Dagblaðið - 03.06.1978, Side 2

Dagblaðið - 03.06.1978, Side 2
Omar og eiginkona ásamt elztu dótturinni við tiskkassann, sem barst frá Stöðvar- firði. ÝSAN TIL ÓMARS Stöðfirðingur hringdi: Það var gaman að lesa um sending- una frá stúlkunum í HSS, sem raunar þýðir Hraðfrystihús Stöðvarfjarðar, til hans Ómars Ragnarssonar, þess ágæta spéfugls. En vísan misfórst samt í L prentun í DB. Hún á að vera svona, með úrfellingarmerkjumm: Ýsu því færö til að forðast stress, fáð’ennar notið og minnstu þess. Verð’ér að góðu, vertu bless, verkakonur í há-ess-ess. DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ1978 Rússar vilja ekkisleppa Hess Þórarinn Jónsson hringdi: ég minna á, að Vesturveldin hafa lýst vilja ekki sleppa honum úr hinu Vegna skrifa í DB um meðferðina á sig fús til að láta hann lausan. Það rammgerða fangelsi. Rudolf Hess í Spandau-fangelsinu vil stendur hins vegar á Rússum. Þeir Slæmþjónusta hjá Ingvari Helga Pétur Gíslason, Réttarbakka 17, hellur. Ómögulegt er að ná símasam- Mér er óskiljanlegt hvað sá maður hringdi: bandi við fyrirtækið, og það tekur er að fara sem hrósar þjónustu Ingvars Ég vil leggja orð í belg vegna um- marga mánuði að fá varahluti í Dat- ’ Helgasonar í DB á miðvikudaginn. • ræðu á lesendasiðu DB um þjónustu sun-bifreiðarnar sem Ingvar Helgason fyrirtækis Ingvars Helgasonar. hefur umboð fyrir. A.m.k. hef ég öðru vanizt þar en Þjónustan þar er fyrir neðan allar lipurð og greiðvikni. Stórhætta af reykvísku sauðfé á Sandskeiðinu Bílstjóri kom að máli við bíaðið: Ég ek stórum vörubíl og hef undan- farið verið við malarflutninga úr Þrengslum um Sandskeið til Reykja- vikur. Á Sandskeiðinu hefur það kom- ið fyrir hvað eftir annað að undan- förnu, að bílstjórar á þessari leið hafa ekið á og drepið sauðfé, sem þar er við veginn ogá honum. Við höfum horft á sauðfjáreigendur úr Reykjavik koma með kindurnar sínar þarna upp eftir og sleppa þeim lausum á veginum. Beit er sáralítil þarna nema þar sem sáð hefur verið í vegkantinn og því stafar mikil hætta af fénu. Rétt í þessu var ég til dæmis að drepa eina, sem óð allt í einu fyrir bilinn. Auðvitað er tilgangslaust að stoppa, en maður gerir það ósjálfrátt. Það fór þannig hjá mér núna, að.aft- anívagninn fór þversum á veginum og stórskemmdi bílinn. Ég vil skora á hlutaðeigandi — fjár- eigendur og yfirvöld — að stöðva þessa beit tafarlaust. EN ÞAÐ JAFNAST A ÁSTARINNAR KOSSA Vísur Og vísnaspjall Jón Gunnar Jónsson Með vissum hætti kom Þórbergur Þórðarson með nýjan tón inn i Ijóðagerðina, þótt honum yrði minna úr því hlutverki sem forsjónin bauð honum en ætla hefði mátt. Hann varð fyrst og fremst rithöfundur á vettvangi lausa málsins og var raunar ihaldsmaður fyrir hönd sjálfs sín og annarra á sviði Ijóðagerðar. Hér eru fjórar vísur. í þremur er hinn algengi viðurkenndi mæðu- tónn rímspekinga, en I siðustu vísunni snýr Þór- bergur óvænt við blaðinu. Ég er mikið mæðugrey — má þvi sáran gráta — af þvi forðum ungri mey unni ég fram úr máta. Aldrei sé ég aftur þá, sem unni’eg I bernskuhögum. Bakvið fjöllin blá og há biður hún öllum dögum. Ef ég kxmist eitthvert sinn yfir fjaUasalinn, svifi ég til þin, svanni minn, með sólskin niðri dalinn. Fram að þessu 'svífur rómantík Jónasar og Heine yfirvötnunum. En nú kemur hin eiginlega rödd Þórbergs á hans æskudögum: Ef ég kemst nú ekki fet, elskulega Stina, eg skal éta eins og ket endurminning’ þina. Ég get nú ekki stillt mig um að vekja athygli á hagyrðingsbragnum á siðustu Ijóðlinunni. Hér á skáldið við minningu sina. — Ekki hennar um hann eða sjálfa sig og ekki um viðkynningu þeirra. Orðið endurminning er þvi æði hæpið í þessu sambandi og ekki samboðið góðu skáldi. nema við séum svo velviljuð að líta á þennan hortitt sem stílbragð til þess að gera þetta grát- broslega ástakvæði enn kátlegra. En nú ber og að hafa í huga að Þórbergur var hér að draga dár að k veðskap eldri skálda, og jafnvel samtímahöfunda og að smekk almenn- ings, sem einmitt vildi láta yrkja klökkt og róm- antiskt. Um þetta allt ritar Þórbergur í heildar- útgáfu Ijóða sinna, sem hann kallar Eddu og kennir auðvitað við sjálfan sig til aðgreiningar frá þeim bókum, sem frægastar hafa orðið um Norðurlönd og bera heiti Sæmundar og Snorra, þess fyrrnefnda með hæpnum rétti. Hér eru t tvær gamlar alþýðuvísur. Nóttin opnum örmum tveim öllum kann að taka, og segir fagrar sögur þeim, sem að nenna að vaka. Þeir sem lifa og lýja bein, lifs á brunahraunum, finna allir óskastein einhverntima að launum. Bóndamaður á Norðurlandi þurfti að skjótast bæjarleið að kvöldlagi. Hann var að Ijúka dags- verki og brá sér á bak reiðingshesti. Nágranni hans og góðkunningi tók á móti honum með þessari vísu: Hangir i taumi heiðingi, hortugur og lyginn. Rassgatast á reiðingi rekkur aldurhniginn. Svo hlógu báðir að þessu, þvi þetta var I gamni sagt. Heldur lítið þykir mér veiðast af höfundum vísna, sem birtar eru ófeðraðar. Þó verður því haldið áfram, enda standa vísurnar fyrir sinu, þótt enginn viti á þeim deili, en allar upplýsingar eru vel þegnar. 1. Hátta og sofa helst ég vil, hvergi ofan kreika, blunds af dofa dinglar til draumastofan veika. Horfinn tjóni um hérafrón, heilla þjónar kjörum, á sinni Skjónu sífellt Jón sést i bónorðsförum. 3. Sá held ég yrði bliður bur og blómlegur I framan, sem Ásgrimur minn og Ástriður ættu bæði saman. 4. Veröld svona veltir sér, vafin dularfjöðrum, hún er kona hverflynd mér, hvað sem hún reynist öðrum. 5. Ragnheiður er rjóð á kinn, rikust þöllin veiga. Ég hef heyrt að Hallur minn hana vilji eiga. 6. Til min hallast hagfeldar hingað allar stúlkurnar, kostasnjallar, kurteisar, — komi þær allar blessaðar. Fyrir allmörgum árum var hagyrðingaþáttur i útvarpinu. Þar létu til sin heyra menn viða að af landinu og létu Þingeyingar þar ekki sinn hlut eftir liggja, var einn þeirra fyrirferðarmestur. Skagfirðingi, búsettum í Reykjavík, þótti nóg um. Hann skaut eftirfarandi visu til kunningja sins: Þó að yrkja þykist slyngur, það ég ekki meta kann, þvi mig enginn Þingeyingur þreytir öUu meir en hann. Þingeyingur, sem heyrði þessa vísu, tók upp þykkjuna fyrir sinn sveitunga: Skagfirðingar skjóta fast, skelfilegir i orðum, vind ef leysa veröur hvasst, vargar nú sem forðum. Sá þriðji, sem borið hafði fyrri visuna á milli húsa og lét félaga sína á vinnustað heyra hana í kaffitímanum, kunni ekki við undirtektirnar hjá Þingeyingnum. Hann orti: AUtaf bunar upp úr þér einhver djöfuls þvæla. Sjálfrunnið það sýnist mér, sist ber þvi að hæla. Og svo að lokum visa frá rauðsokkutimum. Bil er milli min og þin mjög þá skerst i odda. En það jafhast, elskan mín, á ástarinnar kodda. J.G.J.—

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.