Dagblaðið - 14.04.1978, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 14.04.1978, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1978. Öll f ramleiðsla þessa árs þegar seld: Húsin frá Siglufmn 20% ódýrari en „ vísitöluhúsið " Eitt húsanna. Fyrstu hús Húseininga hf. sem byggð eru í Reykjavík til sýnis um helgina Verksmiðjuframleidd hús frá Húsein- ingum hf. á Siglufirði fara nú sigurför um landið. Fyrsta húsið var framleitt i árslok 1974 en nú hafa verið seld 120 hús víðsvegar um land. öll framleiðsla þessa árs er seld og er verið að vinna að framleiðslu 50 húsa sem samið hefur verið um. Það sem af er þessu ári hafa verið gerðir samningar um framleiðslu og sölu á 30 húsum en á öllu árinu I fyrra voru seld 42 hús. Má af þessu marka auknar vinsældir húsanna. Búast má við fjölda forvitinna áhuga- manna þá er Húseiningar sýna almenn- ingi fyrsta tilbúna húsið frá verksmiöj- unni sem reist hefur verið I Reykjavík Það stendur að Steinaseli 1 I Breiðholti og verður til sýnis á laugardag og sunnu- dag kl. 2—10 báða dagana. Húsið að Steinaseli 1 er 150 fermetrar að bilskúr meðtöldum. Heildarverð þess varð 14.396.000 kr. og er hluti Húsein- inga i þeirri upphæð 6.960.000 kr. eða 48.3%. Gatnagerðargjöld og heimæðagjöld námu 1.571.000 kr. og gerð sökkuls kostaði 3.250.000 kr. Reyndist grunn- inn að Steinaseli 1 mjög dýr. Sökklar voru á 5. metra að hæð." Hefði því verið hægt að fá kjallara undir öllu húsinu fokheldan fyrir tiltölulega mjög litinn aukakostnað en það tækifæri var ekki notað við gerð þess húss. Mismunurinn á áðurnefndum tölum og heildarverði hússins er söluskattur, uppsetningarkostnaður, flutningskostn- aður og frágangskostnaður ýmiss konar. VERZUfl MR SEM ÚRVAUÐ ER MEST0G KJttRIN BEZT Einfalt og ódýrt undir hljómtækin ogplöturnar Forráðamenn Húseininga hf. F.v. Sigurður Fanndal, Matthías Sveinsson fram- kvæmdastjóri og Þórarinn Vilbergsson stjórnarformaður. „Vísitöluhúsið” svonefnda er að sögn framkvæmdastjóra Húseininga, Matthí- asar Sveinssonar, tæplega 20% dýrara en hús frá Húseiningum ef miðað er við skráð verð í dag og 110 fermetra hús- garð. Húseiningahús eru fáanleg sam- kvæmd 20—30 teikningum. Þau eru líka hægt að fá eftir sérteikningum. Húsin eru mjög mismunandi eftir lagi og frá- gangi og verð þeirra því misjafnt þó fer- metratalan sé svipuð. Einangrunargildi í útveggjum er sam- kvæmt niðurstöðu rannsókna um 25% meira en í steinsteyptum húsum með 2 1/2 tommu einangrun. Viðhald eininga- húsanna stenzt samanburð við þau steinsteyptu. Byggingartimi einingarhúsa er veru- lega styttri en þegar byggt er á annan hátt. Það lækkar byggingarkostnaðinn verulega. Mesti byggingarhraði húss frá Húseiningum var við 130 fermetra hús sem var reist í október sl. Fjölskyldan var flutt inn fyrir jól. Tók 7 vikur að ganga fullkomlega frá húsinu. Matthías Sveinsson framkvæmda- stjóri sagði á blaðamannafundi að húsin frá Húseiningum væru sjálf sterkasta auglýsingin. Með tilkomu þeirra um landið ykist eftirspurnin. Búið er að leggja inn eina pöntun frá Færeyjum og verður það hús reist þar á þessu ári. Búið er að ná hámarksafköstum í verksmiðj- unni á Siglufirði en þar vinna alls 25 manns. Með auknum vinnukrafti (t.d. vaktaskiptum) mætti stórauka fram- leiðsluna án frekari vélakaupa en til þess þarf stóraukið fjármagn þvi Húseiningar byggja miklu hraðar en allt lánakerfi i landinu gerir ráð fyrir. Húseiningar hafa tekið upp í greiðslur loforð um hús- næðismálastjórnarlán og eiga nú úti- standandi 150 milljónir króna í slikum loforðum. Aðauki veita Húseiningar við- skiptavinum sínum stutt lán eða fyrir- greiðslu. En verksmiðjan getur ekki tekið að sér hlutverk lánastofnana. Taldi Matthías nauðsyn á að athugaður yrði aukinn stuðningur hvað þetta varðar við þær húsaverksmiðjur sem til eru i land- inu frekar en að huga að uppsetningu nýrra og láta sér svo á sama standa um hvernig þeim vegnaði. Matthias benti á söluskattinn sem framleiðendur verksmiðjuhúsa verða enn að greiða umfram þá er byggja „á staðnum". Söluskatturinn leggur hundruð þúsunda króna bagga á hvert hús. Er þar nauðsyn úr að bæta og stendur ekki á loforðum þar um heldur efndum. Matthias rómaði fyrirgreiðslu Hús- næðismálastjórnar við Húseiningar og aðrar verksmiðjur. Hefði þar verið reynt að styðja við bak framleiðenda af fremsta megni þó ætíð mætti betur gera. Húseiningar senda öllum er óska upp- lýsingamöppu með allmörgum sýnis- hornum af teikningum húsa ef óskað er. Er i möppunni að finna allar frumupp- lýsingar varðandi húsin sem siðan eru auknar eftir óskum væntanlegra kaup- enda. - ASt. [1 ■ **.. L 1 r~“ Séð úr gangi inn í sjónvarpsskála og stofu einingahússins að Steinaseli 1. Eigandi hússins hefur sjálfur hlaðið steinvegg um eldhúsið, hann smiðaði eldhúsinnréttinguna, klæddi loft á sérstakan hátt og annaðist litaval. Maðurinn er heldur enginn auk- visi í smíðum, hann smíðaði fyrsta rafbílinn hér á landi. DB-myndir Ragnar Th. Veró adeins kr. 28.200.- (hvítarj Einnig fáanlegtí dökkri eik og hnotulit— Verd kr. 44.700.- Húsgagnadeild HRINGBRAUT121 -SIMI28-601 Reykjavík og nágrenni: Norsk „menningar innrás” — kórsöngur og hljómsveitir skemmta landanum um helgina Tveir stúdentakórar frá Þrándheimi eru i heimsókn á tslandi þessa dagana, TSS og TKS. í kvöld kl. 19 halda þeir tónleika i sal Menntaskólans við Hamrahlið en í fyrramálið kl. 11 bjóða þeir til ókeypis tónleika sem verða i léttum dúr. Þá er í hópnum stúdentahljómsveit og er dagskráin sinfónísk og efnisskrá í samræmi við það. Heldur hljómsveitin tónleika í Bústaðakirkju í kvöld kl. 23.30 og leikur norska tónlist ein- göngu. Norðmennirnir munu og koma fram á tónleikum Landssambands blandaðra kóra um helgina og fara til Laugarvatns og halda tónleika þar. Loks skal getið jass-hliðarinnar á þessari norsku „menningar-innrás”. 1 kvöld leikur hljómsveitin Bodega Band, 18 manna jasshljómsveit, í Félagsstofnun stúdenta við Hring- braut. Hljómleikarnir hefjast kl. 20. Á laugardagskvöld verður svo ,jam- session” i Tjarnarbúð.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.