Dagblaðið - 12.04.1978, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 12.04.1978, Blaðsíða 1
4. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1978 - 76. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTl 11.— AÐALSÍMI27022. Breytingar á kosninga- lögum nú ólíklegar „ Teljum orðið ofseint, ” segirBenedikt Gröndal Litlar líkur eru taldar til þess, aö kosningalögum veröi breytt á þessu þingi, þótt ýmis frumvörp hafi komiÖ fram um það. 1 viötali við Benedikt Gröndal, formann Alþýöuflokksins, í morgun kom fram, að stjórnarand- stöðuflokkarnir telja orðið of seint að breyta lögunum. Þar sem samstaða verður þá ekki, má telja, að engar breytingar verði gerðar. „Við vöktum máls á því strax í upphafi þings, að ríkisstjórnin ætti að hafa frumkvæði að viðræðum um breytingar á kosningalögum,” sagði Benedikt Gröndal. „Forsætisráðherra hafði lofað því í sjónvarpsþætti. En rikisstjórnin hefur svikizt um þetta allt þingið. Nú vakna samtöl um þetta um helgina. Gunnar Thoroddsen ráðherra kallaði fulltrúa flokkanna á sinn fund á föstudaginn. Þá kom sú skoðun fram, ekki aðeins hjá stjórnarand- stöðunni, heldur einnig sumum fulltrúum stjórnarflokkanna, að þetta væri orðið of seint, sérstaklega vegna þess að framboð væru mjög viða komin fram. Hins vegar er alveg jafn- ljóst og áður, að skapazt hefur hroðalegt misræmi, sem verður að leiðrétta,” sagði Benedikt. ■HHL DB-mynd Hörður. Sólin dýrkuð Enda þótt hitamælirinn sýndi aðeins 2 stiga hita um miðjandagi gær dýrkuðu menn sólina engu að siður enda var mun hlýrra þar sem menn höfðu komið sér vel fyrir á skjólgóðum stöðum. Heiti lækurinn virðist njóta mikilla vinsælda fólks I Reykjavik og nágrenni. Lækurinn er eins konar Grjótagjá sunnanmanna, en sá er munurinn að Grjótagjá er ekki lengur hæf fyrir böð, orðin 51 stigs heit. „Fáránlegur tilbúningur” — að égstyöjiþennan lista, segir JónasHaralz „Þetta er fáránlegur tilbúningur,” sagði Jónas H. Haralz bankastjóri, um fréttir þess efnis að hann væri yfirlýstur stuðningsmaður svokallaðs „sprengi- framboðs” sjálfstæðismanna við bæjar- stjórnarkosningarnar I Kópavogi f vor. „Ég hef aldrei komið nálægt bæjar- málefnum f Kópavogi og hef ekki hug á að gera það,” sagði Jónas ennfremur. -ÓV. NOTKUN RAFBÍLA — sjá kjallaragrein GuðmundarG. Þórarinssonar á bls. 10 og 11 Framboð Framsóknar íþing- og borgarstjórnarkosningum í Reykjavík: AÍfreð útaf listanum Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi Guðmundur G. Þórarinsson, 3. Framsóknar hefur hafnað þvi sæti á Þórarinn Þórarinsson, 4. Sverrir framboðslistanum, sem honum bar sam- Bergmann, 5. Kristján Friðriksson, 6. kvæmt prófkjörinu og fer hann út af Sigrún Slagnúsdóttir, 7. Jón Aðalsteinn listanum. Helgi Hjálmarsson kemur inn Jónasson, 8. Geir Vilhjálmsson, 9. í 6. sæti. Brynjólfur Steingrímsson. Framboðslistar flokksins i þing- og Borgarstjórnarkosningar: 1. Kristján borgarstjórnarkosningunum voru Benediktsson, 2. Gerður Steinþórsdóttir, ákveðnir í gærkvöldi. Efstu sætum er að 3. Eiríkur Tómasson, 4. Valdemar K. öðru leyti skipað samkvæmt prófkjörun- Jónsson, 5. Jónas Guðmundsson, 6. um. Helgi Hjálmarsson arkitekt, 7. Björk Niu efstu sæti listanna eru þannig: Jónsdóttir, 8. Páll R. Magnússon. 9. Þingkosningar: 1. Einar Ágústsson 2. Knstinn Björnsson. -HH.. Urgur í strætisvagnstjórum: Telja að um sig sé njósnað - sjá bls. 9 Skákmótið á Lone Pine, Kaliforníu: Haukur lagði gamla kappann Reshevsky! — Helgi Ólafsson á möguleika á að krækja í verðlaun á mótinu Haukur Angantýsson vakti mikla athygli í gær á skákmótinu í Lone Pine, þegar hann lagði hinn gamla og góða kappaReshevskynokkuð örugg- lega. Með þessum góða sigri er Haukur háflnaður með að ná alþjóð- legum meistaratitli. Margeir er það einnig eftir að hann gerði jafntefli við alþjóðlega meistarann Commons. Helgi Ólafsson er búinn að tryggja sér þennan titil en í gærkvöldi tapaði hann fyrir hinum sterka Ung- verja Portisch. Jónas Pétur og Ásgeir töpuðu sínum skákum. Af öðrum skákum er það að segja að Petrosjan og Polugajevskí tefldu mikla baráttuskák en henni lauk með jafntefli. Larsen lagði Steen meistara- lega og nú eru Polu og Larsen efstir með 6 1/2 vinning og berjast um 12 þúsund dala verðlaunin. Þá kemur Laine, Bandaríkjunum með 6, Rogoff, Bandarikjunum með 6, Petrosjan og Polugajevskí með 5 1/2 vinning, en Helgi er í hópi 5 manna með 5 vinn inga. Á hann möguleika á að næla f verðlaun, nái hann jafntefli á morgun, en þá lýkur mótinu i Lone Pine. Er það vel gert hjá Helga en hann byrjaði fremur illa á mótinu, en hefur sannarlega rétt sinn hlut. — Así'í",bp- — sjábls.8

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.