Dagblaðið - 03.05.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 03.05.1978, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1978. 'BIAÐffl frfálst, úháð dagblað Útgefandi Dagblaðiö hf. Framkvœmdastjórí: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjórí: Jónas Krístjánsson. Fróttastjórí: Jón Birgir Pétursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Heigason. Skrifstofustjóri rítstjómar Jóhannes Reykdal. Íþróttir: Hallur Simonarson. Aflstoóarfróttastjórí: Atli Steinarsson. Handrít Ásgrímur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefónsdóttir, Gissur Sigurfls- son, Haliur Hallsson, Helgi Pátursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lór. Ljósmyndir Ámi PAII Jóhannsson, BjamleHur BjamleHsson, Hörflur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurfls- son, Sveinn Þormóflsson. Skrifstofustjórí: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkerí: Þráinn ÞoríaHsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson Dreifingarstjórí: Már E. M. Halldórsson. Ritstjóm Síflumúla 12. Afgreiflsla ÞverhoKi 2. ÁskrHtir, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. Aflal- simi blaflsins 27022 (10 linur). Áskríft 1850 kr. á mánufli innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakifl. Setning og umbrot Dagblaflifl hf. Siflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf. Síflumúia 12. Prentun: Árvakur hf. Skerfunni 19. Framfaraspor Verðlagsfrumvarpið hefur sætt gagn- rýni bæði frá vinstri og hægri. Alþýðu- bandalagsmenn hafa sagt, að kaupa- héðnar ættu samkvæmt frumvarpinu að fá frítt spil til að stórgræða á kostnað neytenda. Frá hægri hefur frumvarpið verið gagnrýnt fyrir að ganga of skammt í frjálsræðisátt. Það fæli í sér einbera sýndarmennsku. Hvorug þessi gagnrýni er fyllilega réttmæt. Með frumvarpinu er stefnt að frjálsari verðlagningu í áföngum. Það horfir í framfaraátt. Verðlagshömlur eru þjóðarbúinu óhagkvæmar. Þær leiða til sóunar fjár- muna, þar sem óarðbær rekstur þrífst í skjóli þeirra. Að því leyti ganga þær gegn hagsmunum neytenda eins og annarra.Miklu augljósara hverjum manni er þó, hversu ákvæði uin álagningarprósentur leiða til óhagkvæmra innkaupa og hærra verðs. Þegar kaupmaðurinn fær álagningu mælda í prósentum ofan á innkaupsverð, fær hann því meira í sinn hlut þeim mun dýrari sem varan er, þegar hann kaupir hana. Af þessu leiðir, að oft er hagur kaup- mannsins mestur, ef hann borgar sem hæst verð. Könnun verðlagsstjóra á innkaupum í London gaf slíkt til kynna, þar sem íslendingar reyndust greiða meira en aðrir fyrir vörur í innkaupi. Aðrar skýringar eru einnig til á þeim mismun, en þessi er vafalaust ein hin helzta. Flestir þeir, sem hér hafa starfað í verðlagsnefnd, munu viðurkenna, að oft á tíðum renn ir nefndin alger- lega blint í sjóinn, þegar hún samþykkir eitthvert ákveðið verð á vöru. Það sé því skollaleikur að viðhalda slíku kerfi. Þannig er ljóst, að verðlagseftirlit, eins og það hefur tíðkazt hér, þjónar ekki hagsmunum neytenda. Að því leyti er gagnrýni vinstri manna á fyrirhugaðar breytingar alröng. En jafnframt er rétt, að á mörgum sviðum gætir einokunar um of á íslenzkum markaði, þannig að mjög hæpið væri að gefa verðlagninguna algerlega frjálsa í einu vetfangi. Fyrst og fremst þarf að búa neytendur undir breytta skipan. Verðlagsfrumvarpið gerir meðal annars ráð fyrir stofnun neytendamáladeildar við verðlagsstofnunina til að gæta hagsmuna neytenda. Það gerir ráð fyrir sérstöku eftirliti með fyrirtækjum, sem ráða á ákveðnum markaði. Meginstefna þess er, að verðlagningin verði gefin frjáls á þeim sviðum, þar sem samkeppni er talin „nægileg”, smátt og smátt. Þetta er rétt stefna, og raunar verður ekki séð hvernig frjálsræði í verðlagningu hefði getað verið aukið með öðrum skyn- samlegri hætti. Af þessum ákvæðum leiðir, eins og óhjákvæmilegt er, að allt veltur á framkvæmd nýskipunarinnar. Verðlags- yfirvöld fá það verkefni að hleypa verðlagningu lausri, hvorki of hægt né of hratt. Ennfremur er nauðsynlegt að stórefla neytenda- samtök og allt starf að neytendamálum. Því miður fylgdi frumvarp um það ekki verðlagsfrumvarpinu, en Alþingi verður að sjá til þess, áður en miklu lengra verður gengið í þessa átt, að neytendamálum verði komið í takt við tímann. Við erum langt á eftir öðrum Norðurlöndum á þessu sviði. Nýskipan verðlagsmála sækir fyrirmyndir til annarra Norðurlanda. Eigi sú skipan að heppnast, verður einnig að koma neytendamálum í það horf, sem þar tíðkast. Stööug aukning samskipta Sovét• ríkjanna og V-Þýzkalands Fundir æðstu manna gegna sér- stöku hlutverki 1 samskiptum Sovét- rikjanna og V-Þýzkalands. Á þessum fundum er rætt um mál er varða gagnkvæm samskipti ríkjanna og mikilvæg alþjóðleg málefni, og þar eru teknar ýmsar mikilvægar pólitískar ákvarðanir. 1 ágúst 1970 var undirritaður svo- nefndur Moskvusamningur, að loknum viðræðum þeirra Willy Brandt, þáverandi kanslara.og Walter Scheel utanríkisráðherra við sovézku leiðtogana Brésnjéf, Kosygin og Gromyko. Þessi samningur varð upphaf að eðlilegum samskiptum . rikjanna á grundvelli viðurkenningar þeirra beggja á pólitískum og land- fræðilegum veruleika i Evrópu eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk. í samningnum er kveðið svo á, að — östpolitik — eða stefna Vestur-Þýzkalands gagnvart Sovétrikjunum og fylgiríkjum þeirra tók gagngerum breytingum á valdatima Willy Brandts. Hann viðurkenndi landamærin, sem lágu að Póllandi þrátt fyrir hávær mótmæli Kristilegra demókrata, sem sumir töldu þó meiri I orði en á borði. Þrátt fyrir áfall það sem Brandt varð fyrir, þegar upp komst að einn helzti aðstoðarmaður hans væri austur-þýzkur njósnari hefur stefnu hans verið fylgt I megindráttum og viðskipti Sovét- rikjanna og Vestur-Þýzkalands stöðugt aukizt. Myndin er tekin, þegar Willy Brandt fór I opinbera heimsókn til Sovét- rikjanna árið 1973. Þá ræddu þeir að sjálfsögðu itarlega saman Brésnev og Brandt. „ÞAU ÁR BÁRU ENGIR GARÐAR GULUN ALDIN” Ég hafði verið heimagangur hjá vini mínum ívari Nygaar í tvo mánuði er hann sýndi mér bókina. Þessi bók var ekki geymd í góðum bókaskápum Ivars, heldur i læstri hirslu. Þegar bókin var opnuð kom í Ijós að innihald hennar var óvenjulegt. Hún var skrifuð með hjartablóði ótalinna ein- staklinga. Lestu þetta, sagði Ivar. Það var frásögn af ritstjóraskiptum við blað andspyrnuhreyfingarinnar. Faðir Ivars hafði verið kallaður til þess að taka við ritstjórn blaðsins. Frásögnin lýsti á einfaldan hátt orðaskiptum við þetta tækifæri. Talað var um ýmis fagleg og pólitísk vanda- mál i sambandi við útgáfuna. Að þvi loknu tókust menn í hendur og máliö varafgreitt. En þarna voru raunar allt aðrir at- burðir að gerast. Maður í borgaralegu öryggi gengur inn í hús og undirritar með fullri vitund og af fúsum og frjálsum vilja. sinn eigin dauðadóm. Faðir Ivars féll í hendur Þjóðverj- anna og var sendur til Þýskalands. Hann kom þaðan aldrei aftur. í ókunnu húsi úti í Noregi hafði verið opnuð kvika. Þegar ég hafði lesið kaflann sátu allir þegjandi langa hríö. Þetta var stutt en ofboðslega áhrifamikil kennslustund. Þarna var staðið i návigi við þá verkalýðsbaráttu sem háð hefur verið um aldaraðir og sleitulaust í meira en heila öld í núverandi formi. Á þessu timabili hefur ekki alltaf verið barist um krónurnar í launaumslögunum. Það hefur oft þurft að berjast um sjálft lífið. Það hefur þurft að berjast um almennustu mannréttindi. En hæst hefur barátta verkalýðsins risið þegar barist hefur verið um sjálfan grundvöll mannkyns — um siðmenn- inguna og frelsið. Við þekkjum ýmislegt um þessa bar- áttu í sagnfræðinni. Við þekkjum sagnfræðina þó fyrst og fremst í tölum og ártölum svart á hvítu. og herforingja og mælskumanna nöfn, um tölu hinna drepnu, daga og ártöl” En skiljum við raunverulega sagn- fræðina 1 návígi baráttunnar? „Þau ár báru engir garðar gullin aldin. Þá gréru blóm og dóu hið sama vor". Við lesum í sagnfræði um tiu þús- und lík sem lágu ógrafin í fangabúðum nasista i styrjaldarlok. En skildum við þessa tölustafi á blaði? Skildum við þetta návígi barátt- unnar fyrr en við sáum á heimildar- kvikmynd stóra jarðýtu moka jarð- neskum leifum þessara stéttarsystkina okkur ofan í fjöldagröf? Var það kannski þá sem við spurðum fyrst þessarar einföldu spurningar: Til hvers dóu þeir? Ný vopn auðvaldsins „Börn nýrra tíma læra um orustuúrslit 1. maí hefur verið tengdur baráttu

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.