Dagblaðið - 19.05.1978, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 19.05.1978, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19. MAl 1978. '9 Erlendar fréttir Evrópu- geimfarar valdir FyrMi geimfari Vestur-Evrópu verður annað hvort vestur-þýzkur, svissneskur eða hollenzkur segir í tilkynningu Geim- ferðastofnunar Evrópu í gær. Hver verður að lokum valinn í hlutverkið verður ákveðið síðar. Geimferðin, sem verður framkvæmd i samvinnu af Evrópu geimferðastofnuninni og hinni bandarisku, eráætluðárið 1980. Þeir tveir þremenninganna, sem ekki verða valdir i fyrstu ferðina út í geiminn eiga að starfa við framkvæmd hennar á jörðu niðri auk þess sem þeir hlaupa í skarðið ef eitthvað kemur fyrir hinn út- valda. Þjálfun geimfaranna fyrir ferðina á að hefjast i sumar og á að fara fram í Bandaríkjunum og Evrópu. Eiginkona Nixons komin heim af sjúkrahúsi Pat Nixon, eiginkona Nixons fyrrver- andi forseta Bandaríkjanna, fór af sjúkrahús í gær en þar hafði hún verið í nokkra daga vegna lungnasýkingar sem hún að sögn lækna hefur nú náð sér af. Ætlar forsetafrúin fyrrverandi að hvilast algjörlega á heimili sinu á San Clemente í Kaliforníu í um það bil tíu daga. Obán á Eystrasalti verði veidd upp en ekki sökkt til botns meira enþrjú hundruð oKuslys hjá Dönum ogSvíum Rikin sjö sem liggja að Eystrasalti frá Sovétrikjunum, Danmörku, Finn- ákváðu á fundi sinum i gær að taka landi, Austur- og Vestur-Þýzkalandi, upp sérstakar og harðar aðgerðir til að Póllandi og Svíþjóð ákváðu meðal komast hjá oliumengun. Sérfræðingar annars að sú olia sem færi í sjóinn yrði veidd upp með einhverjum ráðum en ekki sökkt til botns með til þess ætluðum efnasamböndum. Þó ekki hafi enn orðið neitt það oliuslys á Eystrasaltinu sem jafna má við mestu atburði á þvi sviði annars staðar þá kom fram á fundinum, sem haldinn var í Gdansk i Póllandi. að til- kynnt væri um nteira en þrjú hundruð tilfelli þar sem olia hefði farið i hafið í meiri eða minni mæli. tru þa aðeins talin þau tilfelli scm verða á hafsvæði Dannterkur og Svíþjóðar. REUTER Argentfna: Enga erienda öryggisverdi á heimsmeist- arakeppnina Argentinustjórn mun ekki heimila neinni þeirri þjóð sem mæta mun til úrslitakeppninnar um heimsmeistara- titilinn i knattspyrnu þar í næsta mánuði að hafa með sér vopn af neinu tagi og þaðan af síður vopnaða verði. Er þetta haft eftir yfirmanni argentinsku öryggis- lögreglunnar, sem hafa mun yfirstjóm allrar öryggisgæzlu á meðan úrslit heimsmeistarakeppninnar fara fram. Við munum ekki leyfa neinn innflutn- ing vopna i tengslum við keppnina og brot á þvi banni sem jafna yrði við brot gegn sjálfstæði Argentinu verður ekki þolað sagði öryggisyfirmaðurinn. öll gæzla keppenda yrði i höndum Argen- tinumanna sjálfra, sem hefðu langbezta möguleikaáaðsjá um þann þátt mála. Yfirlýsing Argentinumanna varð- andi vopn og öryggisgæzlu kemur i kjöl- farið á orðrómi þess efnis að Frakkar ætluðu að taka með sér byssuskyttur og eigin öryggisverði. Einnig var sagt að Vestur-Þýzkaland hefði hugleitt hið Dayan áferð um Norð- urlönd Moshe Dayan, utanríkisráð- herra ísraels. hefurgert viðreist að undanförnu og meðal annars hefur hann heimsótt Sviþjóð, Finnland. Noreg og nú siðast Dan mörku. Á myndinni er hann ásamt K.B. Andersen utanrikisráðherra Dana en þar i landi ræddi hann einnig við Anker Jörgensen for sætisráðherra. Móttökur þær sem Dayan hefur hlotið hafa verið mis jafnar og segja sérfræðingar að greinilegt sé að vinsældum ísracls rikis hafi hrakað frá fyrri tió á Norðurlöndum. Til Jæmiser tekið að hvorki Urho Kexkonen forseti Finnlands eða Kalovi Sorsa lorsætisráðherra töldu sig geta séð af neinum tima til að ræða við isra elska utanrikisráðherrann þegar hann var þar á fcrð áður cn til Danmerkur kom. Danir hafa einnig látið i Ijós i viðræðum við Dayan að þeir séu ekki ánægðir með stefnu ísraels i utanrikis málum og afstöðu þeirra i friðar- samningunum við Egypta. Telja þeir ísraela of einstrengingslega. NÝKOMNIR HLJÓÐKÚTAR fyrir VW1200 og 1300. Verð kr. 12.780 með krómrörum og þéttingum. G. Sa varahlutir Ármúla 24 — Reykjavík — Sími 36510. NYTT frá London PUNK Dömu- og herraklippingar Við erum þeir einu sem geta veitt PARIS-byigfupermanentið Ameríska og ítalska línan Andlitsböð og bóluhreinsun Einkatímar fyrir módel klipp- ingar — Vinsamlega pantið fyrirfram. r -y1 romeo Dömu- og herraklippingar GLÆSIBÆ ..... NÆG 33444 BÍLASTÆÐI Sími

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.