Dagblaðið - 26.05.1978, Síða 13
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1978.
13
AlbertGuðmundsson, D-lista:
VELFERÐARMÁL
ÆSKUNNAR OG
ELUNNAR
„Velferð æskunnar og ellinnar eru
mín aðaláhugamál. Ég er alinn upp í
íþróttahreyfingunni og mun áfram
vinna að uppbyggingu hennar og öllum
þeim málum er mega verða henni til
framdráttarsagði Albert Guðmunds-
son framkvæmdastjóri, 3. maður á D-
lista.
Gömul, fátæk kona ól mig upp svo ég
veit hvar skórinn kreppir hjá gamla fólk-
inu. Það hefur verið mitt áhugamál að
borgin mæti þörfum þess á sem flestum
sviðum og meti með þvi framlag þess til
borgarsamfélagsins. Við búum i nota-
legu umhverfi vegna þeirra sem á undan
okkur hafa gengið og myndað slóðir
gegnum árin sem nú eru orðnar að mal-
bikuðum strætum með gjörólikum
vistarverum á báða bóga, miðað við sem
var fyrir tiltölulega fáum áratugum.
Þá legg ég áherzlu á atvinnuuppbygg-
ingu þvi á traustri almennri atvinnu
grundvallast framþróun borgarsam-
félagsins.
Hér er ég fæddur og uppalinn og hef
fylgzt með uppbyggingunni. Hér búa
flestir minna beztu vina og ættingja og
sem bornum Reykvikingi, sem notið
hefur trúnaðar og trausts þessara vina,
er mér enginn málaflokkur óviðkomandi
sem borgarfulltrúi þeirra.
Eins og félagar mínir á borgar-
stjómarlista Sjálfstæðisflokksins býð ég
mig fram til samstarfs og þjónustu við
fólkið i borginni í öllum sameiginlegum
hagsmunamálum okkar.” -G.S.
Albert: „Gömul kona ól mig upp svo ég veit hvar skórinn kreppir hjá gamla fólkinu.
Gerður Steinþórsdóttir, B-lista:
DAGVISTUNAR- OG BARNA-
HEIMILIVERÐI REIST OG
REKIN EINS OG SKÓLARNIR
„Þessu er fljótsvarað,” sagði Gerður
Steinþórsdóttir er Db spurði hana fyrir
hverju hún ætlaði að beita sér í borgar-
stjórn. „Framsóknarflokkurinn hefur
lagt fram ítarlega stefnuskrá i borgar-
málum og þeirri stefnumörkun mun ég
fylgja. Ljóst er að atvinnumál og skipu-
lagsmál verða gildur þáttur í störfum
þeirrar borgarstjómar sem kemur saman
til fyrsta fundar hinn 1. júni.”
Hvað er þér þess utan efst í huga?
„Ég vil að gömlu hverfin haldi svip-
móti sínu og ný hús, sem byggð verði,
aðlöguð umhverfinu. Brýnt er að ibúðar-
húsnæði verði fjölbreytilegra svo að það
henti mismunandi þörfum og lifsvenjum
fólks.
Nauðsynlegt er að auka leiguhúsnæði'
og byggja meira á félagslegum grund-
velli. Ég vil, að ungu fólki verði gert
kleift að búa i eldri hverfum með því að
veita rifleg lán til kaupa og viðhalds
íbúða, og eldra fólki auðveldað að
minnka við sig.”
Þú hefur i ræðum talað um dagvist-
unar-ogskólamál.
„Já, i þeim þarf að gera stórt átak. Ég
tel aðeina raunhæfa lausnin í dagvistar-
málum sé að ríki og sveitarfélög stofni
þau og reki eins og skóla, svo að öll börn
eigi aðgang að þeim.
Ég vil vinna að þvi að skólar verði ein-
setnir svo að skóladagur vtrði samfelld-
ur, nemendur fái máltíðir og vinna fari
fram i skólanum.
Ég vil stuðla að því að auka útivist og
íþróttir meðal almennings, og að iokum:
í öllum störfum mínum mun ég hafa i
huga að hér á landi eru lög utn jafnrétti
kynjanna,” sagði Gerður Steinþórsdótt-
ir.
K
„Ég mun ekki gleyma jafnrétti kynjanna,” segir Gerdur Steinþórsdóttir (B).
■
VIÐBYGGINGAR
BORGARSPÍTAL-
ANS MARKA
ALGER TÍMAMÓT
— segir Páll Gíslason læknir sem líka vill auka
stuðning við frjálsa félagsstarfsemi
„Mér eru efst í huga heilbrigðismál-
in,” sagði Páll Gíslason yfirlæknir og
skátahöfðingi, sem skipar 6. sæti á D.
listanum. „Þetta er víðtækur málaflokk-
ur sem snertir marga. Flestir telja sig
heilbrigða, en ef að er gáð þurfa flestir á
þjónustunni að halda fyrir sig og sína.
Heilbrigðismálin eru umfangsmikil og
dýr og þvi mikið atriði að koma þeim
haganlega fyrir, án þess að þjónustan sé
skert.”
Páll kvað skóinn mest hafa kreppt að
slysadeildinni hvað húsnæði snerti.
Starfsemi hennar hefði tvöfaldazt á 10
árum. Nú er unniö að byggingu nýrrar
þjónustuálmu við Borgarspítalann, þar
sem verður ný slysadeild, allar göngu-
deildir spítalans og hin nýja heilsugæzlu-
stöð fyrir Fossvog og nágrenni. Þar
verður einnig, að sögn Páls, móttaka
allra bráðra sjúkdómstilfella annan sól-
arhringinn. Gjörbreytir það viðhorfum
þar sem móttakan er í tengslum við
sjúkrahúsið og alla möguleika þess.
Páli kvað „frjálsa aðila”, bæði Hrafn-
istu og Grund, hafa gert mikið átak i
vandamálum fullorðinna. En ennþá
væru margir meðal aldraðra sem þyrftu
meiri hjúkrunar við en hægt væri að
veita í heimahúsum, en um 1000 manns
nytu nú aðstoðar borgarinnar hvað
snertir hjúkrun og umönnun.
„Til lausnar þessum vanda er byrjað á
nýrri álmu við Borgarspítalann, sem ætl-
uð er gömlu fólki. Vonandi verður
fyrsta deildin tekin I notkun árið 1980 og
siðan koll af kolli þar til 200 rúm verða i
álmu hinna öldruðu,” sagði Páll.
Annað aðaláhugamál Páls læknis er
Páll Gislason yfirlæknir við dyr Landspitalans. —
DB-mynd Höröur.
• pr
æskulýðsstarfsemi. Hann vill hlúa að
frjálsri félagsstarfsemi, þar sem menn
njóta hæfileika sinna og telur viðkvæmt
að borgin reki skipulagða æskulýðsstarf-
semi í samkeppni við frjálsu félögin, sem
ekki þola slíka samkeppni við fjármagn
og sérfræðinga.
„Ég tel peningunum betur varið til að
•styrkja frjálsu félögin til starfs. Þau
skortir húsnæði og fé til rekstrar og til að
koma upp forystuliði. Á þetta við um
íþróttafélögin, skátahreyfinguna,
KFUM og K, stúkurnar o.fl. Nú fá
frjálsu félögin 160 milljónir í styrk frá
borginni en æskulýðsráð rúmlega 100
milljónir. Hlutfallið hefur breytzt félög-
unum í hag og tel ég mig í þeim efnum
hafa haft nokkurn árangur af erfiði
mínu,” sagði Páll Gíslason.
—ASL