Dagblaðið - 26.05.1978, Page 19

Dagblaðið - 26.05.1978, Page 19
DAGBLADIÐ. FÖSTUDAGUR 26. MAl 1978. 23 AFSTAÐA FÓLKS TIL KJARA- SKERÐINGARINNAR MUN KOMA FRAM — segir þriðji maður á G-lista Alþýðubandalags, Þór Vigfússon konrektor Þór Vigfússon, sem skipar þriðja sæti G—lista Alþýðubandalagsins, er Ámes- ingur að ætt og uppruna en hefur verið búsettur í Reykjavík undanfarin átta ár. Undanfarin þrjú ár hefur hann verið konrektor Menntaskólans við Sund. „Ég er fyrst og fremst í framboði vegna þess að flokksmenn lögðu að mér að gera það,” sagði hann í samtali við DB i vikunni. „Ég hef í flokknum ekkert sér- staklega haft mig í frammi um borgar- mál, en ég hef áhuga á stjórnmálum og þar með töldum borgarmálum. Ég hef að vísu ekki mikið eða djúpt vit á þeim enn, en vona að það lagist.” Þór sagðist eiga von á, að fyrst í stað myndi hann „líta á skólamálin, enda hef ég verið kennari í fimmtán ár og haft gaman af því. Þar vil ég sérstaklega vinna að því að í framhaldsskólum borg- arinnar, þar sem áfangakerfið hefur ver- ið tekið upp, þar geti fólk sem náð hefur vissum aldri gengið inn í þetta áfanga- kerfi burtséð frá fyrri menntun og fengið þar sín starfsréttindi. Ég vil einnig að i skólum geti nemendur fengið mat, al- mennilegan mat, þannig að eilífar og óhollar sjoppuferðir leggist niður.” Þór Vigfússon sagðist ekki telja vafa á, að í borgarstjómarkosningunum á sunnudaginn yrðu margir til að láta i ljós afstöðu sína til kjaraskerðingar rikis- valdsins í vetur. „Ég vil að borgin taki upp aðra stefnu í kjaramálum en verið hefur, stefnu sem er hliðhollari verka- mönnum.” Mest aðkallandi málin á komandi kjörtímabili taldi Þór vera húsnæðismál. „Borgin ætti að okkar viti að beita sér fyrir félagslegum íbúðabyggingum og byggingu leiguhúsnæðis, þar sem t.d. ungt fólk getur hafið búskap án þess að sligast undan leigunni.” DB spurði Þór hvað hann teldi hafa farið bezt í málefnum borgarinnar á því kjörtímabili, sem nú er að líða. „Ja, ég á vont með að svara þessu,” sagði Þór. „Ég er ekki svo nákvæmlega inni í öllum hlutum. Ég er sannfærður um að margt hefur verið ágætlega gert af starfsfólki borgarinnar, þótt ég sé ósammála þeirri grundvallarstefnu, sem fylgt hefur ver- ið.” „En hvað hefur farið verst?” „Ég get ekki svarað þessu nema mjög persónulega. Ég sé afskaplega mikið eftir Oddgeirsbæ hér á Framnesveginum og þykir slæmt að sjá þetta stóra hús, sem byggt var í staðinn. Þetta er þó liklega ágætis hús og ég vona að fólkið sé ham- ingjusamt i því, en mér þótti þetta fal- legra áður.” „Viltu spá einhverju um úrslitin?” „Ég ætti kannski að svara að Sunnlend- inga hætti og segja sem svo að varla gæti nokkur álpazt til að fara að kjósa mig, en ég er bjartsýnn og hef mikla von um að við náum fjórða manni, Guðrúnu Helgadóttur, inn.” _ÓV Þór Vigfússon á hlaðinu heima hjá sér: „Persónulega þótti mér verst að sjá Oddgeirs- bærifinn.” —DB-mynd: Hörður. Davið Oddsson: „Fjármál borgarinnar hafa ekki farið úr böndunum eins og hjá ríkis- valdinu.” DB-mynd Hörður. meginLoforðið að fjár- MÁL BORGARINNAR FARI EKKIÚR BÖNDUNUM — segir fjórði maðurá lista Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson „Ástæðan fyrir þvi að ég er í fram- boði er fyrs.t og fremst sú, að ég hef áhuga á borgarmálum og sveitar- stjórnarmálum yfirleitt. Þau standa raunar öllum nærri. Ég ímynda mér alls ekki að ég sé ómissandi, en vil auðvitað — eins og flestir stjómmálamenn — reyna að koma góðu til leiðar,” sagði Davíð Oddsson skrifstofustjóri sem skipar fjórða sætið á framboðslista Sjálf- stæðisflokksins. Davíð kvaðst telja stærsta verkefni næsta kjörtimabils þegar hafa verið 'mótuð: „Það eru framkvæmd atvinnu- áætlunar, bygging stórs og mikils ibúðahverfis NA af bænum, seinni hluta útivistaráætlunar og svo framvegis.” Hann kvaðst ánægðastur með trausta fjárhagsstöðu borgarsjóðs. „Fjármál borgarinnar hafa ekki farið úr böndunum eins og hjá ríkisvaldinu og einhverjum sveitarfélögum. Ég tel einnig að vel hafi farið með fyrsta hluta áætlunar um umhverfi og útivist. Hvað varðar þenn málaflokksem ég vinn mest að, æskulýðsmálin, þá er ég mjög ánægður. Tvær félagsmiðstöðvar hafa tekið til starfa, og tvær aðrar eru vel á veg komnar.” „En hvað telur þú hafa farið verst?” „Ég man ekki eftir neinu sérstöku í svipinn. Verðbólgan hefur gert sveitar- félögum mjög erfitt fyrir. Fram- kvæmdir þeirra miðast við tekjur ársins á undan og því er útilokað að allt fari eftir áætlun. En þetta eru ekki kosninga- svik, eins og einhverjir vilja halda. Meginloforð sjálfstæðismanna er og verður að fjármál borgarinnar fari ekki úr skorðun. Við verðum að sníða okkur stakk eftir vexti og það tel ég að haft verið gert.” Davíð taldi kosningarnar á sunnudaginn tvísýnar. „Ég vona og trúi því að okkur takist að verja meiri- hlutann. Ég treysti í því á dómgreind Reykvikinga,” sagði Davíð Oddsson. -ÓV. Magnús L Sveinsson, D-lista: EINKAFRAMTAKIÐ IL - l BRAGI W*' ■ l SIGURÐSSON te ■ ■ ’ i \ i líi Ja ’jggggg s| „Sem borgarfulltrúi og borgarráðs- maður verður maður að fylgjast náið með öllum málaflokkum. En þau mál sem ég hef sérstaklega látið til mín taka eru atvinnumálin, húsnæðis- og heil- brigðismál. Á þessa málaflokka mun ég einnig leggja sérstaka áherzlu á næsta kjörtimabili,” sagði Magnús L. Sveins- son, skrifstofustjóri, 5. maður á D— lista. „Einnig vil ég leggja áherslu á hraða uppbyggingu margs konar þjónustu- stofnana í Breiðholtshverfum og bætt- um samgöngum við þau með byggingu brúar yftr Elliðaárdalinn sem ég vona að geti hafizt á næsta ári. Reykjavíkurborg er með fallegri borgum sem maður sér og hún hefur byggzt upp með uridraverðum hraða síðustu áratugina. Þar hefur framtak einstaklinganna skilað sér i ótrúlegum afrekum þeirra mörgu handa, sem hér hefur af samhentum meirihluta verið sköpuð aðstaða til athafna og uppbygg- ingar. Það sem nú skiptir máli fyrir Reykvik- inga er að þeir tryggi framhald þessarar uppbyggingar með þvi að kjósa sam- hentan meirihluta sjálfstæðismanna en ekki sundrungaröfl þriggja ósamstæðra flokka, sem myndu setja allar framkvæmdir og stjórn borgarinnar á pólitiskt uppboð strax að kosningum loknum, fengju þeir meirihluta. -GjS. stofnbraut milli Árbæjar- og Breiðholtshverfa. NJÓTISÍN ÁFRAM Magnús: „Framkvæmdir borgarinnar færu á pólitiskt uppboð i höndum þriggja ó- samstilltra flokka.” DB-mynd H.V.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.