Dagblaðið - 28.04.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 28.04.1978, Blaðsíða 10
10 immunw frjálst, nháð dagblað Útgefandi Dagbladið hf. Framkveamdastjóri: Svoinn R. EyjóHsson. Ritstjón: Jónas KHstjónsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrrfstofustjóri ritstjómar Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Aðstoóarfréttastjóri: Atli Steinarsson. Handrit Asgrimur Pálsson. Btaóamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefónsdóttir, Gissur Sigurðs- son, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jónas Haraldsson, ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lór. Ljósmyndir. Ámi Póll Jóhannsson, Bjamleifur BjamleHsson, Hörður Vilhjólmsson, Ragnar Th. Sigurös- son, Sveinn Pormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkori: Próinn ÞorieHsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson Dreffingarstjóri: Mór E. M. Halldórsson. Ritstjóm Siðumúla 12. Afgreiðsla Þverholti 2. Áskriftir, auglýsingar og skrHstofur Þveriiotti 11. Aðal- simi blaðsins 27022 (10 linur). Áskrift 1850 kr. ó mónuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Setning og umbrot Dagblaðið hf. Siðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19. Víturá ráöherra Sérfræðingarnir í Seðlabankanum hafa á undan- förnum árum annað veifið mannað sig upp í að gagnrýna efnahagsstefnu ríkis- stjórnarinnar, en jafnan með hógværum hætti. Segja má, að bragð sé að óstjórn- inni í ríkisfjármálum, þegar jafnvel þessir kerfismenn geta ekki orða bundizt. Óvenju hvöss gagnrýni fólst í ræðu Jóhannesar Nordal seðlabankastjóra á ársfundi bankans fyrr í vikunni. Margir munu taka undir ummæli Kristjáns Friðriks- sonar iðnrekanda og frambjóðanda Framsóknar, er hann sagði á borgarafundi ungra framsóknarmanna í vikunni, að Seðlabankamenn hefðu fyrir löngu átt að hóta að segja af sér, ef fjármálaráðherra og ríkisstjórn héldu áfram að spilla efnahagsmálunum. Fólk vill að vísu ekki, að Seðlabankinn taki meiri völd en hann hefur, en engu að síður ættu hagfræðingar að hafa svipaða stöðu og fiskifræðingar. Þeir ættu stöðugt að benda á vitleysuna í efnahagsmálum og gera tillögur um úrbætur. Þetta hafa fiskifræðingaíiui í kerfinu gert, og mönnum líkar vel. Jóhannes Nordal rakti í ræðu sinni, hversu skuld ríkis- sjóðs við Seðlabankann hefur sífellt vaxið, og sagði, að allt kapp hefði átt að leggja á, að ríkissjóður bætti stöðu sina, jafnskjótt og efnahagsbati gerði slíkt kleift. „Úr því hefur þó ekki getað orðið þrátt fyrir verulegan efnahags- bata undanfarin tvö ár,” sagði Jóhannes Nordal. „Að vísu batnaði afkoma ríkisins mikið milli áranna 1975 og 1976, þótt ekki næðist fullur jöfnuður, og var því enn meiri nauðsyn á því, að það tækist að snúa þróuninni við með afgerandi hætti á síðastliðnu ári. Sú staðreynd, að þetta hefur ekki tekizt en skuldir ríkissjóðs við Seðla- bankann haldið áfram að vaxa, hefur valdið bankastjórn og bankaráði vaxandi áhyggjum, enda er hér tvímæla- laust komið langt umfram það, sem samrýmanlegt er stefnumörkun Seðlabankalaganna,” sagði bankastjórinn. Meðalskuldir ríkissjóðs við Seðlabankann námu á síðast- liðnu ári fjörutíu og einum af hundraði af ráðstöfunarfé bankans í formi innstæðna frá bankakerfinu og seðla- veltu en fimmtán af hundraði af öllu ráðstöfunarfé alls bankakerfisins i formi innstæðna og peningamagns. Bankastjórinn sagði sem sagt berum orðum, að ríkis- stjórnin hefði brotið gegn stefnu Seðlabankalaganna. Þessi fyrirgreiðsla við ríkishítina var því aðeins mögu- leg, án þess að gjaldeyrissjóðir væru skertir verulega, að Seðlabankinn hefur á undanförnum árum tekið fé að láni hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og endurlánað það ríkissjóði. Þessi lán þarf að greiða að mestu leyti á næstu fjórum til fimm árum. Ríkissjóður verður því að endur- greiða skuldir sínar við Seðlabankann á því tímabili. Fjármálaráðherra kastar þessum steini til næstu ríkis- stjórnar. Hún skal fá að leysa þennan vanda. Jafnframt var nú í vikunni gengið frá samningi ráðherrans og Seðlabankans, þar sem ríkisstjórn eru settir harðari kostir en fyrr og sagt, að verði sláttur ríkissjóðs meiri en greiðsluáætlanir gera ráð fyrir, skuli það jafnað innan hvers fjárhagsárs eða með lántöku utan Seðlabankans. Næsta ríkisstjórn hefur því takmarkaðri sláttumöguleika en núverandi stjórn, en almenningur fær að leggja það fram, sem til þarf, svo að gatið, sem óstjórnin skilur eftir, verði fyllt. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1978. í SaudhArabía: v FRUMSKILYRDI AÐ VERÐA SÉR ÚTIUM VATN Miklar áætlanir í gangi um vatnsvinnslu úr sjó og kalksteinsjarðlögum — verð á bensíni smámunir miðað við verð á vatnssopa Vatn er dýrmætt í Saudi-Arabíu og miklar áætlanir eru í gangi um vatns- framleiðslu, þar sem saltvatn er hreinsað í stórum stil. Stjórnvöld í Saudi-Arabíu hafa veitt 23 milljónum punda til brezks fyrirtækis, Ground- water Developments, en fyrirtækið mun kanna vatnsmagn í jarðlögum í eyðimörk Saudi-Arabíu á næstu þremur til fjórum árum. Landsvæðið sem kannað verður er alls 135 þúsund fermilur að stærð, eða rúm- lega þreföld stærð lslands. Á þessu svæði vonast Saudi-Arabar til að koma upp mikilli akuryrkju með nýtingu grunnvatns, sem talið er að sé í miklu magni í kalksteinslögum undir eyðimörkinni. Brezka fyrirtækið mun kanna magn og gæði þessa vatns og hagkvæmni við nýtingu þess. Fyrir utan vatns- könnunina mun fyrirtækið kanna gerð jarðvegs á þessum slóðum og kanna hvort hægt mun að koma upp akur- yrkju, sem skila mun hagnaði. Ef það kemur i ljós að hægt verður að koma upp akuryrkju með þvi að nýta vatn i jarðlögunum verða í byrjun gerðar tilraunir til þess að kanna með hvaða hætti hentugast verður að standa að landbúnaðarfram- leiðslu á þessum slóðum. Komið verður upp tveimur tilraunabúum, sem hvort um sig mun ná yfir 250 ekrur lands, þar sem reyndar verða mismunandi aðferðir við framleiðsl- una. Vatn unnið úr sjó Það er grundvallarskilyrði fyrir áframhaldandi framþróun í Saudi- Arabiu að útvega meira vatn og á næstu árum er ekki búizt við að mest vatn fáist úr neðanjarðarlindum heldur verði salt unnið úr sjó og vatnið síðan notað. Ráðuneyti sem fer með landbúnaðarmál og vatnsöflun var sett á laggirnar i Saudi-Arabiu árið 1954. Síðasta fimm ára áætlun sem ráðuneytið setti fram gerði ráð fyrir mikilli fjárfestingu og ekki færri en eitt þúsund holur hafa verið boraðar eftir vatni og tuttugu áveitustíflur hafa verið byggðar. Þá hafa verið sett ný vatnskerfi í borgirnar Riyadh og Jeddah. Það er grundvallarskilyrði fyrir Saudi-Araba að finna vatn, þvi án þess er ekki hægt að framkvæma iðnaðar- áætlanir þær sem í bígerð eru, eða bæta félagslega þjónustu. Vatns- magn í landinu er í algeru lágm'arki og þvi er örvænting íbúa landsins skiljan- leg. Eitt af mestu þurrkasvæðum veraldar Saudi-Arabía er eitt af mestu þurrkasvæðum veraldar. Ársmeðalúr- koma á yfir 80% landsins er innan við 100 mm. Aðeins á hálendi landsins og I suðvesturhluta þess er úrkoma meiri, eða um 500 mm á ári. Hár sumarhiti og sáralítil úrkoma valda því að vatn er dýrmætara en gull. Hin litla úrkoma gufar fljótt upp í hinum mikla hita. ORD OG ÆÐI — Um sýningu Ingibergs Magnússonar í Galleríinu, Suðurgötu 7 Á einum vegg á sýningu Ingibergs MagnússonarT Galleríinu að Suður- götu 7 hangir eins konar formáli að verkunum, þar sem höfundur lýsir því yfir að upp sé risjh ný stétt embættis: manna og stjórnmálamanna á íslandi sem villi af ásettu ráði um fyrir al- menningi, m.a. meö sérstöku málfari og einokun á fjölmiðlum, til þess eins að treysta sjálfa sig í sessi, að því mér skilst. Þetta.-er borgarastéttin, segir Ingiberg ennfremur og er myndum hans ætlað að afjúpa hræsni hennar. Einhver mundi sjálfsagt halda því fram að það væri sæmilega kotroskinn listamaður sem ætlaði myndum sínum svo stórt hlutverk og menn þurfa heldur ekki að vera miklir kverúlantar til að koma auga á göt i röksemdafærslu hans. Engin af hjúpun Hvaö um það, slikur eldmóður gefur fyrirheit um hressileg myndræn átök, því það eru jú myndimar sem eiga að sannfæra en ekki meðfylgj- andi textar. En ekki haldast orð og æði i hendur á þessari sýningu Ingi- bergs. Við sjáum í meðallagi haglegar dúkristur af mislitum mannamyndum, vafrandi stefnulaust hver innan um aðra. Eitt andlitið virðist vera Jónas Haralz, önnur eru torkennileg, en jakkaföt þeirra og bindi virðast vera hámark borgaraskaparins, — þvi allt fas persónanna, tengslin milli þeirra og myndræn staða þeirra, segja bókstaf- lega alls ekki neitt. Það ér erfitt að skilja hvernig svo glöggur maður sem höfundur er, hefur getað séð í þessum myndum sínum einhvern sann- færingarkraft og eina afhjúpunin S,,—.............. sem á sér stað í þeim, varðar tækni- lega getu og hugmyndaflug lista- mannsins. Skortir herzlumuninn Meiri fjölbreytni og tilþrif er að finna íætingum, akvatintum höfundar, þar sem hann beinir skeytum sínum að auglýsingaiðnaðinum, lýðforingjum og utanlandsferðum að því mér sýnist. En ávallt skortir herslumuninn, —við höfum séð þetta áður og betur gert. Manni finnst eins og í sífellu sé verið að sannfæra mann um að 2X2 séu 4. Teikningar Ingibergs eru sennilega bestu verk sýningarinnar. Þar vantar ennþá eitthvað upp á liðugheitin í vinnubrögðunum og mótaðan per- sónuleika, en þó skina út úr þeim næstum rómantisk innilegheit sem eru bakkarverð Nr. 12 „Mikilvægar persónur” /S Myndlist AÐALSTEINN INGÓLFSSON J

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.