Dagblaðið - 28.04.1978, Blaðsíða 26
30
1
GAMLA BIO
Kyikinyndir
FÖSTUDAGUR
Austurbæjarbíó: Hringstiginn kl. 5, 7, 9. Bönnuð
Kisulóra
Skemmtilega djörf þýzk gamanmynd; í
litum.
íslenzkur texti
Sýnd kl. 5,7 og 9.
Bönnuð innan 16 ára.
Nafnskírteini
innan lóára.
Bæjarbfó: Tuttugu og ein klukkustund í Miinchen kl.
9. Bönnuðbörnum. •
Gamla bíó: Kisulóra kl. 5, 7, 9. Bönnuð innan 16 ára.
NAFNSKÍRTEINI.
Hafnarbíó: Einræðisherrann kl. 3, 5.30, 8.30, 11.
Háskólabíó: Sigling hinna dæmdu kl. 5,9.
Laugarásbíó: öfgar í Ameríku kl. 5, 9, 11. Innsbruck
1976, vetrarólympíiijeikarnir, kl. 7.
Nýja bíó: Fyrirb-vðinn kl. 5, 7.10, 9.15. Bönnuð
innan 16 ára.
Regnboginn: A: The Reivers' kl. 3, 5, 7, 9, 11. B:
Demantaránið mikla kl. 3.05, 5.05, 7.05, 9.05, 11.05.
C: Rýtingurinn kl. 3.10. 5.10 7.10, 9.10, 11.10. D:
MANON kl. 3.15,5.15,7.15,9.15, 11.15.
Stjörnubíó: Emanuelle I kl. 5, 7 9. Bönnuð innan 16
ára.
Kaffivagninn
Grandagarði
Alls konar veitingar
Opnar snemma —
Lokarseint
I1S9
Föstudagur
28. apríl
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar.Við
vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Saga af Bróður Ylfing”
eftir Friðrik Á Brekkan. Bolli Gústavsson les
(II).
15.00 Miðdegistónleikar. György Sandor leikur
á pianóSónölu nr. 1 i f-moll, op. I eftir Sergej
Prokofjeff. Gervase de Peyer og Eric Parkin
leika Fantaslu-sónötu fvrir klarínettu og píanó
eftir John Ireland. Melu» tónlistarflokkurinn
leikur Kvintett i A-dúr fyrir blásturshljóðfæri
op. 43 eftir Carl Nielsen.
15.45 Lesin dagskrá næstu viku.
16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veður-
fregnir).
16.20 Popp.
17.30 Útvarpssaga barnanna: „Steini og Danni á
öræfum” eftir Kristján Jóhannsson. Viðar
Eggertsson les (6).
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrákvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar.
19.35 Viðfangsefni þjóðfélagsfræðinga. Stefán
Ólafsson þjóðfélagsfræðingur flytur loka-
erindi flokksins og fjallar um atvinnu-
rannsóknir.
20.00 Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands I
Háskólabiói kvöldið áður — fyrri hluti.
Flytjandi með hljómsveitinni er Filharmóniu
kórinn. Stjórnandi Martcinn H. Friðriksson.
Einsöngvarar: Sieglindc Kahmann, Rut L.
Magnússon, Sigurður Björnsson og Halldór
Vilhelmsson. a. „Greniskógurinn” eftir
Sigursvein D. Kristinsson (frumflutningr) b.
Te Dcum eftir Zoltan Kodály. — Jón Múli
Árnason kynnir tónleikana.
20.50 GestagtaggL Hnlli tWfB—|j|Éiy
þætti um listir og menningarmál.
21.40 Ljóðsöngvar eftir Felix Mendelssohn.
Peter Schreier syngur; Walter Olberts leikur á
píanó. \
22.05 Kvöldsagan: Ævisaga Sigurðar Ingjalds-
sonar frá Balaskarði. Indriði G. Þorsteinsson
les (3).
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
22.50 Áfangar. Umsjónarmenn: Ásmundur
Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson.
23.40 Fréttir. Dagskrárlok.
Valborgarmessa
Valborgarmessuhátíð íslenzk-sænska félagsins
verður haldin nk. sunnudagskvöld kl. 20.00 í
Fáksheimilinu.
Aðgöngumiðasala verður í Norræna húsinu
í dag til kl. 19.00.
Stjórnin
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla
í Reykjavík vegna sveitarstjórnarkosninga 1978 hefst
sunnudaginn 30. apríl nk.
Kosið verður í Miðbæjarskólanum alla virka daga kl.
10—12, 14—18 og 20—22, sunnudaga og helgidaga kl.
14—18.
Mánudaginn 1. mai nk. verður aðeins kosið kl. 10—
12- Borgarfógetaembættið i Raykjavik
Tjáningarfrelsi
er ein meginforsenda þess
að frelsi geti viðhaldist
r ___ •
S
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1978
Útvarp
Sjónvarp
9
Útvarpið í kvöld kl. 20,50: Gestagluggi
Síðasti gestaglugginn
Síðasti gestagluggi Huldu Valtýsdótt-
ur er á dagskrá útvarpsins í kvöld kl.
20,50.
Sagðist Hulda m.a. ætla að ræða við
Jónas Árnason um nýtt leikrit eftir hann
Valmúinn springur út á nóttunni, en
þetta leikrit er einmitt núna verið að æfa
hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó.
Þá mun hún ræða við Hrafn
Gunnlaugsson framkvæmdastjóra Lista-
hátíðar ’78 um listahátíðina í vor. Mun
undirbúningur hennar vera þó nokkuð
veláveg kominn.
Einnig verður . rætt við Elvu Björk
Gunnarsdóttur borgarbókavörð um
Borgarbókasafnið en Elva hefur gegnt
þessu starfi í 2—3 ár.
Að síðustu les Hjörtur Pálsson Ijóð,
sem hann velur sjálfur.
Sagði Hulda þetta vera síðasta gesta-
gluggann og að ekkert hefði enn verið
um það talað hvort eitthvert framhald
yrði á þeim þáttum síðar.
Þættir Huldu hafa verið sérstaklega
skemmtilegir og fróðlegir og munu
væntanlega margir sakna þeirra og óska
eftir áframhaldi síðar.
Þátturinn er tæplega klukkustundar
langur. RK
Hulda Valtýsdóttir á lof skilið fýrir
skemmtilega og fróölega þætti í út-
varpinu í vetur. » >
Útvarpið í kvöld kl. 20,00: Tónleikar Sinfóníunnar
Sinfónían og
Fílharmóraan
Martcinn Hunger Friðriksson er stjórn-
andi á hljómleikunum i kvöld kl. 20.00.
Siðastliðinn fimmtudag voru haldnir
tónleikar i Háskólabiói á vegum
Sinfóniuhljómsveitar íslands og frum
flutti Söngsveitin Filharmónia á þeim
tónleikum þrjú verk undir stjórn
Marteins Hunger Friðrikssonar.
t kvöld kl. 20.00 fáum við að hlýða á
fyrri hluta tónleikanna í útvarpinu og
mun Jón Múli Árnason sjá um
kynningu.
Flutt verður verk eftir Sigursvein D.
Kristinsson, Greniskógurinn, sem hann
samdi árið 1974. Verkið er samið fyrir
hljómsveit, baryton og kór við texta
samnefnds kvæðis Stephans G.
Stephanssonar.
Þá verður einnig flutt Te Deum
eftir Zoltan Kodály, sem samið ,ur I
tilefni af því að 250 ár voru liðin frá
frelsun Buda úr höndum Tyrkja. Áuk
hlutverks kórsins, sem er mjög stór, eru
fjórir einsöngvarar og stór hljómsveit.
Verkið er sungið á latínu af þeim
Sieglinde Kahmann, Rut L. Magnús-
son, Sigurði Björnssyni og Halldóri
Vilhelmssyni.
Að síðustu verður flutt verk eftir
Jóhannes Brahms, Sigurljóð
(Triumplied), sem er hið viðamesta af
þessum þremur verkum. Verkið er fyrir
8 radda kór, baryton og hljómsveit. Það
er samið 1870—71 við texta úr
opinberunarbókinni. Það hefur notið
mikilla vinsælda en hefur að því er bezt
er vitað aldrei verið hljóðritað á hljóm-
plötu. Verkið er mjög stórt i sniðum og
skiptist í þrjá kafla.
Þessir tónleikar Sinfóníunnar og
Fílharmóníunnar verða endurteknir
laugardaginn 29. april kl. 14.30 í Há-
skólabíói.
-RK.
Sjónvarpí kvöld kl. 20,35: Margtbýrí myrku djúpi
FURÐUDÝRí
ÚTHÖFUNUM
„Myndin fjallar um rannsóknir
brezkra visindamanna á sjávardýrum
sem lifa í sjónum út af Grænhöfða i
Atlantshafinu,” sagði Óskar Ingimars-
son en hann er þýðandi og þulur
heimildamyndarinnar Margt býr i
myrku djúpi, sem er á dagskrá
sjónvarpsins I kvöld kl. 20.35.
Sagði Óskar að myndin hæfist á
markaði i Corunna á Spáni, en þar eru
seld alls kyns undarleg sjávardýr. Eftir
heimsóknina ámarkað þennan fáum við
síðan að sjá hvar þessi dýr eru veidd,
hvernig þau eru veidd og hvernig þau
líta út.
Þar sem þessi dýr lifa á 1500-
2000 m dýpi eru notuð sérstök net til
veiðanna sem ná svona langt niður.
Margir af fiskunum eru útbúnir
nokkurs konar Ijósabúnaði og fáum við
að sjá hvernig hann er gerður.
Þar sem hér er um að ræða mikið
dýpi er ekki unnt að kafa alla leið niður
k botn nema í köfunarkúlum, en þvi
miður fáum við ekki að verða vitni að
slíkri köfun í þessari mynd.
Að undanförnu hefur ofurkapp verið
lagt á könnun himingeimsins og oft
’leymist að verulegur hluti jarðar er
;nn ókannaður. Eru þessi undirdjúp og
lifið í þeim við Grænhöfða gott dæmi
um stað sem lítið sem ekkert hefur
Eitt furðudýranna sem verða gerð'
nánari skil i brezku fræðslumyndinni i
sjónvarpinu i kvöld kl. 20.35.
verið kannaður enn þá.
Myndin er aðeins tæplega hálfrar
klukkustundar löngogert litum. -RK.
Sjónvarpí kvöld kl. 21,00: Kastljós
Kröfluvirkjun er á dagskrá Kastljóss i kvöld kl. 21.00.
Krafla
1 Kastljósi í kvöld verður rætt um
Kröfluvirkjun í framhaldi af Kröflu-
skýrslu iðnaðarráðherra, Gunnars
Thoroddsens, en höfundur skýrslunnar
er Júlíus Sólnes. 1 þessari 220 blaðsíðna
löngu skýrslu kemur fram að áætlaður
heildarkostnaður við Kröfluvirkjun er
11,2 milljarðar króna. 1 skýrslunni er
einnig lögð á það áherzla að koma
virkjuninni sem fyrst í rekstur til að
bæta úr raforkuástandinu á Norður-
landi. Einnig kemur þar fram að leita
verður að nýju vinnslusvæði fyrir bor-
anir til þess að afla þeirrar gufuorku sem
nauðsynleg er. Hefur jafnvel komið til
greina að hefja nýjar boranir í Náma-
fjalli.
Umsjónarmaður Kastljóss í kvöld er
Ómar Ragnarsson og sagðist hann ætla
að fá nokkra menn til spjalls við sig i
sjónvarpssal. Meðal þeirra eru þeir Jón
Sólnes og Vilmundur Gylfason. Einnig
mun hann taka fólk tali á götum Reykja-
víkur og Akureyrar og spyrja það álits á
Kröfluvirkjun og áframhaldandi aðgerð-
um þar.
Þátturinn er I litum óg einnar klukku-
stundar langur.
RK