Dagblaðið - 26.05.1978, Síða 8

Dagblaðið - 26.05.1978, Síða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. MAt 1978. Mobuto Zaireforseti sáttur við Belga Belgíumönnum viröist hafa tekizt að sættast við Mobuto Zaireforseta þegar Tindemans forsætisráðherra ræddi við hann á óvæntum fundi þeirra i Paris í gær. Þar lagði belgiski forsætisráðherr- ann til að Vestur-Évrópurikin styddu að stofnun hers Afríkjurikja sem hefði það að verkefni að koma í veg fyrir árásir á hvíta menn eins og gerðist fyr- ir hálfum mánuði í Shaba. Belgia sem réð yfir Zaire, sem var kallað Congo til 1960, hefur mikilla fjárhagslegra hagsmuna að gæta í landinu enn og þá ekki sízt i Shaba, syðsta hluta landsins sem er auðugasta koparsvæði heimsins. Mobuto hafði gagnrýnt Belgíu- stjórn mjög fyrir seinagang og tregðu til að senda herlið til hjálpar í Shaba, þegar beiðni barst. Lagði hann einmitt áherzlu á óánægju sína þegar hann þakkaði sérstaklega Frökkum fyrir framlag sitt til að reka innrásarliðið á flótta en minntist ekki á Belgiumenn. BLACKLIGHT skemmtilegt í myrkri. RAR'ÖRUR Sli LAUGARNESVEG 52 - SlMI 86411 LAWN-BOY GARÐSLÁTTUVÉLIN Þaö er leikur einn aö »lá meö LAWN-BOY garösláttu vélinni, enda hefur allt verið ger* til aö auövelda þér verkiö. Rafeindakveikja. sem tryggir örugga gang-- setningu. Grassafnari, svo ekki þarf aö raka. 3,5 hö, sjálfsmurö tví- gengisvél, tryggir lág- marks viöhald. Hljóölát. Slær út fyrir kanta og alveg upp aö veggjum. Auöveld hæöarstilling. Ryöfri. Fyrirferöalitil, létt og meöfærileg. VELDU GAROSLATTUVEL, SEM GERIR MEIR EN AD DUGA Ítalía: Ástin leiddi mann- ræningjann í glötun Ástfangin Frakki, sem átti stefnu- mót viö stúlku sem hann rændi fyrir nokkru var í gær ákærður fyrir mannrán, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Róm. Mun hann hafa mælt sér mót við stúlkuna við fjölfarna götu I Róm en var þá hand- tekinn af vörðum sem fylgdu henni eftir án þess að hún eða Frakkinn vissu. Fransmaðurinn, sem er Daniel Nieto frá Marseilles var félagi í glæpa- flokki, sem rændi Giovanna Amati dóttur efnaðs Ítala og hélt henni í gíslingu í sjöutíu og fjóra daga. Munu þau hafa fellt hugi saman á meðan á gislingunni stóð. Hafði Nieto samband við Amati sína símleiðis og vildi hitta hana þrátt fyrir áhættuna sem þvi fylgdi. Stúlkan féllst á hugmyndina, en hvorugt þeirra mun hafa gert sér grein fyrir því að fylgzt var með öllum símtölum til heimilis hennar. Var henni síðan fylgt eftir en þegar á stefnumótsstaðinn kom var enginn Nieto svo Amati sneri heim aftur. Skömmu síðar hringdi sá franski aftur og sagði elskunni sinni að hann hefði ekki þorað annað en athuga hvort henni væri fylgt eftir og því ekki gefið sig fram en bað hana að koma aftur. Þegar aftur kom á stefnumóts- staðinn urðu fagnaðarfundir en það stóð ekki lengi, verðirnir sem fylgt höfðu stúlkunni eftir gripu Nieto og færðu hann burtu þrátt fyrir hávær mótmæli piltsins og stúlkunnar, sem hrópaði í örvæntingu. — Ég vil fá að snerta hann einu sinni enn. — Að sögn lögreglunnar er þetta eitt af nokkrum dæmum þess að mjög sterkt samband hafi myndazt milli mannræningja og hinna rændu. Perú: Þúsund handtekin, 26 myrtir í óeiibum Líkur eru taldar aukast fyrir því, að herstjórnin I Perú muni hætta við eða fresta fyrirhuguðum allsherjar- kosningum sem fara eiga fram 18. júni næstkomandi. Er jafnvel rætt um að í stað kosninga verði mynduð sérstök stjórn skipuð óbreyttum borgurum og hermönnum. Miklar óeirðir hafa verið i Perú undanfarna daga og hafa i það minnsta tuttugu og sex manns fallið, stór hópur særzt og tala handtekinna nemur nokkrum þúsundum. Þrettán . stjórnmála- og blaðamönnum var í gær visað úr landi og flogið með þá til Buenos Aires. Meðal þeirra var Hugo Blanco, fyrr- um skæruliðaforingi, sem sneri aftur til Perú eftir að hafa verið í útlegð um langan tima. Óeirðirnar komu i kjölfar tveggja daga allsherjarverkfalls, sem allar verkalýðshreyfingar landsins stóðu að til að mótmæla miklum verðhækkun- um á matvælum og öðrum lífnauð- synjum. Perústjórn lét neyðarlög ganga i gildi í fyrri viku, nam úr gildi mannréttindaákvæði stjórnarskrár- innar, bannaði stjórnmálafundi og út- gáfu stjórnmálarita. Einnig var sett á útgöngubann í Lima höfuðborg landsins frá klukkan tíu á kvöldin fram til fimm að morgni. Nokkrir þeirra stjórnmálamanna sem sendir voru í útlegðí gær höfðu boðið sig fram i fyrirhuguðum kosningum. Vitað er um tólf aðra, sem öryggislögregla landsins hefur kyrrsett og nokkrir stjórnmálamenn munu vera í felum. Herforingjastjórnin í Perú hefur verið talin vinstrisinnuð og hefur beitt sér fyrir þjóðnýtingu fyrirtækja i eigu erlendraaðila. nokkrum mánuðum en var handtekinn fyrir nokkrum dögum og sendur aftur I útlegð I gær, ásamt nokkrum öðrum stjórnmála- og blaðamönnum. Á myndinni sést hann ásamt dóttur sinni en Blanco er kvæntur sænskri konu. FRAKKAR STYDJA AFRÍKUHER Frakkar ætla að styðja byrjun átakanna ásakað Sovétríkin og uppbyggingu afrískra hersveita sem Kúbu um að standa að baki innrásinni gæta eiga öryggis í Shabahéraði í Zaire i Zaire og i gær tók Carter Bandaríkja- og annars staðar þar sem innrásir eru forseti undir þá staðhæfingu. gerðar í Afríku, að þvi er heimildir í Valery Giscard D’Estaing Frakk- Paris sögðu i gær. landsforseti er sagður hafa tjáð Eiga þessar hersveitir i fyrstu að Mobuto forseta það i viðræðum þeirra koma í stað hinna frönsku sveita, sem fyrr í vikunni að Frakkar sendu ekki rekið hafa innrásarliðið frá Zaire inn í aftur hersveitir Zaire ríki til bjargar. Angóla og Zambiu. Mobuto Zaire-1 Þrátt fyrir vonbrigði með að frönsku forseti hefur lýst óánægðu sinni með hersveitirnar væru að hverfa á brott að hafa ekki verið með í ráðum, þegar hrósaði Mobuto Frökkum fyrir að ákveðið var að hefja heimflutning hafa verið eina vestræna rikið sem frönsku sveitanna. Hefur hann frá kom Zaire til hjálpar. Erlendar fréttir Pms; VINSTRIMENN MÓTMÆLA ZAIRE OG KNATTSPYRNU í ARGENTÍNU Um það bil fjögur hundruð manns þrömmuðu um götur Parísar í gærkvöldi og mótmæltu harðlega afskiptum Frakka af styrjöldinni í Zaire. Einnig vildu þeir andmæla þátttöku Frakka í heimsmeistarakeppninni sem fram fer i Argentínu í næsta mánuði. Að sögn lögreglu brutu göngumenn rúður og skemmdu bifreiðir máli sinu til. undirstrikunar. Voru tuttugu og sex handteknir. Frönsku vinstri stjórnarflokkarnir hafa harðlega gagnrýnt afskipti af Zaire- málinu, sem þeir telja innanrikismál þess. Hvað varðar heimsmeistarakeppn- ina í Argentinu náði baráttan gegn þátt- töku Frakka þar hámarki á þriðjudaginn var, er menn vopnaðir byssum réðust að liðsstjóra franska liðsins og ætluðu að ræna honum. Tókst honum að komast undan og flaug áleiðis til Argentínu með liðinu á miðvikudaginn. Fyrr í þessum mánuði var knatt- spyrnuvöllurinn í Toulouse eyðilagður með eitri rétt áður en landsleikur átti að hefjast milli Frakklands og Iran. Bréf hafa verið send til leikmanna frá mann- réttindanefndum þar sem þeim er bent á að nærri leikvöllunum í Argentínu séu fangabúðir þar sem fórnardýr stjórn- málakúgunarinnar í ríkinu rotni.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.