Dagblaðið - 28.04.1978, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 28. APRlL 1978.
Gallerí Suðurgata 7 með miklu lífi í sumar:
TEKUR TÓNUSTINA UKA
Á SÍNA ARMA
Margl stendur nú til hjá
gallerísmönnum i Suöurgötu 7. Með
sumrinu hyggjasl þeir víkka út starfsemi
sína og hætta að vera eingöngu með
myndlist og kvikmyndir en bæta hljóm-
listinni við. Munu Bretarnir Evan
Parker og Derek Bailey ríða á vaðið með
tónleikum einhvern tima í sumar. Þessir
menn eru upphafsmenn svonefndrar
Spunahreyfingar.
En myndlistin hefur líka sinn gang þó
tónlistin bætist við. Nýlega var „Gallerí
Rithöfundaþing:
Ræða tölvutækni
oggervihnetti
Ný viðhorf vegna tölvutækni og fjar-
skipta um gervihnetti verða meðal þeirra
málaflokka sent fjallað verður um á
þriðja rithöfundaþingi Rithöfundasant-
bands íslands sem haldið verður i
Norræna húsinu um næstu helgi.
Tvö fyrri þingin voru haldin árin
1969 og 1974.
Auk áðurgrcindra mála verða ýniis
brýn hagsmunamál rithöfunda rædd á
þinginu en þvi lýkur með aðalfundi Ril-
höfundasambandsins á sunnudag. -HP.
Nokkrir af aðstandendum Galleris Suðurgötu 7 á l'undi með blaðamönnum þar sem
starfsemin fyrir sumarið var útlistuð. DB-mynd Hörður.
taska” opnað í Suðurgötunni en á laug-
ardag opnaði lngibergur Magnússon þar
einkasýningu.
Þegar henni er lokið sýnir Gylfi'
Gíslason verk sín. New York lista-
maðurinn Brian Buczak kemur syo að
utan seint i júni með myndir sínar sem
hann hefur meðal annars unnið eflir
mælingum gallerísmanna af Suðurgötu
7 og umhverfi.
í júli kemur svo Peter Schmidt og i
ágúst verður opnuð sýning Georgs
Brecht og Stephens Kulowsky. Seinna i
þeim mánuði kemur svo Gabor Atalai. 1
september sýnir svo Bjarni Þórarinsson.
Aðsókn að Gallerí Suðurgötu 7. hefur
verið mjög góð að sögn aðstandenda
þess og er ekki yfir neinu að kvarta hvað
það varðar. Hitt þótti mönnum galli að
þegar frábærir erlendir listamenn væru
að flytja hingað verk sín yrði enginn til
þess að kaupa þau og færu þau alltaf
aftur úr landi. Það væri mikil synd, að
söfn, að minnsta kosti, skyldu ekki grípa
þess konar tækifæri til að auðga sig og
þjóðina um leið.
-DS.
M Sfc™#------------
kákklúbbur Flugleida.
Flugleiöamenn
snjallir við taflborðið:
Unnu
Evrópukeppni
flugfélaga
í skák
Skákklúbbur Flugleiða hf. keppir
næstkomandi laugardag við sigurveg-
arana úr Evrópukeppni flugfélaga i skák
sem fór fram í Vínaborg sl. haust.
Evrópukeppnin fór fram í Vinarborg.
Þar leiddu saman hesta sína 14 sveitir
frá 13 flugfélögum i Evrópu og EL-AL
frá ísrael. A-sveit austurríska
flugfélagsins Austrian Airlines vann þar
naumlega en fast á hæla sigursveitinni
kom skáksveit Flugleiða hf.
Spænska leiguflugfélagið AVIACO
varð i 3. sæti, EL-AL i 4. sæti og SAS i
5. sæti.
Flugleiðasveitina skipa þessir menn:
Björn Theódórsson, Hörður Jónsson,
Andri Hrólfsson, Hálfdán Hermanns-
son, Birgir Ólafsson, Hrafn Sigurhans-
son, Sigurður Gíslason og Ólafur Inga-
son.
Framntnistaða islenzku flugliðanna i
Evrópukeppninni vakti mikla athygli og
er tvimælalaust góð landkynning.
Vegna góðsárangurs í Evrópukeppninni
var svo Flugleiðasveitinni boðin þátt-
taka í skákmóti i Zurich sl. janúar, Swiss
Air Cup, sem þá var háð í 6. skipti.
Skáksveit Flugleiða hf. gerði sér lítið
fyrir og vann þessa keppni sem 12 stór-
fyrirtæki tóku þátt i. Hlaut islenzka
sveitin 27 1/2 vinningaf 44 mögulegum í
fjögurra ntanna sveitakeppni. Keppnin
var mjög hörð og tvísýn.
Skákklúbbur Flugleiða hefur gert sér
grein fyrir þýðingu svo góðrar
frantmistöðu til landkynningar. Kemur
þetta m.a. frant i bréfsefni skákklúbbsins
sem er smekkiega skreytt myndum af
kunnum og fögrum stöðum á Islandi.
Undanfarin ár hefur Skákklúbbur
Flugleiða keppt við eftirtalin flugfélög,
bæði heima og heiman: SAS
Kaupmannahöfn, BA London, British
Airways, London, Finnair og Air Lingus
írlandi. Hefur Flugleiðasveitin unnið
allar þessar keppnir.
Laugardaginn 6. maí næstkomandi er
Flugleiðaskáksveitinni boðin þátttaka í
10 sveina skákkeppni í Finnlandi i tilefni
20 ára afmælis starfsmannafélags
Finnair.
í samvinnu .við SAS og Finnair er
stefnt að þvi að halda Norðurlanda-
skákmót flugfélaga. Sennilega verður
það háð í Kaupmannahöfn, ef úr
verður.
Þá er á dagskránni alþjóðlegt skákmót
flugfélaga, International Interline
Chess Tournament, sem háð verður i
Rio De Janeiro dagana 30. mai til 2. júní
næstkomandi.
Skáksveit Flugleiða hf. hefur með
frammistöðu sinni vakið verðskuldaða
athygli víða um heim. Hefur skák-
klúbburinn ekki látið ónotuð góð
tækifæri til þess að kynna bæði félag
sitt, Flugleiðir hf„ sem og land sitt og
þjóð. í fáum starfsgreinum gefst jafn-
gott tækifæri til umgengni ogsamstarfs
við stéttarfélaga um viða veröld eins og
þeim sem tengdar eru flugrekstri.
Frammistaða Skákklúbbs Flugleiða hf.
hefur vakið athygli sem fyrr segir.
Verður fróðlegt að fylgjast með næstu
mótum. sem hann tekur þátt. i.
-BS.
GÓÐ
SENDING
Við getunt fullyrt að koma Önnu
Moffo til íslands 26. október nk. verður
mikill viðburður. Moffo er heimsfræg
sópransöngkona og höfum við oft heyrt
hana í útvarpinu. Koma hennar hingað
til lands er i tilefni af 20 ára afmæli
Fulbright-stofnunarinnar á íslandi og í
samvinnu við Háskóla íslands. Myndin
er af söngkonunni.