Dagblaðið - 26.05.1978, Page 20
24
Umboðsmaður óskast
Hera Modestrik, sem er með eitt mesta úrval í
Danmörku af prjónavörum og bolum
(T-shirts) á konur og börn, óskar eftir umboðs-
manni búsettum á íslandi.
Vinsaml. sendið svar til
Hera Modestrik ApS
„Heragárden" Lind. DK—7400 Herning
Danmark
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla
í Reykjavík vegna alþingiskosninga 1978 hefst
sunnudaginn 28. maí nk.
Kosið verður í Miðbæjarskólanum alla virka
daga kl. 10—12, 14—18 og 20—22, sunnu-
daga og 17. júní kl. 14— 18.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Blikkval s.f.
Höfum opnað nýja blikksmiðju að Smiðjuvegi 54,
sími 76655, Kópavogi. Önnumst hvers konar
blikksmíði, svo sem loftræstikerfi, þakrennur og
niðurföll. Einnig þakkanta, ventla, túður o. m. fl.
Tökum einnig að okkur viðgerðir á bensíntönkum.
Reynið viðskiptin.
L MnurDrauosTOTan
BJORNINN
Njálsgötu 49 — Simi 15105
Sumarbústaðir
til sölu
Höfum til sölu sumarbústaði i öllum stærðum
á margs konar byggingarstigi. 2ja til 3ja mán-
aða afgreiðslufrestur. Teikningar á skrifstof-
unni. Einnig er fyrir hendi sýnishorn af einum
sumarbústað.
Okkur vantar leigulönd fyrir marga sumarbú-
staði ekki mjög fjarri Reykjavík.
EIGNAMIÐLUN
SUÐURNESJA
HAFNARGÖTU 57 — KEFLAVfK — SlMI 3868
Hannes Ragnarsson
Hamragarði 3, Keflavik, simi 3383.
Ragnhildur Sigurðard. sökim.
Reynir Ólafsson viðskfr.
AUGLÝSING
frá Öldungadeild Menntaskólans
við Hamrahlíð
Afhending prófskírteina fyrir vorönn 1978
og sýning prófúrlausna fer fram laugardaginn
27. þ.m. klukkan 10.00.
Skráning og val fyrir þá sem eru við nám
fer fram sama dag klukkan 10.00— 13.00.
Brautskráning stúdenta verður klukkan
14.00.
Innritun og námsgreinaval nýnema fyrir
haustönn 1978 fer fram í Menntaskólanum
við Hamrahlíð þriðjudag 30., miðvikudag 31.
og fimmtudag 1. júní klukkan 16—19.00 alla
dagana.
Skráningargjald er kr. 8.000.00 og skal
gre'ití við innritun.
Rektor.
DAGBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1978.
CUDO hættir starfseminni:
„KROFUHAFAR VERÐA AÐ
SNÚA SÉR BEINT TIL MÍN”
— segir stjórnarformaður fyrirtækisins
„Nei, fyrirtækið er ekki gjaldþrota,
það hefur hins vegar hætt starfsemi
sinni,” sagði Hilmar Vilhjálmsson,
stjórnarformaður Cudoglers h.f. í sam-
tali við DB.
Blaðinu hefur borizt fjöldi fyrir-
spurna frá lesendum, sem telja sig
eiga óafgreidd rúðugler hjá Cudo, og
óttast nú að meintar skuldir fyrir-
tækisins séu glataðar. Hilmar
Vilhjálmsson sagði í samtalinu við
blaðið, að hann teldi fyrirtækið hafa
afgreitt allt það gler, sem það hefði átt
að afgreiða — einkum vegna galla
sem fram hefðu komið i upprunaleg-
um afhendingum — en væru ein-
hverjir, sem teldu sig eiga gler hjá
fyrirtækinu, þá „verða menn að snúa
sér beint til min, og ég mun reyna að
leysa úr vanda þeirra,” sagði hann.
Cudo-gler hætti rekstri um síðustu
áramót. Staða fyrirtækisins hafði verið
mjög erfið um nokkurt skeið og seldu
nokkrir hluthafar sig út úr fyrirtækinu
seint á árinu 1975. í júlí 1976 gerðu
viðskiptabankar fyrirtækisins kröfu
um nýjan prókúruhafa í fyrirtækinu
og var hann ráðinn, en þá var orðið of
seint að halda fyrirtækinu gangandi.
Þess má og geta, að Cudo-gler var eitt
þeirra fyrirtækja, sem átt hafa
viðskipti við Alþýðubankann og gerð
var krafa um að þau viðskipti yrðu
rannsökuð þegar Alþýðubankamálið
svokallaða kom upp.
Verulegur hluti framleiðslunnar
síðustu misserin fór til að bæta gölluð
gler, en m.a. vegna lélegs þéttiefnís
skemmdist mikið af þeim glerrúðum,
sem fyrirtækið framleiddi og seldi í
heilar blokkir.
ÓV.
K en ekki g
1 blaðinu á þriðjudag misritaðist
nafn leikflokksins Grimu sem
kemur til landsins á menningar-
viku. Flokkurinn er færeyskur og
heitir Leikbólkurinn Gríma, en i
orðið leikbólkurinn slæddist g i
stað k. Er beðizt velvirðingar á
þessu.
Leiðrétting '
á fyrirsögn
Fyrirsögn á viðtali við Jón
Sigurðsson. formann stjórnar
' Lánasjóðs tslenzkra námsmanna, í
DB í fyrradag átti að vera:
„Markverð almenn skerðing
námsaðstoðar” en ekki „Markmið
almenn skerðing....” Þetta leiðrétt-
ist hér með. Hlutaðeigendur eru
beðnir velvirðingar. -GM.
Mikið vetrarríkiá
fjöllumíkringum
Eskifjörð:
Bátaraflað
minnaíár
enáður
Afli Eskifjarðarbáta hefur verið
minni þetta árið en fyrri ár. Til
dæmis hefur Sæljónið ekki aflað
eins lítið og núna í 10 ár. Það fékk
alls 500 tonn frá áramótum til
lokadags en hefur yfirleitt haft
þetta 6—700 tonn og einu sinni
komst aflinn upp í 800 tonn.
Hólmanesið hefur veitt talsvert
meira, 1250 tonn, Hólmatindur
801 og Vöttur406.
Slæmt veður bæði í janúar og
febrúar ásamt lélegu fiskiríi þá
hefur gert þetta aflaleysi ársins að
verkum.
En það er ekki bara á sjónum
sem veturinn hefur verið erfiður.
Upp til fjalla hefur verið óvenju
snjóþungt. Lét Guðmundur
Sigurðsson hóndi á Engjabakka
svo ummælt við Regínu frétta-
ritara að hann myndi ekki eftir
öðru eins vetrarriki um þennan
tima árs, og er hann þó 76 ára. En
núna virðist einhver bót ætla að
verða á þvi síðustu örfáa daga
hefur hlýnaö i veðri. Á Eskifirði
hefur sólin skinið og blettir eru
famir að grænka. Þó er andkalt
þegar sólin hverfur á bak við ský.
^ •DS/Regina.^
MárElíssonfor-
maðurfiskimála-
nefndarOECD
Már Elísson fiskimálastjóri er
fyrsti Islendingurinn, sem kjörinn
hefur verið formaður fiskimála-
nefndar OECD, Efnahags- og
framfarastofnunar Evrópu. Nefnd
þessi er til komin vegna tillögu
Islendinga árið 1960 og hefur ýmis
þýðingarmikil verkefni með
höndum. Már var kjörinn á fundi
nefndarinnar nýlega, til eins árs.
<r>iB.CA 3 rli
-'t mvma
1|||p v-
i, () <-■■
Lifandi leita friðsældar meðal látinna
Stúlkurnar á myndinni fundu sælureit I bliðviðrinu I fyrradag, því hvar er friðsælla
en I kirkjugarði? Ljósm. DB: Ragnar Th.
Keflavíkurflugvöllun
3000 manns hreinsuöu
300 bflfarma af rusli
„Það verður að segjast eins og er, að
það er hreint ótrúlegt hvað svona
vorhreingerning getur breytt miklu,”
sagði Lt. Comm. Howard Matson,
blaðafulltrúi bandariska hersins á Kefla-
víkurflugvelli, i samtaii við DB um
mikla hreinsunarherferð, sem þar fór
fram í síðustu viku.
Um þrjú hundruð bilfarmar af drasli
og rusli voru hreinsaðir á herstöðvar-
svæðinu. Var ruslið ýmist grafið eða
brennt og brotajárn, sem viða var að
finna, var sett í sérstaka jámmulnings-
vél.
„Við gerum þetta tvisvar eða þrisvar
á ári,” sagði blaðafulltrúinn. „Við skipt-
um svæðinu niður í minni svæði og
siðan fara allir út með plastpoka, um
þrjú þúsund manns i allt, og hirða allt
drasl, sem sjáanlegt er. Það er óneitan-
lega mikill munur að sjá þetta núna.”
ÓV.
Humarveizlan kostar peninga:
1700 krónurkostar
kflóið við skipshlið
Humarinn, sem trúlega flestir
munu telja mesta hnossgæti, sem upp
úr sjó fæst við íslandsstrendur, er i
háu verði. Verðlagsráð sjávarút-
vegsins hefur nú náðsamkomulagi um
lágmarksverð á humrinum á humar-
vertíð 1978, þ.e. ferskum ogslitnum.
Fyrir 1. flokks óbrotinn humarhala,
25 grömm og stærri fást 1700 krónur
fyrir kílóið. Fari humarinn aftur á
móti í 2. flokk, 10—25 grömm
óbrotinn og brotinn 10 grömm og yftr
fást 820 krónur.
Ekki mun sjaldgæft að bátar komi
með allt að tonn eða þar yfir af
þessum eftirsótta fiski, þannig að ef
vel veiðist ættu sjómennirnir á humar-
bátunum að fá gott fyrir sinn snúð.
-JBP-