Dagblaðið - 14.04.1978, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 14.04.1978, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1978. ..... ' ... " "T""" Stjórnmálaf lokkurinn — Hvers vegna? Ástæðumar fyrir því að ég undir- ritaður aðhyllist Stjórnmálaflokkinn eru: Hann vill breyta stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Tvaer veiga- mestu breytingarnar eru: Að aðskilja löggjafar- og fram- kvæmdavald, það er, að gjörbreyta aðferðinni um val ráðherra, þar sem ráðherraembættin eru ábyrgðarmestu stöður islenska rikisins og þess vegna mikil nauðsyn á að hæfustu fáanlegir menn á hverjum tíma gegni þeim, menn sem ekki endilega eru þingmenn eða forustumenn stjórnmála- flokkanna. Núverandi og fyrrverandi ríkisstjórnir bera vitni um úrelt stjórn- arfyrirkomulag. Að jafna áhrif kjósenda við val þingmanna. I-að getur ekki verið rétt- látt í lýðræðisþjóðfélagi að hlutfall at- kvæða á bak við hvern þingmann sé fjórum sinnum meira I einu kjördæmi en öðru (sbr. hlutfallið milli Reykjavikurkjördæmis og Vest fjarðakjördæmis). Stjórnmálaflokkurinn stefnir að algerri endurskoðun og einföldun skattakerfisins, sem er orðið slikt bákn, að jafnvel höfundar þess, hvað þá heldur aðrir, botna ekkert I því. Stjórnmálaflokkurinn vill draga úr skattpíningunni, sem alla er að drepa og taka upp staögreiðslukerfi skatta. Stjórnmálaflokkurinn vill efla tryggingakerfið, þannig að enginn þurfi að búa við örbirgð vegna lágra launa, elli eða örorku. Stjórnmálaflokkurinn vill leggja aðstöðugjald á herstöðvar NATO hér á landi. Þeim peningum á að verja til vegagerðar, flugvalla og hafnar- mannvirkja. Nútíma þjóðfélag með lúx- uslimúsínum krefst all-góðra vega með varanlegu slitlagi, vega sem hægt er að komast um árið um kring. Sá hluti vegakerfisins sem er með varan- legu slitlagi er hlægilega lítill og hraðinn við lagningu vega með varan- Kjallarinn Ari Eggertsson legu slitlagi mun vera um það bil 5 kílómetrar á ári. Hvenær skyldi hann eiginlega verða kominn hringinn? Það vantar tilfinnanlega flugvelli sem hægt er að nota jafnt að degi sem nóttu og i hvaða vindátt sem er. Slíkir flugvellir hérlendis eru ekki fleiri en svo, að hægt er að telja þá á fingr- um annarrar handar. Slikt nær ekki nokkurri átt á landi sem er 103 þúsund ferkílómetrar að flatarmáli. Hafnir eru margar hverjar ónot- hæfar ef gerir vind. Úr því þarf nauðsynlega að bæta. Bandaríkjamenn hafa skuldbundið sig til að verja íslensku þjóðina EF á hana verður ráðist. En EF á okkur verður ráðist, hvernig á þá herinn að komast um landið? Þetta vilja þeir sem illa eru haldnir af þjóðernisrembingi og/eða marxisma kalla landsölu. Það er ekki stefnt að því að hálfu Stjórnmálaflokksins að selja neinum eitt eða neitt, heldur taka gjald fyrir þá aðstöðu, sem NATO hefur hér á landi. Slíkt getur EKKI kallast sala. Eins og er hefur NATO skikana sem herstöðvarnar standa á að láni. Af hverju er verið að lána út- lendingum ókeypis afnot af landinu? Það er ekki farið svo vel með tslendí ingana sjálfa, þeir fá engan landskika án þess að borga fyrir hann. Það er þvaðrað um að lslendingar glati efnahagslegu sjálfstæði sinu ef þeir fara að þiggja peninga frá NATO (en hvar er efnahagslegt sjálfstæði þjóðar, þegar erlendar skuldir eru 600 þúsund krónur á hvert mannsbarn og erlend lán eru tekin til að borga af erlendum lánum?). Norðmenn, svo tekið sé nærtækt dæmi, taka gjald af NATO, en þrátt fyrir það hljóta þeir að teljast mun sjálfstæðari efnahags- lega en íslendingar. Ari Eggertsson, menntaskólanemi. MEÐ ÞÖKK FÝRÍR KERFIÐ Því hefur oft verið haldið fram, að hinn almenni vinnandi borgari þessa lands sé ekki mjög uppnæmur þótt á ýmsu gangi meðal þeirra manna sem mest láta á sér bera í ræðum og riti jafnvel þótt um hann sjálfan sé fjallað og með kjör hans leikið á hinu póli- tíska leiksviði. Langur vinnudagur og erfitt starf verkamannsins ásamt tilfinningu um hvað launaumslagið er þunnt á föstu- dagseftirmiðdeginum elur ekki á bar- áttuþrekinu yfir helgina, enda timan- um þá oft variö í að finna út hvernig endar skuli ná saman. Trúlega hafa margir bundið vonir sinar við, að út- reikningar „sérfræðinga” okkar há- þróaða samfélags og allar áætlanirnar, sem á þeim hafa verið byggðar, af þeim sem fyrir þjóðinni ráða, fari nú senn að bera þann árangur, að á morgun eða hinn daginn eða eftir næstu mánaðamót í síðasta lagi fari nú að hilla undir betri íma og venju- legir menn sem vinna störf til lands og sjávar geti lifað af kaupinu sínu Hvaða erindi ættu svo sem bollaleggingar minar eða þinar inn í umræður spek inga sem allt virðast vita? Eigum að trúa þeim stífpressuðu Við erum auðvitað bjálfar að skilja það ekki, að okkur eiga að duga fyrir okkar lítilmótlegu störf- með skóflu eða skúringafötu, á vinnuvél, í moldarflagi, í fjósi og á bátadekki, þau laun sem efnahagssérfræðingarnir segja að okkur nægi. Við eigum að trúa þessum hámenntuðu, stroknu, stífpressuðu mönnum, sem koma svo einstaklega vel fyrir í sjónvarpinu og sem eru svo duglegir að stjóma fjár- málum þjóðarinnar, að verðbólgan fer Kjallarinn Sigurður Óskarsson ekki yfir 60% á ári þrátt fyrir óhófs kröfur okkar. Það eru líka þessir sömu kallar sem eru svo duglegir að útvega þjóðinni lán í útlöndum, að hvert mannsbarn á landinu skuldar nú upp- hæð sem jafngildir andvirði íbúðar fyrir nokkrum árum. Þeir gæta þess líka. að ganili erkióvinur okkar, at- vinnurekandinn, græðir ekki lengur á tá og fingri. Þeir skipuleggja kerfið sem sem sér fyrir því, að hann fær magasár á skömmum tima við fjár- magnsreddingar og vixlabasl. Þeir sjá fyrir þvi að hann skili innheimtu rikisins á a.m.k. eindaga. Þessir sömu efnahagssérfræðingar finna það líka út,.að þingmenn okkar, ráðherrar, bankastjórar og kommis- arar og aðrir sem vit hafa fyrir okkur eru ekki ofsælir i sínum ábyrgðamiklu stjórnarstörfum af fimm- til áttföldum launum almenns verkamanns. Sömu ’ menn fá bílana sina með tollaafslætti eða ókeypis og sumir bílstjóra í ofaná- lag. Það er svona erfitt að stjórna okkur og því fylgir svo mikil ábyrgð. Þingmennimir og hinir bilaneytend- urnir sem ráða opinberlega og skrifa undir plöggin, þeir eru auðvitað sam- mála þessu enda manna kunnugastir þvi hve þreyttir þeir eru við þessi störf, sem þjóðin neyðir þá út i a.m.k. fjórða hvert ár. Þeir launa sérfræðingunum sínum dyggilega með þvi að sam- þykkja þeim áljka hýru og jseir sjálfir hafa og samþykkja meira af sér- fræðingum. Það þarf fullt af sér- fræðingum til þess að byggja yirkjanir þar sem engin orka er fyrir, það skilja meira að segja við almúgamennirnir að slíkt hlýtur að þarfnast kunnáttu. Það þarf sérfræðinga til þess að ná heitu vatni upp úr jörðinni við efri endann á hitaveiturörunum sem lögð voru í fyrra. Það þarf sálfræðing í helst hvern hrepp og kaupstað á land- inu svo við getum gengið úr skugga um hvort við séum vanvitar. Svo þarf sérfræðinga til þess að hræra i skóla- málum okkar. þannig að blessuð börnin viti ekki að vori með hvaða reikningsaðferð á að leggja saman tvo og tvo að hausti og alveg sé nú úti- lokað að við heimskir foreldrar getum notað þær vitlausu aðferðir, sem í þessum fræðum tiðkuðust á okkar skóladögum, til þess að hjálpa börnun- um okkar. Að foreldri kenni barninu sínu að stafa hef ég enga trú á að nokkur vogi sér lengur þvi það er full- yrt af sérfróðum skólamönnum að það geti jafnvel dregið úr andlegum þroska barnsins að nota þá úreltu aðferð og um stafsetningartilsögn er ekki að ræða meðan setan er eitt höfuðmál innan veggja þinghússins. Ég nenni ekki lengur að telja upp greinar i „sérfræðingabyltingu” okkar þjóðar eða rekja feril hennar. Auð- vitað kostar svona frábært skipulag og öll ábyrgðarstörfin, hina fáu sem vinna gamaldags vinnuna við fram- leiðslustörfin talsvert fjármagn. Háskólinn, okkar óskabarn, sér um út- gáfu lögfræðinga í ríkum mæli til þess að annast rukkun gegn hæfilegri þókn- un en trúlega ekki riflegri því flestir drýgja þeir tekjur sínar með þvi að selja hús á opinberum vettvangi. Lög- fræðingar eru nothæfir í svo margt af því að þeir hafa pappíra upp á að þeir skilji reglugerðirnar sem þeir sjálfir semja fyrir menningar- og sérfræði- þjóðfélagið okkar. Tannnlæknar t.d. skilja ekki neitt slíkt og þess vegna m.a. er óskabarnið okkar, Háskólinn, ekkert að spreða út tannlæknum enda hefur almenningur í dag engin efni á bruðli eins og þvi að láta gera við tenn- urnar i sér. Haldið bara áfram Það er búið að koma málum okkar í gott horf. Haldið bara áfram þið sem þjóðinni stjórnið að treysta best ráð- um jjeirra sem búnir eru að hanna þetta allt fyrir okkur og þið að skrifa undir. Fyllið landið af nógu mörgum sem hafa sérmenntað sig i því að vinna sem minnst fyrir sem mest. Prentið meira af verðlausum seðlum svo áfram megi fjölga bönkunum og úti- búunum. Hækkið laun arkitekta og verkfræðinga úr 6 þúsund krónum á klukkutímann i 100 þúsund krónur á klukkötimann svo þeir geti dundað sér við að hanna hús og mannvirki önnur, sem enginn bygginga- eða verkamaður ræður við að byggja fyrir hornum og skúmaskotum. Stofnið stóra fjöl- menna sinfóníuhljómsveit og byggið yfir hana herlega höll svo hljómlistar- menn okkar geti sungið og spilað kerf- inu okkur til dýrðar. Reisið glæsta bókahlöðu með mörgum rannsóknar- stofum fyrir sérfræðinga í bókmennt um, þjóðháttarfræðum, sagnfræðum og öllum mögulegum fræðum helst svo fullkomna að afkomendur okkar viti hvernig ropinn í okkur var á litinn þegar búið er að efnagreina hann. Haldið áfram að hlíta ráðum sér- fræðinganna sem allt vita, skilja og sjá — nema ef einhverjum glæpamanni dettur i hug að stela tugum milljóna sem þjóðin geymir undir rassinum á þeim, það skilja þeir ekki né sjá. Að lokum þetta i þetta sinn: Samtök okkar verkafólks, Verka- mannasambandið og verkalýðsfélögin innan þess, voru stöfnuð af launþeg- um úr öllum stjórnmálaflokkum á árum fyrir „sérfræðinga-byltinguna”, á tímum þegar magasárslausir bissnis- menn fyrirfundust i þessu landi og fyrirtæki þjóðarinnar voru meira en innheimtuapparöt. Ef þessi samtök með fullkomlega löglegum aðgerðum freista þess nú að gegna skyldu sinni, þ.e. að semja um þau lágmarkslaun svo félagsmenn fái lifað, þá rísa upp spekingar sem allt vita og um allt skrifa og nefna sig Svarthöfða eða eitt- hvað annað. Illa teknar.og fókuslausar myndir af andstæðingi verkafólks nr. 1 formanni sjálfum Verkamanna- sambandsins Guðmundi J. Guðmundssyni, eru einskonar pipar og salt á málsverð sem þessir letúrbras- arar framleiða. Upptalning réttanna a.m.k. i Svarthöfðagrein Vísis 6. þessa mánaðar er efnislega eftirfarandi: „Kæra verkafólk nú er kommadraslið sem öllu ræður i samtökum verkafólks á íslandi að telja ykkur trú ur.i, aö launin sem útreiknað er að dugi ykkur, séu of lág.” Ég ei ekki komnv únisti, þótt ég tilheyri verkamanna- stéttinni en af svona málsverði verður mér bumbult. Það eru ekki allir félagsmenn íslensku- verkalýðsfélaganna komm- únistar og verða það ekki. Kom- múnisminn hefur ekki fært verkafólki gæfu I þeim löndum, sem jveir ráða ríkjum i. En rúmlega eitthundrað þúsund krónu mánaðarlaun duga sjálfstæðismanni i verkalýðsstétt ekkert betur til lífsframfæris en kommúnista. Sigurður Óskarsson framkvæmdastjóri Verka- lýðsfélagsins Rangæings Offsetprentari óskast Óskum eftir að ráða prentara á offsetprentvél frá og með 1. maí. Uppl. gefur yfirverkstjóri. Prentsmiðjan Hilmir Síðumúla 12. BILAPARTASALAN Höfum úrval notaöra varahluta íýmsar tegundir bifreiöa, tildæmis: ' Peugeot 204 árgerð '69. Fiat 850 sport árgerð'72. Fiat 128 árgerð '72. Merzedes Benz árgerð '65. Benz 319 dísil. Volvo Amason. Einnig höfum við úrval afkerruefni, tildæmis undir vélsleða. Sendum um allt land. BÍLAPARTASALAN Höfðatúni 10 — Sími 11397

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.