Dagblaðið - 26.05.1978, Page 32
frjálst, áháð dagblað
FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1978.
Uppgripa-
vinnaá
hálendinu
í sumar
— Landsvirkjun semur
við verktaka um 1.
áfanga Hrauneyja-
fossvirkjunar
60 til 70 manns munu væntanlega
komast í uppgripavinnu við Hraun-
eyjafoss í sumar, þar sem Lands-
virkjun undirritaöi i fyrradag samning
um fyrsta áfanga virkjunarinnar við
samtök fyrirtækjanna ístaks hf., Mið-
fells hf., Loftorku sf, AB Skanska
Cementgjuteriet og E. Phil og Sön Aft
Páll Sigurjónsson, forstjóri ístaks
sagði í viðtali við DB í gær að fyrst um
sinn mundu verkamennirnir búa í
vinnubúðunum við Sigöldu sem er í
aðeins 5 til 6 km fjarlægð frá
Hrauneyjafossi. Síðar i sumar verða
svo væntanlega komnar upp vinnubúðir
á staðnum er Landsvirkjun reisir. í
fyrsta áfanga verður grafið fyrir
stöðvarhúsi og þrýstivatnspípum. Tilboð
þessara aðila var lægst og nemur
samningsupphæðin 713.883 milljónum.
Gert er ráð fyrir að þessum áfanga verði
lokið i haust. Erlendu fyrirtækin hafa
bæði starfað hér áður. -G.S.
Á lista hjá
Framsókn og
Alþýðuflokki
„Nei, ég er ekki genginn í
Framsóknarflokkinn. Ég er enn i
Alþýðuflokknum,” sagði Egill
Guðlaugsson útgerðarmaður á
Fáskrúðsfirði í samtali við DB í morgun.
Það hefur vakið athygli að Egill
skipar sjötta sætið á lista
Alþýðuflokksins i Austurlandskjördæmi
í alþingiskosningunum og jafnframt
fyrsta sætið á lista Framsóknarfélagsins
á Fáskrúðsfirði.
Egill sagði að ástæðan væri sú að
Alþýðuflokkurinn á Fáskrúðsfirði hefði
ekki bolmagn til sjálfstæðs framboðs við
bæjarstjórnarkosningnar. Því hefði ver-
ið ákveðið að samfylkja með framsókn-
armönnum. Listinn væri borinn fram af
f ramsóknarfélaginu og fleirum.
-GM.
Friðrikí
öðrusæti
Friðrik Ólafsson stórmeistari er í öðru
>æti eftir fjórar Umferðir á skákmótinu,
;em nú stendur yfir á Kanarieyjum.
Friðrik sigraði Spánverja í þremur fyrstu
umferðunum m.a. Corral, en gerði i
fjórðu umferð jafntefli við ítalska
alþjóðameistarann Tatai.
Tveirstórmeistarar— auk Friðriks —
taka þátt í mótinu. Czom, Ungverja-
landi, og Westerinen, Finnlandi. Að
fjórum umferðum loknum var Czom í
efsta sæti með fjóra vinninga. Hafði
sigraðíöllumskákumsínum. -hsím.
Nú ætti að færast líf í gamla bæinn:
LÁN T1L KAUPA NOTAÐRA
ÍBÚÐA HÆKKUD UM 800 ÞÚS.
ForeldraríGarðabæ
varaðirvid:
Látið krakk-
ana ekki
komast í
Heiðmörk
Kennarar i Garðaskóla hafa
sent foreldum barna úr 7., 8. og 9.
bekk skólans bréf þar sem þeir
vara við því að foreldrarnir hleypi
börnunum I Heiðmörk um næstu
helgar. Tilefnið er að sögn lnga
Þorkelssonar skólastjóra það aö
undanfarin vor hafa skólanemar i
Garðabæ og viðar að hópazt í
Heiðmörk. gjarnan með vín
meðferðis og látið ófriðlega. Hafa
jafnvel orðið stórslys þar upp frá
og þeir kennarar sem þangað hafa
skroppið til að líta eftir hafa verið
felmtri slegnir.
í fyrra var foreldrunum sent
bréf eins og núna og kom þá í ljós
að mun færri krakkar fóru i
útilegu og læti urðu minni. Ingvi
orðaði það svo að allt hefði runnið
út í sandinn. Vilja menn nú reyna
aftur að skora á foreldra að hafa
vakandi auga með krökkunum
þetta árið líka.
Það eru ekki bara krakkar i
Garðabæ sem hópazt hafa
skipulega i Heiðmörk heldur líka
Cjeldi úr Reykjavik og Kópavogi
og mikið af krökkum úr Hafnar-
firði. Fjöldinn hefur lika orðið
mjög mikill og sjást þá
unglingarnir ekki fyrir. Ingvi sagði
að jjeir kennararnir i Garðabæ
skildu það vel að próflok væru
tilefni fagnaðar en slikt yrði að
vera í hófi. Þeir vildu aðeins koma
í ve&fyrirslys. -DS.
Unga fólkið sækist margt eftir því að búa i húsunum þar sem afi og amma ólu pabba og mömmu upp á sínum tima. Gömlu borgarhverfin hafa flest hver orðið nokkuð
mannfá síðari árin eftir að fólk tók að tínast upp í Breiðholt og í nágrannasveitarfélögin. Myndin var tekin I gærdag af ungu fólki að sóla sig í gamla bænum I
Reykjavík. -DBmynd Ragnar Th. Sig.
Frá vinstri: Agúst Fjeldsted hrl., Benedikt Sveinsson, hrl., Ingt R. Helgason hrl.
Hæstiréttur ákveður í dag:
Hvar kjósa 65 úr Garðabæ?
Um 65 atkvæðisbærir Garðbæingar
vöknuðu morgunn einn i nóvember við
það, að þeir voru orðnir Hafnfirðingar
án þess að hafa flutt búferlum.
Hinn 17. nóvember samþykkti bæjar-
stjóm Garðabæjar að hafa makaskipti
við Hafnarfjarðarkaupstað á landspild-
um. Við þessi skipti lét Garðabær af
hendi við Hafnarfjarðarbæ land þar sem
um 65 atkvæðisbærir menn bjuggu.
Hinn 12. maí sl. samþykkti Alþingi
frumvarp til laga þar sem kveðið er á um
það, að bústaðir fyrrum Garðbæinga
verði í lögsagnarumdæmi Hafnarfjarð-
ar. Samkvæmt ákvæðum til bráðabirgða
skyldi taka áðurnefnt fólk á kjörskrá í
Hafnarfirði. Lögin voru birt i Stjórnar-
tíðindum hinn 18. maí.
Hinir nýorðnu Hafnftrðingar vildu
eftir sem áður greiða atkvæði I bæjar-
stjórnarkosningum í Garðabæ, eins og
fyrr, enda greitt þvi bæjarfélagi skatta
ogskyldur.
Hinn 16. maí sl. neytti Sigurður Gísla-
son arkitekt atkvæðisréttar síns utan
kjörstaðar og þá sem kjósandi í Garða-
bæ.
í gerðabók kjörstjóra er þess getið, að
Sigurði haft verið kunnugt um bráða-
birgðaákvæði um flutning sinn til Hafn-
arfjarðar.
Hinn 23. maí höfðaði Sigurður mál
gegn bæjarstjóranum í Garðabæ, Garð-
ari V. Sigurgeirssyni, f.h. bæjarstjórnar.
Gerði hann kröfu til þess að vera á kjör-
skrá í Garðabæ I sveitarstjómarkosning-
unum 28. maí.
Af hálfu stefnda var þess krafizt að
þessari kröfu Sigurðar yrði hafnað.
Dómkröfu Sigurðar Gíslasonar var
hafnað I héraðsdómi Hafnarfjarðar, sem
hefur sameiginlega þinghá með Garða-
bæ.
Þessum dómi áfrýjaði Sigurður til
Hæstaréttar.
Hæstiréttur brá hart við og tók málið
til flutnings í gærkvöldi kl. 5. Lögmaður
Sigurðar, Ingi R. Helgason hrl., taldi
bráðabirgðaákvæði fara í bág við þá
grundvallarreglu að allir eigi að vera
jafnir fyrir lögunum. Auk þess hefðu
lögin ekki tekið gildi fyrr en við birtingu
i Stjórnartíðindum. Geti þau ekki haft
afturvirkni, enda þótt sveitarstjórnir
hinna tveggja bæja hefðu byrjað fram-
kvæmd þeirra hinn 9. og 11. mai á lög-
lausan hátt.
Benedikt Sveinsson hrl. flutti málið
fyrir bæjarstjórann i Garðabæ. Byggði
hann á sömu rökum og héraðsdómur
byggði á.
Hæstaréttardóms er að vænta í dag.
ÓV/BS
Áhugi ráðandi manna á að bjarga
eidri borgarhverfum frá algerri
mannauðn virðist fara vaxandi. Til
skamms tima var ekki lánað úr sjóðum
húsnæðismálastjórnar til kaupa
notaðra íbúða. Síðan var byrjað aö
lána litilsháttar til slikra kaupa.
í gær sendi Félagsmálaráðuneytið
frá sér fréttatilkynningu þar sem
boðuð er hækkun á slikum lánum.
Sendi ráðuneytið húsnæðismálastjórn
bréf 19. maí sl.
t bréfinu er greint frá áhuga ráðu-
neytisins á að auka lánin til kaupa á
eldri ibúðum til þess að fá betri
nýtingu á slíku húsnæði og til að
greiða fyrir ungu fólki sem vill eignast
tbúðiríeldrihverfum.
Hækkun á lánum þessum hefur
verið nokkuð ör og í marz sl. var það
hækkað úr 600 þús i milljón. Og nú
stendur fyrir dyrum að hækka enn og
það verulega — i 1.8 milljónir, sem er
helmingur af láni sem fæst til
nýbyggingar.
Ráðuneytið kastar boltanum til
húsnæðismálastjórnar i bréfi sinu og
óskar eftir nánari tillögum hennar um
framkvæmd hækkunarinnar. Þá óskar
ráðuneytið eftir umsögn húsnæðis-
málastjórnar um það hvort ekki væri
æskilegt að rýmka ákvæði um lán til
endurbóta á eldra húsnæði þannig að
heimildin sé ekki takmörkuð við hús-
næði öryrkja og ellilífeyrisþega.
-JBP-.