Dagblaðið - 12.04.1978, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 12.04.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1978. —————V Waldheim ekki öfundsverður — Shevchenko vill halda stöðu sinni hjá S.Þ. — Sovétríkin krefjast þess að fá nýjan mann Hætta er á því að Sameinuðu þjóð- irnar dragist inn í deilur austurs og vesturs vegna kröfu Arkadys Shev- chenkos, aðstoðarframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, um að gegna stöðu sinni áfram, enda þótt hann hafi tilkynnt að hann ætli ekki að snúa aftur til Sovétrikjanna vegna ágrein- ings við sovézk stjórnvöld. Schevchenko hefur tjáð lögfræðingi sinum að hann óski eftir að halda stöð- unni og ræði málið síðan betur við Kurt Waldheim'þegar hann snýr aftur úr för sinni til Evrópu. Staða aðstoðar- framkvæmdarstjóra Sameinuðu þjóð- anna er vel launuð, árslaun 76 þúsund dollarar eða yfir 19 milljónir íslenzkra króna. Samkvæmt hefð hefur staða þessi tilheyrt sovézkum borgara, sem Sovétstjórnin hefur útnefnt. Shevchenko fékk í gær fyrirmæli um að snúa aftur til Moskvu, en hann hafði þau fyrirmæli að engu. Enda þótt ráðningartimabil hans hafi átt að renna út 15. apríl nk. var það fram- lengt í febrúar sl. um tvö ár til viðbótar. Sovétstjórnin hefur ásakað Banda- ríkjastjórn um að standa á bak við mál Schevchenkos og i gær voru borin fram formleg mótmæli Sovétstjórnar- innar til bandaríska utanríkisráðu- neytisins. Talið er liklegt að Sovétstjórnin krefjist þess að fá að útnefna nýjan mann i stöðu Schevchenkos. Lög- fræðingur hans vitnaði í 100. grein sáttmála Sameinuðu þjóðanna, þar sem kveðið er á um að fulltrúum alþjóðastofnana sé óheimilt að taka við fyrirmælum frá hvaða stjórn sem er. Ef Waldheim ræki Schevchenko væri þessi grein brotin, þvi þá færi hann eftir tilmælum stjórnar Sovét- rikjanna. Á hinn bóginn er talið mjög erfitt fyrir Waldheim að standa gegn óskum stórveldisins, ef ákveðnar kröfur koma fram um það að skipt sé um mann í þessari stöðu. Bandaríkjastjórn hefur sýnt varúð i þessu máli, til þess að reyna að koma í veg fyrir að tengsl Bandaríkjanna og Sovétrikjanna skaðist vegna þessa máls. Cyrus Vance utanríkisráðherra Bandarikjanna fer innan tiðar til Moskvu, þar sem rædd verða mörg mikilvæg mál, m.a. afvopnunarmál. Gross lögfræðingur Schevchenkos sagði í gær að fullyrðing Sovét- stjórnarinnar um að Schevchenko væri fórnarlamb CIA væri hlægileg. Talið er að Schevchenko dvelji i Bandaríkjunum á meðan hann heldur stöðu sinni hjá Sameinuðu þjóðunum, en missi hann hana yrði hann að biðja um leyfi til þess að fá að dvelja áfram. Shevchenko átti fund með sovézkum embættismönnum á sunnudaginn, að kröfu þeirra. Erlendar fréttir ÁTÖK í BEIRÚT Vopnahlé vinstri og hægri manna I Beirút, höfuðborg Libanons, hefur verið gagnslítið undanfarna daga, en um það G REUTER 8 var.samið' eftir blóðuga borgarastyrjöld á árunum 1975-76. Byssurnar þögnuðu í nótt eftir stöðuga bardaga í þrjá daga. A.m.k. tólf manns hafa fallið og fjörutíu særzt. Barizt hefur verið i sömu borgar- hverfum og þegar átökin voru sem hörðust. Ludmila Agapova: „HELD ÁFRAM ÞÓn ÞAÐ KOSTI MIG LÍFIД — Nyström látinn laus Valentin Agapov, landflótta Sovétmaður I Sviþjóð, horfir á mynd af konu sinni, Ludmilu Agapova, i sæi.ska sjónvarpinu. Móðir Valentins, Antonina, reyndi sjálfsmorð eftir að tilraun til þess að ná þeim frá Sovétrikjunum mistókst. Sænsk yfir- völd hafa nú skorað á ráðamenn I Sovétrikjunum að leyfa ættingjum Valentins að koma til Svíþjóðar. Lögreglan i Finnlandi Iét Gunnar Nyström lausan i gær, en hann hefur verið i haldi ásamt með landa sinum, sænska flugmanninum Karl Göran Wickenburg, i 10 daga fyrir að reyna að koma ættingjum landflótta Sovét- manns, Valentin Agapov, úr landi. Wickenberg flaug litilli Pipervél yfir landamæri Finnlands til Sovét- ríkjanna til þess að reyna að ná i Ludmilu Agapova, eiginkonu Valentíns og dóttur þeirra og móður Valentíns, Antoninu. Tilraunin mis- tókst og Antonina reyndi í gær að svipia sig lifi með því að drekka sýru á veg^bréfaskrifstofu i Moskvu. Hún liggur nú þungt haldin á sjúkrahúsi. Ludmila sagðist ekki hafa haft hug- mynd um fyrirætlanir tengdamóður sinnar, en lýsti stjórn Sovétrikjanna á- byrga fyrir gerðum hennar. „Ég^mun halda áfram baráttu minni þó svo að það kosti mig lifið," sagði Ludmila, „og ég óttast ekki fangelsi.” Nyström var látinn laus vegna skorts á sönnunargögnum, en Wickenberg er áfram i haldi og búizt er við að hann verði ákærður fyrir brot á lofthelgi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.