Dagblaðið - 14.04.1978, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 14.04.1978, Blaðsíða 28
40 ár á fjölunum! Ævar Kvaran leikari fagnaði fjörutíu Ævar þeim, félögum sinum og áhorf- ára leikafmæli sinu í gærkvöldi. á endum, sem hann vildi þakka þennan síðustu sýningunni á Ödipús. Þjóðleik- langa leikferil sinn. Ævar er um þessar hússtjóri, Sveinn Einarsson ávarpaði mundir að æfa leikritið Vopn frú Karrar afmaelisbarnið einnig Klemenz Jónsson eftir Berthold Brecht. DB-mynd Bjarn- fyrir hönd Félags isl. leikara. Þakkaði leifur. A.Bj. SNJÓAR OFAN í „VORIД Flestir komust klakklaust leiðar fjarðarveginum og sást síðan til sinnar i morgun á bílum sinum þrátt ökumanns sem hljóp á brott. Þá var fyrir snjókomuna og sumardekkin sem komið aö rútubil utan vegar á mótum margir eru búnir að setja undir í trú á Kelduhvamms og Reykjanesbrautar. vor og sumar. Hafnarfjarðarlögreglan ökumaður hafði ekki fundizt um fann þó tvo bila eftir óhöpp. Hafði niuleytið en ekki varð séð að slys öðrum vcrið ekið á staur á Hafnar- hefðuorðið. -ASt. HÆPIÐ AÐ KROFLUVIRKJ- UN FARIMEIRA í GANG í AR Allt útlit er fyrir að Kröfluvirkjun verði óvirk það sem eftir er ársins — eða verði i mesta lagi „keyrð" til að framleiða 2—7 megavött. Páll Flygen- ring, ráðuneytisstjóri í lðnaðarráðu- neytinu, sagði í samtali við fréttamann DB. að á fjárlögum og lánsfjáráætlun þessa árs væri ekki gert ráð fyrir neinum fjárveitingum til Kröflu- virkjunar, hvað svo sem ríkisstjórn kynni að ákveða þar fyrir utan. Sem stendur er virkjunin ekki I gangi, þar sem hola 11 hefur gefið sig og veitir enga orku. Til að koma virkjuninni í gang aftur þarf að gera við holu II og er það talið kosta um eða yfir 50 milljónir. Allsendis er óvíst hvort og hvenær það fé verður veitt. Eins og margsinnis hefur komið fram er nauðsynlegt að bora allmikið mei|;a við Kröflu ef næg gufa til orku- vinnslu á að fást. Orkustofnun telur að 1—1,5 milljarðar verði aðfást til að ná viðunandi árangri, en nú er allt útlit fyrir að það verði I fyrsta lagi á næsta ári, sem Krafla fari að veita „birtu og yl” um Norður- og Austur- land. ÓV. frjálst, úháð dagblað FÖSTUDAGURA 14. APRÍL 1978. Prófkjör sjálfstæðis- manna á Siglufirði um helgina Núna um helgina fer fram prófkjör sjálfstæðismanna á Siglufirði. Hefst það kl. 10 á laugardagsmorgun og stendur til 19, og aftur á sunnudag frá kl. 10— 22.00. Úrslit verða bindandi fyrir sex efstu sætin. Þessir menn eru i framboði og er röð þeirra samkvæmt útdrætti: Markús Kristinsson verksmiðjustjóri, Páll G. Jónsson byggingameistari, Árni V. Jónsson iðnverkamaður, Steinar Jónasson hótelhaldari, Ómar Hauksson skrifstofustjóri, Matthias Jóhannsson kaupmaöur, Steingrimur Kristinsson rit- stjóri, Þórhalla Hjálmarsdóttir hús- móðir, Vigfús Þór Árnason sóknarprest- ur, Björn Jónsson bankastarfsmaður, Jóhannes Þ. Egilsson iðnrekandi og Runólfur Birgisson fulltrúi. Bæjarfulltrúar á Siglufirði eru niu og á Sjálfstæðisflokkurinn þrjá á yfirstand- andi kjörtimabili. A.Bj. Framboðsjálf- stæðismanna á Seyðisfirði Framboðslisti Sjálfstaéðisflokksins til bæjarstjórnakosningá á Seyðisfirði hefur verið birtur. Á listanum eru: I. Theódór Blöndal tæknifræðingur, 2. Gunnþórunn Gunnlaugsdóttir húsmóðir, 3. Jón Gunnþórsson fram- kvæmdastjóri, 4. Guðrúh Andersen hús- móðir, 5. Ólafur Már Sigurðsson verzl- unarstjóri, 6. Hafsteinn Sigurjónsson verkstjóri, 7. Sveinn Valgeirsson bif- reiðastjóri, 8. Ingibjörg Einarsdóttir hús- móðir, 9. Bjarni Halldórsson, simritari, 10. Jóhann Grétar Einarsson símstöðvarstjóri, 11. Magnús Sigurðsson vélvirki, 12. Carl Nielsen bankamaður, 13. Mikael Jónsson múrarameistari, 14. Jónína Kjartansdóttir húsmóðir, 15. Júlíus Brynjólfsson bifreiðastjóri, 17. Hörður Jónsson skrifstofumaður og 18. Leifur Haraldsson rafvirkjameistari. Þrjú efstu sæti listans eru óbreytt frá siðustu kosningum. Níu manns eiga sæti I bæjarstjórn Seyðisfjarðar. Sjálfstæðis- menn áttu tvo bæjarfulltrúa Fram- sóknarmenn þrjá og samtök Alþýðuflokksins, Alþýðubandalagsins og óháðra kjósenda áttu þrjá bæjar- fulltrúa. Sjálfstæðismenn og Framsókn hafa myndað meirihluta á kjörtlma- bilinu. A.Bj. Alþýðubanka- málið áfram hjá Sverri Dómsmeðferð Alþýöubankamálsins hefur verið falin Sverri Einarssyni, saka- dómara, sem einnig annaðist dómsrann- sókn málsins. Búizt er við að málið verði dómfest fyrir lok júni, þegar sumarleyfi I dóms- kerfinu hefjast, en málflutningur hefst varla fyrr en með vorinu. Má þá búast við dómi sakadóms fyrir áramót. Málinu verður vafalítið vísað til Hæstaréttar. Óv. Í i i i i i i i i t i i i i i i i i i

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.