Dagblaðið - 19.05.1978, Blaðsíða 4
Stokkseyri
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1978.
Fjórir listar íkjöri
J-listi Alþýðu-
f lokks og óháðra:
1. ólafur Auðunsson vélvirki.
2. Þórir Steindórsson söðlasmiður,
3. Kolbrún Rut Gunnarsdóttir frú,
4. Hjörtur Sveinbjömsson netagerðarmeistari,
5. Sveinbjöm Guðjónsson stýrimaður,
6. Sigurður I. Gunnarsson bóndi,
7. Sigurbjörg Helgadóttir frú.
D-listi
sjálfstæðismanna:
1. Steindór Guðmundsson flokksstjóri,
2. Helgi ívarsson bóndi,
3. Sigriður Kristjánsdóttir húsmóðir,
4. Magnús Ingi Gíslason varðstjóri,
5. Jón Zóphaníasson skipstjóri,
6. Hinrik Ámason verkstjóri,
7. Sigurjón Jónsson trésmíðameistari.
B-listi
framsóknarmanna:
1. Birkir Pétursson flokksstjóri,
2. Vemharður Sigurgrímsson bóndi,
3. Stefán Muggur Jónsson verkstjóri,
4. Unnur Guðmundsdóttir húsmóðir,
5. Bjarkar Snorrason bóndi,
6. Hörður Sigurgrímsson bóndi,
7. Siggeir Pálsson bóndi.
H-listi
óháðra kjósenda:
1. Steingrímur Jónsson múrari,
2. Astmundur Sæmundsson bóndi,
3. Borgar Benediktsson sjómaður.
4. Eggert Guðlaugsson sjómaður.
Ti sýslunefndar
Steingrimur Jónsson,
Ástmundur Sæmundsson.
Steingrímur Jónsson múrari (H-lista):
Hitaveita er mál málanna
Urslití
fjórum
síðustu
kosningum
1974 1970 1966 1962
Sjólfstœðisfl. 132-3 105-3 90-3 67-2
Vinstrimenn 68-2 0 0 0
Alþýðufl., Frams. ogóháðir 83-2 0 0 0
AlþýðufL 0 26-0 28—1 0
Framsóknarfl. 0 36-1 43—1 0
Frjálslyndir 0 98-3 77-2 0
Óhððir verkam. 0 0 23-0 27-1
Alþýðufl. og óhððir 0 0 0 70-2
Alþýðubandal. 0 0 0 74-2
Hinrik Árnason verkstjórí: Ég vonast til
að Sjálfstæðisflokkurinn fái 4, eitt
ónefnt framboðið engan og hinum sæt-
unum mega hinir skipta á milli sin.
Ólafur Auðunsson
vélvirki (J-lista):
Efla útgerðina
eftir áfallíð
Ólafur á vinnustaö i frystihúsinu:
„Veröur aö ná sama fjölda báta og var
fyrir flóðin í dcs.” — DB-mynd R.Th.
„Þegar ég er spurður hvað ég telji að
helzt þurfi að gera hér svara ég hiklaust:
uppbygging útgerðar á Stokkseyri að
nýju því sjórinn er það sem við lifum á
sagð Ólafur Auðunsson vélvirki. 1.
maður J-listans.
„En vissulega væri jafnframt æskilegt
að koma hér upp einhvers konar iðnaði
og þyrfti að styðja við bakið á þeim er
það fyrirhuga. Mörg verkefni kalla, t.d.
bygging dagheimilis, sem er brýnt mál
svo allir hafi jafna möguleika á vinnu.
Þá eru félagsmálin og aðstaða til félags-
lífs í algjöru lágmarki og vil ég þar fyrst
nefna íþróttaaðstöðu fyrir unglinga.
Svo erum við búnir að eiga sundlaug í
nokkur ár í veiðarfærageymslu, sund-
lauginni þarf að koma upp sem fyrst. Þá
verður að halda áfram þar sem frá var
horfið í gatnagerð. En að lokum: það
skal verða mál nr. 1 að ná sömu tölu á
bátum og hér var fyrir flóðin miklu I des.
sl.” - G.S.
Sigurður I. Gunnarsson á Strönd: Ætli
nokkur komi fleiri en tveim og skv. því
| verður eitt framboðið að láta sér nægja
| einn.
„Leggja ber höfuðáherzlu á að fá
hingað báta í stað þeirra sem eyðilögðust
í flóðunum hér í vetur,” sagði Stein-
Steingrímur við vinnu sína: „Ófremdar-
ástand ríkir nú í neyzluvatnsmálum
staðarins.” — DB-mynd R.Th.
grímur Jónsson múrari, 1. maður á H-
lista og fyrrum sveitarstjóri.
„Þá verður mál málanna á næsta
kjörtímabili að fá hingað heitt vatn, ann-
aðhvort með því að hita það upp með
rafmagni eða svartolíu eða leiða það frá
borholu í Hraungerðishreppi i samvinnu
við Eyrbekkinga.
Vernharður Sigurgrímsson bóndi (B-lista):
Atvinnulíf ið á réttan kjöl aftur
„Fyrst og fremst vil ég nefna
þýðingarmesta úrlausnarefnið af öllum
en það er að koma atvinnulífinu í samt
lag og bæta hið fyrsta það tjón sem varð
i flóðunum i desember svo að frystihúsið
hafi næg verkefni og geti veitt þá vinnu
sem þorpsbúar þurfa,” sagði Vernharður
Sigurgrímsson, bóndi á stórbýlinu Holti,
2. maðurá B-listanum.
„Þá þarf að bæta úr neyzluvatns-
skorti þorpsbúa með frekari borunum
því þeir hafa bæði vont og ónógt vatn.
Vernharður við heimili sitt ásamt hund-
inum Lappa: Utan hreppsmarkanna er
brú á Ölfusárósa aðalhagsmunamál
okkar. — DB-mynd R.Th.
Það mál verður að leysa á næsta kjör-
tímabili.
Halda þarf áfram þeirri uppbyggingu
gatna er nú hefur staðið í 3 ár og sam-
hliða þvi aðendurnýja raflagnir í götum.
Hingað er búið að kaupa plastsund-
laug sem þarf hið fyrsta að koma upp og
varðandi félagsmál er hér gamalt
samkomuhús sem annaóhfon þarf að
endurbæta eða byggja nýtt. Þa vantar
hér leikvelli og dagvistunarheimili. Utan
hreppsmarkanna er brú á Ölfusárósa
okkar mesta hagsmunamál. Von er á
einhverri fjárveitingu til hafnarinnar en
sú spurning hlýtur að vakna hvort rétt
sé að ausa í hana fé, umfram að lagfæra
þar fyrir litlu bátana, ef það kann að
seinka undirbúningi við brúargerðina.
- G.S.
Magnús Bjarnason: Ætll sjálfstæðis-
menn haldi ekki þrem, margir óánægðir
alþýðubandalagsmenn sitja hjá eða
kjósa jafnvel krata (J-lista) og koma
einum inn þar. Nýi anginn úr Sjálf-
stæðisflokknum (H-listi) færtrúlega 1 og
Framsóknarflokkur liklegast 2.
Þorsteinn Guðbrandsson, vinnur I frysti-
húsinu: Framsóknarmenn gætu fengið
3, sjálfstæðismenn 2 og nýi listinn (H-'
listinn) a.m.k. einn mann, jafnvel tvo.
Steindór Guömundsson flokksstjóri (D-lista):
Iðnaðaruppbygging oröin nauðsynleg
Því fylgir auðvitað að endumýja þarf
raf- og skolplagnir. Jafnframt þarf nú að
skipuleggja byggðaþróun innan þétt-
býlisins á Stokkseyri.
Þá er nú orðin full þörf á að endur-
bæta vatnsveituna. Eitt mesta nauð-
synjamá! framtíðarinnar er að fá aðra
orku til húsahitunar en oliuna. Margt er
ógert á félagsmálasviðinu sem þarf að
huga að til að bæta hvers konar sam-
skipti manna. Eitt af því er bygging
sundlaugar sem byrjað er á. t samgöngu-
málum er það varanlegt slitlag á veginn
niður að strönd (frá Selfossi) og þá ekki
síður að hafizt verði handa við að brúa
Ölfusárósa, sem er okkur nauðsynlegt
atvinnulega séð og öllum Sunnlending-
um öryggismál. En við ættum samt að
viðhalda þeim mannvirkjum sem gerð
hafa verið i Stokkseyrarhöfn svo smærri
bátar, sem þangað komast, geti haft þar
aðstöðu.
Nauðsynlegt er að koma hér upp ein-
hvers konar iðnaði, t.d. til að fullnýta
ýmiss konar sjávarfang sem annars fer
forgörðum.” - G5.
sem er aðalatvinnufyrirtækið, hefur
veitt heimamönnum næga atvinnu á
undanförnum árum og fleiri hafa sótt
þangað vinnu. En það var helzt á sl.
vetri að nokkrar eyður urðu í atvinnulíf-
inu, bæði vegna fjárhagsörðugleika
frystihússins og hráefnisskorts í kjölfar
þess að tveir heimabátanna ónýttust í
flóðunum í desember,” sagði Steindór
Guðmundsson flokksstjóri, 1. maður á
D-lista.
„En nú virðist þetta komið í eðlilegt
horf með því að tryggja hráefni af að-
komubátum, a.m.k. í sumar, og taka
hluta afla skuttogarans Bjarna Herjólfs-
sonar.
Það verður höfuðmálið sem fyrr að
tryggja frystihúsinu nægilegt hráefni og
tel ég þeim málum vel borgið í höndum
núverandi framkvæmdastjóra. Þessi mál
snerta hreppsnefndina mjög enda er hún
eigandi að 4/5 hlutum frystihússins.
Gatnagerð er vel á veg komin. Þoka
þarf því máli áleiðis eftir þvi sem tök eru
á svo hægt verði sem fyrst að leggja
varanlegt slitlag á allar götur þorpsins.
„Framtíð Stokkseyrar byggist aðsjálf-
söeðu á nægri atvinnu. Hraðfrystihúsið,
Steindór á vinnustað: „Huga þarf að
félagsmálum til að bæta hvers konar
samskipti manna.” DB-mynd R.Th.
ÞAR SEM NÁTTÚRUÖFLUNUM ER
BODINN BIRGINN
Stokkseyri er enn á ný að koma upp
úr öldudal hvað íbúafjölda snertir og
búa þar nú liðlega 500 manns, en árið
1930 bjuggu þar t.d. 521 og árið 1950
voru Stokkseyringar 440 og fækkaði
enn. Reyndar undrast margir þraut-
seigju Stokkseyringa þar sem þeir
byggja atvinnu sína aðallega á sjávar-
útvegi en búa við hina verstu hafn-
leysu fyrir opnu hafi sem itrekað hefur
kostað þá mannslíf og mikil verðmæti.
Þrátt fyrir það má nú sjá mörg ný
hús á staðnum og mörg í byggingu svo
Ijóst er að þeir eru ekki að gefast upp.
Þorpið lætur ekki mikið yfir sér og því
kemur nokkuð á óvart að þar þrifst
óvenju lífleg pólitík hvað sveitarstjórn
áhrærir og er mikil fjölbreytni í listum
frá kosningum til kosninga.
Allmarga menningarvita hefur
þetta yfirlætislausa pláss alið og má
þar nefna Pál ísólfsson organista,
Ragnar í Smára útgefanda og
Vilhjálm S. Vilhjálmsson rithöfund og
blaðamann.
G.S.
HVAfl
VILJA
ÞIIR?
/
-
FRAMBOÐ '78
áfram varanlegri gatnagerð og að koma
upp sundlauginni sem ég beitti mér fyrir
að keypt var hingað á sínum tíma. Hér
vantar dagvistunarheimili og kominn er
timi til að hrinda gömlum hugmyndum
um félagsheimili i framkvæmd.
Brýnt hagsmunamál hér er öflun
meira neyzluvatns með sprengingu
brunns en ófremdarástand rikir nú hér í
þessu tilliti, sem m.a. kemur niður á nær
eina atvinnufyrirtækinu hér, frystihús-
inu. Að lokum tel ég þörf á traustari
fjármálastjórn hjá hreppnum.”
-G.S.
Hverju spáir þú um
úrslit sveitarstjórnar-
kosninganna í vor?