Dagblaðið - 14.04.1978, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 14.04.1978, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1978. 13 Eitthvað fyrir „matkerana”: H valfjarðarkræklingurinn er herramannsmatur! „Kræklingurinn er herramannsmat- ur. Ég bar hann á borð fyrir gesti á páskunum og öllum þótti hann mjög góður. Ég náði I hann laugardag fyrir páska er við fórum upp í Hval- fjörð,” sagði Einar Guðjohnsen í Úti- vistísamtalivið DB. Utivist fór einnig unt síðustu helgi með hóp manna á kræklingafjöru. Var þá farið I fjöruna fyrir neðan Neðri- Háls í Kjós, með leyfi landeiganda að sjálfsögðu. „Við höfum ekki viljað fara með ferðamannahópa á kræklinga á Hvita- nesi vegna bryggjunnar sem þar er, krakkar gætu farið sér að voða,” sagði Einar. Hann fullvissaði okkur um að kræklingurinn á islenzkum fjörum væri aldrei eitraður. „Erlendis, þar sem sjórinn er heitur, lifir kræklingur- inn á eitruðum þörungum, en þeir þör- ungar eru ekki til við Island,” sagði Einar. Þegar menn fara á kræklingafjöru fá þeir sér krækling í stóra plastpoka. Kræklingurinn er látinn á heita pönnu eða i pott og soðnar hann þá í sjónum sem hann geymir inni í sér. Skelin opnast um leið og slaknar á vöðvanum þegar kræklingurinn drepst og þá er hann tilbúinn til átu. Gott er að hafa ristað brauð og alls konar sósur úr mayonesi með honum. Hann má geyma soðinn í frystikist- unni og gripa til hans ef fólk langar að gæða sér á einhverju lostæti. Einar sagði að ekki væri enn ákveð- ið hvort farið yrði á krækling i næstu ferð Útivistar sem verður farin sunnu- daginn 23. apríl. A.Bj. Hafsteinn Jónsson fréttaritari Dag- blaðsins á Hellissandi. DB-mynd Hörður. Tlðindi af Snæfellsnesi: Útvarpsleysi, ótíð og vandræði af Vegagerðinni Hafsteinn Jónsson fréttaritari DB á Hellissandi gerði sér ferð til Reykjavíkur nú fyrir helgi enda margt að útrétta. Hafsteinn er allt i öllu á Hellissandi, stjórnar félagsheimilinu Röst, þar sem Snæfellingar stunda menninguna, þegar færi gefst frá daglegum önnum. Hann kom við hér á ritstjórninni til þess að láta vita af því sem betur má fara heima í héraði, auk þess sem hann sagði okkur af útgerð og aflabrögðum. Útvarpsmálin afleít íbúar á Hellissandi, Rifi og í Ólafsvík hafa átt i basli með útvarpið þvi lítið heyrist í viðtækjum þótt rukkunarmiðar fyrir afnotin berist skilvislega. Endurvarpsstöðin hefur verið í ólagi í heilt ár, en fór í viðgerð fyrr í vor. Þegar hún kom aftur dugði garmurinn í eitt kvöld og búið. Ekki er hægt að hlusta á -Reykjavik á langbylgju vegna Lóran- stöðvarinnar á Gufuskálum sem truflar útsendinguna. Starfsmenn Lóranstöðvarinnar hafa gefizt upp við að gera við FM sendinn, sem er fyrir Ólafsvík og Hellissand. Fólk hlustar nú á útvarp i gegnum venjulegan talstöðvarsendi, og með því móti er hægt að ná töluðu máli nokkurn veginn. En vita gagnslaust er að reyna að hlusta á tónlist á þennan hátt. Ibúar bíða nú aðgerða yfirvalda í þessu máli og eru orðnir nokkuð langeygðir. Utnesvegur og Vegagerðin En.flejra bagar þá Snæfellinga en lélegt útvarp. Stjórnun Vegagerðarinnar þar um slóðir kemur þeim stundum spánskt fyrir sjónir. Streðað væri við að moka Fróðár- heiði oft með ærnum tilkostnaði. En Útnesvegur virtist vera feimnismál Hann er að visu 20-30 km lengri en yfir heiðina, en hann liggur á láglendi og er oftast fær hvaða bil sem er. En þótt vegurinn væri fær, auglýsti Vegagerðin veginn ófæran. Svo hefði t.d. verið um páskana. Þá hefði vegurinn verið fær fólksbilum, en I útvarpi hefði þó mátt heyra auglýsingar um ófærð vegarins. Fiskiríið Línuvertíðin í vetur var ágæt, á meðan lína var stunduð. Þegar liða tók á fóru bátarnir þó á net. Siðan hefur fiskiríið dottið niður í ekki neitt. Siðustu daga hefur afli þó glæðzt örlítið hjá þeim bátum sem lengst sækja. Tíðin hefur verið rysjótt og oft ekki hægt að róa. Á meðan fiskveiðibannió stóð hefði hvort sem var ekki verið róið vegna veðurs. -JH. Hjallafiskcir Merkið sem vann harðflsknum nafn Fatst hjd: KJÖTBÚÐÍN BORG Laugavegi. Hjallur hf. - Sölusími 23472 iBlAÐIÐ, UMBOÐSMENN UTIA LANDI Umboðsmenn Dagblaðsins eru hvattir til að senda lista yfir nýja kaupendur sem allra fyrst til afgreiðslu, sími 22078. Akranes: Stefanla Hávaröardóttir, Presthúsabr. 35 S. 93-2261. Akureyri: Asgeir Rafn Bjarnason, Kleifargerði 3. S. 96-22789 Bakkafjörður: Freydís Magnúsdóttir Lindarbrekku, simi um simstöð. Bíldudalur: Hrafnhildur Þór, Daibraut 24 S. 94-2164 Blönduós: Sigurður Jóhannsson, Brekkubyggð 14 S. 95-4235 Bolungarvík: Anna J. Hálfdánardóttir, Völusteinsstr. 22 S-94-7195 Borgarnes: Inga Björk Halldórsdóttir, Kjartansgötu 14 S. 93-7277 Breiðdalsvík: Höskuldur Egiisson Gljúfraborg S. 97-5677 Búðardalur: Halldóra Ólafsdóttir, Grundargerði S. 95-2168 Dalvík: Margrét Ingólfsdóttir, Hafnarbr. 22. S. 96-61114 Djúpivogur: Bryndís Jóhannsdóttir, Austurbrún Egilsstaðir: Sigurlaug Björnsdóttir, Arskógum 13 Eskifjörður: Hulda Gunnþórsdóttir Landeyrarbraut 1 Eyrarbakki: Helga Sörensen, Kirkjuhúsi Fóskrúðsfjörður: , Sigurður Öskarsson, Búðarvegi 54 S. 97-1350 S. um simstöð S. 99-3377 S. 97-5148 Flateyri: Þorsteinn Traustason, Drafnargötu 17. S. 94-7643 Gerðar Garði: Kristjana Kjartansdóttir, Garðbraut 78. Grindavík: Valdis Kristinsdóttir, Sunnubraut 6. S. 92-8022 Þúrkötlust. hv.: Grindavík: Sverrir Vilbergsson, Stafholti S. 92-8163 Grundarfjörður: Orri Arnason. Eyrarvegi 24. S. 93-8656 Hafnarfjörður: Kolbrún Skarphéðinsdóttir Heilisgötu 12 S. 54176 Hafmr:Kristin Georgsdóttir, Ragnarsstöðum. Hella: Helgi Einarsson, Laufskálum 8 S. 99-5822 Hellissandur: Sveinbjörn Halldórsson, Stóru Hellu S. 93-6749 Hofsós: Rósa Þorsteinsdóttir S. 95-6386 Hólmavík: Ragnar Asgeirsson, Kópanesbraut 6 S 95-3162 Hrísey: Vera Slgurðardóttir, Seiaklöpp S. 96-61756 Húsavík: Þórdís Arngrímsdóttir, Baidursbrekku 9 S. 96-41294 Hvammstangi: Verzi. Sig. Pálmasonar. s. 95-1390 Hveragerði: Sigríður Kristjánsdóttir Dvnskógum 18 S. 99-4491 HVOLSVÖLLUR: Gils Jóhannsson, Stóragerði 2 S. 99-5222. Höfn í Hornafirði: Guðný Egiisdóttir, MiðtúniJ. S. 97-8187 ísafjörður: Úlfar Agústsson, Sóigötu 8. S. 94-3167 Keflavík: Sigurður Sigurbjörnsson, Hringbraut 92A S. 92-2355 Kópasker: Lrný Tyrfingsdóttir, Boðagerði 2 S. 96-52148 Neskaupstaður: Hjördís Arnfinnsdóttir, Mýrargötu 1. S. 97-7122 Ytri og Innri Njarðvík: Þórey Ragnarsd. Holtsgötu 27 Y-N S. 92-2249 Ólafsfjörður: Guðfinna Svavarsdóttir, Hlíðarvegi 23. S. 96-62310 Ólafsvík: Guðmundur Marteinsson, Engihiíð 10 S. 93-6252 Patreksfjörður: Björg Bjarnadóttir, Sigtúni 11. S.94-1230 Raufarhöfn: Jóhannes Björnsson, Miðási 6 S. 96-51295 Reyðarfjörður: Kristján Kristjánsson, Asgerði 6 S. 97-4221 Reykholt: Steingrímur Þórisson Reykjahlíð v/Mývatn: Þórhalla Þórhallsd. Heiluhrauni 17 S. 96-44111 Sandgerði: Guðrún E. Gutyiadóttir, Asbraut 8 S. 92-7662 Sauðórkrókur: Haildór Armannsson, Sæmundargötu 8 S. 95-5509 Selfoss: Pétur Pétursson, Engjavegi 49 S. 99-1548/1492 Seyðisfjörður: Kristbjörg' Kristjánsdóttir, Múiavegi 7 S. 97-2428 Sigluf jörður: Friðfinna Símonardóttir, Aragötu 21. S. 96-71208 Skagaströnd: Guðjón Pálsson, S. 95-4712 Stokkseyri: . Kristrún Osk Kaimannsdóttir S. 99-3346 Stykkishólmur: Magnús Már Haildórsson, Silfurgötu 46 S. 93-8253 Stöðvarfjörður: Lóa Jónsdottir, Draumalandi. Súðavík: Bjarni Guðjónsson Túngötu 18 S. 94-6945 Suðureyri: Sigríður Pálsdóttir, Hjallavegi 19 S. 94-6138 Tólknafjörður: Una Sveinsdóttir, Miðtúni 10. S. 94-2536 Vestmannaeyjar: Aurora Friðriksdóttir, Heimagötu 28 S. 98-1300 Vík í Mýrdal: Kristmundur Gunnarsson, Víkurbraut 10. S. 99-7125 Vogar: Svanhildur Ragnarsdóttir, .Heiðargerði 6 S. 92-6515 Vopnafjörður: Antoníus Jónsson, Lónabraut 27 S. 97-2144 Þingeyri: Páll Pálsson, Fjarðargötu 52 S. 94-8123 Þorlókshöfn: Frankiin Benediktsson, Skálholtsbraut 3 S. 99-3624/3636 Þórshöfn: Aðalbjörn Arngrímsson, Arnarfelli s. 96-81114 iBlAÐltt

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.