Dagblaðið - 26.05.1978, Side 15

Dagblaðið - 26.05.1978, Side 15
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. MAÍ1978. 15 ÍHALDK) TALAR UM BORGAR- FRAMKVÆMDIR EINS OG ÞEIR STJÓRNIDÝRAGARÐI — rætt við fjórða mann á lista Alþýðubandalagsins, Guðrúnu Helgadóttur „Það er barizt um öll málefni í þess- um kosningum,” sagði Guðrún Helga- dóttir deildarstjóri sem skipar fjórða sætið á lista Alþýðubandalagsins við kosningarnar á sunnudaginn. „Stefna sjálfstæðismanna er gjörsamlega and stæð stefnu Alþýðubandalagsins. Við viljum reka samfélagið á félagslegum grunni með hag allra fyrir augum. Sjálf- stæðismenn vilja reka borgina með hag sumrafyriraugum.” Guðrún sagðist vera í framboði vegna þess að dagleg störf hennar hefðu sýnt henni hversu margir ibúar Reykjavikur búi við bág kjör. Það væri tilgangslaust að senda sér skrautbæklinga, hún þekkti kjör þessa fólks sem hvorki ætti þak yfir höfuðið né sómasamlegt lífsviðurværi. „Eg veit lika,” sagði Guðrún „aó þótt einhverjar úrbætur fáist samþykktar í borgarstjóm þá leggur steinrunnið borgarkerfi sína dauðu hönd á fram- kvæmd þeirra. Sem embættismaður rikiskerfisins, sem er sami ^rautur i sömu skál, fæ ég engu breýtt. Eina lausnin er pólitískt vald. Þess vegna þurfum við alþýðubandalagsmenn fleiri borgarfulltrúa.” Hún sagðist telja endurreisn atvinnu- lífsins í Reykjavík brýnasta verkeTni væntanlegrar borgarstjórnar. „Reykja- vík á að verða borg, sem byggir afkomu sína á framleiðslu verðmæta undir stjórn og í eigu borgaranna sjálfra, en ekki eitt allsherjar skrifstofubákn,” sagði Guðrún. „Hvað hefur farið bezt í málefnum borgarinnar á síðasta kjörtimabili?” „Það er venjan að skila einhverju verkefni rétt fyrir kosningar,” sagði Guðrún. „Að þessu sinni ber að fagna hinu nýja húsi fyrir aldraða i Furugerði, þó að það leysi aðeins lítinn hluta vand- ans. Auk þess má deila um þá lausn að heilu blokkirnar séu eingöngu byggðar öldruðum. En þarna fengu nokkrir tugir aldraðra lausn á húsnæðisvanda sínum.” „En hvað hefur tekizt verst?” „Það sem máli skiptir er að algjört skipulagsleysi ríkir í borgarmálum vegna þess að hugsjónina að baki verkanna vantar. Borgarfulltrúar íhaldsins tala um borgarframkvæmdir eins og þeir stjórni dýragarði. Við alþýðubandalags- menn ætlum að vinna að borgarmálum með íbúum Reykjavjkur og fyrir þá ef við fáum umboð þeirra. Frambjóðendur okkar eru reykvískir launamenn en ekki sérhagsmunaklíka borgarkerfisins. En kjósendur ráða hvorn hópinn þeir vilja láta fara með sín mál.” Guðrún var heldur rög að spá um úr- Guðrún Helgadóttir: Alþýöubandalagið vill vinna fyrir alla, sjálfstæðismenn aðeins fyrir suma. DB-mynd: Hörður. slit kosninganna. „Persónulega hef ég kjósa öðru vísi núna en síðast. En hver þó ekki mikla trú á að við náum fjórða veit?” manninum inn. Til þess þurfa margir að - ÓV FLOTTINN UR BORGINNI VERÐISTÖDVAÐUR MEÐ STÓRHUGA UPPBYGGINGU ATVINNUMÁLA „Ég mun beita mér af alefli til þess að stöðva þá óheillaþróun sem átt hefur sér stað i atvinnu- og húsnæðismálum borgarinnar,” sagði Björgvin Guð- mundsson í viðtali við fréttamann DB. Hann bætti við: „Þróun atvinnumála að undanfömu hefur einkennzt af miklum samdrætti í framleiðslugreinum. Mikill fjöldi fyrirtækja hefur flúið borgina og setzt að í nágrannasveitarfélögum.” Fréttamaður spurði hann hvernig hann ætlaði að vinna að bættu ástandi i þessum málum. „Alþýðuflokkurinn telur nauðsynlegt að borgin hafi frumkvæði að stórhuga uppbyggingu atvinnumála. Borgin á t.d. að laða til samstarfs allar hinar stóru stálsmiðjur i borginni og fá þær til þess að stofna nýtt fyrirtæki um skipasmíðar. Kemur vel til greina að borgin leggi fjár- magn í slíkt fyrirtæki,” sagði Björgvin. „Samhliða þarf að stórbæta aðstöðu til skipaviðgerða. Þar er eitt brýnasta verkefnið að borgin kaupi ásamt Slipp- félaginu skipalyftu sem getur tekið upp öll stærstu kaupskip Islendinga þannig að ekki þurfi að senda þau utan til við- gerða. Jafnframt þarf að efla Bæjarút- gerð Reykjavikur og bæta aðstöðu einkaaðila í útgerð,” sagði Björgvin. Hvað með húsnæðismálin? „í húsnæðismálum og raunar skipu- lagsmálum líka hefur hin slæma þróun stefnt í þá átt að gömlu íbúðahverfin hafa verið að tæmast en borgin þanizt út. Skólar standa hálftómir í gömlu hverfunum en mikill skortur er á skólum I hinum nýrri. Þá þarf að auðvelda ungu fólki ao kaupa íbúðir í gömlu hverfunum. Til þess þarf m.a. að hækka lán til kaupa á þeim. Auk þess er það stefnumál að borgin byggi leiguíbúðir fyrir ungt fólk sem er að byrja búskap. Ég legg mikla áherzlu á að borgin byggi litil en hlýleg hjúkrunar- og dvalarheimili fyrir aldraða. Þetta er aðeins þáttur i nauðsynlegri aðstoð við aldraða. Fólki verður að auð- velda að búa sem lengst í heimahúsum með heimilisaðstoð sem borgin veitir. Auk heimilisaðstoðarinnar á að taka upp matarsendingar til aldraðra i heima- húsum." Nú fer að styttast í lokaorð, ef einhver væru. „Af mörgu er að taka,” sagði Björg- vin, „en að lokum kýs ég þó að nefna að ég tel sjálfsagt að fella algerlega niður fasteignagjöld af húsnæði ellilifeyris- þega, að minnsta kosti þeirra sem eiga aðeins eina íbúð," sagði Björgvin Guð- mundsson. HÖFUÐATRIÐIKOSNINGANNA AÐ RÝRA VALD SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS — segir Adda Bára Sigfúsdóttir sem skipar2. sætið á G-lista „Mér er það efst í huga að óskorað vald Sjálfstæðisflokksins yfir Reykjavík og Reykvíkingum er styrkasta stoðin undir veldi þess flokks sem er höfuðand- stæðingur okkar sósialista og um leið það vald sem verkalýðshreyfingin mætir þegar hún sækir eða ver hagsmuni félaga sinna,” sagði Adda Bára Sigfús- dóttir sem skipar 2. sætið á G-listanum. „Höfuðatriðið i borgarstjórnarkosn- ingunum nú er aö rýra þetta vald. Það auðveldar ekki aðeins kjarabaráttuna nú, heldur einnig nauðsynlega nýsköpun atvinnulífsins i borginni.” Adda Bára kvaðst leggja áherzlu á að skipuleg uppbygging undir forystu borgarstjómar kæmi í stað skipulags- leysis og sóunar sem af því leiðir. Starfs- menn eiga að taka beinan þátt í upp- byggingu og daglegri stjórn fyrirtækja. Atvinnuástand er ekki gott fyrr en allir geta fengið sómasamlega borgaöa vinnu í samræmi við getu, einnig þeir sem vegna aldurs eða fötlunar standa höllum fæti á vinnumarkaði. „Þeir eiga rétt til vinnu eins og aðrir en frammistaða borgarstjórnar I vinnumálum þessa fólks hefur verið til skammar, svo ekki sé minnzt á að ekkert hefur verið gert til að auðvelda hreyfihömluðum að ferðast um borgina.” Adda Bára kvað mikið fé þurfa til nauðsynlegrar félagslegrar þjónustu. Þess vegna m.a. kvaðst-hún lita aðal- skipulagið sem ætlunin er að vinna eftir á næstu árum óhýru auga. Kvað hún það skipulag eiga eftir að gleypa ótalda milljarða í umferðarmannvirki sem komast hefði mátt hjá ef það hefði verið látið ráða að auka fremur ibúðabyggð en atvinnuhúsnæði i gamla bænum og minnka þörf á mannflutningum þangað. Adda Bára hefur í meira en 20 ár reynt að hafa áhrif á þróun dagvistar- mála í borginni og segir: „Ég læt ekki þá menn sem ekki horfa í peninginn, þegar um skipulag er að ræða, segja mér að ekki sé hægt að ætlast til að meiru fé sé eytt i dagvistarstofnanir fyrir böm en gert hefur verið og það kosti of mikið að gefa skólabörnum kost á máltíð I skól- anum. Sjálfstæðismenn telja það enn fullgott framtiðarmarkmið að fullnægja þörf þeirra, sem þeir af furðulegu smekk- leysi kalla forgangshópa, þegar rætt er um dagvistarmál. Þetta sýnir algeran skilningsskort á uppeldisaðstæöum í nú- timaborg. Það þarf nýjan meirihluta til að það fáist viðurkennt í Reykjavík að dagvistarstofnanir séu sjálfsögð lýðrétt- indi barna og foreldra,” sagði Adda Bára. „AðaLskipulagið er of dýrt á kostnað margra annarra málaflokka,” segir Adda Bára Sigfúsdóttir. —DB-mynd: Hörður Sjá framhald á bls. 22 og23 •ASL

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.