Dagblaðið - 14.04.1978, Blaðsíða 26

Dagblaðið - 14.04.1978, Blaðsíða 26
30 GAMLA BIO D. Sknl 11475 Kyikmyndir FÖSTUDAGUR Hetjur Kellys Clint Eastwood Terry Savalas Donald Sutherland Austurbæjarbió: Dauöagildran, kl. 5,7 og 9. Bönnuð innan 16ára. Bæjarbió: Maöurinn á þakinu, kl. 9. Gamlabió: Hetjur Kellys, kl. S og 9. Bönnuö innan 12 ára. Hóskólabió: Tónleikar. Laugarásbíó: Flugstöðin 77, kl. 9. Bönnuö innan 12 ára. American Graffiti, kl. 5,7 og 11.10. Nýjabió: Taumlaus bræöi, kl. 5, 7 og 9. Bönnuð inn-i an I6ára. Stjömubió: Vindurinn og Ijónið, kl. 5, 7.10 og 9.15. Bönnuðinnan 14ára. Tónabió: Rocky, kl. 5, 7.30 og 10. Bönnuö innan 14 ára. Endursýnd kl. S og 9. Bönnuð börnum. {... .."""V Kaffivagninn Grandagaröi Alls konar veitingar Opnarsnemma — Lokarseint m Utvarp Föstudagur 14. apríl 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veöurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónlcikar. 14.30 Miðdegissagan: „Saga af Bróður Ylfing” eftir Friðrik Á. Brekkan. Bolli Þ. Gústavsson les (2). 15.00 Miðdegistónleikar. Placido Domingo syngur ariur úr óperum eftir Puccini, Bizet og' Verdi; Nýja filharmoníusveitin leikur meö, Nello Santi stjórnar. RíkLsfílharmoníusveitin i Bmo „Nótnakverið”, ævintýraballettsvitu nr. 2 eftir Bohuslav Martinú; Jiri Waldhans stjómar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregn- ir). 16.20 Popp. 17.30 Útvarpssaga barnanna: „Mágur kölska”, tékkneskt ævintýri. Hallfreður öm Eiriksson les siöari hluta þýöingar sinnar. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. FréttaaukLTilkynningar. 19.35 Viöfangsefni þjóðfélagsfræða. Rannsóknir á þróun borga og þéttbýlis: Ólafur Jóhannsson flytur greinargerö þjóðfélagsfræðinganna Jóns Rúnars Sveinssonar, Inga Vals Jóhanns- sonar og Eliasar Héðinssonar. 20.00 Sinfóniskir tónleikar. a. „Les Biches” (Hirtirnir), hljómsveitarsvita eftir Francis Poulenc. Sinfóniuhljómsveitin í Birmingham leikur: Louis Fremaux stjórnar. b. Sellókon- sert í Es-dúr op. 107 eftir Dmitri Sjostakóvitsj. Mstislav Rostrópóvits og Flladelfiuhljómsveit- in leika; Eugene Ormandy stjórnar. 20.50 Gestagluggi. Hulda Valtýsdóttir stjómar þætti um listir og menningarmál. 21.40 Kammertónleikar fráungverskaútvarpinu: Bartók-kvartettinn leikur Strengjakvartett i D- dúr (K499) eftir Wolfgang Amadeus Mozart. 22.05 Kvöldsagan: „Dagur er upp kominn” eftir Jón Helgason. Sveinn Skorri Höskuldsson les (10). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.50 Söngvar i léttum dúr. 23.10 íslandsmótið í handknattlcik; — 1. deild. Hermann Gunnarsson lýsir leikjum i Laugar- dalshöll. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Sjónvarpíkvöld kl. 20.35: Bláu hellarnirvið Andros-eyjar Plöntu- og dýralíf íBláu hellunum 1 kvöld kl. 20.35 mun sjónvarpið sýn. kanadíska heimildarmynd sem nefnist Bláu hellarnir við Andros-eyjar., Þýð- andi og þulur er Gylfi Pálsson, og sagði hann okkur að myndin fjallaði um djúpa og sérkennilega neðansjávarhella við Androseyjar, en þaer eru hluti Bahama- eyja. Upphaflega voru þessir hellar kalk- steinshellar, sem mynduðust á þurrlendi. En þegar ísöld gekk yfir fóru þeir i kaf og er þvi ekki lengur hægt að komast í þá nema með því að kafa, þvi þeir eru, vitanlega fullir af sjó. Eyjarnar sem hell- arnir eru í eru kóraleyjar og tilsýndar ■ bera hellisopin sterkan og bjartan bláan lit. í þessum hellum er mjög fjölbreytt plöntu- og dýralíf og hafa rannsóknar- menn fengið mikinn áhuga á þvi. 1 þessari fræðslumynd er fylgzt með Georg Benjamin. sonum hans og öðrum rannsóknarmönnum, en þeir vinna að rannsóknum á þvi lífi sem í hellunum hrærist. Fyrsti hellirinn var kannaður árið 1967 og siðan hafa fundizl um 200 slíkir hellarásömuslóðum. Myndin er í litum og tæplega hálfar klukkustundar löng. Bladburöarbörn óskast: Austurbrun, Noröurbrún, Kleifarvegur, Kópavogur (vesturbæi), Skjólbraut, Kópa vogsbraut 2-18 UppLísíma27022 Buwin Sjónvarp í kvöld kl. 22.00: Gömlu kempumar Pat O’Brien, Walter Brennan, Chill Wills og Edgar Buchanan fara með hlutverk fjórmenninganna í sjónvarpskvikmvndinni í kvöld. Gamlar hetjur snúa aftur DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. APRlL 1978. Sjónvarp Útvarp Gömlu kempurnar (The Over-The- Hill Gang) nefnist sjónvarpskvikmynd- in, sem sýnd verður í kvöld kl. 22.00. Þetta er bandarísk mynd i léttum og gamansömum stil. Með aðalhlutverkin fara gamlir og góðir leikarar, Pat O'Brien, Walter Brennan, Chill Wills og Edgar Buchanan. Myndin er I litum og þýðandi er Dóra Hafsteinsdóttir. Sagði Dóra okkur að myndin hæfist á þvi að maður kæmi i heimsókn til dóttur sinnar og tengdasonar, sem búa í litlum bæ. Hann kemst brátt að raun um að bæjarstjórinn ræður þar öllum hlutum, ef ekki undir lagalegri vernd, þá með valdi. Tengdapabbinn er gömul kempa og kunni hér áður fyrr að fara með byssu og láta gamminn geysa. Hann sættir sig illa við þennan yfirgang bæjar- stjórans og hyggst gera eitthvað í málun- um. Hann á þrjá góða vini sem hann sendir eftir hið bráðasta. Fjórmenning- arnir leggja nú á ráðin um hvernig bænum verði bezt bjargað úr klóm bæjarstjórans og böfaflokks sem er á hans snærum. En þegar til aðgerða kemuf komast fjórmenningarnir fljótt að þvi að gömul frægð<og gömul hetju- lund dugir þeim engan veginn lengur. Þeir eru orðnir gamlir og mesti ljóminn farinn af þeim. Orðnir aflóga, eins og Dóra komst að orði. En þeir gefast ekki upp og I kvöld fáum við að sjá hvernig þeim tekst til við ætlunarverk sitt. Myndin er rúmlega einnar klukku- stundar löng. - RK Útvarpið f fyrramálið, laugardaginn 15. apríl: Barnaríminn Dýravernd Sagt er að hundurinn sé bezti vinur mannsins. Hann ætti þvi að leggja sig fram við að vernda hann og önnur dýr sem bezt. Þegar Kristin Sveinbjörnsdóttir hefur lokið við að kynna óskalög sjúklinga i fyrramálið kl. 11.10 hefst bamatíminn i umsjá Jóninu Hafsteinsdóttur. Að þessu sinni verður fjallaö um dýrin og starfsemi dýraverndunarfélaga en sú starfsemi er bæði þörf og góð. Þá mun Jónína ræða við Jórunni Sörensen formann Sambands dýra- verndunarfélaga Islands. Sigfrið Þórisdóttir er eina dýrahjúkr- unarkonan sem við tslendingar eigum og hefur hún verið mjög dugleg við að kynna sem bezt dýraspitalann, en Sigfrið starfar þar. Að lokum verður svo lesið úr Dýra- verndaranum. - RK

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.