Dagblaðið - 03.05.1978, Blaðsíða 2
2 ;
/■
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1978.
EKKIVERÐUR TEKIÐ MARK
A rAðherraundirskrift
KJARASAMNINGA í BRÁÐ
Haraldur Guðnason skrifar:
Stundum leíkur vafi á því hvort hv.
þingmönnum sé alvara eða ei þegar
þeir flytja sum mál á alþingi.
Á þingi þessu í ár fluttu þeir
GunnarSveinssonoglngvar Gislason
þingsályktunartillögu svohljóðandi:
„Alþingi ályktar að fela félagsmála-
ráðherra að undirbúa i samráði við
aðila vinnumarkaðarins frv. til laga er
feli í sér að ríkisstjórnin sé á hverjum
tíma virkur aðili að heildarkjara-
samningi um kaup og kjör í landinu,
ásamtaðilum vinnumarkaðarins.”
Er nú fyrst til að taka að Jóni Sólnes
þótti komið í óvænt efni ef tillögugrey
þetta yrði samþykkt, þá væri nú
skammt í Sovét island og ekki gaman
að lifa. Reyndu tillögumenn að róa
Sólnes.
Öðrum fannst ekki ábætandi af-
skipti ríkisstjórnar varðandi kaup og
kjör, þar sem hún var þá nýbúin að
rifta samningi sem hún gerði við 12
þús. ríkisstarfsmenn, og lika öðrum
Dagflug á þriðjudögum. Hægt að
velja um dvöl í hinum undurfagra
ferðamannabæ vi'ð Napolíflóann,
ævintýraeyjunni Kaprí eða hinni
sögufrægu og fögru Rómaborg,
borginni eilífu.
(slensk skrifstofa Sunnu í Sorr-
entó og Róm.
Farið verður: 4. og 25. aprfl, 16.
maí, 6. og 27. júní, 18. júlf, 8. og 29.
ágúst og 19. sept. Pantið strax.
SVNNA
Bankastræti 10. Símar 16400
12070 - 25060 - 29322.
samningum, sem þessi svokallaða
stjórn gerði ekki, heldur atvinnurek-
endur, sem eru raunar ekki annað en
taglhnýtingar stjórnarinnar.
Gunnar og Ingvar sögðu náttúrlega
já og amen þegar fóstbræðurnir
Ólafur og Geir kipttu í spottann og
sögðu þeim að samþykkja ógildingu
nýgerðra samninga. Svo vilja þessir
menn láta taka sig alvarlega — eða er
það ekki? Kannski hafa þeir undirbúið
málið meðan enn var tekið mark á
orðum ríkisstjórnarinnar, en svo
gleymt að kippa þvi til baka?
Ingvar þvertók fyrir að þessi mála-
tilbúningur væri grin um stjórnina og
sagði orðrétt: „Sannleikurinn er sá að
þó við (þ.e. flutningsmenn till.) höfum
verið dálitið grinaktugir i bernsku og
frameftir unglingsárum hér fyrrum, þá
litum við náttúrlega afskaplega alvar-
legum augum á rikisvaidið.......” Þótti
engum mikið eftir að hafa setið á þingi
i áratugi.
En það eru fleiri en Ingvar og
Gunnar sem líta ríkisvaldið alvar-
legum augum, ríkisvald sem stendur
ekki við gerða samninga, og hefur
trúlega gert þá með það i huga að
brjóta þá innan tíðar.
Af þeirri reynslu sem fengin er að
ýmsum fyrri ríkisstjórnum, og sérílagi
af þeirri sem nú situr og væntanlega
fær bráðum hvíldina, er ólíklegt að
tekið verði fyrirvaralaust mark á
ráðherraundirskrift við gerð kjara-
samninga. Og það getur tekið langan
tima að vinna að nýju það sem glatast
hefur.
Bréfritari telur að það muni taka
ráðherra langan tima að vinna aftur
það traust er þeir hafa nú glatað.
Sósíalisti, eða vaxandi breidd
Gestur Kristinsson, Suðureyri, skrifar:
Þegar maður hefur i tvo áratugi
kallað sig sósíalista, og reynt að koma
fram sem slikur, hlýtur maður að
hrökkva ónotalega við við lestur
kjallaragreinar, sem einn af þing-
mönnum Alþýðubandalagsins ritaði í
Dagblaðið fyrir skömmu. Það fækkar
máske í röðum sósialista á landsbyggð-
inni, er þeir hafa lesið þessa grein, og
ef til vill er tilgangur hennar sá, að svo
verði.
Ég er ekki í nokkrum vafa um að
saga mannréttinda er lærdómsrik og
kosningaréttur mikilsverð mannrétt-
indi. En þau sjónarmið, sem stafa af
röskun búsetu hér á landi, hafa nú
tekið á sig nokkuð breytta mynd frá
þvi sem var á árunum upp úr 1930. 1
stað þess að um sé að ræða einhvers
konar sveitaaðal, er í staðinn kominn
Reykjavíkur-aðall. Fólkið á lands-
byggðinni er álitið annars flokks þjóð-
félagsþegnar og vart í húsum hafandi
þvi það angar allt af slori og mykju.
Það er ennfremur haldið þeirri þrá-
hyggju, að farsælast sé fyrir heildina
að landið allt haldist i byggð.
Kæmi, til, að vægi atkvæða yrði
jafnt, hvar sem er á landinu, sýnist
mér að Vestfirðingar fengju einn þing-
mann. Eigi Vestfirðir að haldast i
byggð, sem tvisýnt er um i dag, þá
þarf stórkostlega hugarfarsbreytingu
hjá þorra þingmanna, minnki áhrif
okkar á alþingi um 4/5. Og með þeirri
virðingu, sem störf Alþingis hafa
vakið hjá mér á undanförnum árum,
sé ég ekki annað en landsbyggðin yrði
lögð í eyði, og dansinn í kringum gull-
kálfinn á Miðnesheiði færðist allur i
aukana, enda augljóst að áhrif
Aronskunnar færast sífellt í vöxt á for-
réttindasvæðunum suðvestanlands.
Ég ætla ekki að skilgreina forrétt-
indi, en í ræðu og riti hafa forystu-
menn sósíalista lýst það forréttindi að
Álverið í Straumsvík og væntanlegt
Járnblendi fá raforku á lægra verði en
landsmenn almennt. Af jæssu hefur
mé skilist að það heyri til forréttinda
að eiga þess kost að fá það sem þú
þarfnast með sem minnstum til-
kostnaði.
Hvað verður þá uppi á teningnum?
Söluskattur; á landsbyggðinni verðum
við að hlíta þvi að söluskattur sé
lagður á fiutningskostnað, við
greiðum þvi hærri söluskatt en Reyk-
víkingar. — Raforkuverð; eitthvað
hefur verið rætt um það í þingsölum,
smásöluverð á RARIK-svæðunum til
heimilisnota er i dag kr. 23,50 plús
fastagjald fyrir kwst, sem gerir raun-
verð um 35,00 kr. kwst. Hvað er greitt
fyrir rafmagn til heimilisnota i Rvk?
Menntun; hvað með hana, er hún
mannréttindi? Staðbundið svar, úr
dæmigeröu sjávarþorpi, Suðureyri;
hér er ekki kostur að ljúka grunnskóla,
hvað þá æðri menntun, ekki fer fram
skólahald fyrir 6 ara börn. Er þetta
ástand svo sjálfsagt, að taki því ekki að
vera að nefna það? Heilbrigðismálin;
héðan eru að visu ekki nema 26 km á
næsta sjúkrahús, vegurinn er bara
lokaður 7—8 mánuði á ári.
Ef nú landsbyggðarpakkið vill, í
eigin persónu, reka sin erindi við
stjórnsýslumiðstövar, það gæti komið
fyrir. Þá er bara að drífa sig til Reykja-
vikur, það kostar skitnar 14.000 kr. frá
flugvelli á flugvöll og vinnutap i 3
daga. Sumir eiga innskot hjá aðlinum,
aðrir verða að nota hótel; kostnaður
við ferðina gæti numið kr. 50.000.
Það er auðvitað skítur á priki hjá fisk-
vinnslufólkinu, sem hefur heilar
116.000 kr. á mánuði. — Hvað þá ef
ekki gefur að fljúga til baka, fyrr en
eftir svona 7—8 daga, eins og dæmin
sannaaögetur gerst?
Á að telja eitthvað fleira? Hvað meö
menningunna, myndlist, tónlist, leik-
list, það er best að sleppa þvi, það er
ekki fyrir slordóna.
Upptalningu skal lokið, og öðrum
látið eftir að dæma hvort rétt er, eða
hvort kannske sé nú eitthvað fleira
landsbyggðinni i óhag.
Mitt álit er, að framantalið gefi
nokkra skýringu á misvægi atkvæða,
okkur landsbyggðarmönnum i hag. Til
að tryggja að tekið sé tillit tii óska
okkar og þarfa, verðum við að hafa
sterk áhrif á Alþingi, og meðan ekki er
bent á aðrar leiðir verður að fara
þessa.—
Sem betur fer þurfum við ekki að
taka afstöðu til litarháttar varðandi
kosningarétt, og ég læt aðra um að
dæma, hvort fara skal eftir augna- og
háralagi, en breiddargráða bústaðar
getur haft áhrif.
Vaxandi breidd hefur afgerandi
áhrif á búsetuskilyrði; hvort það skal
metið til kosningaréttar er vafasamt. i
dag er búseta á hárri breiddargráðu
kostnaðarsamari en hjá hinum, sem
lægra eru settir, og kallar vissulega á
að slikt sé metið.
Ég ætla að siðustu að láta þess
getið, hafi það farið framhjá einhverj-
um, og hvað sem líður hörðum átök-
um fyrri tima í Reykjavík, að það voru
Vestfirðingar, sem fyrstir sömdu sig
frá verkfalli sl.sumar.og einnig stefnir
Alþýðusamband Vestfjarða að harðari
aðgerðum í núverandi kjarabaráttu en
aðrir landsmenn.
Um réttinn til að heita sósíalisti
ætla ég ekki að deila. En ég fagna því
ef til eru menn, sem vilja berjast fyrir
rétti islenskrar alþýðu til lífsins og
haga baráttunni svo sem aðstæður
krefjast hverju sinni, án tillits til þess
hvað þeir eru kallaðir.
Suðureyrí, sumardaginn fyrsta ’78
Gestur Krístinsson
i