larsen hefur verið aðalleið- beinandi á námskeiðunum og auk þess Garðar Alfonsson og JólHinn- es Sæmundsson. Fyrri helmingí námskeiðanna er nú lokið — en Jan Boye mun dvelja hér á landi fram til loka maf við kennslu og leiðbeiningar. Meðal annars hefur hann farið til Siglufjarðar. Hann lætur vel af dvöl sinni hér og er ánægður með þann árangur, sem íslenzkt badmintonfólk hefur sýnt. Myndirnar að ofan tók Bjarnleifur á námskeiðinu á sunnudag. Þátt- takendur til vinstri — en til hægri þeir Garðar Alfonsson og Jan Boye. Forest nálgast markið gerði jafntefli við Man. City í Manchesterí gærkvöld og varbetra liðið é vellinum Nottingham Forest hlaut þýðingar- mikið stig gegn einum helzta keppinaut sínum í gærkvöld — Man. City og það þó leikið væri á Maine Road í Manchest- er. Forest er nú alveg að ná markinu i 1. deildinni. Það kemur ekkert í veg fyrir sigur liðsins úr þessu þó samkvæmt ströngustu kenningum þurfi liðið enn sex stig úr þeim sjö leikjum, sem það á eftir til að vinna örugglega enska meistara- titilinn f fyrsta sinn. En ef öllum likum er sleppt er jafnvel sennilegt, að þau 55 stig, sem liðið hefur hlotið nægi. Leikurinn á Maine Road var heldur þungur i gær — en Forest-liðið hafði þó frumkvæðið lengstum. Peter Withe var klaufi að tryggja Forest ekki bæði stigin, þegar hann komst frír í gegn og átti aðeins eftir Joe Corrigan, markvörð City. En hann hikaði of lengi og Mike Doyle tókst að spyrna knettinum frá honum. Eina tækifæri City fékk Brian Kidd en spyrnti yfir af stuttu færi. Queens Park Rangers vann öruggan sigur á Arsenal og ætti að hafa góða möguleika á að bjarga sér frá falli. Þeir Don Shanks og Stan Bowles skoruðu mörk QPR áður en Liam Brady skoraði eina mark Arsenal á síðustu mínútu leiksins úr vítaspyrnu. Mikil læti voru í lokin og áhorfandi hljóp niður á völlinn og sló Phil Parkes, markvörð QPR, áður en lögreglan náði tökum á honum. Úrslit í gær urðu annars þessi. Öll efstu liðin i 1. deild á Italíu gerðu jafntcfii i leikjum sinum um helgina. Úrslit urðu þessi. Atlanta-Pescara 2—0 Bologna-Vicenza 3—2 Foggia-Napoli 1—1 Genúa-Róma 1—0 Juventus-Inter 2—2 Lazio-Fiorentina 1—0 Milano-Torino 1—1 Verona-Perugia 0—0 Staða efstu liða. Juventus 26 13 12 1 39—13 38 Milano 26 II 12 3 35—20 34 Torino 26 12 10 4 32-19 34 Birmingham — Ipswich Man. City — Nottm. Forest Middlesbro — Coventry QPR — Arsenal 2. deild Hull — Southampton Eftir þessi úrslit eru litlar líkur á að Hull haldi sæti sinu í deildinni — en möguleikar Southampton að komast í I. deild jukust enn. Liðið er nú í öðru sæti með 52 stig eftir 38 leiki. Tottenham vefur 53 stig og sama leikjafjölda en á oftir að leika í Brighton og Southamp- ton. Bolton hefur 51 stig eftir 37 leiki og i eftir léttustu leiki efstu liðanna. Mörk Southampton í gær skoruðu Ted MacDougall, Phil Boyer og Alan Ball. 3. deild Carlisle — Hereford 2-0 Peterbro — Chesterfield 2-0 Plymouth — Rotherham 1-1 Port Vale — Wrexham 1-1 Swindon — Walsall 2-3 Tranmere —Gillingham 1-1 Eftir þessi úrslit er Wrexhamn öruggt með sæti i 2. deild næsta keppnistímabil. Peterborough skauzt við sigurinn á Chesterfield upp í annað sæti i deildinni. 4. deild Barnsley — Swansea 0-2 Crewe — Southport 2-0 , Doncaster — Aldershot 4-3 Grimsby — Watford 1 -1 Hartlepool — Northampton 0 -2 Huddersfield — York 1-2 Sigur Swansea var ákaflega þýðingar- mikill gegn einu efsta liðinu í deildinni og greinilegt, að John Toshach ætlar að koma Swansea í 3. deild. hsfm. Heimsmeistarar Þjóð- verja leika við Svía Vestur-þýzki landsliðseinvaldurinn, Helmut Schön, valdi 1 gær 20 manna landsliðshóp f landsleikinn gegn Svfum, sem háður verður f Stokkhólmi miðviku- daginn 19. april. í hópnum eru þessir leikmenn. Markverðir Maier (Bayern) og Franke (Brunschweig). Varnarmenn Vogts (Gladbach), Kaltz (Hamborg), Rússmann (Schalke), Dietz (Duisburg), Schwarzenbech (Bayern), Foerster (Stuttgart), Zimmermann og Konopka, báðir Köln, Framverðir og framherjar. Bonhof (Gladbach), Flohe (Köln), Beer (Hertha), Burgsmúller (Dortmund), Hoelzenbein (Frankfurt), Hansi Múller (Stuttgart), Abramczik og Fischer (báðir Schalke), Rummenigge (Bayern) og Worm (Duisburg). Borussia án Simonsen í Evrópub ika rleiknum í Li verpool í kvöld Evrópumeistarar Liverpool stefna að því f kvöld að komast f úrslit Evrópu- bikarsins annað árið i röð, þegar þeir leika sfðari leik sinn við Borussia Mönchengladbach á Anfield f Liverpool. Borussia sigraði f fyrri leiknum 2—1 I Dússeldorf og verður aftur án „knatt- spyrnumanns Evrópu”, Danans Alan Simonsen. David Johnson leikur ekki mcð Liverpool vegna meiðsla, sem hann hlaut i leiknum gegn Leicester á iaugar- dag en hins vegar var tilkynnt f gær, að Steve Heighway gæti leikið. Hann var liðanna i Evrópubikarnum i fyrra, 3— 11 Rómaborg, og sigraði Borussia einnig i úrslitaleikjum UEFA-keppninnar 1973. í hinum leiknum í undanúrslitum í Evrópubikarnum leika Brugge og Juventus í Brugge. ttalska liðið sigraði 1—0 i fyrri leiknum svo Brugge ætti að hafa góða möguleika á þvi að verða fyrst belgískra liðq til að komast i úrslit í Evrópubikamum. Liðið er nú öruggt með að hljóta sinn þriðja meistaratitil i Belgíu. Ekki var alveg vist í gærkvöldf hvort kunnasti leikmaður Brugge, Raoul Lambert, getur leikið í kvöld en hann átt við meiðsli að stríða að undan- förnu. ■ 1 undanúrslitum Evrópukeppni bikar- hafa leika Anderlecht, Belgíu, og Twente Enscehe, Hollandi, í Brussel. Anderlecht sigraði f fyrri leiknum í Hol- landi 1—0 og ætti að hafa alla mögu- leika á að komast i úrslit keppninnar þriðja árið í röð. Allir beztu leikmenn Anderlecht leika í kvöldf og liðið hefur sýnt mjög góða leiki að undanfömu. Á laugardag tapaði Twente hins vegar fyrir PSV i 1. deild í Hollandi og missti við tapið alla von i hollenzka meistara- titilinn. t hinum leiknum I undanúrslitum leika Austria og Dinamo Moskva f .Vinarborg. Dinamo sigraði 2—1 í fyrri jleiknum i Tblisi og skoraði bæði mörk jsin rétt fyrir leikslok. Dinamo er eina austantjaldsliðið, sem eftir er í Evrópu- mótunum þremur, en litlar líkur eru taldar á að það komist áfram f kvöld. í UEFA-keppninni fer PSV Eind- hoven með þriggja marka forskot til Barcelona — og litlar likur eru á að jafn- vel John Crijuff gæti breytt þeim mun Barcelona i hag. t hinum leiknum i undanúrslitum UEFA-keppninnar leika Bastia og Grasshoppers Ztlrich á Korsíku. Svissneska liöiö sigraði i Zilrich 3—2 en ólíklegt er að það dugi gegn Johnny Rep og félögum hans í Bastia- ,liðinu. Stórsigur Brassanna Brasilfa sigraði meistara Saudi Arabíu — A1 Ahli 6—1 i Jeedah f gær- kvöld. Um 40 þúsund manns fylgdust með viðureigninni en fyrrum HM- stjarna Brasilfumanna, Didi, þjálfar Al Ahli. Staðan f leikhléi var 3—0 Brössun- um í vil — þrjú mörk á sjö mfnútum skoruð af Gerzo, Nunes og Gil. t sfðari hálfieik sóttu Brassarnir mjög — og þeir Mendoca, Toninho og Nunes bættu við mörkum en Al Ahli skoraði sitt eina mark skömmu fýrir leikslok. fjórir íslendingar keppa á Nonðurlandameistaramótinu í lyftingum í Finnlandi „Við munum senda fjóra keppendur á Norðurlandameistaramótið f lyftingum, sem haldið verður f Kotka í Finnlandi dagana 15. og 16. april næstkomandi. Þvf miður var ekki hægt að senda fullt lið — eða tfu menn — að þessu sinni og getur tsland þvf ekki blandað sér f stiga- keppnina á mótinu,” sagði Ólafur Sigur- geirsson, formaður Lyftingasambands tslands, þegar DB ræddi við hann f gær. tslenzku þátttakendurnir fjórir munu allir keppa sunnudaginn 16. aprfl en þeir eru Már Vilhjálmsson, Ármanni, Birgir Þór Borgþórsson, KR, Ágúst Kárason, KR, og Gústaf Agnarsson, KR. Þeir Már og Gústaf kepptu f sveit tslands á NM f fyrra en hinir tveir keppa enn í ungiingaflokki og fá f Finnlandi dýrmæta reynslu fyrir Norðurlandameistaramót unglinga, sem háð verður f Danmörku i haust. Á Norðurlandameistaramótinu 1977, sem haldið var hér á landi, urðu þeir Gústaf Agnarsson og Guðmundur Sigurðsson Norðurlandameistarar i sfn- um þyngdarflokkum — Árni Þór Helga- son hlaut silfurverðlaun og Stranda- maðurinn sterki, Hreinn Halldórsson, bronzverðlaun. Af verðlaunamönnunum já verður aðeins einn með i Finnlandi — Gústaf Agnarsson, sem ákveðinn er f að verja titil sinn f Finnlandi og gera gott betur. Um hina er þaö að segja, að Guðmundur hefur ekki snert lyftistöng sfðan f fyrra eftir 15 ára þjálfun. Árni Þór dvelur við nám f arkitektúr f Dan- mörku og hefur iftið getað æft — en Hreinn hefur verið frá æfingum og keppni frá þvi sl. haust vegna meiðsla. Verð kr 450 15. tbl. 40. árg. 13. apríl 1978 ■ Sannleikurínn a bak við „Hveríum klukkan glymur” A vmbörum í London Ættarmót Vatnsfiiðii V - - ■ GÚSTAF ÁKVEÐINN í AÐ VERJA NM- TITIL SINN 0G GERA GOn BETUR

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.