Dagblaðið - 26.05.1978, Side 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. MAÍ1978
9
V-Þýzkaland:
Verkalýðs-
þingið vill 35
KÍNVERJAR SAKA
- <3*
klukkutíma
vinnuviku .
Vesturþýzk verkalýðssamtök vilja
stefna að þrjátíu og fimm klukkustunda
vinnuviku, segir i samþykkt þings þeirra,
sem haldið er í Hamborg þessa dagana.
Einnig vilja samtökin þjóðnýta helztu
atvinnugreinarnar en þar fór þingið
þvert gegn tillögum æðstu stjórnar sam-
takanna, sem mun vilja fara sér hægt í
þjóðnýtingaráformum. í samþykktinni
var ekki nefnt hvaða greinar atvinnulífs-
ins ætti að þjóðnýta en tekið var fram að
þar undir kæmi bæði banka- og trygg-
ingastarfsemi.
Hertóku
skakka
VIETNAMA UM OF-
SÓKNIR =
Kínverskir íbúar reknir úr landi
Kínverska stjórnin ásakaði
Víetnamstjórn harðlega í morgun um
að ofsækja fólk af kinverskum ættum.
sem byggi i landinu. Segja Kínverjar
að sjötíu þúsund manns hafi verið
reknir frá Víetnam með illu eða góðu.
Hafa fregnritarar jafnvel sagt að
fjöldahandtökur og morð hafi verið
framin á Kínverjum sem búið hafi i
Ho Chi Minh borg, sem áður hét
Saigon.
Kínverskur fréttaritari sem segist
hafa komið til héraðs á landamærum
Kína og Vietnam um miðjan mái
siðastliðinn greindi frá þvi að viet-
namskir hermenn og lögreglumenn
hafi rekið og barið kinverskt fólk
áfrani yfir fljótið sem skilur rikin að.
Þarna hafi bæði verið um að ræða
börn og gamalmenni sem ekki hafi
fengið betri meðferð en fullfrískir.
Hafi hermennirnir jafnvel rænt fólkið
eigum sinum.
Haft er eftir Kinverjum sem áður
bjuggu i Vietnam en komnir eru til
Kina, að meðferð á þeim hafi verið
mjögslæm i Vietnam.
Sendiherra Vietnam í Peking hefur
borið á móti því að frásagnir
Kinverjanna séu sannleikanum sam-
kvæmar. Sagði hann að vísu væri
erfitt að leiða sannleikann i Ijós fyrr en
að löngum tima liðnum.
Ekki hefur neitt verið minnzt á bar-
daga á landamærum Kina og Vietnam
siðustu daga en orðrómur hefur verið
um skærur þar.
Að venju féllu fleiri óbreyttir borgarar I styrjöldinni í Shaba héraði í Zaire en hermenn. A myndinni sjást líkin liggja á götum
Kolwezi.
turninníPisa
Hópur starfsmanna i postulinsverk-
smiðju hertók i gær hinn fræga skakka
turn í Písa og hélt honum i fjóra klukku-
tima. Að sögn lögreglu voru mennirn-
ir með þessu að leggja áherzlu á mót-
mæli sin vegna yfirvofandi uppsagna á
vinnustað þeirra.
Carter
skammar
Sovétríkin
og Kúbu
Léleg frammistaða Sovétrikjanna í
mannréttindamálum og hernaðarihlut-
un i Afriku gæti tafið fyrir árangri i af-
vopnunarviðræðum og komið í veg fyrir
að Bandaríkjaþing féllist á samkomulag í
þeini efnum sem kynni að nást. Carter
gagnrýndi einnig harðlega þátt Kúbu í
þjálfun herliðsins sem réðst inn i Zaire
fyrir tveim vikum. Einnig sagði hann
Kúbumenn hafa séð innrásarsveitunum
fyrir vopnum.
Carter forseti sagði á blaðamanna-
fundi i gær að hann hefði engin áfqrm
uppi um að senda bandarískt herlið til
Afriku til mótvægis við kúbanskt og
sovézkt herlið þar í álfu. Aftur á móti
tók hann fram að lög sem sett voru fyrir
nokkrum mánuðum hindruðu hann í að
aðstoða riki þar eða jafnvel veita þeim
efnahagslega hjálp.
einum
Hún grét af gleði þegar hún tók á móti sex ára gömlum bróður sínum, ei
þeirra sem sluppu heilir á húfi I hildarleiknum i Zaire. Drengurinn kom ásamt
þúsundum annarra Belgiumanna til Brussel fyrr I þessari viku.
Hársnyrting Vffla Þórs
KOSIÐIBRETLANDIIHAUST
Ármú/a26
2. hæð
Sími34878.
Talið er vist að kosningar verði haldn-
ar á Bretlandi næsta haust eftir að
Frjálslyndi flokkurinn hefur hætt stuðn-
ingi við verkamannaflokksstjórn
Callaghans.
Er stjórnin þá komin í tiu sæta minni-
hluta i Neðri deild þingsins, sem hingað
til hefur verið varinn með atkvæðum
hinna 13 þingmanna Frjálslynda
flokksins.
David Steel formaður flokksins til-
kynnti i gær að verkamannaflokks-
stjórnin gæti ekki reiknað með stuðningi
frjálslyndra eftir að þingið lyki störfum
siðarí sumar.
Callaghan forsætisráðherra getur
samkvæmt brezkri venju rofið þing
hvenær sem er en eigi síðar en i okóber á
næsta ári. Talið er að góð vísbending um
fylgi flokkanna muni fást í væntanleg-
um aukakosningum, sem halda á i
Glasgow næstkomandi miðvikudag.
Verkamannaflokkurinn hafði þingsætið
og skoðanakannanir í gær bentu til þess
að meirihluti hans yrði um það bil 5%
fram yfir frambjóðanda íhaldsflokksins.
Pantíð
tíma
ísíma
34878
Dömu- og y
herraklippinga
Armu/a 26