Dagblaðið - 28.04.1978, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 28.04.1978, Blaðsíða 1
4. ÁRG. - FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1978 — 89. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11. — AÐALSÍMI27022. Fógetim fékk Kristján P. tánadan í Guðbjartsmálið Strax efiir margumrædda handtöku Guðbjarts Pálssonar og Karls Guðmundssonar I Vogum á Vatns- leysuströnd, hóf Kristján Pétursson að yfirheyra Guðbjart. Beindist yfir- heyrslan nær eingöngu að meintu fjár- málamisferli Guðbjarts en ekki að hugsanlegu smygli á þeim varningi, sem I bifreið hans fannst. Á þeim tima var ekki annað vitað en að Kristján væri starfsmaöur tollgæzlu á Kefla- víkurflugvelli. Vaknaði því spurning um það, hvert hlutverk hans við yfirheyrslur hjá bæjarfógetaembætt- inu í Keflavík hefði verið. Nú er komið í Ijós, að bæjarfógetinn Fækkar hjá fógeta í Keflavík: „SKÝRIEKKIFRÁ i Keflavik, Jón Eysteinsson, óskaði eftir þvi við lögreglustjórann á Kefla- vikurflugvelli, að Kristján Pétursson mætti starfa við rannsókn á meintu fjármálámisferli Guðbjarts við sitt embætti. Var leyfi veitt til þess, að sögn Steingrims Gauts Kristjánssonar setudómara í handtökumálinu. „Huldumeyjarnar" hafa nú borið fyrir dómi, að við undirbúning hand- tökunnar hafi þær farið i bíl til Reykjavíkur með Hauki Guðmunds- syni og Viðari Olsen, fulltrúa, bæjar- fógetans i Keflavík, sem nú hefur sagt uppstarfi sinu þar. Þeir Haukur og Viðar Olsen hafa báðir neitað réttmæti þeirrar frá- sagnar. Hins vegar er Ijóst, að mjög fljótlega eftir handtökuna vissu þeir Kristján Pétursson og Viðar Olsen um hana. Sem fyrr segir hóf Kristján I áðurnefndu umboði að yfirheyra Guðbjart. BS/ÓV. m------------------*■ KRISTJÁN P. — hann var fenginn að láni af fógeta til að rannsaka starfsemi Guðbjarts heitins Pálssonar. ÞÆTTIHVERS OG EINS” — segir rannsóknarlögreglustjóri „Ég get því miður ekki skýrt frá þætti hvers og eins I þessu máli meðan rannsókn stendur enn yfir,” sagði Hallvarður Einvarðsson rannsóknar- lögreglustjóri I morgun þegar DB spurði hvaða játningar væru komnar fram við framhaldsrannsókn hand- tökumálsins. Blaðið hafði eftir Tímanum í gær að Viðar Olsen fulltrúi. og Víkingur Sveinsson varðstjóri við fógeta- embættið I Keflavik hefðu játað aðild sina að ólöglegri handtöku Guðbjarts Pálssonar og Karls Guðmundssonar. Eftir þvi sem DB veit nú bezt hefur Vlkingur ekki játað þessa aðild. Reyndistþvífrétt Tímansrörig. Jón Eysteinsson, bæjarfógeti I Keflavik, féllst í gær á lausnarbeiöni Viðars Olsen og veitti Vikingi Sveins- syni og Viðari Péturssyni lausn úr starfi á hálfum launum þar til rann- sókninni er lokið. Hallvarður Einvarösson sagðist í morgun leggja mikla áherzlu á að hraða rannsókninni. Hann vildi ekki spá um hvort henni yrði lokið um helgina. ÓV/BS Hvaðerípokanum? Hvað skyldi hann vera með I pokan- um maðurinn sá arna? Hann er kannske með allar sínar veraldlegu eigur, — kannske er þetta bara rusl, varla eru það jólagjafir, — þvi enn er langt til jóla. Þetta er greinilega sterk- ur maður, þvi fyrir utan fullan poka af.....einhverju er hann lika með stóra úttroðna tösku á öxlinni. DB-mynd Hörður. A.Bj. Orkustofnuní vanda: Tímakaup, Oðaaai — baksíða T ryggingafélagíð ber á borð hreinar blekkingar — sagði Guðjón Jónsson form. járniðnaðarmanna um viðgerð Rauðanúps Banniö við bráðabrigðaviðgerð á Rauðanúpi, sem nú er í slipp í Reykja- vik, stendur enn. Útgerðarfélagið Jökull hf. og Almennar trygg- ingar gáfu I gæij út tilkynningu um að tekið hefði vet;iðybrezku tilboði um viðgerð á skipinu. Sú viðgerð getur ekki hafizt fyrr en isl. járniðnaðar- menn hafa gert skipið sjófært og það siðan veriðdregið til Englands. „Ég tel það hreina blekkingu í fréttatilkynningu tryggingafélagsins að viðgerð á Rauðanúpi taki skemmri tima í Englandi en hér,” sagði Guðjón Jónsson form. Félags jániðnaðar- manna í morgun. „Þeir reikna alls ekki með þeim tíma sem fer í að draga skipið út og sigla þvi heim aftur að við- gerð lokinni. Þegar þetta bætist við viðgerðartímann munar engu á tíma- takmörkum enska og íslenzku til- boðanna," sagði Guðjón. „Þar að auki er sá möguleiki opinn hér að gera sérs.takar ráðstafanir til styttingar við- gerðartima, t.d. með vaktavinnu og lána menn milli smiöja vegna þessa verkefnis.” Ráðamenn hjá tryggingafélaginu vildu engu við bæta umfram það sem fram kom I fréttatilkynningunni í gær. Þar sagði að brezk skipasmíðastöð hefði gert hagstæðasta tilboðið hvað verð snertir og það verið langhagstæð- ast um viðgerðartíma, og það hefði úrslitaáhrif. Ráðamenn hjá Almennum kváðust hafa byggt sína skoðun á tilboðunum á skýrslu Ragnars Bjamasonar skoðunarmanns sem hefði annazt út- boðsgerð varðandi viðgerðina og mælt með brezka tilboðinu. Þeir vildu ekki tjá sig um hve lengi járniðnaöarmenn gætu staðið gegn bráðabirgðaviðgerð. Um síðastnefnda atriðið sagði Guðjón Jónsson „Um það fer ég ekkert að tilkynna í blöðum." ASt. íslandsmetLilju í Svíþjóð — SigurðurP. Sigmundsson sigraðiívíða- vangshlaupií V-Þýzkalandi — Víkingurgegn FHíúrslit bikarkeppni HSÍ — Sjá íþróttir bls. 14-19 Neytendur hafa vald — Sjá föstudags- kjallara Vilmund- arGylfasonar ábls. 11 Ennskotárás Rauðu herdeild- anna á Ítalíu— Óvissa eykst umafdrif Moros 15% Banda- ríkjamanna eiga íerfiðleikum vegna geðsjúkdóma — Sjá erl. fréttir bls. 8-9

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.