Dagblaðið - 19.05.1978, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1978.
2
r
Raddir
lesenda
Út um græna gnmdu afl.
Óvenjuleg
oggóð
þjónusta
Halldóra skrifar:
Það var fyrir sjö eða átta árum að
ég keypti mér nýja Rafha eldavél sem
éo hef alltaf verið mjög ánægð með, að
öðru leyti en þvi að með timanum
fóru að koma blettir á emaleringuna á
borðinu.
Nú nýlega hringdi ég lil þeirra i
Rafha og vildi spyrja þá hvernig ég
gæti náð blettunum af. F.g fékk engin
svör við því en aftur á móti kom
maður frá þeim skömmu seinna og
skipti um borð á eldavélinni mér að
kostnaðarlausu.
Þctta kalla ég frábæra þjónustu,
jafnvél þótt galli hafi verið i borðinu
frá upphafi. eldavélin er þó orðin
a.m.k.sjöára.
COSTA BRAVA
Dagflug á sunnudögum - mánu-
dögum. Lloret de Mar eftirsóttasti
skemmtiferöastaðurinn á hinni
fögru Costa Brava strönd. Viö
bjóðum glæsilegar og friðsælar
fjölskylduíbúðir T rimaran, rétt við
Fanals baðströndina, einnig vin-
sæl hótel. Ovenju litskrúðugt
skemmtanalif.
Sunnuskrifstofa með þjálfuðu starfs-
fólki á staðnum.
Fariö verður: 3. og 21. maí, 11. júní,
2. og 23. júli, 13. ágúst, 3. og 24.
sept. Pantið strax.
SVNNA
Bankastræti 10. Símar 16400 -
12070 - 25060 - 29322.
V
— íslendingar ekki lengur eftirbátar annarra í tónlistariðnaðinum
Greinarhöfundur líkir Gunnan
Þórðarsyni við hinn franska Charles
Aznavour. Þama er Gunnar með eina
af verðlaunastyttunum sem hann fékk
á Stjörnumessu Daghlaðsins en hann
fékk þrenn verðlaun: Bezti hljóðfæra-
leikarinn, bezti lagasmiðurinn og gaf
út metsöluplötu ársins. DB-mynd
Ragnar Th.
Geir R. Andersen skrifar:
„Islendingar hafa sizt verið eftirbátar
annarra þjóða i framlagi sinu til tón-
listar, raunar í rikari mæli en margar
aðrar, ef miðað er við höfðafjölda, sem
er enn sigildur mælikvarði, og lón-
lisiarmenn og tónskáld hafa verið og
eru i miklum metum hjá landsmönn-
um, ef til vill mestum þegar allt kemur
tilalls.
Tónsmíðar og útgáfa þeirra eru
raunar orðnar að atvinnugrein í land-
inu og mælti án efa gefa þessari at-
vinnugrein meiri gaum en gert er, og
þá frá þjóðhagslegu sjónarmiði.
Hljómplötuútgáfa hefur haslað sér
völl hér á landi og framleiðslan er fylli-
lega samkeppnisfær á erlendum mörk-
uðum þeirrar tegundar.
Vegna ftess hve markaður hér inn-
anlands er i heild þröngur miðast út-
gáfa hljómplatna t.d. mikið við hina
hefðbundnu tíma þegar svokölluð
gjafaverzlun er í hámarki en er annars
i gangi allan ársins hring að einhverju
marki.
Um sl. jól var gefið út talsvert magn
nýrra tónsmiða og gamalla á hljóm-
plötum, eins og auglýsingar á þeim
tíma báru með sér. Margar hljómplöt-
urnar voru mjög eigulegar og fluttu
vandaða framleiðslu, þótt vinsældir
færu ekki alltaf eftir því.
Ein af þeim fjölmörgu hljómplötum
sem auglýstar voru — og keyptar —
fyrir síðustu jól var með heitinu „Út
um græna grundu... Vísur úr Visna-
bókinni” útgefin af bókaútgáfunni Ið-
unni.
Uppistaða þeirra laga og texta er,
eins og nafnið bendir til, lónsmíð utan
um eldri og nýrri þjóðvísur, sem flest
fólk hefur lært og þá oft undir öðrum
lögum, eða þjóðvisur sem lög höfðu
ekki veriðsamin viðáður.
Í heild má segja að þeir sem að þess-
ari plötuútgáfu unnu hafi skapað lista-
verk sem er í senn frumlegt og kær-
komin tilbreyting frá hefðbundnum
tónsmiðum, þeim sem við eigum að
venjast af léttara tagi, hvort sem um er
að ræða dægurlög eða lög sem „látin”
eru endast, t.d. með því að tengja þau
flutningi þekktra listamanna.
Augljóst er að talsverðu hefur verið
til kostað til þess að þessi hljómplata
mætti standast sviptivinda hinna svo-
kölluðu vinsældalista sem gilda aðeins
um skamman tima. — Þannig kemur
aðstoð kórs Öldutúnsskóla undir
stjórn Egils Friðleifssonar við sögu á
þessari plölu, ásamt strengjasveit sem
leikur undir mörg laganna, í útsetn-
ingu Jóns Sigurðssonar og Gunnars
Þórðarsonar, og er hvort tveggja, kór-
inn og strengjasveitin, mikilvægur
þáttur til þess að gera plötuna að þvi
listaverki sem hún er.
Heildarútsetningar gerðu Gunnar
Þórðarson, Björgvin Halldórsson og
Tórnas Tómasson. En hita og þunga
tónsmiðanna ber Gunnar Þórðarson
sem að vissu leyti skipar hér svipað
sæti og hinn franski Charles Azna-
vour hvað frumleik í útsétningu laga
snertir. — Gunnar hefur samið flest
laganna á þessari hljómplötu og falla
þau einstaklega vel að þeim textum
sem teknir eru fyrir, stundum svo vel
að þeim er hiustar gæti eins fundizt
hann horfa á kvikmynd þar sem lagið
fellur að atburðarásinni.
Svo er t.d. um lag Gunnars við
Blessuð sólin elskar allt en þar leika
kór öldutúnsskóla og strengjasveitin
sín mikilvægu hlutverk frábærlega, að
ógleymdum Björgvin Halldórssyni
söngvara sem sýnir algjörlega nýja
hlið á sér i flestum laganna, sem sung-
in eru, með næmri túlkun á lögum og
textum.Björgviná og eitt þeirra Iaga,
sem á þessari hljómplötu eru, við text-
ann Dansi, dansi dúkkan mín og flytur
það á þann hátt sem höfundinum
sæmir.”
Þá rekur bréfritari hvert lagið á
fætur öðru og lætur vel af þeim öllum,
á mismunandi hátt. Geir heldur
áfram:
„Annars er mjög erfitt að gera upp
á milli laga þeirra sem hljómplata þessi
hefur að geyma, hvað þá að kveða upp
úr með hvert þeirra sé bezt. Smala-
drengurinn — Klappasaman lófunum
— við texta Steingríms Thorsteins-
sonar og þjóðvísu, svo og Ríðum heim
til Hóla — Gott er að ríða sandana
mjúka við texta Guðmundar Guð-
mundssonar og þjóðvisu, eru dæmi-
gerð fyrir snilli Gunnars Þórðarsonar í
að glæða lífi og tengja gamla hús-
ganga og þjóðvísur við lög sem falla að
smekk þeirra sem eru uppi á seinni
hluta 20. aldar.
Tækni þessarar aldar, t.d. hljóm-
burðartækni og tækni við upptöku,
gerir það að verkum að hægt er að
vekja til lífsins og halda við gömlum
menningararfi sem að öðrum kosti er
litið sem ekkert nýttur, eins og dæmin
sanna um mörg kvæða okkar og þjóð-
vísur sem almenningur hirðir litt um
eða ekki en er skikkaður til að lesa á
skólaaldri, þegar bezt lætur.
Á timum verkfalla og útflutnings-
banns ætti almenningur að nota tæki-
færið og kynna sér Ijóð þjóðskáldanna
eða gamla húsganga, sem hljómlistar-
menn ýmsir hafa nú tekið upp á arma
sína og endurlifgað með þvi að semja
lög við þessi Ijóð og texta, lög sem falla
i nútíma farveg, án þess að framúr-
stefnu gæti eða geimaldarstefnu. —
Hljómplatan Út um græna grundu
með vísum úr Visnabókinni og fleiri
slikar eru dæmi um aðlögun hins
gamla við hið nýja.”
Vertíðarlok eru 15.
en ekki 11. maí
Fýluferð á Akureyrarf lugvöll:
Átti pantað far
en lenti á biðlista
M.G. Patreksfirði hringdi:
Hann benti á að i vikunni sem leið
hefði verið sagt frá þvi i útvarpsfrétt-
um aö hvergi annars staðar en á Vest-
fjöðrum væri það venja að hafa
vertíðarlok 11. maí. En þetta er ekki
venja i þess orðs fyllstu merkingu. Þeir
menn sem stunda veiðar eftir 11. mai
Guðmundur Guðlaugsson
Laugateigi 12 hringdi:
Mér finnst ekki nema hátiölegt að
heyra Laugarneskirkjuklukkurnar
hringja. Ef fólk þolir ekki að heyra i
kirkjuklukkunum á hátiðisdegi. þá er
eitthvað bogið við það.
Þeir sem eru að lesa undir próf hafa
ættu að athuga að þeir eiga að vera á
tvöföldu kaupi eftir klukkan 12 á
miðnætti 11. maí til vertíðarloka, eða
tryggingatimabilsins sem er 15. mai.
Samkvæmt samningi er ætlazt til þess
að gengið sé frá bátunum á þessum
dögum.
Ef menn misskilja þetta er það
mikill galli.
ekki nema gott af þvi að hvila sig og
hugsa um eitthvað annað þær stundir
sem klukkumar hringja.
Annars verð ég að viðurkenna að
þær hringja stundum dálítið lengi og
mætti alveg að skaðlausu stytta
hringingartíma þeirra.
Óskar Óli Jónsson, Grundargili
Reykjadal, skrifan
„Fimmtudaginn 27. april átti ég
pantað far fyrir tvo til Reykjavíkur kl.
10 um morguninn. Ég lagði af stað kl.
8 þar sem ég átti 90 km ferð til Akur-
eyrar fyrir höndum. Þegar ég ætlaði
að kaupa farseðlana var mér sagt að
við værum fimmtu og sjöttu á biðlista
og yrði ég kallaður upp ef ég kæmist
með. Biðum við á flugvellinum þar til
farþegar voru kallaðir um borð. Spurði
ég þá afgreiðslumanninn hvers vegna
mér hefði ekki verið sagt daginn áður
að fullbókað væri og ég yrði 5. á bið-
lista.
Maðurinn afsakaði sig með þvi að
hann hefði ekki tekið við pöntuninni
og bauð okkur að sjá farþegalistann!
Fullbókað var til Reykjavíkur i allar
ferðir þennan dag og gátum við veriö
á biðlista fyrir allar ferðirnar.
Fór ég þá á símstöðina á Akureyri
!og pantaði far frá Húsavík kl. 7 um
'kvöldið. Þurfti ég þá aö keyra heim
aftur 90 km og 25 km á Aðaldalsflug-
völl og komst þaðan kl. 7.
Slík þjónusta sem F.í. veitir á Akur-
eyri er alveg forkastanleg og mönnum
mjög dýr. Hefði mér aðeins verið sagt
að fullt væri hefði mér aldrei dottið í
hug að fara að keyra 90 km veg til þess
að verða fimmti á biðlista. Ég hefði
getað unnið 8 stundir þann daginn.
Kostnaðarúttekt:
8timará954 ................. 7.632
205 km 201 bensín...........2.380
10.012
+ fyrirhöfn
Er ég hef sagt mönnum þessa
raunasögu hafa þeir sagzt vita mörg
dæmi um svipaða afgreiðslu Flug-
félags Islands á Akureyri.
Þá vakna spurningar: Var fullbókað
þegar ég pantaði og mér ekki sagt það?
Þurfa kannski einhverjir vinir og
kunningjar að komast með vélinni og
var búinn til nýr farþegalisti og ég og
fleiri settir á biðlista?
Með eða á móti Laugarneskirkjuklukkunum:
Eitthvað bogið við fólk sem
þolir ekki kirkjuklukkna-
hringingu á hátíðum