Dagblaðið - 28.04.1978, Side 2

Dagblaðið - 28.04.1978, Side 2
2 ✓ DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1978. — segir lesandi og fjallar um það sem hann kallar „helstefnu í mannlegum viðskiptunT. Fólk hefur ekki við annað að vera en að skoða vörusýningar, sem þarf að borga sig inn á Hvers vegna borga menn okurfé fyrirað skoða sölusýningu? ÞAÐ ER VERIÐ AÐ DREPA REYKJAVÍK Reykvikingur skrifar: „Loksins, loksins...” hugsaði ég, þegar ég sá klausu í Dagblaðinu á þriðjudag og svo aftur stærri frétt frá lesanda um bilasýninguna miklu austur á Ártúnshöfða. Já, loksins benti einhver fjölmiðlanna á þá ósvinnu að láta borga aðgangseyri að sölu og auglýsingasýningu. Sjálfur hef ég sótt sllkar sýningar ytra og minnist þess ekki að hafa verið krafinn um svo mikið sem gaddað sent fyrir. Þvert á móti, — þar var reynt að troða inn á mann alls kyns auglýsinga- bókum, pésum og minjagripum frá umboðunum. Þá fyrst tók þó í hnúkana, þegar ég ætlaði að fá sýningarskrána, sem ég taldi þó fullvist aö fylgdi 800 króna að- gangseyrinum. Nei takk, aðrar átta hundruð, takk fyrir. Minni háttar sjokk var veitingasalan. Ég hugsaði :OSTA BRAVA Dagflug á sunnudögum - mánu- dögum. Lloret de Mar eftirsóttasti skemmtiferðastaðurinn á hinni fögru Costa Brava strönd. Við bjóðum glæsilegar og friðsælar fjölskylduíbúðir Trimaran, rótt við Fanals baðströndina, einnig vin- sæl hótel. Ovenju litskrúðugt skemmtanallf. Sunnuskrifstofa með þjálfuðu starfs- fólki á staðnum. Farið verður: 3. og 21. maí, 11. júní, 2. og 23. júlf, 13. ágúst, 3. og 24. sept. Pantiö strax. UNNA * I Bankastræti 10. Símar 16400 - 12070 - 25060 - 29322. bara með mér, svona nýkominn aftur til fósturlandsins, að hér hlyti að rlkja hungursneyð. Verðið er alveg ótrúlegt I þessari óhugnanlegu veitingasölu en maturinn ekki I samræmi við prísana. En svo maður sé ekki alveg svartur, þá vil ég geta þess I leiðinni að sýning- in er vel sett upp, betur en margar erlendar og að þvi leyti sköpur um sínum til sóma. Þá vil ég líka mót- mæla þeim skrifum Grandvars á mið- vikudaginn að Evrópubílar séu óþægi- legri en amerískir. Þeir eru viðkvæm- ari en sætin eru yfirleitt miklu betur hönnuð en i þeim amerisku. Amerlsku sætin eru yfirleitt hörð og slæm að sitja í á langri keyrslu. Að lokum og kannski aðalatriðið og ástæðan til að ég hringdi: Hvers vegna sækja Reykvlkingar og íslendingar allir svo grimmt á vörusýningar? Ástæðan er sú aö höfuðborgin, sem , sr reyndar orðin stórborg I mörgu til- lili. er dauðleiðinleg borg. Hér virðist sárafátt við að vera. Og það sem verra er. Yfirvöldin virðast, óafvitað vonandi, vinna markvisst að því að drepa Reykjavik. Heilu borgar- hverfin (utan hverfanna innan Hringbrautar) eru aö mestu steindauð og þar alast upp ungmenni sem virðast aldrei komast í kynni við mannlif eins og það sem við þekkjum erlendis. Tilraunir til að lífga upp á miðborg- ina, viðskipta- og kaffihúsakjarnann, virðast vita dauðadæmdar vegna mót- þróa borgaryfirvalda og kannski lög- reglunnar. Maður sem hugðist selja pylsur á danskan máta I göngugötunni fékk víst þvert nei. Menn sem voru að gutla á gitar í göngugötu voru handteknir! Maður sem var að sýna málverk á Lækjartorgi var líka færður á stöðina! Hressingarskálinn virðist eina kaffi- húsið við götuna, einu sinni voru þau víst 7—10 talsins og mannlifið iðandi við „rúntinn”. Hér verður að taka til hendinni. Öll viljum við að Reykjavík verði sú hin sama borg og við sem nú nálgumst miðjan aldur kynntumst á sinum tima. Þessi helstefna í mannlegum við- skiptum verður að víkja. Hvernig væri að borgarstjórinn fleygði grænu bylt- ingunni og boðaði „meira mannlíf’ í Reykjavík næstu fjögur árin? DB-mynd: Hörður. Barnakerrur geta munaðarvarnings. ekki talizt til Bama- kernir ekki lúxus- kerrur Lesandi hringdi og langaði til þess aö vekja athygli á því óréttlæti að greiða þurfi 50% toll, 16% vörugjald og 20% söluskatt af bamakerrum. Geta þær talizt lúxus? Þegar kíkt er í tollskrá kemur í Ijós að ríkið nælir sér I, að þvi er almenn- um borgara finnst, óeðlilega stóran hlut af nærri öllum vörum sem fluttar eru til landsins. 1 raun og veru er verðlag alls ekki hátt hér á landi, aðeins ef ríkið tæki ekki jafn óheyrilega stóran hlut til sin. Útlendinga rekur í rogastanz er þeir heyra um t.d. bílverð hér, eða verð á litsjónvarpstækjum. Þótt leitað væri með logandi ljósi í Bandaríkjunum er til efs að þar sé hægt að finna jafndýr sjónvarpstæki og fást hér á landi, nema þá að þau væru skreytt með dýr- indis loðskinnum og eðalsteinum! Nokkurra ára gamlir amerískir udar kosta hér á landi meira en splunkunýj- ar lúxuskerrur kosta vestanhafs! r r OFULLNÆGJANDIBIOAUGLYSINGAR 0G EINHUÐA ÍÞRÓTTASKRIF Karl hringdi: Mig langar til þess að koma þremur athugasemdum á framfæri. 1. Bióauglýsingarnar I DB voru miklu betri eins og þær voru áður. Eins og þær eru nú gefa þær nákvæmlega engar upplýsingar (eða í það minnsta mjög litlar) um hvaða myndir er verið að sýna. 2. Ég vildi leyfa mér að bepda þeim feðgum Halli Sfmonarsyni og Halli Hallssyni á að það eru fleiri félög en Víkingur sem leika handbolta og einnig fleiri góðir leikmenn en Páll Björgvinsson. 3. Ég vil taka undir með þeim sem telja að söluturninn gamli eigi ekki heima þar sem hann er nú, i göngu- götunni, heldur uppi í Árbæ. GISSUR SIGURÐSSON Raddir lesenda

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.