Dagblaðið - 19.05.1978, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 19.05.1978, Blaðsíða 1
4.ÁRG.— FÖSTUDAGUR 19.MAÍ 1978— 103. TBL: RITSTJÓRN SÍÐUMÍJLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11. — AÐALSlMI 27022. Aukin viðskipti við Nígeríu: „ÞETTA ÞARF AÐ ATHUGA SEM FYRST’ sagði Bragi Eiríksson, framkvæmdastjóri Skreiðarsamlagsins „Við höfum lengi vitað að stjórnvöld i Nígeríu ræða um það hversu einhliða viðskiptin milli Íslandsog Nigeriu eru. Við heyrum þetta hvað eftir annað þegar við erum að reyna að selja skreiðina okkar þangað,” sagði Bragi Eiríksson, framkvæmdastj. Skreiðar- samlagsins, I viðtali við DB. „Þarna eru mjög miklir möguleikar á gagnkvæmri vöruskiptaverzlun. Þetta þarf að kanna sem fyrst." sagði Bragi. Hann sagði að okkur væri tvi- mælalaus hagur að meira jafnræði i viðskiptum landanna. Hann sagði að við hefðum átt viðskipti við Nígeriu allt frá árinu 1951. Tilraun hefði verið gerð til að kaupa timbur frá Nigeríu. Þetta hefði stöðvazt í borgarastriðinu þar. Eftir stríðið hefði verið bannað að selja óunnið timbur úr landi i Nígeriu. Þar væri þó hægt að kaupa unnið timbur svo sem krossvið og margt fleira. „Nigería er auðug af olíu. Því skyldum við ekki geta keypt oliu þaðan," sagði Bragi. Auk þess benti hann á mikla kryddframleiðslu þar auk margs konar vöru, sem við gætum keypt. Nokkrir innflytjendur hringdu til DB i gær og spurðust fyrir um fréttina um hugsanleg oliukaup íslands frá Nígeriu. Þeir lýstu áhuga. sínum á hugmyndum um olíuhreinsun I Port- úgal. Töldu þeir að hún væri spor i átt til þess að örva mjög hagstæð viðskipti við það land. - BS Verða lán til kaupa á eldri íbúðumgerð dálítið rausnar- legri? - bis. 23 Lægðirnar bíða í röðum „Það er dálítið erfitt með góða veðrið á suðvesturhorninu. Að visu lagast veðrið svolítið þar í dag, léttir til og lægir en með kvöldinu og i nótt verður aftur vaxandi suðaustan átt og liklega rigning." sagði Páll Bergþórsson veðurfræðingur i morgun. „Lægðirnar biða i röðum eftir að komast hingað og sú sem er nú að koma er mjög óþolinmóð og ryðst fram.” Það þýðir samt ekki að missa kjarkinn. Herðum upp hugann og búum okkur undir enn eitt rigningar- sumarið Suðvestanlands. Við getum alltaf skroppið norður og austur á land ef við erum alveg að farast úr sólar- leysi. Það var bæði stillt og bjart þar i morgun en lofthiti var ekki ýkja mikill. 6 stig voru á Akureyri og Mánárbakka en 7 i Reykjavik. Þar var raunar hlýjast á landinu i morgun. Þrátt fyrir rok, rigningu og kul sendi hún okkur hlýtt og fallegt hros þessi telpa á harnaheimilinu Hliðaborg. — DB-mynd Hörður. Haukur Angantýsson (til vinstri) réttir Helga höndina og óskar til hamingju með titiiinn í gærkvöldi — DB-mynd Sigurjón. HelgiÓlafsson íslandsmeistarí ískákl978 Helgi Ólafsson vann þriðju skákina i fjögurra skáka einviginu við Hauk Angantýsson i gær. Þar með varð Helgi íslandsmeistari 1978. Hann hafði fyrir þriðju skákina unnið eina og gerl jafntefli i annarri. Honum nægði þvi einn vinningur til að vinna einvigið. Haukur hafði hvítt í úrslitaskákinni. Helgi náði undirtökunum og gaf Haukur skákina í 32. leik. -BS FUNDU VÍN- BIRGÐIRÁTVR Á þriðjudaginn sáust þess merki að farið hafði verið i vörugeymslu Eimskips á Austurbakka við Reykjavíkurhöfn. Þar inni voru m.a. geymdar birgðir áfengra drykkja sem ÁTVR átti. Við rannsókn hefur komið i Ijós að um það bil þrir kassar eru horfnir og er þar um vodka og eitthvað fleira að ræða. Rannsóknarlögreglan hefur haft málið til meðferðar og fundið söku- dólgana. Voru það 15 ára piltar sem að undanförnu hafa verið til heimilis á unglingaheimilinu i Kópavogi. Málið er ennirannsókn. •A.St. ÞU ÞARFT EKKIAD BORGA HUSALEIGU - EN VIÐ SOFUM SAMAN TVISVAR í MÁNUÐI! Er húsnæðisvændi í gangi í Reykjavík? Er vændi í gangi I Reykjavik? Já svo sannarlega — húsnæðisvændi! Trúi þvi hver sem vill en kona nokkur hringdi á ritstjóm blaðsins i gær. Sagðist hún hafa auglýst eftir íbúð og gefið upp simanúmer sitt. Hún fékk aðeins tvær upphring- ingar og þær báðar í hæsta máta furðulegar, í báðum tilfellum vildu leigusalarnir ekki peninga fyrir húsa- leigu, heldur vildu þeir fá blíðu konunnar. Konan sagði að í auglýsingunni hefði staðið að hún væri gift. Annar maðurinn, sem sagðist vera utan- bæjarmaður, sagði að það skipti sig engu máli. Hann kæmi i bæinn tyisvar i mánuði og hvort hann gæti ekki fengið að sænga hjá henni. Þessi unga kona var undrandi yfir þessum upphringingum og hneyksluð yfir að einhver geti látið sér detta annaðeinsi hug. Má benda fólki sem þarf að auglýsa eftir húsnæði á að hægt er að láta aulýsingaþjónustu Dagblaðsins taka á móti símtölum fyrir sig endurgjalds- laust. Með því móti má losna við ógeð- felldar upphringingar. Bretum ferfram: Nimrodþota tekur land- helgisbrjót ífyrsta skipti — sjá erlendar fréttirbls. S—9

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.