Dagblaðið - 14.04.1978, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 14.04.1978, Blaðsíða 1
4. ÁRG.- FÖSTLDAGUR 14. APRÍL 1978- 78.TBL. * RITSTJÓRNSÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAROG AFGREIÐSLAÞVERHOLTI11.- AÐALSÍMI27022. Stærri verksmiðjur lamaðar af verkföllum? ákveðnir „lykilhópar” eigaaðsjá umfram- kvæmdina Verkföll ákveðinna ,,lykilhópa” i stærri verksmiðjunum eru meðal þess sem nú kemur til greina. Þar er til dæmis átt við álverksmiðjuna, Áburðarverksmiðjuna og Sements- verksmiðjuna. Slík verkföll gætu orðið með þeim hætti að takmarkaður hópur af því fólki, sem þar vinnur, legði niður störf og skapaði miklar truflanir við fram- leiðslu og dreifingu. Þessar vinnu- stöðvanir yrðu boðaðar með viku fyrirvara. Miðstjórn Málm- og skipasmiða- sambandsins samþykkti í gærkvöld að lýsa fyllsta stuðningi við útskipunar- félagssvæðum,” sem miðuðu að því að bann Verkamannasambandsins og hvetja sambandsfélög sín >il að styðja framkvæmd þessara aðgerða og „athuga um baráttuaðgerðir á sínum hnekkja kjaraskerðingu rikisstjórnar- innar. HH. DEILAN TIL SÁTTASEMJARA? „Það er vel til í málinu að visa deil- unni til sáttasemjara,” sagði Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður Verkamannasambandsins, í morgun. „En vinnuveitendur höfðu sagzt ætla að boða fund. Hinn 31. marz pöntuðu þeir viðtal við rikisstjórnina. Nú er hálfur mánuður liðinn og ekki hafa þeir boðað nýjan samningafund.” Guðmundur sagði að frekari aðgerðir en útskipunarbannið væru i athugun og yrðu þær harðar. Þar gæti orðið um skyndiaðgerðir að ræða. Rætt hefur verið um timabundnar aðgerðir gegn ákveðnum atvinnugreinum eða byggðarlögum. „Menn hafa aldrei verið harðari sínu striki,” sagði Guðmundur um fund fulltrúa i Verkamannasambandinu, sem haldinn var í gær eftir svonefndan samráðsfund ASl, þar sem Guðmundur og Karl Steinar Guðnason, formaður verkalýðsfélagsiris í Keflavik, rifust mjög um útskipunarbannið. HH. HeimsóknK.B. Andersen: Fagnadarfundur í „lögreglustödinni” „Hvað — er utanrikisráðuneytið hér i lögreglustöðinni?” spurði K,B. Andersen utanríkisráðherra Dana er hann gekk upp tröppur lögreglu- stöðvarinnar I morgun. Hann heim- sótti starfsbróður sinn Einar Ágústs- son á hans heimavígstöðvar kl. 9.30 i morgun með fríðu föruneyti í svörtum limúsinunt. Ráðherranum danska var tjáð að utanrikisráðuneytið hefði auðmjúklega fengið til afnota eina hæð i hinni miklu byggingu réttvísinnar. Hinn danski ráðherra hvarf síðan inn i lyftu hússins með sínum traust- ustu vinum en aumir þrælar gengu eða hlupu upp á fimmtu hæð hússins, þar sem Einar bcið á skrifstofu sinni. Varð með þeim fagnaðarfundur eins og búast má við i opinberri heimsókn. JH DB-mynd Ragnar Th. Sig. Fíkniefnamálið: Á morgun rennur út gæzluvarðhaldsúrskurður ungs manns, sem talinn hefur verið einn höfuðpauranna i umfangsmiklu fikniefnasmygli og dreifingu frá þvi i Hasslögregla í Kaupmannahöfn ársbyrjun 1977. Hefur hann á morgun verið í gæzlu í 100 daga. Það er lengsta gæzluvarðhald I fíkniefnamáli hérlendis til þessa. Allt eins er líklegt að fanginn verði látinn laus. Fíkniefnin hafa að mestu verið flutt inn frá Danmörku og er nú einn lög- reglumaður fíkniefnadeildar Reykja- víkurlögreglunnar staddur I Kaup- mannahöfn vegna rannsóknar málsins. 1 Kaupmannahöfn halda til um þessar mundir nokkuð margir af þeim, sem itrekað hafa komið við sögu fíkniefna- mála hér. Einn maður annar situr I —100 daga gæzluvarð haldi lýkurá morgun gæzluvarðhaldi vegna þessa máls, en meðan rannsóknin hefur staðið hafa margir ungir menn verið úrskurðaðir í gæzlu um lengri eða skemmri tíma. Rannsóknin er á lokastigi. -ÓV. Askrifandi DB hreppir bíl: NOVAN DREGIN ÚT A LAUGARDAGINN Ætlaði aldreiað veiða rakarí — sjá bls. 28-29 Einn áskrifenda DB verður glæsilegum bil ríkari núna um helgina. Þá verður dregið úr áskrifendahópn- um um hver hreppir CHEVROLET NOVA — bilinn i áskrifendaleiknum. Allir sem gerast áskrifendur j dag og á morgun eru með í leiknum. Áskrifendum DB hefur fjölgað verulega á síðasta misseri og upplag blaðsins vex hröðum skrefum. Síðustu dagana hefur örtröðin i áskriftadeild verið sérlega mikil. Margir sem lengi hafa hugsað sér að gerast áskrifendur hafa nú látið af þvi verða, enda gera þeir góð viðskipti og spara sér talsvert fé með áskrift. Áskriftasími DB er 27-0-22. Tekið’ er á móti nýjum áskrifendum til kl. 22 á kvöldin. Einsogígamladaga: Framíköll og snarpar umræöur Framfarafélag Breiðholts gekkst Var fundurinn vel sóttur og fyrir fjölmennum fundi um bæjar- umræður fjörlegar með tilheyrandi at- málefni I gærkvöldi. Fulltrúum stjórn- hugasemdum og framiköllum fundar- málaflokkanna var boðið til fundarins. gesta svipað eins og á framboðsfund- Meðal þeirra, sem ræður fluttu voru umfyrridaga. þeir Björgvin Guðmundsson, Magnús Er góður rómur gerður að framtaki L. Sveinsson, Sigurjón Pétursson, Framfarafélagsins og bíða margir eftir Guðmundur G. Þórarinsson og næsta fundarboði. Sigurjón Fjeldsted. -BS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.