Dagblaðið - 14.04.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 14.04.1978, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. APRlL 1978. BIAÐIÐ Útgafandi Dagblaflifl hf. Framkvaamdastjóri: Svainn R. EyjóHsson. Rhstjórí: Jönas Krístjánsson. Fréttastjórí: Jón Birgir Pétursson. Ritstjómarfulitríji: Haukur Heigason. Skrífstofustjórí rítstjómar Jóhannes Raykdal. íþróttir Hallur Simonarson. Aflstoflarfréttastjórí: Atii Steinarsson. Handrít: Asgrímur Pálsson. Blaflamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurflsson, Dflra Stefánsdóttir, Gissur Sigurfls- son, Hallur Halisson, Halgi Pétursson, Jönas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurfls- son, Svainn Porméflsson. Skrífstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn ÞoríeHsson. Söiustjórí: Ingvar Sveinsson DreHingarstjórí: Mór E. M. Halldórsson. Ritstjóm Siflumúla 12. Afgraiflsla Þverhotti 2. ÁskrHtir, auglýsingar og skrífstofur Þverhohi 11. Aflal- simi blaflsins 27022 (10 Hnurí. Áskríft 1700 kr. á mánufli innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakifl. Setning og umbrot Dagblafllfl hf. Siflumúla 12. , Mynda- og plötugarfl: HUmir hf. Siflumúla 12. Prantun: Árvakur hf. SkaHunni 19. Litiö inní leikhús Góð rök hafa verið færð að þeirri fA skoðun, að Alþingi sé fyrst og fremst leikhús, auk þess sem það sé af- greiðslustofnun fyrir þrýstihópana í kerfinu. Styðjast má við lýsingu, sem Magnús ________ Kjartansson alþingismaður gaf á hinum ‘dæmigerðu stjórnmálamönnum í kjallaragrein, er hann nefndi „Prúðu leikararnir” og birtist í Dagblaðinu. Magnús þekkir þetta leikhús manna bezt eftir langa þingsetu og stjórnmálastörf. Hann sagði: „Stundum hefur Alþingi íslendinga verið líkt við leikhús, og vissulega má færa margvísleg rök að þeirri samlíkingu. En leikhús þurfa ævinlega að gæta þess að taka mið af samtíð sinni, annars kunna áhorfendur að bregðast þrátt fyrir alla hefð. Mér fannst prúðu leikararnir ískyggilega fjarri íslenzku þjóðfélagi, áhorfendum sinum,” sagði hann um forystumenn flokkanna, sem höfðu skömmu áður komið fram í sjónvarpi. „Það var ekki talað af neinni alvöru um þá hrikalegu staðreynd, að verðbólguæði og gengishrun á íslandi eru að ná heimsmetum. Ekki þótti það sérstakt tiltökumál, að erlendar skuldir íslendinga eru nú orðnar svo þungbærar, að afborganir og vextir jafngilda um tuttugu prósentum af gjaldeyristekjunum.” Magnús Kjartansson hélt svo áfram í þessum dúr í grein sinni. Margir, sem fylgzt hafa með störfum Alþingis, munu taka undir þessa lýsingu Magnúsar Kjartanssonar. Hún er þeim mun réttari og athyglisverðari að stjórnmála- foringjar eru vanir að setja upp sparisvipinn, þegar þeir koma fram fyrir alþjóð, einkum skömmu fyrir kosningar. Á bak við eru þeir hins vegar að biðla hver til annars um stjórnarsamstarf eftir kosningar. Ráðherrastólarnir freista, og þá er mörgu fórnað af því, sem annars telst stefna flokka. Þess vegna er sú skoðun nærri sanni, að þetta sé allt leikaraskapur. Það, sem menn segja í stjórnarandstoðu, svíkja þeir, um leið og komið er í stjórn. Baráttan stendur fyrst og fremst um að komast betur að kjötkötlunum. Samtryggingarkerfi flokkanna sér svo um, að valdastaða þeirra allra sé nægilega tryggð, hvernig sem blæs. Til þess eru til dæmis ríkisstyrkir við flokksblöðin. í öðru lagi sinna þingmenn afgreiðslustarfi fyrir hina ýmsu hagsmunahópa. Almennir þingmenn verða gjarnan viljalítil verkfæri flokksforingja, sem á hinn bóginn eru fyrst og fremst fulltrúar flokkseigendafélaga og þrýstihópa. Skoðanakönnun Dagblaðsins, sem birt var í vikunni, sýnir, að þingmenn njóta ekki mikils álits sem starfs- hópur. Þegar litið var á þá sem eina heild, reyndust aðeins tæp fjögur prósent þeirra, sem spurðir voru, gefa þeirr. þá einkunn, að þeir hefðu staðið sig „vel”. Hátt í fjörutíu af hundraði töldu þá beinlínis standa sig „illa” í stöðu sinni. Rúmlega heimingur sagði, að þeir stæðu sig „sæmilega”. Slík úrslit skömmu fyrir kosningar, þegar þingmenn eru verulega farnir að gylla sig í augum kjósenda, verða ekki á annan veg túlkuð en að þeir hafi fallið á prófinu. Mjög stór hluti þjóðarinnar er þeirrar skoðunar, að fyrir þessum Ieikurum, flestum hverjum, vaki fyrst og fremst að bæta sinn eigin hag, svo sem með skatt- frjálsum dúsum, þjóna þrýstihópum og leika sitt hlut- verk í þessu leikhúsi, þannig að almenningur sjái ekki gegnum það. Skynsamlegur leikur Carters að fresta fram- leiðslu nifteinda- sprengjunnar — með tilliti til væntanlegrar Moskvuferðar Vance utanríkisráðherra—V-þýzk stjórnvöld enn í vafa um réttmæti f ramleiðslunnar Carter Bandarikjaforseti hefur verið gagnrýndur fyrir að „hika" við að skipa fyrir um framleiðslu nifteinda- sprengjunnar. Jafnvel ráðherrar í hans eigin stjórn og starfslið Hvíta hússins undrast tvistig hans og vangaveltur um framtíð sprengjunnar. En hvi skyldi hann ekki hafa áhyggjur og hika við að gefa fyrirmæli um framleiðslu þess kjarnavopns? í heimi þar sem helmingur mannkyns sveltur er 350 milljörðum Bandaríkja- dala eytt I vopnaframleiðslu á ári. Og hafi Carter verið falið eitthvert hlut- verk, þá er það áð berjast gegn vopna- kapphlaupinu með öllum tiltækum ráðum. Forsetinn frestar málinu og íhugai sinn gang eftir að hafa hlýtt á rök með og á móti þessu handhæga litla kjarna- vopni. Og hann hugleiðir tilslökun og málamiðlun sem er ekki siður skyn- samjegt. Ef Sovétmenn halda áfram að framleiða hvaða drápsvopn, sem vísindamenn þeirra finna upp, þá gera Bandaríkjamenn það sama. Og þegar Bandaríkjamenn hafa svarað þá svara Sovétmenn aftur. Hver rýfur þá þennan vítahring? Og hvernig nálgast þjóðir meira öryggi og skynsamlegri stjórnun? Tíðindalaust h'efur verið a flestum vígstöðvum þjóðmála milda vor- byrjun 1978. Þingmál fá sjálfvirkan og farsælan endi helmingaskiptanna. Gamlar trésmiðjur eru að mestu upp- seldar og engar þeirra falboðnar rikinu þessar vikumar. Þó er fleygt á götuhornum að Dómsmáiaráðuneytið hafi óskað eftir viðræðufundi um kaup á húsi trésmiðjunnar Völundar við Skúlagötu undir dómhús. Það er óstaöfest. Þeir sem á annað borð hafa lund til að skoða umfangsmiklar hræringar í lífriki bankaheimsins þurfa hins vegar ekki að kvíða fréttaleysi. Pýramidi bankakerfisins er hannaður með lög- boðinn þagnarhjúp yfir öllum helztu skilningarvitum. Þrátt fyrir nánast frjálsar hendur innan marka leyndar- dómsins hafa ytri orsakir sem betur fer orðið til að rjúfa múrinn örlitið endrum og eins. Eftir að ritfrelsið gekk i garð hefur almenningur átt þess kost á stundum að setjast niður og horfa á gröftinn vella út. Kristmenn — krossmenn! Ákæruvaldið hefur nú opinberað hverjir skulu negldir á þungan kross Alþýðubankans. Forleikur þess máls er sjálfsagt öllum kunnur. Seðlabanki tslands ákvaö á sinum tíma að staða Alþýðubankans skyldi talin vafasöm vegna ónógra trygginga viðskipta- manna fyrir lánum. í kjölfar þess var bankastjórum vikið frá og bankaráðs- menn. sendir heim til sín. Seðlabanka- maður var settur á valdastólinn og á annað hundrað milljónum króna (um 320 milljónir í dag) dælt í æðakerfi bankans. Áhöld hafa verið um raunverulegan tilgang þessarar opinberu aftöku. Menn meö sæmilega nasasjón af innviðum peningakerfisins eru tortryggnir. Engum blandast þó hugur um réttmæti herlaga þegar milljóna- tugir fara forgörðum. En þeir telja að sú staða komi iðulega upp hjá öllum öðrum bönkum að samskonar bókhaldsaðför myndi riða þeim að fullu. Hér hafi þvi fyrst og fremst verið um vel tímasett pólitískt sjónar- spil að ræða hjá handhófum banka- eftirlits. Verkalýðshreyfingunni hafi verið greitt þungt högg undir Ríkisbanka- sónata og gjaldskrá Feneyja- kaupmanna beltisstað og Seðlabankinn riðið vef sinn þéttar að sama skapi. Þessi skoðun á fyllilega rétt á sér ef valda tafliö umhverfis gullkálfinn er skoðað I réttu samhengi. Sorpið nagar þögnina í skýrslu bankaráðs Alþýðubankans á aðalfundi 1976 segir formaður, Her- mann Guðmundsson, orðrétt: „Vegna þess hversu mjög harkalega máli þessu sló út i fjölmiðlum landsins, og bankaráðið þurfti að leiða bankann í gegn um þá stórsjói ávirðinga og spuminga þá þótti bankaráðinu ekki vera um annað að ræða, að höfðu samráði við Seðlabanka, en að valda sig með því gagnvart almenningi og hluthöfum bankans að óska eftir opinberri rannsókn varðandi uppá- komuna!” Þessi játning formannsins speglar fullkomlega steinrunnið hugarfarið að baki bankaleyndar. Ef öld ritfrelsis hefði ekki gengið i garð haustið 1975 hefði óreiða Alþýðubankans verið leyst með þöglu handsali að tjalda- baki. Mánudagurinn 8. september 1975 skyggir æ meir á 17. júní 1944. Okurfé og dauðadómar Guðlaugur Gislason alþingismaður frá Vestmannaeyjum og ráðsmaður Útvegsbanka íslands kveður sér hljóðs í Morgunblaðinu þann 15. marz sl. Orðrétt segir þingmaðurinn: „Inn í bankákerfið á íslandi eru komnir eitraðir peningar. Á ég þar við það fé, sem viðskiptabankamir I

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.