Dagblaðið - 22.04.1978, Síða 4
4
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1978.
Auglýsing
Reiknistofa bankanna auglýsir eftirtaldar stöður lausar
til umsóknar:
1. Stöðu yfirkerfisfræðings.
2. Stöðu yfirforritara.
Óskað er eftir umsækjendum með a.m.k. 4—5 ára
reynslu i kerfishönnun og/eða forritun.
Auk þessa er æskilegt að umsækjendur hafi banka-
menntun, stúdentspróf, viðskiptafræðipróf eða tilsvar-
andi.
Laun samkvæmt launakerfi bankamanna.
Skriflegar jimsóknir sendist Reiknistofu bankanna
Digranesvegi 5 Kópavogi, sími 44422, fyrir 28. apríl
1978.
Umsóknareyðublöð liggja frammi í skrifstofu Reikni-
stofunnar.
Gjörið svo vel að koma við, slappa af og kynnast starf-
seminni.
VERIÐ ÖLL VELKOMIN í
SÝNINGARDEILD OKKAR,
húsi 2, neðri sal.
Vörulistinn er til afgreiðslu ásamt ókeypis happdrættis-
miða. Vinningur: Sólarlandaferð með Samvinnuferðum.
naust h.t
SlÐUMÚLA 7—9 - SlMI 82722
REYKJAVlK
Stofnun leigjendasamtaka:
ÚTRÝMA VERÐUR HEILSU-
SPILLANDIHÚSNÆÐIOG
ÖRYGGISLEYSILEIGJENDA
einnig að álirifum hins stöðuga öryggis-
leysis þeirra, sem ætíð þyrftu að leita
undir aðra um þak yfir höfuðið.
Lýsti Guðmundur ánægju sinni með
stofnun leigjendasamtaka. Sagðist hann
vaénta mikils árangurs af samstarfi
þeirra og verkalýðsfélaganna í framtið-
inni.
Kynnt voru drög að lögum fyrir sam-
tökin. Þá fóru fram almennar umræður
með góðri þátttöku og miklum áhuga.
- BS
LeikfélagAkureyran
Blómlegt starf eftir aö
fjárhagnum var borgið
Leiklistin hefur svo sannarlega
blómstrað á Akureyri á þessu leikári
eftir að greitt var úr fjárhagsörðugleik-
um félagsins. Sl. föstudag var fimmta
frumsýningin á leikárinu, leikritið Hun-
angsilmur eftir Shelagh Delaney í þýð-
ingu Ásgeirs Hjartarsonar. Leikstjóri er
Jill Brooke Árnason. Höfundur og
smiður leikmyndar er Haiimundur
Kristinsson.
Sýningin er látin gerast á sjötta árar
tugnum. Búningarnir eru i tízku þess
tima og tónlistin sem leikin er í leiknum
er frá vinsældalistum áranna 1950 til
1958. Lýsir verkið viðhorfum iinglings
fyrir tuttugu árum, samskiptum ungrar
stúlku við fólk og umhverfi sitt.
Hlutverkin i Hunangsilmi eru fimm.
Krislin Á. Ólafsdótlir leikur ungu stúlk-
una Jo. Sigurveig Jónsdóttir fer með
hlutverk móðurinnar Helen. Kærasti
hennar er leikinn af Þóri Steingrímssyni,
Gestur E. Jónasson leikur unga mann-
inn Geoffrey og Aðalsteinn Bergdal
leikur hlutverk þeldökka piltsins í flotan-
um, Jimmie.
Hunangsilmur var frumsýndur í
London árið 1958 og hlaut þegar heims-
frægð. Árið 1968 var Hunangsilmur
sýndur í Þjóðleikhúsinu og var höfund-
urinn Shelagh Delaney viðstödd frum-
sýmnguna.
Leikfélag Akureyrar hefur nú fengið
til afnota hin prýðilegustu hljómflutn-
ingstæki sem Akureyrarbær hefur keypt
fyrir samkomuhúsið. Fram að þessu
hefur orðið að fá slík tæki að láni hjá
velviljuðum aðilum. Nú geta leikhús-
gestir notið tónlistarinnar strax og þeir
koma í anddyrið, þvi sýning Hunangs-
ilms hefst eiginlega þar með flutningi
vinsælustu tónlistar sjötta áratugsins.
Þar er einnig sýning á kvikmyndaauglýs-
ingaspjöldum frá sama tima.
- A.Bj.
Kristín Á. Ólafsdóttir í hlutverki Jo (Brynja Benediktsdóttir fór meö það hlutverk í
Þjóðleikhúsinu) og Sigurveig Jónsdóttir í hlutverki Helen, en það hlutverk var í hönd-
um Þóru Frióriksdóttur i Þjóðleikhússýningunni.
Á undirbúningsfundi til slofnunar
leigjendasamtaka sl. mánudagskvöld var
samþykkt að stofna Landssamtök leigj-
enda. í undirbúningsnefnd til siofnunar
voru þessir kjörnir: Jón Kjartansson frá
Pálmholti, Bjarney Guðmundsdóttir,
Jón Ásgeir Sigurðsson, Fjóla Guð-
mundsdóttir og Jóhannes Ágústsson.
Blaðafulltrúi ASÍ, Haukur Már Har-
aldsson, ræddi i upphafi um aðdraganda
að stofnun samtakanna. Haukur Már
hefur ásamt fleirum unnið að þessu
máli.
Guðmundur J. Guðmundsson, for-
maður Verkamannasambands íslands,
ræddi þróun húsnæðisbygginga allt frá
þvi er fyrstu verkamannabústaðirnir
voru reistir árið 1932. Fjallaði hann um
nauðsyn húsbygginga á félagslegum
grundvelli, bæði með forgöngu hins
opinbera og verkalýðsfélaganna i land-
inu. „Ótrúlega mörg reykvisk börn búa
við skerta heilsu alla ævi vegna lélegra
íbúða,” sagði Guðmundur. Hann vék
SHÐMÐIR GLUGOR
Með notkun staðlaðra glugga sparast tími,
fé og fyrirhöfn.
Biðjið arkitekt yðar um að nota þessar
gluggastærðir að svo miklu leyti sem hægt
er í hús yðar.
Ef þér notið staðlaða glugga frá okkur, þá
getið þér fengið gluggana með mjög stutt-
um fyrirvara.
Eigum á lager 9 stærðir af gluggum.
F1-V
140
F1-H
140
Einnig er hægt að fá gluggana án pósts og
merkjast þeir þá t.d. Dl-0. Ath. gluggarnir
séðir að utan.
FURUVELLIR 5
AKUREYRI. ICELAND
P. O. BOX 209
SlMAR (96)21332 og 22333
LGEIReVIMr
GGINGAVERKTAKAR
Vinsamlegast sendið mér upplýsingabækling:
Nafn _____________________________________
Heimili __________________________________