Dagblaðið - 03.05.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 03.05.1978, Blaðsíða 3
3 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1978. Meiri jákvæöa umfjöllun um mannleg vandamál, segir bréfritarí. Myndin er úr leikritinu. Takk fyrir Jjósaskiptin” Sveitamaður skrifar: Það er alltaf verið að skamma sjón- varpið fyrir lélegar myndir, en sjaldnar er getið um góða efnið, sem það sýnir. Því vil ég nú biðja ykkur að skila þakk- læti til sjónvarpsins fyrir einþáttung- inn „1 ljósaskiptum" eftir Sigrid Undset, sem sýndur var á mánudags- kvöld. Þetta var gott leikrit og vel flutt og skildi eitthvað eftir sig, eins og sagt er. Leikritið fjallaði um sígilt efni og átti svo sannarlega erindi til okkar nútímamanna. Það benti á þá stað- Raddir lesenda r reynd að vandamál hjónabandsins verða hreint ekki „leyst” með því bara að skilja og giftast öðrum, eins og margir virðast halda nú á dögum. Ég bið nú sjónvarpið að sýna leikritið aftur — og afla svo fleiri mynda af þessu tagi, þ.e. mynda þar sem fjallað er um vandamál mannlegs lífs á jákvæðan hátt. Ég vil einnig nota tækifærið og þakka fyrir „Sjónhendingu”, sem orðin er einn af þessum föstu, góðu þáttum. KAUPMENN! TAKIÐ UPP RÉnA VERÐMERKINGU! Pétursson skrifan Skattamál, álagning skatta og innheimta þeirra hefur verið mikið til umræðu hérlendis að undanförnu og er það að vonum. Skattar eru orðnir svo gífurlega háir að mann sundlar við og það er eins með þá og ýmiss konar verðhækkanir að fólk er hætt að kippast við þegar álögurnar eru auknar. Hins vegna finnst mér það aumingjaskapur hjá kaupmönnum, sem annars eru duglegir að kvarta, að benda fólki ekki á hversu mikið það borgar i óbeina skatta. Það er alltaf verið að tala um hvað vöruverð sé hátt. Hvernig væri að kaupmenn merktu allar vörur sínar þannig í fram- tíðinni að fyrst væri tilgreint hið eiginlega verð vörunnar með smásöluálagningu, skattar og gjöld sér og síðan endanlegt verð? Þetta tíðkast yfirleitt erlendisogég er viss um að almenningi þætti gott að vita hvað hann greiðir af hverri vörueiningu til ríkisins að viöbættum beinum sköttum. Stundum viröist sem þegar sé búið að taka fyrsta núllið aftan af þingmannatöl- unni. Enginn þingmaður 1980? Dói sendi eftirfarandi hugleiðingu: 1 1978 eru 60 þingmenn. Arið 1980 tilefnifyrirhugaðrarfækkunarnúlla vil færist sú tala um tvö sæti og verður ég benda á eftirfarandi hugmynd. 0,60 = enginn þingmaður. Hverfafundir borgarstjóra í apríl - maí 1978. Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri flytur ræðu og svarar fyrirspurnum fundargesta Háaleitishverfi Smáíbúða- Bústaða- og Fossvogshverfi Miðvikudaginn 3. mai kl. 20.30 | Félagsheimili Hreyfils - Fellsmúla 24 (gengið inn frá Grensásvegi). Á fundunum verður: Imeistari. Fundarrítarar Unnur Amgrimsdóttir húsmóðir og Tryggvi Viggósson lögfrœðingur. ai yiiisum uuiyeimveiiuiii uy iwæmaum uorgarmriar nu uy nýjum byggðasvæðum. að undanförnu. Reykvíkingar — tökum þátt í fundum borgarstjóra Spurning dagsins Tókst þú þáttí 1. maí háfíðahöldunum? Hjördis Hjörleifsdóttir afgreiðslustúlka: Nei, það gerði ég ekki. Ég var að vinna i húsinu mínu. Annars hef ég ekki farið síðan börnin voru litil. Rut Skúladóttir afgreiðslustúlka: Nei, ég fer aldrei í göngur, enda geng ég frekar lítið. Hulda Bogadóttir afgreiðslustúlka: Nei, ég mátti ekki vera að því. Ég gerði þetta á meðan krakkarnir voru litlir, þá var farið með þau i göngur. Matthfas Matthiasson nemi: Nei, ég nennti því ekki. Ég fer yfirleitt aldrei í svona göngur. Krístinn Richter nemi: Á l. mai fór ég frekar í bió en að fara fgöngur. Ég er nú frekar latur að ganga og fer því aldrei i göngur af neinu tagi. Arna Guðmundsdóttir nemi: Nei, það gerði ég svo sannarlega ekki. Ég er alveg á móti svona göngum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.