Dagblaðið - 26.05.1978, Page 5

Dagblaðið - 26.05.1978, Page 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1978. 5 Shell Barbecue * uppkveikjulögur fyrir glóöar og arinelda „Málin hafa þróazt svo að eftir að við fórum nokkrar ferðir til Bandarikjanna höfum við hreinlega ekki losnað út úr flutningunum þaðan og þvi getum við ekki sinnt fyrirhuguðum Evróþuferðum að sinni,” sagði Þórir Jónsson, formaður skipafélagsins Bifrastar, er DB spurði hann m.a. hverju það sætti að ekki yrðu farnar þær ferðir til Evrópu sem auglýst- ar höfðu verið og fólki boðið að flytja þannig einkabila sina til meginlandsins og koma sjálft fljúgandi. Sagði Þórir að greinilega væri grund- völlur fyrir aðra bílferju en íslenzkar reglugerðir kæmu I veg fyrir að unnt yrði að kaupa aðra að sinni. Fela þær í sér að séu skip keypt erlendis frá þurfi að greiða a.m.k. 33% kaupverðs út. Hins vegar eru skip fáanleg með allt niður i 10% útborgun og jafnvel minni. Þvi munu frekari skipakaup biða fram á næsta ár, vonandi ekki lengur, að sögn Þóris. Það kom fram á blaðamannafundi er kaupin á Bifröst voru kynnt á sinum tíma að með tilkomu skipsins myndi flutningskostnaður bíla hingað lækka verulega. Þórir var spurður hvort það hefði staðizt og þvi til staðfestingar benti hann á að Bifröst sparaði kaupanda á meðal ameriskum bíl liðlega 300 þúsund, miðað við það verð sem Eimskip tók fyrir flutningana áður en Bifröst kom til. Nú hefur E.i. lækkað gjöld sín til sam- ræmis við Bifröst. - G.S. Fæst í 1 Itr. brúsum á flestum útsölu- stööum Shell. Kviknar fljótt — Brennur hreint og lyktarlaust — Inniheldur ekki steinolíu Olíufélagið Skeljungur hf Bifröstin lækkaði amerísku bílana um rúm 300 þúsund — reglurkomaíveg fyrirkaup annarrarbílferju strax til að anna Evrópumarkaði Cargolux fær ekki breiðþotuna — yfirvofandi hafnarverkföllí USA margfalda flugvéla- eftirspumina Flutningaflugfélagið Cargolux gekk fyrir nokkru frá leigusamn- ingum við bandariska flugfélagið World Airways um leigu á B-747 Júmbó breiðþotu og átti hún að koma til félagsins í júlí og brúa bilið þar til Cargolux fær eigin B- 747 í febrúar á næsta ári. Skyndilega gengu þessir samn- ingar til baka fyrir stuttu og var það WA sem rifti þeim. Mun það liklegast hafa verið gert þar sem yfirvofandi eru verkföll hafnar- verkamanna viða i Bandarikjun- um og því geysileg eftirspurn eftir flutningaflugvélum þar. Eftir þvi sem Sveinn Sæmunds- son blaðafulltrúi Flugleiða vissi nýjast I málinu i gær hyggjast Cargoluxmenn leigja tvær Boeing 707 þotur til að geta staðið við gerða samninga um flutninga. G.S. Kanadískir bormenn bora við Reyðarfjörð Um mánaðamótin er væntanlegur kanadískur bor, ásamt bormönnum, en ætlunin er að bora um 2 kílómetra djúpa holu við Reyðarfjörð og taka borkjarn- ann. Alþjóðlegur visindahópur stendur að þessari borun sem er liður i rannsókn- um á jarðskorpu úthafanna. Jarðlögin á Austfjörðum eru einmitt mjög hentug til þessara rannsókna. Jarðlagastaflinn þar er meðal elztu jarðlaga íslands og is- aldarjökullinn hefur skafíð ofan af jarð- lögunum. Þannig þyrfti að bora um 2 kílómetra holu áður en komið væri að samsvarandi jarðlögum á Reykjanesi. ísland tekur þátt i þessum rannsókn- um og hefur Orkusjóður veitt fé til rann- sóknanna. „Við höfum áhuga á að kanna hitastuðul á Austfjörðum með hitaveituvatn í huga. Hingað til hafa aðeins verið boraðar um 100 metra holur og hitinn í þeim mældur,” sagði Ingvar Birgir Friðleifsson hjá Orku- stofnun i viðtali við DB. Astæða þess að Reyðarfjörður varð fyrir valinu er að svæðið milli Reyðarfjarðar og Eski- fjarðar upp á Hérað er vænlegra til að gefa hita en svæði bæði sunnan þess og norðan. Borunin tekur um fjóra mánuði og hefst nú þegar í júní. Áætlaður kostnaður er allt upp undir 100 milljónir króna og veitti Orkusjóður 15 milljónir i verkefniö. íslenzkur bormaður mun verða með kanadísku bormönnunum, bæði til ráð- gjafar um svæðið svo og til að læra af þeim. Eins og áður sagði stendur alþjóð- legur vísindahópur að boruninni og er kostnaður greiddur af Kanadamönnum, Bretum, Bandarikjamönnum. Þjóðverj- um, Dönum og Íslendingum. H Halls. íþróttaskóli Sigurðar lOára iþróttaskóli Sigurðar R. Guð- mundssonar er 10 ára á þessu ári og starf skólans hefur vaxið mjög ár frá ári. í sumar verða nokkur námskeið I Íþróttaskólanum. Þar má nefna jassfímleikanámskeið sem hefst nú um helgina. Kennar- ar verða Monica Beckman og dóttir hennar Pia Beckman. Fim- leikasamband Íslands og Iþrótta- skólinn standa saman að nám- skeiðinu. Þá verður trampolínnámskeið 25. júlí til 30. júli. Námskeið einkum ætlað fyrir leiðbeinendur, rétt eins og jassfimleikarnir. Kenn- arar verða Ejvind Hansen, Páll Ólafsson og Guðmundur Sigurðs- son. í samvinnu við Borðtennis- samband Íslands verður námskeið 19.—31. ágúst og aðalkennari verður finnski landsliðsmaðurinn Nickel Grunstein. Þessi námskeið þrjú eru einkum ætluð fyrir leið- beinendur. Þá verða námskeið fyrir fatlaða þann 4.—13. júlí. Þá má og nefna að A-námskeið, sem gefur undirstöðumenntun fyrir hinar ýmsu grcinar iþrótta verður 4.—13. júií. HHalls Rétt eftir að DB kom á götuna: KAPPREIÐAHJÓUÐ FUNDIÐ Það leið ekki langur tími frá þvi að selt Dagblaðið og lagt fyrir til að Dagblaðið kom út i gær þar til lögregl- kaupa gripinn. an i Árbæjarhverfí hafði samband. Á myndinni er Hilmar að prófa Þeir voru búnir að fínna reiðhjólið hjóliðen Guðmundur lngi bróðir hans góðasemnáungieinnhafðistolið. og Svava systir hans horfa hugfangin á. Þarf vart að lýsa gleði Hilmars litla Lögreglumönnunum var þakkað Skúlasonar, eiganda reiðhjólsins, fyrir árveknina og siðan lá leiðin aftur þegar hann endurheimti aftur stolt heim með hjólið sem trúlega verður sitt. Metro-kappreiðahjólið sem er 10 rammlega læst þegar óráðvandir gira og kostar um 100 þúsund krónur. girnast það næst. — DB-mynd Ragnar Drengurinn hefur mánuðum saman Th. Sig.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.